Morgunblaðið - 28.10.1993, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
Stríðsglæpir og
þjóðarmorð
eftir Arnór
Hannibalsson
í Genf situr á ráðstólum alþjóðleg
nefnd undir forsæti Norðmannsins
Þorkels Opsahl. Þessi nefnd hefur
það starf með höndum að safna
gögnum um stríðsglæpi, sem
framdir hafa verið á Balkanskaga
í þeirri styrjöld sem þar geisar.
Nefndin hefur ærinn starfa með
höndum. í gögnum nefndarinnar
eru skjalfestir fjölmargir stríðs-
glæpir. Má, nefna sem dæmi atburð
er varð í borginni Vukovar í Króat-
íu, þegar her Serba sat um borgina
og lagði hana í rúst. Tvö hundruð
sjúklingar hurfu af sjúkrahúsi í
borginni. Nú hafa verið grafin upp
úr fjöldagröf lík þessara sjúklinga.
Her Serba beindi byssum sínum
ekki aðeins að fólki. Hann einbeitti
sér að því að mola niður kaþólskar
kirkjur, skóla, sjúkrahús — allt sem
tengdist á einhvern átt menningu
króatísku þjóðarinnar.
Þegar spjótunum var svo beint
að múslimum í Bosníu, var sömu
aðferð beitt. Múslimum er kastað
út úr húsum sínum og þeir reknir
á vergang. Sérstaklega ganga Serb-
ar grimmilega fram gegn öllum
múslimum, sem menntun hafa og
gegna einhverjum trúnaðarstörfum
fyrir fólk sitt. Öll hús sem hýsa
menningarverðmæti múslima eru
sprengd í loft upp. Sprengjurnar
eru látnar dynja ekki aðeins á mosk-
um múslima, heldur og á kaþólskum
kirkjum og samkunduhúsum gyð-
inga. Þjóðbókasafnið í Sarajevo
varð fyrir látlausu sprengjuregni
25.-27. ágúst 1992. Þar eyðilögð-
ust í eldinum 1,5 milljónir binda
bóka og 155.000 handrit. Klaustur
Franziskana í borginni Moster er
nú rústir einar. Það hýsti þjóð-
skjalasafn Herzegóvínu. Hús Aust-
urlandastofnunarinnar í Sarajevo
var brennt til ösku í maí 1992. Þar
var geymt ómetanlegt safn bóka,
handrita og skjala. I Sarajevo var
bókasafn nefnt eftir Grazi Husrev
Berg. Þar voru varðveitt handrit
sem rekja aldur sinn allt til 12. ald-
ar og voru saman sett bæði af
múslimum og gyðingum. Sprengt í
loft upp 5. maí 1992.
Stríðsglæpadómstóll
Áðurnefnd stríðsglæpanefnd hef-
ur það verkefni eitt að safna heim-
ildum. Hún mun engan dæma. Hún
mun afhenda gögn sín saksóknara.
Háir valdamenn Vesturlanda hafa
mælt svo, að setja beri upp ný
Núrnberg-réttarhöld yfir stríðs-
glæpamönnum eins og Karadzic og
kumpánum hans. Ákveðið hefur
verið, að dómstól taki til starfa í
marz 1994.
Dag hvern er fólk drepið og rek-
ið allslaust út á þjóðveginn. Hundr-
uðum þúsunda saman flýr fólk
átökin.
Ríki heimsins horfa á aðgerðar-
lítil. Getur það verið, að kristið fólk
láti sig engu skipta þjáningar þessa
fólks, vegna þess að það er annarr-
ar trúar?
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst
yfir að bannað sé að selja stríðsaðil-
um vopn. Serbía hefur yfír hinni
voldugu hemaðarmaskínu hins
fyrrverandi Júgóslavíuhers að ráða.
Áuk þess smygla Serbar þeim vopn-
um sem þeim þóknast. Múslimar
hafa aftur á móti engan þann bak-
hjarl sem smyglar vopnum til
þeirra.
Hinar svokölluðu „friðargæzlu-
sveitir" Sameinuðu þjóðanna gera
lítið annað en að fylgjast með, þeg-
ar fjölmörg vopnahlé eru rofin. Þeir
reyna að koma í veg fyrir að Króat-
ar maldi eitthvað í móinn á þeim
svæðum Króatíu, sem Serbar hafa
hernumið. Þegar flytja skal hjálpar-
gögn til hungrandi fólks, eru flutn-
ingasveitirnar háðar því að fá leyfi
frá stríðsaðilum.
