Morgunblaðið - 19.10.1993, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTOBER 1993
Á slysadeild
eftir árekstur
MAÐUR var fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri meiddur í
baki eftir árekstur síðdegis í gær,
en alls urðu tvö óhöpp i umferð-
inni í gærdag.
Nokkuð harður árekstur varð á
mótum Þingvallastrætis og Byggða-
vegar síðdegis í gær og var maður
fluttur meiddur á baki á FSA eftir
hann. Bílamir skemmdust nokkuð.
Þá var annað óhapp í umferðinni í
gær þegar tveir bílar skullu saman á
gatnamótum Glerárgötu og Grænu-
götu. Engin meiðsl urðu, en einhveij-
ar skemmdir á bílunum.
Féll af svölum
Ungur maður féll niður af svölum
þriðju hæðar fjðlbýlishúss við Smára-
hlíð á Akureyri snemma á sunnudags-
morgun. Að sögn varðstjóra lögregl-
unnar er talið að maðurinn hafí fleygt
sér niður af svölunum, en hann var
ölvaður er atburðurinn varð. Hann
var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri en hann skaddaðist á baki.
_ Morgunblaðið/Rúnar Þór
Staðan kynnt
FORSVARSMENN þeirra félaga á Akureyri sem hafa tekjur af spilakössum kynntu þá stöðu sem upp
kann að koma fái Happdrætti Háskóla Islands leyfi til að reka spilakassa. George Heide Gunnarsson
og Sigmundur Sigfússon frá SAA, Rúnar Jónsson, Flugbjörgunarsveit Akureyrar, Magnús Arnarsson,
Hjálparsveit skáta, Úlfar Gunnarsson, Akureyrardeild Rauða krossins og Svala Halldórsdóttir Slysavarn-
afélaginu.
Forsvarsmenn félaga á Akureyri sem hafa tekjur af spilakössum
Obreytt starfsemi óhugs-
andi með nýrri samkeppni
Listamannsíbúð
í Davíðshúsi
Atta aðilar
fá afnot af
íbúðinni
MYNDLISTARSKÓLINN á Akur-
eyri hefur afnot af Davíðshúsi í
upphafi næsta árs, samkvæmt til-
lögu að úthlutun fyrir næsta ár.
Þá hefur íbúðinni verið ráðstafað
í febrúar og mars vegna verkefnisins
„Norræn æska - norræn !ist“. í
apríl-maí dvelur Inga Steinunn
Magnúsdóttir bókmennta- og íjöl-
miðlafræðingur í íbúðinni, Anna
Snorradóttir rithöfundur í maí og
Ingibjörg Ingadóttir rithöfundur
fram í júní þegar Einar Kristján Ein-
arsson gítarleikari verður þar. Þor-
grímur Þráinsson rithöfundur verður
þar í ágúst og loks verður Einar Örn
Stefánsson þjóðfélagsfræðingur í
Davíðshúsi til septemberloka.
Það sem af er þessu ári verða
Olli Kortekangas, Bjöm Asle Tollan,
Hávar Siguijónsson og Helga Stef-
ánsdóttir í Davíðshúsi.
ÓHUGSANDI er að halda uppi óbreyttri starfsemi hjá Akureyrardeild
Rauða kross ísland verði Happdrætti Háskóla íslands leyfður rekstur
á spilakössum um land allt. Meirihluti tekna deildarinnar kemur frá
spilakössunum. Formenn þeirra félaga á Akureyri sem hafa telqur af
spilakössum hafa verulegar áhyggjur af sínum rekstri sem fyrirsjáan-
legt er að dregst mikið saman komi til samkeppni á spilakassamarkaðn-
Forsvarsmenn Akureyrardeildar
Rauða kross íslands, slysavarnafé-
laga, flugbjörgunar- og hjálparsveita
skáta, auk SÁÁ boðuðu til blaða-
mannafundar á Akureyri í gær þar
sem þeir ræddu þá stöðu sem upp
er komin í kjölfar fyrirhugaðrar leyf-
isveitingar dómsmálaráðherra til
Happdrættis Háskóla íslands á
rekstri spilakassa um landið.
Fram kom í máli Úlfars Hauks-
sonar formanns Akureyrardeildar
Rauða krossins að mikill meirihluti
tekna deildarinnar komi frá spila-
kössum. Viðamesta verkefni deild-
arinnar er sjúkraflutningar, þá er
fræðslustarfsemi talsverð, deildin
tekur þátt í hjálparstarfi innanlands
og utan og er aðili að neyðarskipu-
lagi almannavama.
Vaxandiverkefni
Sagði Úlfar það umhugsunarefni
að ríkið skuli hugleiða slíka sam-
keppni við líknarfélög um tekjuöflun
á sama tíma og framlög ríkisins ti!
heilbrigðis- og líknarmála eru skorin
niður og þessi sömu félög skilin eft-
ir með vaxandi verkefni.
