Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Ríkisábyrg'ðir sjötíu milljarðar um áramót Áform eru um að takmarka notkun ríkisábyrgða SAMANLAGÐAR útistandandi ríkisábyrgðir ríkissjóðs voru 70,5 milljarðar króna um seinustu áramót, samkvæmt ríkis- reikningi fyrir árið 1992. Fjöldi lántakenda sem njóta ríkis- ábyrgðar á lánum sínum voru um 200 en heildarfjárhæð þess- ara lána hefur farið vaxandi á undanförnum árum þótt stefnt sé að því að draga úr ríkisábyrgð. Árið 1991 námu lán með ríkisábyrgð 55,1 milljarði kr. Stærstu lántakendur um seinustu áramót voru Húsnæðisstofnun rík- isins og námu eftirstöðvar vegna húsbréfa tæpum 36 mijljörðum kr., Framkvæmdasjóður íslands 21 milljarður, Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina (nú atvinnu- tryggingadeild) 6 milljarðar, Akur- eyrarbær 3,1 milljarður, Hitaveita Akraness og Borgarljarðar 2,5 milljarðar og Hitaveita Suðurnesja 1,1 milljarður. Talið að 300 millj. tapist á næsta ári Áætlað er að 300 milljónir króna muni falla á ríkissjóð vegna tapaðra ábyrgða á næsta ári en það er fram- lagið til Ríkisábyrgðasjóðs í fjár- lagafrumvarpi næsta árs. Í greinar- gerð frumvarpsins kemur fram að áform eru um að notkun ríkis- ábyrgða verði takmörkuð enn frek- ar en orðið er. Eru ókostir ríkis- ábyrgða taldir þeir, að ríkisábyrgðir ýti undir aukna lánsfjáreftirspurn, þar sem ríkistryggð lán bjóðast að öðru jöfnu á hagstæðari kjörum en ella standa til boða, og er húsbréfa- kerfið nefnt sem dæmi um það, og hins vega séu mörg dæmi um að ekki sé tekið nægilegt tillit til arð- semi þeirra fjárfestinga sem njóta ríkisábyrgðar, eins og útlán Byggðastofnunar og Fram- kvæmdasjóðs Islands sýni. * í nokkrum tilvikum er nú þegar unnið að afnámi ríkisábyrgða. í frumvarpi um stofnun íslenska fjár- festingarbankans hf. er ríksábyrgð á nýjum lántökum Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs afnumin með því að starfsemi þeirra er felld inn í bankann og einnig er afnám ríkis- ábyrgðar á húsbréfum til athugunar í sérstakri nefnd sem félagsmála- ráðherra skipaði fýrr á þessu ári. Vf! / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 léttskýjað Reykjavflt 6 súld Bergen 11 skýjað Heleinki 10 skýjað Kaupmannahöfn 12 þokumóða Narssar8suaq 6 rlgning Nuuk 0 skýjað Ósló 12 skýjað Stokkhólmur 11 rigning Þórshöfn 7 skýjað Algarve 18 skúr Amsterdam 15 skýjað Barcelona 21 skýjað Berlín 17 hálfskýjað Chicago 15 þokumóða Feneyjar 21 skýjað Frankfurt 17 léttskýjað Glasgow 13 úrkoma Hamborg 16 léttskýjað London 13 skúr Los Angeles 17 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Madrid 14 skýjað Malaga 16 skúr Mallorca 22 alskýjað Montreal 15 alskýjað NewYork 14 heiðskírt Orlando 22 alskýjað Paris 16 skýjað Madelra 20 skýjað Róm 26 hálfskýjað Vín 19 skýjað Washlngton 11 léttskýjað Wlnnipeg +1 skýjað ^ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Ferhyrndur hrútur í fjárkaupaferð fréttaritara vestur í Reykhólahreppi nú í haust rakst hann á þennan ferhyrnda hrút á Litlu-Brekku í Geiradal hjá Hallgrími Birgissyni bónda þar. Þessi ferhyrndi grái hrútur heitir Tijóni og er tveggja vetra gamall. Hallgrímur brá málbandi milli efri horna hrúts- ins og reyndust 85 sentímetrar á milli hornendanna og man fréttarit- ari ekki til að hafa áður séð svo stórhyrndan