Morgunblaðið - 28.10.1993, Page 10

Morgunblaðið - 28.10.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Blásarakvintett Reykjavíkur, Blásarakvintett _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Beth Levin, bandarískur píanó- leikari, og Blásarakvintett Reykjavíkur héldu tónleika sl. þriðjudag á vegum Félags ís- lenskra hljóðfæraleikara í félags- heimili þeirra i Rauðagerði 27. Á efnisskránni voru verk eftir Ibert, Chopin, Poulenc og frumflutt nýtt verk eftir Finn Torfa Stefánsson. Tónleikamir hófust með glað- legu og skemmtilega leiknu verki eftir Jacques Ibert (1890-1962). Fróðlegt að virða fyrir sér hvernig „modernisminn“ náði aldrei að yfirskyggja skemmtilega og „mú- skantíska" tónhugsun franskra tónhöfunda og að leikurinn var þeim ofar í huga en tæknilegt innra skipulag verkanna. Beth Levin lék tvö verk eftir Fredéric Chopin, Næturljóð í sís moll og e-moll valsinn, falleg verk sem Levin lék vel og skipulega, þ.e. flutningur hennar bar merki þess að vera markvisst unninn, svo að túlkun verkanna varð miklu fremur formskýr og skörp en minna gædd ljóðrænni eða skáld- legri tónsköpun. Þannig var t.d. valsinn nokkuð sundurslitinn og vantaði það dansandi flæði, sem er ríkidæmi þess glæsilega leik- andi verks. Chaconne heitir nýtt verk eftir Finn Torfa Stefánsson og var það nú leikið í fyrsta sinn fyrir ís- lenska flytjendur. Verkið er að formi til tilbrigðaverk sem ýmist er chaconne eða passacaglia og birtist grunnskipanin í löngum tónum, sem mynda eins konar hljómgrunn verksins en á móti er leikið með raddferli, kvikar og oft stuttar tónmyndir er mynda til- brigðahugsun verksins. Verkið var að mörgu leyti vel leikið, þó nokkuð vantaði á að lögð væri meiri áhersla á að hafa kafiana þijá í mismunandi hraða og þvi varð heildarsvipur verksins einum of samtóna, auk þess sem radd- ferli kaflanna er mjög sjálfstætt og mynda sjaldan samvirk tilþrif í útfærslu einnar og sömu tón- hugsunar. Þetta er vel unnið verk, fínlegt og gætt geðþekkri íhugun. Lokaverkið á tónleikunum var píanókvintett eftir Francis Pou- lenc. Þar „lék allt á lukkuhjólum, ljúfir tónar bárust mér“, enda er verkið sérlega skemmtilegt, þar sem skiptast á hrynfastir kaflar og ljúfsárar líðandi tónlínur. Skerpa og skýrleiki setti skemmti- legan svip á flutning verksins og naut píanóleikurinn sín vel, enda Beth Levin. margt skemmtilegt að gerast hjá píanóinu. Það er sérkennilegt að í raun er formskipan verksins og margra franskra tónverka í A- B-A formi, sem hjá Poulenc endar oft á coda, eins og t.d. í lokakaf- lanum, og er hann þá í öðrum hraða en kafiinn í heild, en þessi aðferð minnir nokkuð á Beethov- en. Hvað sem þessu líður var flutningurinn í þeim gæðaflokki sem Blásarakvintett Reykjavíkur hefur fyrir löngu tileinkað sér og blómstraði sannarlega í fallegu og vel sömdu verki Poulenc. Fyrsta hljóðritun með nýja orgelinu í Hallg*rí mskirkj u Á 319. ÁRTÍÐ séra Hallgríms Péturssonar gefur Orgelsjóður Hall- grímskirkju út geisladisk með fyrstu hljóðritun sem var gerð á nýja Klais-orgelinu í Hallgrímskirkju og jafnframt fyrsti geisladisk- ur með orgelleik Harðar Askelssonar, organista Hallgrímskirkju. Á disknum leikur Hörður verkin Batalha de sexto Tom eftir