Morgunblaðið - 28.10.1993, Side 11

Morgunblaðið - 28.10.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER 1993 11 Leikfélag Reykjavíkur Æfingar hafnar ájólaverkefn- inu Evu Lunu ÆFINGAR eru nú hafnar á jóla- verkefni Leikfélags Reykjavíkur, Evu Lunu, leikriti með söngvum. Frumsýning verður á stóra sviði Borgarleikhússins milli jóla og nýárs. Þetta verður viðamesta sýning leikársins og í henni taka þátt á fjórða tug leikara, dansara og hljóðfæraleikara. Höfundar leikritsins, sem unnið er upp úr skáldsögu Isabelle All- ende, eru þeir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson. Tónlistina sem- ur Egill Ólafsson, en útsetningar eru eftir Ríkarð Örn Pálsson. Sjö hljóðfæraleikarar annast undirleik- inn. Óskar Jónasson gerir leikmynd en búningagerð verður í höndum Guðrúnar S. Haraldsdóttur og Þór- unnar E. Sveinsdóttur. Lýsingu hannar Lárus Björnsson en hreyf- ingar og dansa semur Mikhaela Von Geggenfeldt. Hljómsveitarstjóri í sýningunni er Árni Scheving. Aragrúi hlutverka er í verkinu og fara margir leikarar með fleiri en eitt hlutverk. Titilhlutverkið er í höndum Sólveigar Arnardóttur en í öðrum aðalhlutverkum eru þau Edda Heiðrún Bachman, Þór Tuli- nius, Ellert Ingimundarson, Egili Ólafsson og Pétur Einarsson. Kjart- an Ragnarsson setur Evu Lunu á svið. Skáldsaga Isabelle Allende var ge'fin út í ísienskri þýðingu Tómas- ar R. Einarssonar árið 1989 og hefur síðan komið út í fjölda prent- ana á íslensku. Bækur hennar hafa reynst einstaklegra vinsælar meðal íslenskra lesenda. Nýlega var Hús andanna kvikmynduð og á liðnu sumri var sú saga leikgerð fyrir enskt leiksvið. Fátítt er að Isabelle heimili sviðsgerðir af sögum sínum Breiðfirð- ing’ur kom- inn út TÍMARITIÐ Breiðfirðingur, 51. árgangur, er komið út. Viða- mestu grein þess skrifar Lúðvík Kristjánsson um hinn sjálfmennt- aða stílfræðing, Sigurð Kristófer Pétursson, sem samdi bókina Hrynjandi íslenskrar tungu með- an hann var sjúklingur á Laugar- nesspítala, en hún kom út árið 1924. Sigurður var ættaður og upp alinn á Brimilsvöllum á Snæ- fellsnesi. Samtímafrásögn er af flugslys- inu í Búðardal 13. mars árið 1947 eftir Árna Tómasson og samtal Páls Lýðssonar við Pétur Þorsteins- son, fyrrverandi sýslumann. Birtir eru kaflar úr minningum Kristjönu V. Hannesdóttur sem lengi var skólastýra á Staðarfelli. Þá rekur Ingi Bogi Bogason samtal við Stein- ólf Lárusson í Fagradal um bernskukynni hans af Steini Stein- arr. Sjálfur skrifar Steinólfur hund- rað ára minningu Þórólfs Guðjóns- sonar í Innri-Fagradal. Flosi Jónsson segir frá brúð- kaupsveislu í Hörðudal árið 1905 og birt er svipmynd úr leiklistar- sögu í Suðurdölum árið 1917. Sæ- mundur Björnsson skráir ferða- minningu um Reiphólsfjöll árið 1932. Halldór Ólafsson skrifar um systur frá Stykkishólmi sem stað- festust í Suðurdölum og hin þriðja þeira, Ólöf Sigvaldadóttir, birtir ferðasögu. Aftast í heftinu er ýmis kveðskapur. Fjöldi mynda er í heftinu og munu fæstar þeirra hafa birst áður opinberlega. og er það heiður fyrir Leikfélag Reykjavíkur að hún skuli hafa heimilað þessa leikgerð. Eva Luna er kynblendingur og alin upp á trúboðsstöð. Hún missir ung móður sína og er komið fyrir í vist. Sagan rekur síðan hrakning- ar hennar um samfélag í Suður- Ameríku og kynni hennar af ógleymanlegu fólki af háum stigum og lágum og kostulegum uppátækj- um þess. Æfingar eru nú hafnar á jólaverkefni Leikfélags Reykjavíkur, Evu Lunu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.