Morgunblaðið - 19.10.1993, Síða 47

Morgunblaðið - 19.10.1993, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 47 Morgunblaðið/Araór Yngstu borgararnir kunnu vel að meta nýja salinn en þeir sýndu leikfimi. Fjöhnenni við opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar í Garði ^ Garði.^ Á SJÖUNDA hundrað manns kom á vígsluhátíð nýrrar íþróttamiðstöðvar sem var formlega tekin í notkun sl. laugardag. Meðal gesta voru menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, og Salóme Þor- kelsdóttir, forseti Álþingis, auk annarra þingmanna Reykja- nesumdæmis, bæjarfulltrúa nágrannabyggðarlaganna og forsvarsmanna íþróttahreyf- inganna í landinu að ótöldum a.m.k. helmingi bæjarbúa. Vígsluhátíðin hófst með því að íþróttafólk gekk í skrúðgöngu frá íþróttahúsi Víðis og heimsmeist- arinn Jóhann Finnbogi Bjömsson setti hátíðina, en Sigurður Ing- varsson formaður bygginga- nefndar lýsti framgangi bygging- arinnar sem tók um 16 mánuði ef frá er talinn sá hluti sem byggður var fyrir nokkrum árum. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson blessaði bygginguna og gestir fluttu ávörp. Þá sýndi yngra fólk- ið leikfimi, spilaði og söng fyrir gesti. Að þessu loknu færðu gest- ir sig um set yfir í sundlaugarái- muna þar sem einn af eldri borg- urunum, Ásmundur Böðvarsson, stakk sér í laugina og synti 50 metrana. Að lokum var svo öllum gestunum boðið í kaffi eða Svala og meðlæti í boði Kvenfélagsins Gefnar og Kvennadeildar slysa- varnafélagsins. íþróttamiðstöðinni voru færðar margar góðar gjafir. Má þar nefna myndavélar sem auðvelda starfsmönnum mjög allt eftirlit með sundlauginni og heitu pott- Fánaberar ganga í hús en íþróttamenn gengu fylktu liði frá íþróttahúsi Víðis. unum. Þá fékk íþróttahúsið tugi bolta og 24 badmintonspaða að gjöf o.m.fl. Heildarstærð tæpir 2000 fermetrar Heildarstærð íþróttamiðstöðv- arinnar er tæplega 2.000 fm. Verktaki var Hjalti Guðmundsson í Keflavík og er öll vinna hússins honum til mikils sóma. íþróttasal- urinn er 1.153 fm. og tekur tæp- lega 400 manns í sæti. Sundlaug- in er 8x25 metrar og standa tveir heitir pottar við vesturenda henn- ar. Búningsklefar eru fyrir 180 manns og bílastæði fýrir 56 bfla. Arkitektar hf. sáu um útlits- hönnun, en helztu verktakar auk Hjalta Guðmundssonar voru Verkfræðistofa Suðurnesja hf., sem sá um burðarþol og lagnir, Gísli Eiríksson sem sá um raf- lagnir, blikksmíði var í höndum Stjömubliks, Maggi og Óli sáu um málningarvinnu, Skarphéðinn Skarphéðinsson um pípulagnir, Stefán Jónsson um múrverk, vegg- og gólfefni sáu Gólflagnir um, Stigamaðurinn um handriðið, Nesprýði hf. sá um þakefnalagn- ir. Jarðvinna og malbikun var í höndum ESS og starfsmanna hreppsins en allri jarðvinnu utan- húss er lokið. í byggingamefndinni voru Sig- urður Ingvarsson, Einvarður Al- bertsson, Ólafur Kjartansson, Sigurður Gústafsson og Kristjón Guðmannsson. Forstöðumaður hússins er Jón Hjálmarsson. Amór Harður árekstur víð Landvegamót Bílbeltið bjargaði HeUu. MJÖG harður árekstur átti sér stað á sunnudagskvöldið við Landvegamót í Rangárvallasýslu þegar Lödu-fólksbifreið var ekið í veg fyrir Colt sem var að koma að austan. Aldraður ökumaður Lödunnar slasaðist lítils háttar og var fluttur á sjúkrahús, en ökumaður Coltsins slapp ómeidd- ur en bifreið