Pedro de Araujo, sálmforleikinn Schmiicke Dich, o liebe Seele og Fantas- íu og fúgu í g-moll eftir Johann Sebastian Bach, Cantabile og Kór- al III í a-moll eftir César Franck, Sálmforleik um sálm sem aldrei var sunginn og Toccötu eftir Jón Nordal og Snertur fyrir Hörð og nýja orgelið eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Stærstan hluta efnisskrár disksins lék Hörður á vígslutónleikum, 13. desember sl., og voru Snertur Þorkels m.a. skrifaðar sérstaklega fyrir vigslu orgelsins. Pedro de Araujo var lítt þekkt portúgalskt tónskáld. Batalha de sexto Tom er mjög einkennandi fyrir formið batalha sem var al- gengt í spænskri tónlist á endur- reisnartímabilinu. í verkinu eru meðal annars notaðir hinir dæmi- gerðu spænsku trompetar - cham- ade - sem gnæfa út yfir orgelstúk- una. Verkið lýsir baráttu hins góða og hins illa, heyra má bergmál af vopnaglamri en það endar á sigur- dansi hinna góðu afla. Johann Sebastian Bach skrifaði sálmforleikinn Schmucke Dich, o liebe Seele upphaflega í Weimar en engu að síður tilheyrir hann hinum átján Leipzig-sálmforleikj- unum og er einn sá vinsælasti þeirra. Fantasía og fúga í g-moll eru tvö sjálfstæð verk. Þau voru gefín út saman og því oft flutt þannig. Jón Nordal skrifað Sálmforleik um sálm sem aldrei var sunginn fyrir Ragnar Björnsson sem frum- flutti hann á Skálholtstónleikunum sumarið 1980. Toccata Jóns Nordal var skrifuð fyrir Martein H. Frið- riksson til flutnings við vígslu Dóm- kirkjuorgelsins árið 1985. Hún ér tileinkuð minningu Páls ísólfsson- ar. César Franck samdi Cantabile árið 1889 og orgelkóralana þijá 1890, árið sem hann lést. Þeir voru síðasta stórvirki tónskáldsins fyrir orgel og eru í hópi vinsælustu org- elverka hans. Þorkell Siburbjörnsson skrifaði Snertur fyrir vígslu hins nýja org- els Hallgrímskirkju. Verkið er í fímm þáttum sem renna saman, hraður, hægur, hraður, hægur, hraður. Hugmyndin á bak við verk- ið eru Passíusálmar séra Hallgríms. Hörður Áskelsson fæddist á Akureyri árið 1953. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann á Akur- eyri og í Reykjavík. Árin 1976- 1981 var hann við framhaldsnám við kirkjutónlistardeild tónlistarhá- skólans í Dusseldorf og lauk organ- ista- og kantorsprófí þar vorið 1981. Orgelið I Hallgrímskirkju. Sumarið 1982 var Hörður ráðinn organisti og kantor við Hallgríms- kirkju í Reykjavík og frá 1985 hefur hann verið lektor í litúrgísk- um söngfræðum við guðfræðideid Háskóla íslands. Haustið 1982 stofnaði hann Mótettukór Hall- grímskirkju og hefur stjórnað hon- um síðan. Þá var hann aðalhvata- maður að stofnun Listvinafélags Hallgrímskirkju og hefur verið í forsvari fyrir Kirkj ulistahátíð í Reykjavík. MENNING/LISTIR Tónlist Tónleikar í Keflavík Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar íslands og Peter Máté píanóleikari halda tón- leika í sal Tónlistarskólans í Keflavík í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Á tónleikunum leika Guðný og Peter tvö verk. Fiðlukonsert í e-moll eftir Mendelssohn og Zigeunerweisen eftir Sarasate. Bæði eru þessi tónverk á meðal þekktustu verka fiðlutónbók- menntanna. Að tónleikunum loknum mun Tónlistarfélag Keflavíkur halda aðalfund sínn í sal skólans. Aðgangs- eyrir á