Morgunblaðið - 28.10.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
15
Að tryggja verð-
mæti fasteigna
eftirMagnús
Axelsson
í nýhafinni umræðu um verðmæti
fasteigna hefur meira borið á upp-
hrópunum um verðhrun, en góðum
tillögum um leiðir til úrbóta. Þ.e. að
tryggja verðmæti fasteigna.
Hvaðan koma upplýsingar um
markaðsverð?
Upplýsingar um gangverð fast-
eigna fást hjá fasteignasölum, en
þess utan gefur Fasteignamat ríkis-
ins út „Markaðsfréttir" og birtir þar
niðurstöður ársfjórðungslegra
verðkannanna. Þessar markaðsupp-
lýsingar FMR eru góðar, en birtast
of seint til að þjóna fasteignamark-
aði líðandi stundar. Fasteignasalar
eru flestir ágætlega hæfir, en mann-
legir og ekki óskeikulir. Fæstir fast-
eignasalar hafa heildarsýn fýrir
markaðinn. Sjónarhorn þeirra tak-
markast af þeim verkefnum sem
þeir eru að vinna hveiju sinni og lit-
ast af viðskiptum sem þeir hafa
nýlega komið á, eða heyrt um. Þess
vegna sér hver einstakur fasteigna-
sali aðeins hluta af markaðnum
hveiju sinni. Ferskar markaðsupp-
lýsingar vantar og því eru fasteigna-
eigendur háðir verðmati fasteigna-
sala. Það vantar hlutlausar upplýs-
ingar um staðreyndir. Þessar upplýs-
ingar eru til, en þær liggja ekki á
lausu. Þess vegna er fasteignamark-
aðurin á íslandi ógegnsær. Þetta
ógegnsæi viðheldur þekkingarleysi,
sem gefur neikvæðri umræðu, eins
og þeirri sem nú á sér stað, byr
undir báða vængi.
Að auka gegnsæið
Bestu heildarupplýsingar um fast-
eignamarkaðinn eru hjá sýslu-
mannsembættum og Fasteignamati
ríkisins (FMR). Með tilkomu hús-
bréfakerfis er næstum öllum kaup-
samningum um íbúðarhúsnæði þing-
lýst. Sama gildir gjarnan um at-
vinnuhúsnæði. Hjá sýslumönnum er
því hægt að nálgast þessar upplýs-
ingar, en skráningakerfi sýslumanna
er ófullkomið að því leyti að öll leit
og úrvinnsla í þessu skyni er erfið
og tímafrek. FMR varðveitir einnig
þessar sömu upplýsingar og hefur
alla burði til að vinna þessar upplýs-
ingar í handhægu formi. En hjá FMR
eru þessar upplýsingar leyndarmál.
Slíkt er þó að sjálfsögðu óþarfi.
Kaupsamningum er þinglýst. Þar
með er efni þeirra orðið opinbert og
öllum sem áhuga hafa heimilt að
kynna sér þá. Með því að láta t.d.
fasteignasölum í té upplýsingar um
kaup og sölur samkvæmt innsendum
kaupsamningum strax og þess er
óskað og með útgáfu lista yfir við-
skipti t.d. mánaðarlega má bæta
mikið alla upplýsingagjöf. Beinteng-
ing tölva kemur einnig til greina.
Fasteignasalar gætu þá lagt fram
staðreyndir um raunverulegt sölu-
verð fasteigna, byggðar á heildarsýn
yfir markaðinn, þegar þeir taka
eignir í sölu. T.d. ef íbúðareigandi í
Háaleiti óskar eftir verðmati á eign
sinni væri unnt að leggja fram dæmi
um raunveruleg viðskipti sem nýiega
hafa átt sér stað, í því hverfi. Þetta
upplýsir íbúðareigandann og auð-
veldar honum að taka raunsæja
ákvörðun um verð. Þetta dregur
ekkert úr gildi fasteignasalans sem
matsmanns, því að hans sérþekking
verður jafn nauðsynleg og áður til
að lesa úr upplýsingunum og túlka
þær.
Hvaða upplýsingar eiga að
koma fram?