Múslimar undir járnhæl Serba
Owen lávarður, „sáttasemjari"
Sameinuðu þjóðanna, segist vera
„raunsæismaður". Viðleitni hans til
að koma á friði er einna helzt fólg-
in í því að reyna að neyða múslima
til að sætta sig við stríðsvinninga
Serba. Nýlega ógnaði hann múslim-
um með því að Serbar og Króatar
myndu skipta Bosníu-Herzegovínu
milli sín, ef þeir gæfust ekki upp
þegar í stað. Foringi Bosníu-Serba,
Karadzic, getur svo tekið undir og
sagt við múslima, að þeir verði
annað hvort að taka því sem í boði
er, eða styijöldin haldi áfram.
Og hvað er múslimum boðið?
Þeim er boðið upp á að fá í sinn
hlut nokkur afmörkuð svæði, um-
kringd óvinalöndum og tengd veg-
um sem liggja um þau lönd. Þeir
eiga að fá 30% landsvæðis Bosníu-
Herzegovínu í sinn hlut. Og voru
þó múslimar 40% íbúa landsins.
Serbar eiga að fá rúmlega helming-
inn. Króatar 18%. Meir en ein millj-
ón múslima myndi ekki geta farið
aftur heim til sín að styijöld lok-
inni. Þetta er þjóðarmorð. Þing
múslima stóð frammi fyrir þvi að
verða annað hvort að samþykkja
þetta eða halda áfram baráttu fyrir
því að þeir fái það stórt landsvæði
að á þeim sé hægt að reka viðun-
andi atvinnulíf og að múslimar geti
lifað sæmilegu lífi á þeim. Þeir völdu
seinni kostinn. Baráttan heldur
áfram. Á komandi vetri er búist við
að fjórar milljónir manna muni þjást
af hungri.
Hvernig geta „sáttasemjarar"
Sameinuðu þjóðanna ætlast til að
sá friður verði varanlegur sem sam-
inn er upp á þessi skipti? „Óstöðugt
verður það ríki, sem litla miskunn
hefur með sér,“ — segir í Alexand-
erssögu.
Og hvað ætla friðargjörninga-
menn Sameinuðu þjóðanna að taka
til bragðs, þegar Serbar fara að
Arnór Hannibalsson.
„Meðan skjalfestar frá-
sagnir af stríðsglæpum
í Balkanstríðinu halda
áfram að hlaðast upp á
borð Opsahls lögfræð-
ings í Genf, verða þjóð-
ir heims að horfa fram
á það, að stríðsglæpa-
mennirnir standa uppi
með pálmann í höndun-
um og að ávinningar
þeirra í stríðinu verði
staðfestir með dyggri
aðstoð „sáttasemjara“
Sameinuðu þjóðanna.“
slátra Albönum í Kosovo? Segja
þeir ekki það sama við Albani og
þeir segja nú við múslima: Þið ver-
ið að láta þetta yfir ykkur ganga.
Og verður Slobodan Milosevic og
handbendum hans boðið að setjast
fyrir hönd sinnar Stórserbíu á fundi
Sameinuðu þjóðanna, að lokinni
styijöldinni, samtímis því að hann
verður ákærður fyrir stríðsglæpi?
Hvers vegna var ekki gripið inn
í þessa atburði fyrr og komið í veg
fyrir allar þessar þjáningar og
hörmungar?
Ráðamenn Vesturlanda voru að
öllum líkindum haldnir þeirri blekk-
ingu, að bezta leiðin til að varðveita
ró á Balkanskaga væri að Júgóslav-
ía héldi áfram að vera til sem sam-
bandsríki. Þeir létu sér í léttu rúmi
liggja allar hugsjónir um sjálfsá-
kvörðunarrétt þjóða og um mann-
réttindi. Þar að auki töldu þeir mik-
ils um vert að halda góðri sambúð
við hin nýju stjórnvöld í Rússlandi,
en stefna þess lands hefur æ verið
sú að stuðla að sterkri Serbíu.
Hefðu Sameinuðu þjóðirnar og
Evrópubandalagið tekið af skarið
þegar í upphafi og lýst því yfir, að
ofbeldi yrði ekki þolað, þá hefðu
stríðsmenn Serba hugsað sig um
tvisvar áður en þeir hefðu lagt út
í það, sem þeir hafa lagt út í — og
tekizt vel.
