Morgunblaðið - 08.10.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.10.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 „ f/ve. nn)kiu Lengur sertLarbu i/era, c þese>um sinyx?" Mér þykir hugmyndin að við búum sjálf til okkar rauðvín, orka tvímælis ... Þú verður að hætta að borða majonesið, það er alveg klárt. HÖQNI HREKKVÍSI ,, HUM/4f?<3/4NPRElE>?.' " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Varðandi skipan rafmagns- öryggismála á Islandi Opið bréf til iðnaðarnefndar Alþingis . Frá Sigurði Magnússyni: . Ágætu nefndarmenn!. Eg undirritaður leyfi mér að vekja athygli yðar á áliti mínu á nýlega út komnum Verklagsreglum RER um starfsemi skoðunarstofa, raf- veitna og rafverktaka, sem þróunar- deild innan Rafmagnseftirlits ríkisins samdi. Menn frá Hagsýslu ríkisins og iðnaðarráðuneyti skipuðu í hana 1. desember 1992. Deildin hefur skil- að verkefni sínu. Þess skal sérstak- lega getið að reyndustu menn RER voru ekki kvaddir til starfa í deildina og þar með talinn Bergur Jónsson rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins. Þró- unardeildin er undir stjórn iðnaðar- ráðuneytis. Mig langar ennfremur að tjá yður að mér og fleirum finnst þessi nýja skipan rafmagnsöryggismála á Is- landi ekki til þess fallin að auka ör- yggi lándsmanna gegn slysum út frá rafmagni. Eftir lestur Verklagsreglnanna bendi ég á ógætilega framsetningu efnis t.d. í köflum 7 og 12. Til dæm- is stendur í greinum 7.6 og 12.6 orðrétt: Mæling á jarðtengingu: Mæling á jarðtengingu tækja og varnarsnertna í tenglum o.s.f. I Reglugerð um raforkuvirki nr. 264. 31. desember 1971 eru orðin hlífð- artenging og hlífðarsnerta notuð yfir þetta hugtak. Því ætti að standa í þessari grein: Mæling á hlífðarteng- ingu tækja og hlífðarsnertna í tengl- um o.s.f. Bent skal á skýringarkafla 207 - um hlífðartengingu tækja og grein 241 um jarðtengingar í Reglu- gerð um raforkuvirki. Síðar í sömu grein stendur: Einnig er hægt að mæla vamarsnertu með sumum leka- straumsrofapróftækjum. Hvaða teg- und tækja flokkast undir nafnið sum- um? Er þetta markviss framsetning efnis? Er hægt að treysta þessum reglum? Ekki er séð að öryggi landsmanna aukist við breytinguna. Sýnt er að eftirlit minnkar verulega þar sem beita á úrtaksskoðunum. Þær eru um 10% af því sem áður var. Von- andi eykst slysatíðni ekki við lakara eftirlit, en líkurnar aukast þar sem ljóst er að um 90% veitnanna verða óskoðaðar miðað við fyrri vinnu- brögð. Allur kostnaður margfaldast hjá ríki og landsmönnum þegar starfs- menn skoðunarstofa fara að þeysa um landið. Heyrst hafa raddir í út- varpi og blöðum sem tala um 100% hækkun á eftirlitskostnaði eftir að einkavæddar skoðunarstofur tóku við. Á sama tíma er starfsmönnum rafveitnanna bannað að sinna sams- konar eftirlitsstörfum. Sem þó er ódýrara þar sem þeir eru í sínu heimahéraði og umsjón innan við- komandi rafveitu markvissari. í kafla 4.4 stendur: RER velur neysluveitur til úrtaksskoðunar og tilkynnir skoð- unarstofu að hún eigi að skoða neysluveituna. Er ekki einfaldara og Frá Jens í Kaldalóni: ÉG GET ekki stillt rnig um að þakka héraðsdómaranum á Ísafirði fyrir hans skelegga og réttláta dóm í hinu svokallaða Guðnýjarmáli. Sérstak- lega vil ég óska skipsáhöfninni til hamingju með þennan úrskurð, því nú geta þeir loksins litið dagsljósið sem heiðvirðir og saklausir menn, svo sem ég held að flestir sjómenn okkar megi sem betur fer gera. Þau voru ekki andskotalaus lætin og böðulgangurinn út af þessu bjarn- dýrsdrápi þeirra þarna úti á hafinu í vor, að ekki gat heitið að vært væri þeim að komast að landi sinnar heimabyggðar fyrir sakardómum út í loftið og allra handa ófagnaðarlát- um fyrir það að hafa stytt þessu bjarndýrskvikindi aldur upp úr ísk- öldum úthafssjónum rétt eins og það væri einhver hinn versti siðferðis- glæpur sem þjóðin hefði sögur af. En það er aldeilis með eindæmum hvernig hægt er að láta útaf, að svo má segja engu, og ekki þá síst að ráðherra í sínu starfi skuli geta látið ódýrara að rafveita biðji um skoðun ef hennar menn mega ekki sinna viðkomandi verki? Starfsmenn raf- veitna landsins hafa sinnt eftirliti