tónleikana verður 200 kr. fyrir fullorðna en böm fá ókeypis aðgang. Færeyskir tónlistar- menn í Norræna húsinu Tónleikar verða haldnir í fundarsal Norræna hússins í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30. Tveir færeyskir tón- listarmenn, Sámal Petersen fíðluleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari, leika. Á efnisskránni era verk eftir Beethoven, Brahms og C. Franck. Jóhannes Andreasen fæddist árið 1963 í Þórshöfn í Færeyjum. Hann hóf píanónám níu ára gamall hjá Rigmor Restorff. Hann hélt til Vínarborgar árið 1982 og var aðalkennari hans þar Walter Fleishman. 1988-89 var hann nemandi hjá Peter Feuchwanger í London. Jóhannes hefur leikið víða í Evrópu sem undirleikari með kammer- hljómsveitum og einnig spilað sem ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Fær- eyja. Hann er nú búsettur í Reykjavík og starfar sem einleikari og tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Kópavogs. Sámal Petersen er fæddur 1966 í Klakksvík í Færeyjum og hóf nám f fiðluleik 11 ára gamall hjá Viggo Dal- Christiansen. Á Áranum 1987-93 var hann í námi við Tónlistarháskólann í Óðinsvéum. Meðal kennara hans vora Béle Detreköy, Alexander Fischer og Arne Balk Möller. Hann er nú búsettur þar og starfar sem lausamaður og kennari á Fjóni, Hann fær reglulega styrki til að geta sótt námskeið hjá prófessor Ernst Kovacic í Vínarborg. hann hefur leikið sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Færeyja og haldið tónleika víðs vegar um Norðurlönd. Myndlist Lj osmy ndasymng Snerruútgáfunnar Snerraútgáfan sf. heldur ljósmynda- sýningu í vínbúð ÁTVR í Kringlunni í Reykjavík um þessar mundir. Sýndar eru valdar ljósmyndir úr fjórum alma- nökum Snerraútgáfunnar fyrir árið 1994. Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar til 15. desember nk. Bókaflóðið að hefiast Utgáfubækur For- lagsins og Iðunnar Forlagið og Iðunn gefa út margar bækur fyrir jólin: Skáldverk, ævi- sögur, fræðibækur og barnabæk- ur. Forlagið Ný skáldsaga kemur út eftir Birgi Sigurðsson, Hengiflugið. Eftir Sindra Freysson kemur smásagna- safnið Ósýnilegar sögur. Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju nefnist ljóðabók eftir Jón Stefánsson. Sigurður Pálsson sendir frá sér Ljóðl- ínudans. Guðbergur Bergsson skáld- söguna Hin kvalda ást sem hugar- fylgsnin geyma. Brot nefnast sögur eftir Steinar Siguijónsson, Jólaljóð safn jólaljóða valin af Gylfa Grön- dal. Rúnar Helgi Vignisson á smá- sagnasafnið Strandhögg. Ævisaga Eiríks Kristóferssonar skipherra er skráð af Gylfa Gröndal og Jónína Michaelsdóttir skrifar um Líf og list Karólínu Lárusdóttur. Þýdd skáldverk eru eftir Per Olov Enquist, Bókasafn Nemos skipstjóra, og Yann Queffelec, Varið ykkur á úlfinum. Aðrar þýddar bækur eru Nostradamus eftir Peter Lorie, Við fótskör meistarans eftir Sundar Singh og Eldraunin eftir Beatrice Saubin. Nokkrar barnabækur koma út hjá Forlaginu. Sigrún og Þórarinn Eld- járn eru höfundar Stafrófskvers. Bók eftir Sigrúnu Eldjárn nefnist Beina- grindin. Ýmsir höfundar eru höfund- ar jólaefnis, Barnanna hátíð blíð. Steinn Bollason birtist enn á ný. Ólafur Gunnarsson og Brian Pilking- ton eru höfundar Snæljónanna. Ýmsar aðrar bækur eru komnar út