Staðsetning seldrar íbúðar, stærð
í herbergjum og fermetrum, ásett
verð, söluverð, útborgun, hlutfall
húsbréfa, hlutfall annarra lána, tími
sem leið frá því að eign var skráð
til sölu og þangað til hún seldist.
Þessar upplýsingar nýtast húseig-
endum vel þegar þeir þurfa að
ákveða verðlagningu eigna sem þeir
vilja selja. Ef seljandi eignar telur
sína eign hafa kosti umfram þær
eignir sem hann fær upplýsingar um
til viðmiðunar, verðleggur hann sína
eign hærra. Sennilega veldur það
Magnús Axelsson
„Okkur ber að gera allt
sem unnt er til að
tryg-gja verðmæti
þeirrar fjárfestingar
sem liggur í fasteignum
í landinu. Eitt áhrifa-
ríkasta verkfærið í
þessu skyni eru auknar
og betri upplýsingar.“
lengingu sölutíma og hækkun kostn-
aðar eins og t.d. vegna þess að aug-
lýsingar hækka. Ef hann vill selja
fljótt getur hann ákveðið verð sem
er lægra sem getur verið hagkvæmt
ef seljandi hefur erfiða greiðslu-
byrði, er að flytja búferlum milli
landshluta eða er kominn í nýtt hús-
næði sem hann hefur byggt eða fest
kaup á. Með þessum sömu upplýs-
ingum væri einnig hægt að sýna
væntanlegum kaupendum fram á
hvernig kaup hann er að gera í sam-
anburði vrð upplýsingarnar.
Hvers vegna þessar auknu
upplýsingar?
Með því að eyða óvissuþáttum
eykst öryggi. Markmiðið á að vera
að tryggja verðmæti eins og kostur
er. Seljendur hafa gjarnan tilhneig-
ingu til að verðleggja hærra en mat
fasteignasala segir til um, eins og
„til öryggis". Suma fasteignasala
brestur kjark til að segja seljendum
satt um skoðun sína á verði eignar
til að fæla seljandann ekki frá og
til eru fasteignasalar sem nota yfir-
verðlagningu vísvitandi til að ná
eignum inn á söluskrá. Slíkt veldur
því að eignir eru óþarflega lengi á
söluskrá, bilið á milli kaupenda og
seljenda verður stærra en nauðsyn-
legt er, kostnaður við sölu eykst
vegna þess að lengur er auglýst og
tíminn sem seljandi greiðir af lánum
og opinber gjöld af fasteign lengist.
Afleiðingin er óþarfa'togstreita og
óvissuástand. Það felst enginn hagur
í að viðhalda því.
Niðurlag
Okkur ber að gera allt sem unnt
er til að tryggja verðmæti þeirrar
fjárfestingar sem liggur í fasteign-
um í landinu. Eitt áhrifaríkasta verk-
færið í þessu skyni eru auknar og
betri upplýsingar. Þekking eyðir ótta
og eykur líkur á að fjárfesting verði
ával.lt skynsamleg. Viðskipti með
fasteignir eiga að vera örugg, byggð
á traustum grunni góðra upplýsinga.
Þannig tryggjum við hagsmuni hús-
eigenda. Þannig eflum við þjóðar-
hag.
Höfundur er formaður
Húseigendafélagsins.
Um Háskóla íslands
og rekstur spilakassa
eftir Magnús S.
Magnússon
Eftirfarandi eru nokkrar athuga-
semdir og yfirveganir varðandi þá
ákvörðun Háskóla íslands að hefja
innflutning og starfrækslu spila-
kassa víða um land í því skyni að
afla rekstrarijár.
Um mun á happadrætti
og spilakössum
Varðandi happadrætti:
1. Nær enginn tími fer í að spila
í happadrætti.
2. Það freistar ekki ungmenna.
3. Ekki er vitað um alvarleg til-
felli spilafíknar varðandi happa-
drætti HÍ sem þó hefur starfað lengi.
Varðandi spilakassa:
1. Mjög mikill tími getur farið í
notkun spilakassa.
2. Þeir freista ungmenna.
3. Alvarleg spilafíkn getur tengst
notkun spilakassa og hafa íslenskir
fjölmiðlar þegar greint frá tilfellum
hér á landi.