„Friðarsinnar“ og einræðið
, Til eru og þeir sem segja: Það á
að koma í veg fyrir vopnuð átök
með því að beita engu ofbeldi. Þessu
var haldið fram, þegar herir Sadd-
ams Husseins réðust inn í Kúveit.
Það á að bjarga friðnum með því
að veita enga mótspyrnu! Þeir „frið-
arsinnar“ sem þannig tala eru í
raun að sleikja rassinn á éinræðis-
herrum og blóðugum fjöldamorð-
ingjum.
Sérhvert ríkisvald er í því fólgið
að viðhalda innanlandsfriði með því
að hóta að béita ofbeldi og beita
því, með lögum, reglum, dómum,
refsingum, fangelsunum. Tilvist
sérhvers ríkis gerir mögulega
árekstra við nágrannaríki. Friði
verður ekki haldicj uppi nema með
alheimslögreglu sem er komin á
hvern þann stað sem árekstur er í
uppsiglingu, um leið og hans verður
vart.
Hvorki Sameinuðu þjóðirnar né
neitt annað ríkjabandalag hefur enn
tekið að sér hlutverk alheimslög-
reglu.
Meðan skjalfestar frásagnir af
stríðsglæpum í Balkanstríðinu
halda áfram að hlaðast upp á borð
Opsahls lögfræðings í Genf, verða
þjóðir heims að horfa fram á það,
að stríðsglæpamennirnir standa
uppi með pálmann í höndunum og
að ávinningar þeirra í stríðinu verði
staðfestir með dyggri aðstoð „sátta-
semjara“ Sameinuðu þjóðanna.
Höfundur er prófessor í heimspeki
við Háskóla Islands
Iimfhitnmgsbann
Hversu hratt á að lyfta því?
eftirÞorvald
Gylfason
Núverandi landbúnaðarráðherra,
einn atkvæðamesti frumkvöðull og
veijandi innflutningsbannsins frá
1985, segist nú loksins ætla að
beita sér fyrir auknu viðskiptafrelsi
á þeim hraða og á þann hátt, sem
honum hentar og umbjóðendum
hans.
Það vár einmitt tilboð af þessu
tagj, sem Rússar afréðu að þiggja
ekki af Gorbatsjov, fyrrverandi for-
seta Sovétríkjanna sálugu. Hann
mátti þó eiga það, að hann hafði
beðizt afsökunar á fyrri misgerðum
sínum og Flokksins, og það hafa
margir aðrir austur-evrópskir
kommúnistar gert.
Hvernig á maður annars að
bregðast við gömlum haftapostul-
um, þegar þeir lofa bót og betrun?
Maður á auðvitað að fagna sinna-
skiptum þeirra og óska þeim allrar
blessunar, Og maður á að vera vel
á verði og fylgjast með því, að hug-
ur og hönd fylgi máli. Orð eru til
alls fýrst, en við skulum láta verkin
tala. Og mér finnst, að maður eigi
líka að reyna að sjá til þess, að
þeir séu ekki leystir undan ábyrgð
á fyrri gerðum. Þannig fóru Rússar
að. Þeir höfnuðu Gorbatsjov og
kusu Jeltsín heldur. Brennuvargar
eiga ekkert erindi í slökkvilið.
Jeltsín einsetti sér að fara hraðar
í sakirnar en Gorbatsjov hugðist
gera. Við skulum skoða það betur.
Skipulagsbreytingu er hægt að
koma til leiðar ýmist i áföngum eða
einum rykk. Kosturinn við að fara
sér hægt er sá, að þá gefst betra
ráðrúm en ella til að minnka rask-
ið, sem hlýzt af breytingunni. Hug-
myndin hér er sú, að of mikill flýt-
ir gæti valdið svo miklu umróti og
um leið úlfúð meðal fólks, að stuðn-
ingur þess við skipulagsbreyting-
una gæti dvínað og hikið jafnvel
teflt henni í voða.
Gallinn er hins vegar sá, að of
iangdregin aðlögun getur gefíð
hagsmunahópum færi á að skipu-
leggja andóf gegn umbótunum til
að halda í gömul og iðulega illa
fengin forréttindi. Rússar, Pólveijar
og Tékkar ákváðu að hrinda rót-
tækum umbótum í framkvæmd í
einum rykk einmitt til að slá vopn-
in úr höndum gömlu valdastéttar-
innar. Þeir sögðu sem svo: úr því
að það er enginn umtalsverður
ágreiningur um endastöðina, _ þá
skulum við halda þangað hiklaust.
Hik býður enn meiri hættu heim.