undanfarna áratugi, og eru hæfir og reyndir menn. Skoðun mín er að þessi skoðunarstofuvæðing verði ekki til að auka öryggi landsmanna. Vegna þess, að því fleiri sem vafstra í sama máli og nota fleiri eyðublöð vaxa líkur á mistökum. I umsókn um löggildingu krefst RER vottorðs um menntun og starfs- reynslu. Hver hefur séð starfsreynslu vottorð þeirra er unnu að Verklags- reglunum? Ég mótmæli þessum reglum sem ég tel verða til tjóns fyrir þjóðina vegna lakara eftirlits. sigurður' MAGNÚSSON, fyrrv. yfirrafmagnseftirlitsmaður. þann andskota spyijast um sig að heimta á móti öllum lögum og regl- um, að hann einn væri einhver drott- invaldur þess hvað við dýrið mætti gera, heimta það úr höndum réttra aðila til flutnings suður í Reykjavík og láta svo dæma það af sér til skila í réttar eigandahendur. Það vantaði ekki kokhreystina í þennan einn okk- ar landshöfðingja í vor út af þessu máli í öllum hans mektarinnar svið- um og er það nokkur furða að mað- ur þakki fyrir þennan merka sigur sjómönnum á Guðnýjunni til handa og þeim til hamingju með að mega nú heilir og hamingjusamir í sína heimahöfn koma, frá því sem áður voru stimplaðir hálfgerður skríllýður, fyrir það eitt að aflífa munaðarlausan bjarndýrsvesaling einan og yfirgef- inn hér norður í íshafi. Lifið svo heilir og hamingjusamir um alla framtíð á þessu einstææða happaskipi, henni Guðnýju frá ísafirði. JENS í KALDALÓNI. Guðnýjarmálið Víkverji skrifar Lýðveldisgarður sá sem ákveðið hefur verið að búinn verði til við Hverfisgötu vekur furðu Vík- verja. Staðarvalið er að sönnu sér- kennilegt og lýsir ákveðnum frum- leika en einkennilegri þykir Vík- veija nafngiftin. Á íslandi og raun- ar á Norðurlöndum er engin hefð fyrir slíkum tengingum við lýðveld- ið. S.líkt er hins vegar alsiða í róm- önskum málum. Víkveiji hefur t.a.m. komið í „Lýðveldishúsið“ (Casii Republici) í Búkarest sem Nicolae Ceausescu lét reisa. Þetta er ein stærsta bygging í heimi hér og lýsir vel bijálseminni sem ein- kenndi stjórnarfarið í Rúmeníu. „Lýðveldishúsið“ er síðan skammt frá „Sigurtorginu" og í nágrenni „Vináttu-garðanna“. Slíkar teng- ingár við „lýðveldið" þekkja menn einnig frá Frakklandi og Italíu en á þetta við hér á landi og er þessi ákvörðun í samræmi við íslenska málhefð? Flugleiðir og SAS hafa gert með sér samstarfssamning eins og greint hefur verið frá í fréttum. Slíkur samningur ber eflaust í sér marga kosti fyrir félögin en gall- arnir eru einnig nokkrir, þó einkum fyrir viðskiptavinina. Víkveiji var staddur í starfserindum í Frank- furt í síðasta mánuði og þurfti að koma umslagi til Morgunblaðsins með miðvikudagsvélinni. Hann gerði sér ferð til Frankfurtar-flug- vallar með umslagið, sem var merkt í bak og fyrir viðtakanda á íslensku máli. Á flugvellinum var enginn íslendingur til að taka við umslaginu heldur þýskur starfs- maður SAS, sem annaðist „check in“ fyrir Flugleiðir. Hann benti á að leyfi þyrfti fyrir slíkum sending- um hjá söluskrifstofu Flugleiða í Frankfurt. Víkverji hringdi þangað en þar voru aðeins þýskumælandi starfsmenn viðlátnir. Niðurstaðan varð sú að starfsmaður söluskrif- stofunnar hringdi í starfsmann SAS á flugvéllinum og gaf munn- legt leyfi fyrir sendingunni. Um- slagið, sem hafði að geyma fram- kallaðar myndir sem átti að birta í næsta föstudagsblaði, fór um borð í Flugleiðavélina og var tekið út úr henni á Keflavíkurflugvelli. Það var síðan af óskiljanlegum ástæðum sett aftur um borð í flug- vél Flugleiða og flogið með það rakleitt aftur til Frankfurtar. Um- slagið barst loks blaðinu á föstu- degi, eða þremur dögum síðar en í upphafi var ætlað, og vitaskuld alltof seint til að hægt yrði að nota myndirnar. xxx egar Víkveiji kom svo ,til Keflavíkur með vélinni frá Frankfurt nokkrum dögum síðar beið hann í eina klukkustund ár- angurslaust við færibandið eftir farangri sínum. Farangurinn barst ekki fyrr en sólarhring síðar og hafði þá haft viðkomu á Kastrup- flugvelli. Fróðlegt væri að fá skýr- ingar á því hvernig hægt er að klúðra málum svo rækilega eins og raunin varð í þessari utanferð Víkveija í september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.