hans er ónýt. Tildrög slyssins voru þau að aldr- aður ökumaður Lödu var að aka frá versluninni við Landvegamót með stefnu þvert yfir þjóðveginn til suð- urs. Colt-bifreiðin var að aka til vesturs en ökumaður Lödunnar mun ekki hafa orðið hennar var er hann ók yfir veginn. Mikið mildi má telja að ekki urðu alvarleg meiðsli á mönnum sem voru einir í bílum sínum. Eldri maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Selfossi með minni háttar áverka en ökumaður Coltsins slapp ómeiddur sem án efa má þakka notkun bílbeltis. Bifreið- amar eru mikið skemmdar og Colt- bifreiðin talin ónýt. - A.H. ----♦ ♦ ♦-- Kyrrðarstund- ir í Hafnar- fjarðarkirkju KYRRÐÁRSTUNDIR fóru fram í hádeginu í Hafnarfjarðar- kirkju á miðvikudögum síðla vetrar og í vor. Mæltust þær vel fyrir og eru þær nú að hefj- ast að nýju eftir hlé í sumar og byija aftur nú á miðvikudaginn. Slík stund gagnast mjög vel þeim sem koma af vinnustað því hún stillir huga og endumýjar lífs- og sálarþrek. Stundin hefst með orgelleik kl. 12 eða þagnarstund í tíu mínútur (og á þeim tíma geta menn komð i kirkju). Síðan er bænavers íhug- að í kyrrð og boðið til altaris og fyrirbæna. Eftir stundina í kirkj- unni sem tekur í allt rétt rúmar 20 mínútur gefst þátttakendur kostur á því að fá létta máltíð gegn vægu gjaldi í Safnaðarat- hvarfínu Suðurgötu 11 og fara samt tímanlega til að sinna við- fangsefnum sínum eftir hádegi. - Gunnþór Ingason, sóknar- prestur. m UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 15. -18. október 1993 Tilkynnt var um þijú umferðar- slys og 25 önnur umferðaróhöpp. Síðdegis á föstudag þurfti að flytja ökumann og tvo farþega á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Brúnaveg- ar og Sundlaugavegar. Um kvöld- ið meiddist ökumaður bifhjóls í árekstri við bifreið á Vesturlands- vegi við Langatanga og snemma á laugardagsmorgun meiddist ökumaður bifreiðar lítilsháttar þegar bifreið hans hafnaði á ljósa- staur við Grensásveg. Níu ökumenn, sem afskipti voru höfð af, eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Þrír þeirra höfðu lent í umferðar- óhöppum áður en til þeirra náð- ist. Auk þeirra þurfti lögreglan að hafa afskipti af ölvuðu fólki í u.þ.b. eitt hundrað tilvikum öðr- um, ýmist vegna ölvunarástands þess sjálfs, heimilisófriðar, skemmdarverka eða líkamsmeið- inga. í langflestum tilvikanna var um fullorðið fólk að ræða. Fimm unglingar voru færðir í athvarfíð i miðborginni aðfaranótt laugar- dags og tveir aðfaranótt sunnu- dags. Þeir voru sóttir þangað af foreldrum sínum. Gengið verður ákveðið eftir því að unglingar undir 16 ára aldri séu ekki á al- mannafæri í miðborginni eftir að útivistartíma þeirra er lokið. Óvenjumörg innbrot voru til- kynnt um helgina, eða 23 talsins. Oftast var farið í ökutæki og úr þeim stolið lauslegum verðmæt- um, s.s. radarvörum, töskum, veskjum, myndavél, myndbands- upptökuvél o.ö.