ferhyrndan hrút með jafn beinvaxin og flaskalaus horn. Tvöfalt meiri notkun magasárs- lyfja en á hinum Norðurlöndunum Hægt að spara mikið með notk- un ódýrari lyfja ÞÓ notkun magasárslyfja hafi minnkað lítillega undanfarin ár er notkun þeirra hér á landi enn nærri helmingi meiri en í Svíþjóð sem er með næstmestu notkunina á Norðurlöndum. Hér er einnig notað hlutfallslega meira af dýrari lyfjunum en á hinum Norðurlöndunum. Ef ódýrasta lyfið hefði eingöngu verið notað í staðinn fyrir það sem var mest notað á síðasta ári hefði heildarverðið, miðað við útsölu- verð úr apótekum, orðið 140 milljónum kr. lægra. Ljrfjanefnd Landspítalans hvatti alla lækna spítalans til að nota cím- etidín-magasárslyf í stað dýrari lyfja sem mest hafa verið notuð hér. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og landlæknir hafa nú eindregið tekið undir tilmæli lyfja- nefndarinnar og hvetja alla lækna til að fara eftir þeim og nota cím- etidín-lyfin þegar slík lyfjagjöf er nauðsynleg. 140 milljóna kr. munur í tilkynningu frá ráðuneytinu og landlækni í Læknablaðinu segir að ekki hafi fundist fullnægjandi skýr- ingar á þeim mikla mun sem er á notkun magasárslyfja hér og á hin- um Norðurlöndunum. Notkun á nýjasta og dýrasta lyf- inu, ómeprazól, hefur farið vax- andi. Langmest notkun er þó af ranitidíni, á árinu 1992 voru notað- ir liðlega 1,6 milljónir dagskammta. Á útsöluverði apóteka kostar þetta rúmlega 273 milljónir kr., eða 166 kr. dagskammturinn. Dagskammt- urinn af ódýrasta címetidín kostar helmingi minna, eða 81 kr. Hefði síðarnefnda lyfið verið notað í stað- inn fyrir ranitidín hefði kostnaður við magasárslyf lækkað um 140 milljónir á síðasta ári, miðað við útsöluverð apóteka samkvæmt lyfjaverðskrá. -----♦ ♦ ♦--- Þrír sóttu um stöðu lækn- ingaforstjóra UMSÓKN ARFRESTUR um stöðu lækningaforstjóra við Borgarspítalann rann út 2. októ- ber sl. og sóttu þrír um stöðuna. Jóhannes Pálmason fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans segir að tilkynnt verði um það síðar í mánuðinum hver hlýtur stöðuna. Um stöðuna sóttu Eggert Jóns- son læknir, Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir og Jóhannes M. Gunn- arsson formaður læknaráðs Borgar- spítala. Bjór í hálfs lítra dósum frá Viking NÝR bjór, Ice-bjór, er væntanlegur á markaðinn frá Viking-Brugg hf. á næstunni og allur bjór hjá fyrirtækinu verður innan skamms í nýjum umbúðum. Þá mun fyrirtækið setja á markað nýjan bjór í hálfs lítra umbúðum í næsta mánuði og mun kippa með sex dósum kosta undir 1.000 kr. Ekki er komið nafn á nýja bjórinn en Morgun- blaðið hefur heimildir fyrir því að hann verði skírður Leifur heppni. Björgólfur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Viking-Brugg hf. sagði að flöskubjórinn yrði á nýjum flöskum, svonefndum „long-neck“- flöskum, sem hafa lengri háls en venjulegar flöskur. „Fljótlega setj- um við á markað mjög ódýran bjór í hálfs lítra umbúðum. Það verður ekki Viking-bjór heldur sérbrugg- aður bjór í hálfs lítra dósum og flöskum. Kippan verður trúlega á um 950 kr. Þessi bjó'r verður af Viking-gæðum og mjög ódýr,“ sagði Björgólfur. Björgólfur sagði að ekki væri búið að gefa nýja bjórnum nafn, en sagði að Leifur heppni kæmi sterklega til greina í þessu sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.