Háskóli íslands getur því orðið til
þess að ungt fólk á Islandi eyði mikl-
um tíma í notkun spilakassa og að
sumt verði spilafíkn að bráð, líf
nokkurra einstaklinga og fjölskyldna
yrðu þannig að öllum líkindum iögð
í rúst til styrktar Háskóla Islands.
Það getur orðið óbærilegt fyrir slíka
stofnun að horfa með þjóðinni fram-
an í þau fórnarlömb.
Þær aðferðir til atferlisstjórnunar
sem spilakassarnir byggjast á eru
margfalt öflugri en aðferðir hins
gamla happadrættis þar eð aðeins
örstuttur tími líður milli áhættutöku
spilarans og viðbragða umbunar-
kerfis tækisins. Búast má því við
að ýmsir ístöðuminni einstaklingar,
sem e.t.v. eiga einnig við ýmis sál-
ræn-og/eða efnahagsleg vandamál
að stríða, geti orðið mjög illa úti.
Jafnvel þótt háskólinn og þjóðin
legðu — óskiljanlega — til hliðar
mannúðarsjónarmið virðist auðsýni-
„Getur þá talist heil-
brigt fyrir 0,2 millj-
arða, að ýta æðstu
menntastofnun þjóðar-
innar út í nötkun fjár-
öflunaraðferða sem sið-
ferðilega og heilsufars-
lega orka tvímælis.“
legt að kostnaður þjóðfélagsins
vegna aðstoðar við þessa aðila gæti
fljótlega eytt mestu af þeim 200
milljónum sem þjóðfélagið hyggst
víkja sér undan _að greiða með því
að láta Háskóla íslands styðjast við
rekstur spilakassa.
íslenska þjóðfélagið skuldar nú
erlendum þjóðum um 260 milljarða
(tvö hundruð og sextíu þúsund millj-
ónir) og rekur heilbrigðiskerfí sem
á næsta ári mun kosta um 47 millj-
arða (fjörutíu og sjö þúsund milljón-
ir) - og meira en á síðasta ári — en
Háskóli íslands, sem m.a. menntar
mikið af því fólki sem þar starfar,
kostar um 1,5 milljarða. Getur þá
talist heilbrigt fyrir 0,2 milljarða,
að ýta æðstu menntastofnun þjóðar-
innar út í notkun fjáröflunaraðferða
sem siðferilega og heilsufarslega
orka tvímælis. Það má öllum vera
augljóst að efnahag þjóðarinar verð-
ur ekki bjargað með slikum hætti.
Þjóðin þarf örugglega frekar á því
að halda að æðsta menntastofnun
hennar hafi sem hreinastan skjöld á
því stórhættulegá tímabili í lífi henn-
ar sem nú virðist fara í hönd.
Háskólinn er uppeldisstofnun og
augljóslega menningarlegt og and-
legt flaggskip í lífi þjóðarinnar. Þar
fá prestar, lögfræðingar, hagfræð-
ingar, sagnfræðingar, o.fl., o.fl.
fræðilegt, siðferðilegt og menning-
arlegt uppeldi. Menn sem oft gegna
síðar foiystuhlutverkum meðal þjóð-
arinnar.
Framkoma þjóðarinnar gagnvart
Magnús S. Magnússon
háskólanum virðist, því miður, enn
eitt merkið um þ’á menningarlegu
upplausn og það fyrirhyggjuleysi
sem nú er allt of líklegt að muni
koma þjóðinni á kné. Að Háskóli
íslands bregðist við á umræddan
hátt gæti sýnst merki um sömu þró-
un innan hans.
Það er bjargföst trúa mín að ís-
lendingar megi síst við því nú, að
sá burðarás menningar og siðferðis,
sem æðsta menntastofnun þjóðar-
innar hlýtur að vera, sýni slíka
bresti. Háskólinn gæti fljótlega þurft
að axla þær menningarlegu byrðar
sem ýmsir menningar- og mennta-
menn tóku á sínar herðar fyrr á öld-
inni og skiluðu af sér _með þeim
glæsibrag sem nútíma Islendingar
hafa notið og ber skylda til að færa
næstu kynslóðum sé þess nokkur
kostur og manndómur þeirra nokk-
ur.