þ.h. Fólk er enn sem fyrr hvatt til þess að skilja ekki eftir slík verðmæti i bifreið- um sínum. Síðdegis á föstudag tilkynnti starfsmaður bílasölu að hann hefði fundið áður tilkynnta stolna bifreið á Ægisgarði við rússneskt skip. Við athugun kom í ljós að þar hafði rússneskur sjómaður keypt bifreiðina af innfæddum fyrir 1100 dollára, en Rússinn hafði keypt bifreiðina í góðri trú. Hann varð hins vegar að sjá á eftir bifreiðinni í hendur löglegum eiganda hennar. Málið er í rann- sókn. Snemma á sunnudagsmorgun sást til tveggja manna koma tösku fyrir á milli tijáa í garði húss við Ámtmannsstíg. Við athugun reyndist vera um að ræða íþróttat- ösku fulla af áfengisflöskum. Síð- ar um morguninn kom tilkynning um að brotist hefði verið inn í veitingahús nálægt miðborginni. Tuttugu og tveir ökumenn voru kærðir fyrir allt of hraðan akstur um helgina. Margir þeirra voru á öðru hundraðinu á Suðurlands- og Vesturlandsvegi, jafnvel eftir að hálka hafði myndast á akbraut- unum. Flestir ökumenn sjá strax hvort hálka hefur myndast, en til eru þeir sem þurfa að láta segja sér alla skapaða hluti. Og jafnvel sumir þeirra láta sér ekki segjast, því miður. Á þessum árstíma mega ökumenn búast við hveiju sem er og þeir eru því hvattir til að miða aksturinn við aðstæður á hveijum stað á hvetjum tíma. Lögreglan vill af gefnu tilefni minna foreldra og börn á reglur um útivistartíma. Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almanna- færi eftir kl. 20.00 yfir vetrar- mánuðina nema í fylgd með full- orðnum og á sama tímabili mega börn á aldrinum 13 til 16 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 nema í fyigd með fullorðn- um eða um sé að ræða beina heim- ferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu, á Selfossi og á Suðurnesjum heldur áfram sameiginlegu um- ferðarátaki sínu. Að þessu sinni beinist það sérstaklega að umferð um gatnamót. 41. lelkvika, 16. -17. okt 1993 Nr. Leikur:_______________Röðin: 1. Hclsingborg - AIK - - 2 2. Norrköping - Malmö FF - X - 3. Trelleborg - Degerfors 1 - - 4. Frölunda - Öster - - 2 5. Arscnal - Man. CSty - X - 6. Chelsca - Norwidi - - 2 7. Coventry - Southampton - X - 8. Liverpool - Oldham 1 - - 9. Man. Utd. - Tottenham 1 - - 10. Newcastle - QPR - - 2 11. Sheff. Wed - Wimbledon - X - 12. Swindon - Everton - X - 13. West Ham - Aston Vilia - X - Heildarvinningsupphœöin: 88 milljón krónur 13 réttir: | 2.967.030 1 kr. 12 réttir: 85.890 | kr. 11 réttir: 7.010 | kr. 10 réttir: 1.740 | kr. XT EURO iTIPS 41.1eikvika, 13-14. okL 1993 | Nr. Leikur: Röðin: 1. HoUand - England (hl.) - X - 2. Holland - England 1 - - 3. írland - Spánn (hl.) - - 2 4. frland - Spánn - - 2 5. Danmörk - N.íriand 1 - - 6. Sviþjóð - Finnland 1 - - 7. Búlgaría - Austurríki 1 - - 8. Ítalía - Skotland 1 - - 9. Frakkland - fsraei - - 2 10. Pólland - Noregur - . 2 11. Rúmenfa - Belgfa i - - 12. Portúgal - Sviss i - - 13. Wales - Kýpur i - - 14. Þýskaland - Uruguay i - - Heildarvinningsupphæðin: 17,8 milljón krónur 14 réttin 8.763.510 13 réttir: 4.190 | 12 réttir: '390 11 réttir: o DUj MINN 41. leikvika -17. október 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Cagliari - Napoli - - 2 2. Cremonese - Parma - X - 3. Foggia - MUan - X - 4. Juventus - Atalanta 1 - - 5. Lazio - Piacenza 1 - • 6. Lecce - Gcnoa - X - 7. Reggiana - Udinese - X - 8. Sampdoría - Roma - - 2 9. Ascoli - Brescia • X • 10. Cesena - Viacenza 1 - - 11. Monza - Pescara - X - 12. Palermo - Bari 1 - - 13. Verona - Cosenza - X - Heildarvinningsupphæðin: 6,3 milljónir króna 13 réttin 840.890 J kr. 12 réttir: 16.040 | kr. 11 réttir: 1.230 J kr. 10 réttir: 280 J kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.