Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 41 Enn um ökuljós í björtu Frá Sveini Ólafssyni: Ég kvitta hér með fyrir kveðju frá Ásmundi U. Guðmundssyni á Akranesi um ofangreint efni, í blað- inu 23. þ.m. — Ég kannast nú ekki við að hafa hringt til Ásmundar U. Guðmundssonar eins og hann segir frá. Þetta er þannig allmikið undrunarefni og nánast leyndar- dómur hver það var, nema kannski einhver sem eitthvað kynni að hafa talið sig þurfa að létta á sér við hann útaf skrifum hans? — Sýnist full ástæða til að auglýsa eftir þeim sem hringt hefir, svo sannleikurinn komi í ljós. — Ég skil að Ásmundi U. Guðmundssyni gremjist svona framkoma, en á henni ber ég enga ábyrgð. Þó ég se á öndverðum meiði við skoðanir Ásmundar U. Guðmunds- sonar, þá voru mér frekar þakkir í hug að hann skyldi skrifa um þetta jnál, þó ekki væri ég stórlega hrif- inn af orðbragðinu og ritstílnum sem hann notar. Það vekur nefni- lega athygli á þessu áríðandi máli — og er ekki vanþörf á. Og það er líka meginmálið, en ekki meiningar mínar eða hans. Ég var aðeins að tala um að menn færu eftir lögum. Mér hefði þannig aldrei dottið í hug að hringja í Ásmund U. Guðmunds- son til að skammast, — og síst að þora svo ekki að ræða við hann — til þess hef ég alveg treyst mér þótt ég telji slíka málsmeðferð held- ur tilgangslitla, og því hef ég frem- ur kosið að skrifa en að standa í einhverri persónulegri orðasennu, sem engu gagni þjónar nema að ergja menn. Eg tel mig þannig ekki eiga þau heldur raunalegu orð og líkingar sem hann setur fram — raunaleg af því að þau eru honum sjálfum til vanvirðu, ekki mér. Mér liggur það í léttu rúmi, þótt hann sé með nafngiftir á mínum orðum og kalli þau rugl o.fl. í sínum skrifum og legg mig ekki niður við niðrandi tal á móti um hans skoðanir, ritstíi og framsetningu. Ég reyndi að setja fram mínar röksemdir og gat þá um þá hluti og staðreyndir sem ég hafði kunn- ugleika af, en slíkt vill hann greini- lega ekki heyra, heldur sendir gusu af ómálefnalegum lýsingum á hvað allt sé fráleitt sem ég set fram. En hann ómakar sig aftur ekki á að svara málefnalega neinu af því sem ég bendi á. Svona málsmeðferð getur ekki að rnínu mati skoðast sem neitt annað en þrætur — ekki rökræða. Ég nefndi að aðrar þjóðir en Svíar væru að lögleiða eða hefðu lögleitt ökuljós í björtu. En eftir kokkabók Ásmundar U. Guðmunds- sonar mátti ég það ekki, af því hann hafði ekki sjálfur nefnt slíkt. Ég spyr, hvar er skoðana- og mál- frelsið? Má Ásmundur U. Guð- mundsson einn hafa skoðun? Ég vil samt til viðbótar áður sögðu — þó ég megi það kannski ekki! — benda Ásmundi U. Guðmundssyni á, að það eru Finnar, sem fyrstir byijuðu með þetta, hvað sem líður löngum skógargöngum í Svíþjóð. Svíar tóku þetta upp eftir þeim, svo hér er þetta engin bein eftiröpun eftir Svíum, sem virðist vera eitthvað mjög viðkvæmt fyrir Ásmund U. Guðmundsson. Og gott er líka að hann viti að Danir lögleiddu ökuljós í björtu 1. okt. 1990 og Norðmenn munu hafa gert það líka. Auk þess er ekki rétt að bannað sé og varði sektum í Þýskalandi að hafa ökuljós kveikt í björtu. Það er hreinlega rangt hjá Ásmundi U. Guðmunds- syni, því miður fyrir hann. Það er leyfilegt þar og einnig í mörgum fleiri Evrópulöndum, eins og Frakk- landi, Sviss, Hollandi o.fl. löndum, en ekki lögboðið, a.m.k. ekki enn- þá. Og ég endurtek að í Þýskalandi er frumvarp fyrir þinginu um að lögleiða ökuljós í björtu vegna reynslu annarra þjóða af sannan- legri minni slysatíðni vegna ljósa- notkunar í björtu. Um þetta eru til skýrslur byggðar á rannsóknum og ætti Ásmundur U. Guðmundsson að spyija Umferðarráð um það og fleira sem hér er sagt. Ásmundur U. Guðmundsson nefnir að mér hafi sést yfir að nefna allskyns afbrigði af óreglu í notkun ljósa. Hann ætti samt að athuga það að ég sagði í fyrstu grein minni um ökuljósin að sjá mætti „hinar fjölskrúðugustu vísbendingar um afbrigðilegheit í þessu tilliti" — svo ef Ásmundur U. Guðmundsson hefði lesið vandlegar það sem hann er að vitna í eftir mér, þá hefði hann getað komist hjá því að brigsla mér um að minnast ekki á allt hitt, sem hann rekur nú. Það er aftur alveg rétt hjá Ásmundi U. Guð- mundssyni að þarna þarf úrbóta við líka, og því gott að hann sér það og bendir á það. Ásmundur U. Guðmundsson skyldi líka muna að greinar í Morgunblaðinu leyfa ekki að rætt sé í einu um alla hluti í smáatriðum, svo sumu verður að gera skil í skemmra máli, eins og gert var í minni fyrstu grein. Ég vil svo taka fram, að ég er ekki tilbúinn til að standa í frekari þrætum og orðahnippingum við Ásmund U. Guðmundsson um þessi mál, sem ættu að vera öllum auð- skilin, og sérstaklega lögskyldan um að nota ökuljós um bjartan dag. Þetta verður því síðasta svar mitt til hans um þessi mál. Að öðru leyti sendi ég honum kveðjur og óskir um velgengni í umferðinni. Ljóst er að við höfum ekki sömu skoðun á því sem fjölyrt hefir verið um okkur í milli, — en samt er vonandi að þessi skrif verði til gagns, þótt okkar skoðanir geti ekki fallið sam- an. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. Pennavinir Átján ára norsk stúlka með áhuga á knattspyrnu, ferðalögum, bréfaskriftum og barmmerkjum vill skrifast á við 16-22 ára stúlkur: Tove Tennessen, Sletteid, 4370 Egersund, Norway. ísraelskur frímerkjasafnari sem getur ekki um aldur: Sam Baum, P.O. Box 1316, 52113 Ramat-Gan, Israel. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á lestri og matargerð: Hiromi Ogasawara, 1-15-22 Yokota, Matsumoto-shi, Nagano, 390Japan. Tvítug Ghanastúlka, háskóla- nemi, með áhuga á ferðalögum: Macellinda Andzie-Quainoo, P.O. Box 0100, University Post Office, University of Cape Coast, Cape Coast, Ghana. Átján ára ítölsk stúlka með bull- andi áhuga á íslandi. Vill skrifast á við 18-20 ára íslensk ungmenni: Teresa Giulianelli, N Borgo S. Groce 3, 62010 Appignano (MC), Italy. , VELVAKANDI GERSPILLTAR RÆSTINGAKONUR EINS og marga íslendinga rekur minni til fór fram útboð á ræst- ingum í skólum á vegum mennta- málaráðuneytis fyrr á árinu. Gengið var að tilboði Securitas í þessi verk en það fól í sér gífur- lega kjaraskerðingu fyrir ræst- ingakonur. Það má til sanns veg- ar færa að stækkað hafi verið tvisvar sinnum svæðið sem kon- unum er ætlað að þrífa en kaup- ið lækkað um helming. Þetta telja forráðamenn Securitas afsakan- legt í ljósi þess að þeir hafi hugs- að sér að létta af konunum erfíð- ustu verkunum, þ.e. upptöku gamals bóns og endurnýjunar á því. Yfirmenn fyrirtækisins ræddu þetta í fjölmiðlum og skein heiðríkja manngæskunnar úr svipnum. Hins vegar datt engum þeirra í hug að hugsanlega hefði verið sanngjarnara að spyrja konurnar hvort þær kysu frekar að erfiða áfram og halda kaupi. Enda sér hver skynsamur maður að betra er að svelta en bogna í baki. Forráðamenn nokkurra skóla kusu að standa með sínu starfs- fólki og taka ekki tilboði Securit- as þar sem ræstingakostnaður nam ekki meira en 5% af rekstr- arkostnaði skólanna sáu þeir í hendi sér að þó tækist að koma því niður í 3-4% stoppaði það ekki að fullu upp í fjárlagagatið. Mér hafa alltaf reynst þeir yfir- menn bestir sem ekki bara skríða fyrir yfirmönnum sínum heldur standa með 'undirmönnunum þegar þeirra málstaður er góður. Mér varð hugsað til slíkra yfir- manna sem ég hef kynnst þegar ég afþakkaði vinnu hjá Securitas og ræstingastjóri þeirra hafði orð á hvort ekki bæri að líta svo á það þarna hafi verið á ferðinni meira en lítið misferli í kaup- greiðslum fyrst hægt væri að lækka þær svo mjög. Við þessi orð flögraði að mér sú hugsun að sennilega bærum við ræst- ingakonur einar ábyrgð á fjár- hagsvanda menntamálaráðu- neytisins. Já, það er munur að vera ofalinn sauður á ríkisjöt- unni. Því miður var ég of for- stokkuð til að þessar hugsanir yrðu viðvarandi og fljótlega vaknaði með mér grunur um að sennilega hefði eyðslan og bruðl- ið verið víðar í þeirri mætu stofn- un. Enda vil ég leyfa mér að fullyrða að yfirmenn mennta- málaráðuneytisins, Securitas og skólanna vildu ekki vinna okkar erfiðu og lítils metnu verk fyrir það kaup sem okkur var greitt. Þessi vanþakkláta kona er þetta skrifar reyndist of gerspillt til að vilja una siíkum málalokum. Svo undarlega vildi hins vegar til að ekki bættist hún í sívax- andi hóp atvinnuleysingja heldur var henni umsvifalaust boðið starf þar sem hún nýtur sann- gjamra launakjara. Ræstingakona TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu í kartöflug'arði SILFURLITUÐ spangargler- augu í brúnu hulstri fundust í vegarbrún í kartöflugarði uppi við Korpúlfsstaðir sl. sunnudag. Þetta eru fjarsýnisgleraugu. Upplýsingar gefur Björn í síma 72685 eftir kl. 18. GÆLUDÝR Kettlingur í óskilum FRESSKETTLINGUR, grár með hvítar hosur og hvíta bringu, á að giska þriggja mánaða gamall, fannst fyrir utan Háskólann sl. þriðjudag. Hann er ólarlaus. Eig- andi má vitja hans í síma 658113. >50 u. Vertu með g - draumurinn gæti orðið að veruleika I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.