Morgunblaðið - 28.10.1993, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
46
Ekki vill svo vel til séra
minn að þú vitir um íbúð til
leigu?
A
Ast er ...
aukinn hjartsláttur.
TM Reg. U.S Pal Otl — all rights reserved
• 1993 Los Angeles Timés Syndicate
ÞÚ sem baðst um að húsið
yrði málað
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Eru heilsukortin lögleysa?
Frá Helga Hjálmarssyni:
NOKKUR umræða hefur farið
fram undanfarið um s.k. heilsu-
kort sem hæstvirtur heilbrigðis-
ráðherra ætlar að innleiða hér á
landi. Mikið hefur þó skort á að
allar afleiðingar þess hafi verið
kynntar. í þessu greinarkorni mun
ég leitast við að benda á nokkrar
af þeim alvarlegustu. Nú er ekki
auðvelt að útskýra hvernig heilsu-
kortin eiga að virka, því ráðherra
hefur verið a.m.k. tvísaga í útskýr-
ingum sínum á þessu meistara-
verki. Fram til umræðna á Alþingi
þann 13. þessa mánaðar voru þær
eftirfarandi:
1) Öllum landsmönnum verða
send heilsukort þann 1.1.94.
2) Vilji einstaklingur njóta sömu
heilsutryggingar og hann hefur
notið fram til þessa gefst honum
kostur á að borga 2.000 kr. fyrir
kortið.
3) Vilji einstaklingur hins vegar
vera algjörlega ótryggður getur
hann látið vera að greiða kortið
og endursent það.
4) Ótryggðir einstaklingar geta
ákveðið að tryggja sig hvenær sem
er með því að borga kortið og fá
þá endurgreidda þá reikninga fyr-
ir heilbrigðisþjónustu sem þeir
hafa greitt fram að því.
Það virðist vera að hæstvirtur
heilbrigðisráðherra hafi gert sér
grein fyrir að e.t.v. myndu nú
ekki margir greiða kortið ef fram-
kvæmdinni yrði háttað eins og
getið er í lið 4), það verður nú að
virða hann fyrir að hafa áttað sig
á því. Því lagði hann fram eftirfar-
andi breytingatillögu á 4) lið í fyrr-
greindri umræðu á Alþingi:
4) Eftir að einstaklingur hefur
endursent kortið á hann ekki kost
á tryggingunni (fyrr en þá
væntanlega ári síðar).
Nú er það svo að Sjálfstæðis-
flokkurinn, samstarfsflokkur
flokks heilbrigðisráðherra í ríkis-
stjórn, hefur lengi barist fyrir val-
kostum í heilbrigðismálum. Svo
kann því að vera ráðherra telji því
sig vera að koma til móts við það
sjónarmið. En það er þvílík fásinna
að með ólíkindum er. Mig langar
í ljósi þessa að varpa eftirfarandi
spurningu til ráðherrans: Myndir
þú taka tilboði frá bifreiðatrygg-
ingafélagi sem byði þér 2.000 kr.
afslátt af iðgjöldum (segjum frá
60 þús. niður í 58 þús. á ári) gegn
því að þú yrðir algjörlega ótryggð-
ur? Ég geri nú ráð fyrir að ráðherr-
ann, rétt eins og flestir aðrir, svari
þessu neitandi. En tilboðið sem
ráðherrann er að gera landsmönn-
um með heilsukortum sínum er
fyllilega sambærilegt, því einstakl-
ingur sem ekki greiðir heilsukortið
heldur að sjálfsögðu áfram að
borga sína skatta og þar með bróð-
urpart heilsutryggingariðgjalds-
ins. Þessi augljósi fáranleiki ætti
nú að sannfæra flesta um þá villu
vegar sem ráðherrann er í. En það
er fleira sem hangir á spýtunni.
Það er alkunna að hveijum
landsmanni ber að tryggja bifreið
sína og því væri tilboð bifreiða-
tryggingafélagsins til heilbrigðis-
ráðherra ólöglegt. Nú þarf ekki
að fara mörgum orðum um hvers
vegna skylt er að tryggja bíla hér
á landi. I stuttu máli má segja að
verið sé að vernda einstaklinga
fyrir því fjárhagslega tjóni sem
þeir geta valdið öðrum í umferð-
inni og eru e.t.v. ekki borgunar-
menn fyrir. Ég veit ekki hvort
hæstvirtur heilbrigðisráðherra átt-
ar sig á því að þegar smitsjúkdóm-
ar eru annars vegar er mjög mikil-
vægt að ná til allra sem sjúkdóm-
inn hafa og gera viðeigandi ráð-
stafanir til að reyna að stöðva
útbreiðslu sjúkdómisins. Hvernig
ætlar heilbrigðisráðherra að ná til
þeirra sem eru án heilsutrygging-
ar? Því má segja að þetta sé ekki
ósvipað bifreiðatryggingunum að
því leyti að ótryggður einstakling-
ur getur valdið öðrum skaða. Mér
þætti því fróðlegt að vita hvort
það standist lög að bjóða lands-
mönnum að vera algjörlega án
heilsutrygginga.
En það eru fleiri álitamál sem
ráðherrann verður að taka á ætli
hann að innleiða heilsukortin:
- Hver á að borga sjúkrakostn-
að ótryggðs einstaklings sem lend-
ir í umferðarslysi sem annar veld-
ur. í Bandaríkjunum er það bif-
reiðatrygging þess sem slysinu
veldur.
- Verða opnuð sérstök neyðar-
athvörf fyrir sjúklinga sem ekki
hafa tryggingu og hafa ekki efni
á heilbrigðisþjónustu, líkt og tíðk-
ast í Bandaríkjunum?