Það getur virst óhugnanlegur fyr-
irboði á þessum tímum að íslending-
ar skuli bregðast háskólanum og þar
með sjálfum sér og því ágæta unga
fólki sem með dugnaði og trú á þjóð-
ina sækir menntun og menningar-
legt afl til háskólans. Hins vegar
stendur háskólinn vart undir skyld-
um, sem æðsta menntastofnun þjóð-
arinnar, ef hann bregst þjóðinni með
því að láta dragast niður í hegðun
sem orkað getur tvímælis menning-
arlega og siðferðilega.
Undirritaður skorar því á háskóla-
yfirvöld að láta af fyrirhuguðum
rekstri spilakassa og á yfirvöld þjóð-
arinnar að sýna sérstöku hlutverki
Háskóla Islands dýpri skilning.
Skrifað 15. október 1993
Höfundur er sérfræðingur í
atferlissálarfræði við Háskóla
íslands.
Ráðstefna um stöðu
langtímasjúkra bama
STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna mun nk. sunnudag, 31.
október, efna til ráðstefnu á Hótel Sögu um stöðu langtímasjúkra
barna og aðstandenda þeirra á Islandi með höfuðáherslu á börn með
krabbamein.
Erindi munu flytja fulltrúar
styrktarfélaga krabbameinssjúkra
barna á öllum Norðurlöndum og
ennfremur Margrét Frímannsdóttir
alþingismaður og sr. Bragi Skúlason
sjúkrahúsprestur.
Markmið ráðstefnunnar er að
varpa ljósi á það óréttlæti sem lang-
tímasjúk börn og aðstandendur
þeirra búa við hér á landi, ekki síst
í samanburði við það sem gerist hjá
hinum Norðurlandaþjóðunum.
Ráðstefnan er öllum opin meðan
húsrúm leyfir en hún hefst kl. 13.30.
Skráning á ráðstefnuna hefst kl. 13.
Ráðstefnusalur er þingstofa A í ráð-
stefnuálmu Hótels Sögu.
Jólakort
til styrkt-
ar barna-
þorpum
UM þessar mundir eru SOS barna-
þorpin að senda til stuðnings-
manna sinna jólakort sem eru
teiknuð af Sigrúnu Eldjárn sér-
staklega fyrir SOS. Eru stuðnings-
menn SOS orðnir yfir 2000 manns
sem ýmist styrkja SOS með föstum
framlögum eða með því að senda
inn fijáls framlög til styrktar
starfi SOS um víða veröld.
SOS hefur byggt 306 barnaþorp
síðan 1949 þegar fyrsta þorpið var
reist í Imst í Austurríki. í þessum
þorpum búa nú rúmlega 26.000 börn
og mörg fleiri njóta þjónustu innan
stofnana SOS.
Flest barnaþorpin hafa verið
byggð í vanþróuðum löndum heims
en nú er einnig verið að byggja upp
í Austur-Evrópu. Hluta ágóðans sem
inn kemur fyrir jólakortin í ár verð-
ur varið til uppbygingar barnaþorps
í Keila í Eistlandi. Norðurlöndin
fimm standa undir kostnaði við
byggingu þorpsins í Keila en þar eru
nú að rísa 12 hús ásamt samveru-
húsi fyrir 80 börn. í skýrslu félags-
málaráðherra Eistalands, Maiju
Lauristin, kemur fram að 2300 mun-
aðarlaus og vanrækt börn búa nú í
stórum barnaheimilum þar sem ekk-
ert fjölskyldulíf getur farið fram.
Yfirvöld hafa því mikinn áhuga á
að bæta þar um betur.
ísland hefur fengið fulla aðild að
alþjóðasamtökum SOS. Auk þess
sem íslendingar hafa tekið að sér
að sjá um framfærslu barna innan
SOS viljum við líka taka þátt í að
byggja upp ný þorp þar sem þörf
er á. Norðurlöndin fimm starfa náið
saman og leggja Norðurlandabúar
mjög mikið fé fram til starfésemi
SOS, en mörgum Norðurlandabúum
finnst það skylda sín að styrkja
hjálparstarf í heiminum og gera það
með föstum mánaðarlegum framlög-
um eins og um hver önnur útgjöld
væri að ræða.