Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Risnukostnaður rík- isins lækkaði um 50 millj. á seinasta ári RISNUKOSTNAÐUR ríkisins lækkaði umtalsvert á síðastliðnu ári samanborið við árið á undan, samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 1992. Heildarrisnukostnaður var tæplega 143 milljónir króna í fyrra en hann var 176 milljónir árið 1991 á verðlagi þess árs. Að raungildi er um að ræða um það bil 40 milljóna kr. lækkun risnukostnaðar. Hjá B-hluta stofnunum og fyrirtækjum ríkisins lækkaði risnukostnað- ur úr 32 millj. kr. á árinu 1991 í 23,9 millj. árið 1992 skv. ríkisreikn- ingi eða um 10 milljónir reiknað á föstu verðlagi. Risnukostnaður forsætisráðu- neytisins lækkaði úr 10,4 milljónum árið 1991 í 4,6 millj. á síðasta ári. Risnukostnaður utanríkisráðuneyt- is lækkaði úr 36,5 millj. kr. í 33,8 og hjá menntamálaráðuneyti úr tæpum 30 milljónum í 20 millj. kr. Ferðakostnaður stóð í stað Ferðakostnaður innanlands og utan var svipaður að raungildi á síðaste ári og á árinu 1991 en tals- verðar breytingar urðu þó hjá ein- Landslið mat- reiðslumeistara Skilaði verðlaun- um sínum ÍSLENSKA landsliðið í mat- reiðslu skilaði verðlaunum sínum fyrir 4. sætið í nýaf- stöðnu Norðurlandamóti mat- reiðslumeistara sem haldið var í Finnlandi. Að sögn Ulf- ars Finnbjörnssonar lands- liðsmanns var það gert til að mótmæla úrslitum. Svíar sigruðu í keppninni en að sögn Úlfars gerðust þeir brotlegir við settar reglur. „Þeir notuðu til dæmis æðakollu þeg- ar öllum hafði verið sagt að nota alifugl, og fisk þegar átti að nota skelfisk. Þá mættu þeir í gallabuxum, sem er óvirðing við stéttina, og skiluðu réttum sínum klukkutíma of seint. Með réttu hefði átt að vísa þeim úr keppni,“ segir Úlfar. Sjá nánar „Landslið mat- reiðslumeistara ...“ á bls. 1-C. stökum ráðuneytum. Þannig hækk- aði ferðakostnaður æðstu stjórnar ríkisins innanlands úr 18 millj. kr. árið 1991 í tæpar 40 millj. kr. í fyrra en ferðakostnaður erlendis dróst talsvert saman eða úr 51 millj. 1991 í 45,4 millj. í fyrra. Ferðakostnaður utanríkisráðu- neytisins erlendis dróst verulega saman á síðasta ári samanborið við árið á undan eða úr 115 millj. kr. í 87 millj. en í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneyti hækkaði ferðakostn- aður erlends úr 119 millj. í 148 millj. kr. Aðkeyptur akstur jókst nokkuð á síðasta ári frá árinu á undan eða úr 803 millj. kr. í 879 millj. kr. Að teknu tilliti til verðlagshækkana er hækkun milli ára nálægt 50 millj. kr. í aðkeyptum akstri felast allar greiðslur vegna leigubifreiða, bíla- leigubifreiða, starfsmannabifreiða, hópferðabifreiða vegna skólaakst- urs og sjúkraflutningar. Fjör á írskum dögum Morgunblaðið/Arni Sæberg IRSKIR dagar hófust í gærkvöldi og standa fram á laugardag. Islendingar hafa tugþúsundum saman farið til Dyflinnar á undanförnum árum og því þótti ferðamálaráði borgarinnar ástæða til að efna hér til írskra daga í samvinnu við Samvinnuferðir. Irsk stemmning var í Nausti og Naustkjallara í gærkvöldi og hún verður þar í kvöld og annað kvöld. M.a. leikur írska þjóðlagasveitin Comhaltas Ceoltiori Eireann þekkt írsk lög. Sveitin mun einnig koma fram í Borgarkringlunni í dag og á morgun. Sveitin var við æfingar í Nausti í gærkvöldi þegar myndin var tekin. Meðalávöxtun almennra víxillána banka og ávöxtun ríkisvíxla Vaxtamunur tæp 9 pró- sentiistig' um þessar mundir Lítið veiðist af loðnu FREMUR lítil loðnuveiði var síðasta sólarhring en tíu loðnu- skip eru að veiðum norður af Vestfjörðum. íslensk loðnuskip hafa landað um 390 þúsund tonnum á vertíðinni en erlend skip hafa landað um 14 þúsund tonnum. Eftir er að veiða um 310 þúsund tonn af loðnukvótanum. Að sögn Sævalds Pálssonar, skip- stjóra á Berg VE, er mikið af loðnu í göngunni norður af Vestfjörðum og gætu veiðarnar glæðst hvenær sem er. Hann sagði að ekki hefði verið hægt að kasta eftir hádegi í gær þar sem loðnan hefði verið MUNUR á ávöxtun ríkisvíxla og á meðalvöxtum almennra víxillána banka er nú tæplega 9 prósentustig en munurinn fór hæst i um 11% í síðastliðnum mánuði, að því er fram kemur í lánsfjárkafla fjárlaga- frumvarpsins. Framan af árinu var vaxtamunurinn milli 3 og 4%. I útboði á þriggja mánaða ríkisvíxlum sem fram fór sl. miðvikudag hélt meðalávöxtunin áfram að lækka og var 8,61%, sem svarar til 8,17% forvaxta. Eru vextirnir komnir niður á það stig sem þeir voru á fyrir gengisfellinguna í júní í sumar. Magnús Pétursson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir þetta góð merki um að vextir skammtímabréfa ríkissjóðs séu á stöðugri niðurleið og verðbólguhorf- ur gefi ekki tilefni til að ætla annað en að sú þróun muni halda áfram. I fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár segir að það sé umhugsunarefni að ávöxtun ríkisverðbréfa, sem ráðist alfarið með útboði á markaði, skuli ekki endurspeglast í vaxtaákvörðun- um banka á víxillánum. „Þetta gefur tilefni til að ætla að samkeppnisum- hverfi banka og sparisjóða sé ábóta- vant og að vextir á ríkisvíxlum hafi takmörkuð áhrif á vaxtamyndun," segir í greinargerð frumvarpsins. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að seldir verði ríkisvíxlar með útboði fyrir 60 milljarða kr. og ríkis- bréf fyrir 8,8 milljarða kr. Þá er gert ráð fyrir að sala spariskírteina verði alls 9,5 milljarðar á árinu, og þar af náist 7 milljarðar með útboði. Kostir verðtryggingar langtímalána I sumar var gerð tilraun með sölu á verðbréfum í erlendri mynt hér innan lands. Seldust alls bréf fyrir um 2 milljarða kr. af samtals 100 millj. dollara útgáfu sem ríkissjóður seldi að öðru leyti á markaði erlend- is. Fyrir dyrum stendur að ríkissjóður gefi út markaðsverðbréf í erlendri mynt til frumsölu innanlands fyrir árslok. Vikið er að ýmsum kostum þess; að taka upp verðtryggingu langtíma-- skuldbindinga í fjárlagafrumvarpinu og vakin athygli á því að ríkissjóðir ýmissa vestrænna landa gefi út verð- tryggð langtímabréf, sem leiði til iækkunar vaxta á langtímamarkaði, þar sem ákveðinni óvissu um verð- bólgu yrði þar með eytt. Þannig gætu vextir á verðtryggðum lang- tímabréfum lækkað um sem nemur áhættuálagi óverðtryggðra lang- tímalána. þéttust á lokuðu svæði út af Vest- fjörðum. Gott veður er á miðunum en loðnan hefur verið fremur dreifð. Bátarnir köstuðu í gær- kvöldi með litlum árangri en von- ast var til að veiðin glæddist í nótt. í dag Hestaíþróttir Keppni milli íslenskra hesta er Iiður í mestu landbúnaðarsýningu í Tex- as 16 Fréttakvóti Kínverskir fjölmiðlar fá leyfi til að fiytja neikvæðar fréttir samkvæmt sérstökum kvóta 20 Tyrkneska forræðismúlið Halim Al fékk aftur dæmt forræði yfir dætrum þeirra Sophiu Hansen í undirrétti í Istanbúl 25 orðtuililnotd gjGáEfcán nm SIUII Landslid meistarakokku §j Lógreglan ekki ' nógtí virk ímiðboiginní iitrtw IS? Leiðuri Uppeldi í ógöngum 24 Fosteignir ► Landupplýsingakerfi Reykja- víkur - Slysavamir - Klapparstíg- ur 26 - Eru fasteignir trygg eign? - Innan veggja heimilisins Daglegt líf Um vatnshræðslu barna - Nýj- ar aðferðir í meðhöndlun húð- krabba - Ferðagetraun - Fort Lauderdale - Um unglingaheimlið að Tindum Mótmælaaðgerðir grænfriðunga í Smugunni Skipstjórarnir ótt- ast að slys hljótist af Sjópróf haldin þegar skipin koma heim GRÆNFRIÐUNGAR höfðu sig í frammi og trufluðu veiðar íslenskra togara í Smugunni í gær. í skeyti frá einu skipanna segir að græn- friðungar hafi reynt að hengja tunnur á toghlera þegar verið var að kasta og veltir skipstjórinn því fyrir sér hver beri ábyrgðina ef slys verða vegna slíkra tiltækja. Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að framkoma græn- friðunga á miðunum sé með eindæmum og verði þeir sjálfir að ábyrgjast afleiðingarnar ef slys hendir. Sjópróf verði haldin þegar togararnir komi í land og kannað að koma kæru á framfæri við Alþjóðasiglingamálastofnunina vegna framkomu grænfriðunga á miðunum. tækja grænfriðunga. Jónas sagði að ábyrgðin væri tvímælalaust á . höndum grænfriðunga þar sem þeir stofnuðu öryggi sínu og áhafna ís- lensku skipanna viljandi í hættu. Jónas sagði að farið yrði fram á að sjópróf yrðu haldin vegna hátt- : ernis grænfriðunga í Smugunni þegar íslensku skipin kæmu í land. Kæmi í ljós að þeir hefðu brotið aijjjóðlegar siglingareglur myndi LIU ásamt samtökum sjómanna koma því á framfæri við íslensk stjórnvöld að hátterni grænfriðunga yrði kært til Alþjóðasiglingamála-; stofnunarinnar, sem Greenpeaceí ætti aðild að. Jónas sagði að skipstjórar skip- anna sem eru að veiðum í Smug- unni hefðu vaxandi áhyggjur af uppátækjum grænfriðunga. Stofna öryggi í hættu Hann sagði að fram kæmi í skeyti frá einu skipanna að hópur rnanna á gúmbát hefði reynt að hengja tunnur á toghlera skipsins þegar það var að kasta. Jónas sagði að með því að reyna þetta hefðu menn- irnir á gúmbátnum sett sig í aug- ljósa hættu og sýnt mikinn glanna- skap. Hefðu skipstjórar skipanna í Smugunni áhyggjur af hver ábyrgð þeirra væri ef slys yrði vegna uppá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.