Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Vetrarstarf Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði eftir Einar Eyjólfsson Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firði minnist á þessu ári 80 ára afmælis kirkju og safnaðar. Þessara tímamóta verður minnst með við- eigandi hátíðardagskrá 12. desem- ber nk. og verður sú dagskrá kynnt þegar nær dregur. Það er hins vegar vilji okkar sem stýrum málum kirkjunnar að þess sjáist merki í starfinu á komandi vetri að Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði er ungur og kraftmikill söfnuður sem horfir björtum augum til framtíðar. Þess vegna vil ég vekja athygli á hluta af því sem boðið verður upp á í safnaðarstarf- inu í vetur. Guðsþjónustur Guðsþjónustur eru í kirkjunni annan hvern sunnudag kl. 14. Að lokinni hverri guðsþjónustu er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Guðsþjónustur Nk. sunnudag 10. október er árlegur kirkjudagur Fríkirkjusafn- aðarins í Hafnarfirði. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14. Að lokinni guðsþjónustu hefst hin glæsilega kaffisala kvenfélagsins í sal Iþrótta- hússins við Strandgögu. Er þess vænst að safnaðarfólk fjölmenni til kirkjunnar á þessum degi og styðji öflugt starf kvenfélagsins í þágu kirkjunnar. Barnaguðsþj ónustur Barnaguðsþjónustur verða alla sunnudaga kl. 11 eins og verið hef- ur. Þátttakan í barnaguðsþjón- ustum hefur ætíð verið mikil og er það sérstakt fagnaðarefni hve vel foreldrar styðja þetta starf. Umsjón með þessu starfi hafa þær Edda Möller og Elín Jóhannsdóttir auk organista og prests. Þá mun Rúna í Kaldárseli leggja okkur lið eins og undanfarin ár. Æskulýðsstarf í safnaðarheimili kirkjunnar verður opið hús tvisvar í viku. Á þriðjudögum kl. 17 fyrir 8-10 ára börn og á fimmtudögum kl. 17 fyr- ir 11 ára og eldri. I þessum sam- verustundum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá við hæfi þessara aldurshópa. Umsjón með þessu starfi hefur Sigríður Valdimarsdótt- ir. Barnakór Barnakór kirkjunnar mun starfa af fullum krafti í vetur og verða æfingar sem hér segir: Á miðviku- Foreldrar í Reykjavík, vinsamlegast athugið eftirfarandi: ÚTIVISTARTÍMIBARNA Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 frá 1. september til 1. maí (vetur) og eftir kl. 22.00 frá 1. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. september til 1. maí (vetur) og kl. 24.00 frá 1. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. AÐGANGUR BARNA OG UNGMENNA AÐ DANSLEIKJUM OG ÖÐRUM SKEMMTUNUM Börnum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á dansleikjum öðrum en sérstökum unglinga- eða fjölskylduskemmtunum sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum þeim sem til þess hafa leyfi. Miða skal aldur við fæðingarár. Börnum eöa ungmennum innan 18 ára aldurs L_ er óheimill aðgangur og dvöl á stöðum sem hafa leyfi til áfengisveitinga nema í fylgd með foreldri, öðrum forsjáraðila eða maka. Miða skal aldur við fæðingardag. 1 .Pf-VJ Knattborösstofur, leiktæki og spilakassar Ungmenni innan Börnum innan 14 ára 18 ára aldurs mega ekki starfa á stöðum sem hafa leyfi til áfengisveitinga nema það sé liður í viðurkenndu iðnnámi. Úr lögum nr. 58,1992, um vernd bama og ungmenna er ekki heimill aðgangur að knattborðum, spilakössum eða leiktækjum nema í fylgd með forráðamönnum. Miða skal aldur við fæðingarár. Úr lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 22. desember 1987. Lögreglustjórinn í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík Einar Eyjólfsson. „Það er von mín að aukið starf kirkjunnar megi verða sem flestu safnaðarfólki hvatning til þátttöku í starfi safn- aðarins.“ dögum kl. 17.30 eru æfingar fyrir 7-10 ára börn og á miðvikudögum kl. 10 fyrir 11 ára og eldri. Umsjón með kórastarfi barnanna hefur Kristjana Ásgeirsdóttir organisti. Félagsstarf aldraðra Eldri borgurum vérður boðið til samverustunda í safnaðarheimili kirkjunnar einu sinni í mánuði. Verður fyrsta samveran fimmtu- daginn 14. október kl. 14. Fræðslustundir Fræðslustarf fyrir fullorðna hef- ur verið fastur liður í starfi kirkj- unnar undanfarin ár. Hafa góðir gestir komið í heimsókn og fjallað um málefni kristinnar trúar og sið- ferðis. í nóvember verður þessu starfi haldið áfram og verður þá opið hús í safnaðarheimilinu öll fimmtudagskvöld kl. 20. Kirkjukór Kór Fríkirkjunnar æfir öll mið- vikudagskvöld kl. 20. Kórfélögum hefur fjölgað nokkuð að undanförnu og er það von okkar að enn fleiri gangi til liðs við kórinn og kynnist því áhugaverða starfi sem fram fer á hans vegum. Kvenfélag Kvenfélag Fríkirkjunnar minnist á þessu ári 70 ára afmælis. Öll þessi ár hefur félagið starfað ötul- lega. að málefnum kirkjunnar. Kvenfélagið hefur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartím- ann og verður næsti fundur 2. nóv- ember. Það er von mín að aukið starf kirkjunnar megi verða sem flestu safnaðarfólki hvatning til þátttöku í starfi safnaðarins. Höfundur er prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. OG FLISASAGIR / '4 i [Ym V T J l Stórhöfða 17, við Giillinbrú, sími 67 48 44 HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.