Þetta hefur tekizt að miklu leyti í
Póllandi og Tékklandi og virðist
einnig munu geta blessazt í Rúss-
landi, þótt ekki sé enn hægt að sjá
fyrir endann á rás atburðanna þar.
Lítum í kringum okkur hér heima
í þessu ljósi. Það hefur blasað við
fjölda fólks í fímmtíu ár, að land-
búnaðarstefnan hefur verið röng
og óskynsamleg og er það enn.
Þeir, sem sáu þetta ekki strax,
hljóta að sjá það nú, að landbúnað-
arkerfið er í þann veginn að hrynja
undan eigin þunga. Miðstýring og
viðskiptafjötrar leiða ævinlega tii
þeirrar niðurstöðu. Og hvernig hafa
menn notað umþóttunartímann? Til
að herða tökin með öllum tiltækum
ráðum. Stjórnmálaflokkunum hefur
ekki enzt hálf öld til að bæta ráð
sitt í landbúnaðarmálum þrátt fyrir
góðfúslegar ábendingar Halldórs
Laxness og margra annarra allan
þennan tíma. Þeir hafa þvert á
móti haldið áfram að bæta gráu
ofan á svart, síðast með maka-
lausri lögfestingu innflutnings-
bannsins 1985.
Landbúnaðarvandinn á sér lang-
an aðdraganda og er óaðskiljanleg-
ur hluti þeirrar djúpu og langvinnu
lægðar, sem stjórnmálamennirnir
hafa komið efnahagslifi þjóðarinnar
í. Þeir hafa lagt þungar byrðar á
heimilin og bændabýlin í landinu
árum og áratugum saman með því
að reyra landbúnaðinn og lands-
byggðina í alls kyns viðjar. Beinn
og óbeinn kostnaður neytenda og
skattgreiðenda vegna landbúnaðar-
stefnunnar hefur numið um 5% af
þjóðarframleiðslunni mörg undan-
gengin ár, en hann hefur að vísu
minnkað nokkuð í ár vegna afnáms
útflutningsbóta. Þessi kostnaður
jafngildir um 20.000 krónum á
mánuði á hvetja fjögurra manna
fjölskyldu í landinu allan ársins
hring mörg ár aftur í tímann. Þetta
Þorvaldur Gylfason
„Landbúnaðarvandinn
á sér langan aðdrag-
anda og er óaðskiljan-
legur hluti þeirrar
djúpu og langvinnu
lægðar, sem stjórn-
málamennirnir hafa
komið efnahagslífi
þjóðarinnar í.“
jafngildir Iíka um 200.000 krónum
á mánuði á hvert ársverk í landbún-
aði.
Það segir sig sjálft, að efnahags-
ástandið í landinu væri allt annað
og betra nú, ef öllu þessu fé hefði
verið betur varið á liðnum árum.
Þá væri atvinnan meiri og öruggari
að öðru jöfnu, og þá væru erlendar
skuldir ekki að sliga þjóðarbúið.
Þessi sóun hefur samt verið látin
viðgangast von úr viti meðal annars
vegna þess, að kostnaðinum var
haldið leyndum fyrir fólkinu í land-
inu. Hann var ekki talinn fram í
alþjóðaskýrslur OECD og GATT,
en það stendur nú loksins til bóta.
Þessi kostnaður hefur verið mun
meiri hér heima en í flestum nálæg-
um löndum og er það enn. Það
geta menn séð svart á hvítu með
því að bera greinargerðir Hagfræði-
stofnunar Háskólans saman við
skýrslur OECD. Aðrar heimildir ber
að sama brunni í öllum aðalatriðum.
Það fer ekki vel á því, að þeir, sem
hafa legið á upplýsingum árum
saman og vanrækt að telja þær
fram í alþjóðaskýrslur, skuli halda
áfram að rengja og reyna að kasta
rýrð á réttar upplýsingar Hagfræði-
stofnunar Háskólans.
En nú er loksins farið að rofa
til. Útflutningsbætur hafa verið
felldar niður í ár. Það er þó aðeins
byijunin og brot af því, sem gera
þarf. Það þarf að leysa bændur úr
viðjum markaðsfirringar og mið-
stýringar, svo að þeir fái að njóta
sín til fulls. Það þarf líka að leysa
neytendur úr viðjum einokunar og
innflutningsbanns, svo að þeir fái
að sitja við sama borð og neytendur
í öðrum Evrópulöndum. Og það
þarf að sjá til þess, að umskiptin
taki ekki of langan tíma.
Höfundur er prófessor.