Morgunblaðið - 28.10.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
21
Nautakjöt og ýsa
meðal tilboða hjá Heimilisklúbbnum
KORTHAFAR Heimiliskortsins eru nú orðnir um 17 þúsund
og að sögn Jóns Halldórs Bergssonar, annars eiganda Heimil-
isklúbbsins sem gefur kortin út, bætast stöðugt við nýir aðil-
ar sem veita korthöfum afslátt.
Árgjald kortsins er 2.900 krón-
ur en hægt er að kaupa þriggja
mánaða kort til reynslu og kostar
það 1.000 krónur.
Heimilisklúbburinn hefur nú
gefið út fréttabréf sem korthöfum
er sent, en þar eru upplýsingar
um alla afsláttarmöguleika og sér-
stök tilboð sem standa korthöfum
til boða hveiju sinni.
í fréttabréfinu er meðal annars
kynnt tilboð á ungnauta-hrossa
Spangir í
brjóstahöldum
skemma þvottavélar
SÉ SPÖNG í brjóstahaldaranum,
má ganga að því vísu að hún losn-
ar fyrr eða síðar úr honum. Losni
spöngin í þvottavélinni getur það
kostað mikla fyrirhöfn og tals-
verða fjármuni að ná henni úr
vélinni, því kalla þarf á viðgerð-
armann.
í mörgum tilvikum verður að taka
tromluna úr vélinni og slíkt getur
kostað nokkur þúsund krónur. Því
er heillaráð að tryggja að spöngin
sé á sínum stað áður en brjóstahald-
aranum er hent inn í vélina, nú eða
þá þvo hann í höndunum. ■
Heimilisklúb-
burinn hefur
nú gefið út
fréttabréf sem
korthöfum er
sent, en þnr
eru upplýs-
ingar um alla
afslúttar-
möguleika.
og kýrkjöti. Pakki af ungnauta-
kjöti, með 2 kg af hakki, 1V2 kg
af hamborgurum og U/2 kg af
gúllasi kostar 2.900 krónur. Þá
kostar hrossakjötspakki með 5 kg
af bjúgum, 2V2 kg af saltkjöti, 1
kg af gúllasi og IV2 kílóa vöðva,
4.700 krónur. Jafnframt er sagt
frá tilboði á ýsu þar sem til dæm-
is er hægt að fá lausfryst smá
ýsuflök í 5,5 kg öskju á 1.350
krónur. Það þýðir að kílóverð á
flökunum er 250 krónur. ■
Ókeypis
básar fyrir krakka
í Kolaporti á sunnudaginn
Á SUNNUDAGINN býður Kola-
portið börnum og unglingum
ókeypis borðpláss og þar mega
þau selja notaða muni, leikföng
og annað sem þau vilja.
Tilboðið gildir fyrir börn og ung-
linga innan 16 ára aldurs og er háð
því skilyrði að foreldrar panti fyrir
börnin sín eða gefi þeim skriflegt
leyfi til þátttöku. Stendur til að
bjóða börnum og unglingum slíka
aðstöðu alla markaðsdaga í fram-
tíðinni og þá á lægra verði en áður
hefur tíðkast. ■
Kynning á
Símabúnab
Tækni- og tölvudeild Heimilistækja hf. kynnir nýja
línu í símtækjum og telefaxtækjum föstudag og
laugardag í Sætúni 8.
Á meðan á kynningunni stendur bjóðum við
sérstök tilboðsverð á öllum vörum Tækni- og
Tölvudeildar.
Ferskar
[ausilir
rótgrónufyrirtœki.
Casio strimlavélar 20 - 50% afsláttur
Úrval vandaðra símtækja, 15% afsláttur
Ný og notuð faxtæki frá kr. 20.000,-
Laser tölvur og Hewlett Packard
jaðartæki 10% afslátur
Aðeins föstudag og laugardag.
:::::::::::: TÆKNI- OG TÖLVUDEILD
j&
<j|b Heimilistæki hf.
SÆTÚNI 8 • 105 REYKJAVÍK • slml 69 15 00 • belnn slml 69 14 00 • fax 69 15 55