eða að koma út. Óttar Guðmunds- son og Erna Einarsdóttir hafa sent frá sér Það sem máli skiptir og Orða- bók ástarinnar í einni bók. Þýsk, frönsk og sænsk útgáfa íslandslags er væntanleg. Iðunn Ástir fiskanna, ný skáldsaga eftir Steinunni Sigurðardóttur kemur út hjá Iðunni. Hafborg nefnist skáld- saga eftir Njörð P. Njarðvík. Fjórða hæðin er skáldsaga eftir Kristján Kristjánsson. Eldhylur er ný Ijóðabók eftir Hannes Pétursson, fyrsta ljóða- bók skáldsins í tíu ár. Kvæði og laust mál I-II er tveggja binda útgáfa Hauks Hannessonar á verkum Jónas- ar Hallgrímssonar. Helgispjall III eru hugleiðingar Matthíasar Johannes- sen. íslenskur söguatlas III, lokabindið, nær yfír árin 1918-1992. Höfundar eru Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur ísberg. Ljónið öskrar er þriðja og síðasta bindi ævisögu Jónasar frá Hriflu eftir Guðjón Friðriksson. Lög- fræðingatal I-IV er ný útgáfa Lög- fræðingatals með æviskrám 1488 íslenskra lögfræðinga. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði. Saga Reykja-, víkur II tekur yfir tímabilið 1870- 1940, einkum síðari hluta þess. Höf- undur Guðjón Friðriksson. Rúnar Ármann Arthúrsson skráir ævisögu Hafsteins Jóhannssonar siglinga- kappa og ævintýramanns. Upp á líf og dauða er ný spennu- bók eftir Alistair MacLean og Álasta- ir MacNeill. Pelíkanaskjalið er önnur bók Johns Grisham, höfundar Fyrir- tækisins. Svarti svanurinn er róman- tísk spennusaga eftir Phyllis A. Whitney. Barnalæknirinn er bók um hvers kyns sjúkdóma, kvilla og vandamál eftir breska lækninn Miriam Stopp- ard. Handbók heimilisins er uppfletti- rit um flest sem lýtur að heimilis- haldi, húsráðum og viðhaldi, eftir Barty Philips. Grillað á góðum degi er matreiðslubók með grillréttum og leiðbeiningum um grillsteikingu eftir Kristínu Gestsdóttur. Ljúfmeti úr laxi og silungi er matreiðslubók með lax- og silungsréttum eftir Bjarka Hilmarsson matreiðslumeistara. Guðirnir okkar gömlu er bók um ásatrú og norræna goðafræði eftir Sölva Sveinsson. íslensk orðtök með dæmum og skýringum úr nútíma- máli er ný bók eftir Sölva Sveinsson um íslensk prðtök, merkingu þeirra og notkun. Íslensk-ítölsk orðabók er fyrsta stóra bókin sinnar tegundar sem hér hefur komið út, eftir Paolo Turchi. íslensk-þýsk orðabók er nú- tímaleg orðabók eftir Björn Ellerts- son. Þijár ríkulega myndskreyttar leiðsögubækur koma út: Lykillinn að Austurríki, Lykillinn að Kanaríeyjum og Lykillinn að Sviss. Ný barnabók kemur út eftir Guð- rúnu Helgadóttur: Litlu greyin. Ýkt fjör í bananalýðveldinu er unglinga- bók eftir Iðunni Steinsdóttur. Tröll eru bestu skinn nefnist ævintýri úr nútímanum eftir Andrés Indriðason. Snoðhausar er saga af hressum krökkum í nýju hverfí og sumarævin- týrum þeirra, eftir Jón Hjartarson leikara. Ný útgáfa Jólavísna Ragnars Jóhannessonar með myndum eftir Halidór Pétursson kemur út. Þýddar barna- og unglingabækur eru Jólaævintýri afa gamla eftir Brian Pilkington, Leynifélagið sjö saman leysir vandann eftir Enid Bly- ton, Pési rófulausi á skíðum eftir Gösta Knutsson og harðspjaldabæk- ur með myndskreyttum sögum fyrir ung börn. Þá kemur út Ung ást 4 — ný bók í samnefndum unglingabóka- flokki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.