Morgunblaðið - 19.10.1993, Page 31

Morgunblaðið - 19.10.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 31 Bókasafn Kópavogs Vetrarstarfið að hefjast NÚ ER vetrarstarfið að hefjast hjá Bókasafni Kópavogs. Frá 1. okt. er safnið opið á laugardögum kl. 13-17. Lesstofan opnar 1. okt. og er opin sem hér segir. Mánudaga-fímmtudaga kl. 13-19. Föstudaga- laugardaga kl. 13-17. Á lesstofu er aðgangur að hand- bókakosti safnsins og einnig getur fólk nýtt sér tímarit og fleira efni sem ekki er til útláns. Mikið er um að skólafólk fái lánaðar þær bækur sem safnið á og notaðar eru við kennslu. Þar sem ekki eru til mörg eintök af hverri bók nýtast þær fáum. Því hefur verið brugðið á það ráð að hafa nokkuð af þessum bók- um á lesstofu og geta nemendur fengið afnot af þeim þar, eins og öðru efni lesstofu. Sögustundir fyrir 3-6 ára börn hafa verið fastur liður Hreyfimyndafélagið byrjar reglulegar sýningar á ný HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ hefur reglulegar sýningar á ný í kvöld, þriðjudaginn 19. október. Sýnd verður kvikmyndin Monteyrey Pop sem er ein frægasta tónlistar- mynd allra tíma. Monterey Interfiational Pop hátíð- in var haldin í Kaliforníu sumarið 1967. Mest ber á hinum goðsagna- kenndu hetjum Jimi Hendrix og Jan- is Joplin. Meðal annarra flytjenda má nefna The Who, .Otis Redding, Jefferson Airplane, Simon & Garf- unkel og Indveijann Ravi Shankar. í vetrarstarfi safnsins í mörg ár. Þær verða á miðvikudögum kl. 10-10.45 og 14-14.45 og hefjast 6. október. Sögustundir hafa verið vinsælar og við hvetjum foreldra, dagmæður og aðra sem eru með börn á þessum aldri til að leyfa þeim að kynnast bókasafninu með þessum hætti. Tvö undanfarin sumur hefur verið efnt til síðdegisstundar á bókasafn- inu. Þetta eru kynningar á höfundum og verkum þeirra einkum ætlaðar 8-12 ára börnum. Þær hafa verið einu sinni í viku í júní og júlí. Til- gangurinn er að hvetja börnin til að lesa sér til gamans í sumarfríum og efla þannig að viðhalda þeirri lestr- argetu sem þau hafa náð í skólan- um. Fyrsta sumarið gaf mjög góða raun og sama er að segja um nýlið- ið sumar. Er það von okkar að fram- hald geti orðið á þessum sumar- stundum. Nú er ætlunin að bæta enn þjón- Forvarnarstarf heilsugæslustöðva sparar fjármuni Samskipti stétta betri en áður Selfossi. „VEL rekin heilsugæsla með öfíugu forvarnarstarfi fyrir unga sem aldna um land allt getur haft umtalsverðan sparnað í för með sér fyrir þjóðarbúið," sagði Valdi- mar K. Jónsson formaður Lands- samtaka heilsugæslustöðva á ráð- stefnu samtakanna sem var haldin á Hótel Örk fyrir nokkru. Á ráð- stefnunni var meðal annars fjall- að um skipulag og starfsaðstæður heilsugæslustöðva, stjórnun og gæði þeirrar þjónustu sem veitt er og gæðastýringa á henni. Fram kom að samskipti stétta innan heilsugæslustöðva væru betri nú en áður. Landssamtök heilsugæslustöðva hafa innan sinna vébanda 36 heilsu- gæslustöðvar af 39 sem eru ekki tengdar starfsemi sjúkrahúsa. Meðal þess sem rætt var á ráðstefnunni voru forvarnir sem felast í skipulagi á starfsemi stöðvanna. Það var ein af niðurstöðum ráðstefnunnar að samskipti stétta innan heilsugæslu- stöðva væru betri nú en áður og að dýrmætt væri fyrir starfsstéttir að Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Frá ráðstefnu Landssamtaka heilsugæslustöðva. fá tækifæri til að ræða saman um málin. Eitt af markmiðum ráðstefnunnar var að fá fram umræður um málefni heilsugæslustöðva til þess að fram komi heilsteypt stefna heilsugæslu- stöðvanna varðandi ýmis atriði svo sem gjaldtöku fyrir einstök verk- efni. Einnig starfssvið og stefnu stofnananna. Sig. Jóns. Frá barnastarfi í Bókasafni Kópavogs. ustu við börn og unglinga á bóka- safninu og bjóða upp á lestur fram- haldssögu. Hún verður ætluð sömu aldurshópum og síðdegisstundin þ.e. 8-12 ára, en auðvitað eru allir vel- komnir. Framhaldssagan verður les- in á hveijum laugardegi kl. 14.00 frá og með 9. okt. a.m.k. fram til jóla. Bókasafnið hefur boðið öllum grunnskólum í Kópavogi að koma með bekki í safnkynningu í vetur og hafa þegar komið góð viðbrögð við því boði. Böm innan 16 ára fá ókeypis ársskírteini, en þau sem eru yngri en 12 ára þurfa að hafa 4 ábyrgðarmann. Útlansdeildin er opin í vetur sem hér segir: mánudaga-fimmtudaga kl. 10-21. Föstudaga kl. 10-17. Laugardaga kl. 13-17. Auk þess að fá lánaðar bækur, getur fólk sest niður og litið í dagblöðin og tímarit sem liggja frammi. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúfi, hlýhug og virfiingu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞÓRVEIGAR S. AXFJÖRÐ, Auðarstræti 9, Reykjavík. Okkar innilegustu þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaðaspítala fyrir hlýju, kærleika og frábæra hjúkrun á ævikvöldi hennar. Brynhildur Jensdóttir, Jensina Jensdóttir, Þórveig Gisladóttir, Anna Gfsladóttir, Jens Gfslason, Brynhildur Jóna Gfsladóttir, Gfsli Þórðarson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Ómar Magnússon, Eirfkur Þór Einarsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Guðjón Arngrímsson, Sigfús A. Gunnarsson, Kristín Sigurgeirsdóttir, Jens Þór Jóhannsson, Brynhildur Jónsdóttir, Borghildur Gunnarsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabam. Lokað Vegna útfarar GUÐMUNDAR VIGNIS JÓSEFS- SONAR, fyrrverandi gjaldheimtustjóra, verður Gjaldheimtan í Reykjavík lokuð þriðjudaginn 19. október frá kl. 13.D0. skólar/námskeið heilsurækt ■ Úrvinnsla sállíkamlegra einkenna Námskeið að hefjast. Gunnar Gunnarsson, sálfræðingur, sími 641803. ýmlsiegt * Samkvæmis- og brúðarförðun * Ljósmynda- og tískuförðun * Lelkhúsförðun ■ Karlmenn! Gefið konunum ykkar gjafakort, tíma í förðun eða námskeiö í förðun, eitt kvöld. 4-6 í hóp. LISTFÖRÐUN, Skólavörðustíg 2, sími 11080. ■ Launakerfi Námskeið í launaútreikningi miðvikudag- inn 27. október. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum og er farið í alla helstu þætti launaútreiknings: ★ Stðfna launataxta, skattkört, lífeyris- sjóði, stéttarfélög, orlof og deildir. ★ Útreikningur launa, útskrift launa- seðla og launalista. ★ Tengingu laima við bókhald. ★ Skilagreinar v/skatta, lífeyrissjóða, orlöfs, stéttarfélaga ög trygginga- gjalds. ★ Launamiða um áramót. Vinsamlegast hringið í síma 688055 og fáið sendar nánari upplýsingar um nám- skeið okkar. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Aðeins 4 nem. í hóp. Bæði dag- og kvöld- tímar. Faglærður kennari. Upplýsingar í sima 17356. tungumál ■ Enskunámskeið Hin vinsælu 7 vikna námskeið Ensku- skólans eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 10 nemendur hámark í bekk. ★ 10 kunnáttustig. ★ Enskir sérmenntaðir kennarar. ★ Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari uppl. ■ Enskuskólinn, Túngötu 5, sími 25900. Enska málstofan ■ Enskukennsla: Vantar þig þjálfun í að tala ensku? Við bjóðum námskeið með áherslu á þjálfún talmáls. Fámennir hópar. Nýir nemendur geta byrjað hvenær sem er. Einnig bjóðum við námskeið í viðskipta- ensku og einkatíma. Upplýsingar og skráning í síma 620699 frá kl. 14-18 alla virka daga. starfsmenntun ■ Námskeið hjá Stjórnunarfélagi fslands: Yfirburðaaðferð við markmiðasetningu 20. október kl. 15.00-19.00. Tímastjórnun (Time Manager) 20. og 21. október kl. 08.30-18.00. Þróaðar markaðsaðferðir (John Frazer-Robinson) 21. október kl. 09.00-18.00. Undirstaða frumkvæðis og nýsköpunar 21. október kl. 15.00-19.00. Árangursrík sala 22. október kl. 13.00-17.00. Hvað einkennir afburðastjórnandann? 25. október kl. 13.00-17.00. Eiginleikar sem skapa leiðtogann 26. október kl. 15.00-19.00. Meðferð upplýsinga í ýmsu formi 26. og 27. október kl. 08.30-12.30. Þrjú mikilvæg árangursstoðtæki 27. október kl. 15.00-19.00. Undirstöðuatriði í stefnumótun markaðsmála 27. október kl. 15.00-19.00. Leiðir til að byggja úrvais samskipti 28. október kl. 15.00-19.00. Nánari upplýsingar í sfma 621066. ■ Bókhaldsnám, 36 klst., byrjar 9. nóvember. Leitið nánari upplýsinga. Viðskiptaskólinn, sími 624162. myndmemit ■ Silkimálun Olíu- og vatnslitir. Helgar-, kvöld- eða dagtímar Upplýsingar í súna 611614. Björg ísaksdóttir. tóniist ■ Píanókennsla Get bætt við mig nokkrum nemendum. Jakobína Axelsdóttir píanókennari, Austurbrún 2, s. 30211 frá kl. 9-14 og á kvöldin. ■ Söngtímar til boða í Vesturbænum. Byrjendur vel- komnir. Er með MA í söng frá Boston. Ókeypis reynslutími. Guðrún, sími 91-17849. tölvur ■ Kvöldnámskeið í Word hefst næsta fimmtudag kl. 19.30-22.30. Tölvu- og verkf ræðiþjónustan, sími 688090. ■ Öll tölvunámskeið á PC/Windows og Macintosh Hringið og fáið upplýsingar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, sími 688090. ■ Macintosh fyrir byrjendur 15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, töflu- reikni og gagnagrunn. 25.-29. október kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.