Slysavarnafélögin á Akureyri eru
að byggja hús við Strandgötu og
sagði Svala Halldórsdóttir formaður
kvennadeildar grundvelli kippt und-
an húsbyggingunni missti félagið
þær tekjur sem það hefði haft af
spilakössunum. I máli Magnúsar
Arnarssonar formanns Hjálparsveit-
ar skáta á Akureyri kom fram að
tekjur af spilakössum næmu um
fjórðungi rekstrarfjár.
Draga saman seglin
Rekstur göngudeildar SÁÁ á Ak-
ureyri hefur vaxið mjög að umfangi
að undanförnu og stefnir í að kostn-
aður verði um 5 milljónir króna í ár,
2 milljónir koma frá ríki og bæ, en
reksturinn er að öðru leyti fjármagn-
aður fyrir eigið fé samtakanna, sem
m.a. er tekjur af spilakössum.
Sigmundur Sigfússon frá SÁÁ
sagði að draga þyrfti freklega saman
seglin kæmi til þess að sjálfsaflafé
yrði skert.
Fyrirspurn nm
sorpeyðingu
ODDVITI- héraðsnefndar Eyja-
fjarðar hefur leitað eftir afstöðu
bæjarsljórnar Akureyrar til um-
sóknar Hálshrepps að sorpeyð-
ingu Eyjafjarðar b.s. Bæjarráð
telur ekki tímabært að afgreiða
erindið á meðan ekki er ljóst hver
verða mörk sveitarfélaga á svæð-
inu. Þá hefur bæjarráð vísað er-
indi húsnefndar samkomuhússins
og gamla barnaskólans um heim-
ild til að bjóða út í heild í lokuðu
útboði í bænum loftræstikerfi í
samkomuhúsið til gerðar fjár-
hagsáætlunar.
Endurbætur
Bæjarráð hefur samþykkt að að
vetja 2 millj. kr. til framkvæmda við
endurbætur umhverfis samkomuhús-
ið og á lóðarkanti við Amtsbókasafn-
ið hafí forgang.
Fyrsta skóflustunga að kirkjubyggingu í Þórshöfn
Heildarkostnaður áætlað-
ur rúmar 46 milljónir kr.
Þórshöfn.
KIRKJUBYGGING á Þórshöfn
hefur verið íbúum hér mikið
hjartans mál og síðasta sunnu-
dag septembermánaðar var
loks tekin fyrsta skóflustungan
að byggingunni. Séra Ingimar
Ingimarsson sóknarprestur tók
skóflustunguna. Við það tæki-
færi flutti hann stutt ávarp og
bað fyrirhuguðum byggingar-
framkvæmdum blessunar Guðs
um ókomna framtíð.
Arkitekt kirkjunnar er bygging-
artæknifræðingurinn Bjarni Kon-
ráðsson og voru honum í upphafi
gefnar fastmótaðar forsendur um
form og stærð kirkjunnar. Kirkjan
verður í hefðbundnum stíl þar sem
það var talinn hagkvæmur kostur
að byggja kirkjuna með tiltölulega
hefðbundnu formi. Með því móti
er hægt að halda byggingarkostn-
aði í lágmarki og einnig er unnt
að tryggja að viðhaldskostnaður
verði sem minnstur í framtíðinni.
Það hlýtur að vera mikils virði fyr-
NOKKUR mannfjöldi safnaðist saman við athöfnina.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
SR. Ingimar Ingimarsson, sóknarprestur á Þórshöfn, tekur fyrstu
skóflustunguna að kirkjubyggingunni.
ir lítinn söfnuð. Slík hefðbundin
bygging minnir einnig á sig og
enginn sem fer framhjá þarf að
velkjast í vafa um að hér mun
standa guðshús.
Grunnflötur kirkjunnar er 208
fm og mun kirkjusalurinn taka um
200 manns í sæti. Undir honum
verður safnaðarheimili sem býður
upp á mikla möguleika í sambandi
við barna- og unglingastarf og
ýmiss konar félagsstarfsemi. Hér
er full þörf fyrir þannig húsnæði.
Áætlaður heildarkostnaður við
bygginguna er rúmar 46 milljónir
og verður framkvæmdum skipt
niður í þijá áfanga. Sá fyrsti er
að gera kirkjuna fokhelda, annar
áfangi er að gera bygginguna til-
búna undir tréverk og sá þriðji er
lokafrágangur. Sá áfangi sem
stefnt er að að ljúka nú í haust
er jarðvinna, undirstöður, frá-
rennsli og drenlagnir ásamt gólf-
plötu.
Kirkjubyggingin mun án nokk-
urs vafa verða mikil prýði fyrir
kauptúnið ,hér og veita því meiri
svip og menningarlegri reisn, að
ógleymdu aðalatriðinu, að eflast í
samheldni og trúnni á Guð.
- LS