Það sem kemur e.t.v. mest á
óvart í þessu máíi er að s.k. jafnað-
armannaflokkur skulu vera að
reyna að stuðla að því að ákveðn-
ir einstaklingar séu án heilsu-
tryggingar, eða gerði ráðherra
e.t.v. í barnaskap sínum ráð fyrir
að hver einasti maður myndi borga
heilsukortið? í Bandaríkjunum,
þar sem menn hafa nú ekki vanist
því að hafa of miklar áhyggjur af
Íítilmagnanum, sjá menn nú að
það að hafa hluta þjóðar sinnar
án heilsutryggingar er ekki rétt-
lætanlegt, heftir baráttu gegn
smitsjúkdómum og er fjárhagslega
óhagkvæmt. Því er ekki úr vegi
að spyija ráðherrann hvert hann
stefni eiginlega?
Loks má geta þess að þessi
kort eiga að skila ríkissjóði um
300 millj. kr. en beinn kostnaður
við þau verður um 50 millj. kr.,
eða u.þ.b. einn sjötti hluti tekn-
anna. Þetta eitt segir okkur að
þessi skattur er hrein fásinna. Ef
við gefum okkur að hæstvirtur
heilbrigðisráðherra telji sig vanta
tekjur upp á 300 millj. kr. getur
hann lagt til þá kostnaðarlitlu
aðgerð að tekjuskatturinn verði
hækkaður sem því nemi. Með því
móti fengist um 50 millj. króna
spamaður fyrir almenning í land-
inu. Það er skemmtileg tilviljun,
en þessi upphæð dugar nokkurn
vegin til að kaupa Seðlabankaj-
eppa handa allri ríkisstjórninni.
Ég er hræddur um að hljóð hefði
heyrst úr horni ef bruðlið hefði
verið af því taginu.
Að lokum þetta. Sagt er að
hver þjóð fái stórnvöld sem hún
verðskuldar. Ef svo er og ef núver-
andi stjórnvöld samþykkja lögin
um heijsukortin, er ljóst að leið
okkar íslendinga til glötunar er
bein og breið.
HELGI HJÁLMARSSON,
Lindargötu 56,
Reykjavik.
).
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkveiji skrifar
Víkveiji brá sér út fyrir land-
steinana í síðustu viku, einu
sinni sem oftar. Flugleiðavélin til
Lúxemborgar var troðfull, enda
höfðu farþegar til Parísar óvænt
orðið að taka sér far með vélinni
vegna óláta á Parisarflugvelli.
Vélin var á áætlun á ókristilegum
tíma eða klukkan 7.20 og því hafði
Víkverji orðið að vakna klukkan
4.30 Hann hugsaði því gott til glóð-
arinnar að fá sér smáblund í flug-
vélinni. En það gekk ekki þrauta-
laust, því Víkveiji var svo óheppinn
að fá sæti í öftustu röð og þeim
sætum var ekki hægt að halla aft-
ur! Það er auðvitað ótækt að far-
þegar skuli ekki sitja allir við sama
borð og heyra mátti á flugfreyjun-
um að Víkveiji var ekki fyrsti far-
þeginn sem lét sér þetta ekki líka.
xxx
Leið Víkveija lá til Þýzkalands
og átti hann þar góða dvöl
enda Þjóðvetjar höfðingjar heim
að sækja. Ahugi flestra Þjóðveija
á íslandi virðist takmarkalítill og
íslendingum standa allar dyr opn-
ar. Einn íslending hitti Víkveiji í
förinni, Stefán Ásgrímsson tann-
lækni frá Akureyri. Hann rekur
stóra stofu í Bochum og hefur
mikið að gera. Stefán hefur starfað
í Þýzkalandi í 27 ár en talar ís-
lenzkuna svo vel að halda mætti
að hann hefði aldrei yfírgefið ís-
land. Jafnvel norðlenzki framburð-
urinn var hreinn og tær! Það gleð-
ur Víkveija ætíð að hitta landa í
útlöndum, sem haldið hafa málinu
þrátt fyrir að þeir tali aðra tungu
dags daglega.
IBochum heimsótti Víkveiji með-
al annars geysistóran yfir-
byggðan sundstað. Þarna gat fólk
farið í venjulega sundlaug, heita
potta, nuddpotta, sauna, sólbekki
og þvíumlíkt. Þá voru veitingastað-
ir á hveiju strái. í hluta byggingar-
innar gengur fólk um kviknakið
og þótti Víkveija sérlega athyglis-
vert að dvelja þar eins og að líkum
lætur! Mikil aðsókn var að staðnum
og enginn vafi er á því að svona
staður yrði mjög vinsæll á íslandi,
ekki síst á vetrarmánuðum. Fram-
takssamir menn á íslandi ættu að
velta þessu fyrir sér.
xxx
Hallærislegur leiðari birtist í
Tímanum á föstudaginn. Þar
fjargviðrast blaðið yfir því að
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
hafi verið sjónvarpað og segir að
flokkurinn hafí þarna neytt fjár-
hagslegra yfirburða því kostnaður-
inn sé mikill. Ritstjóri Tímans, sem
um áratuga skeið hefur verið mál-
gagn Framsóknarflokksins, hefur
greinilega gleymt því að sjónvarp-
að var frá flokksþingi Framsóknar-
flokksins árið 1992 og reið hann
þar á vaðið. Flokkurinn á hrós
skilið fyrir frumkvæðið, því sjálf-
sagt er að bjóða þeim sem áhuga
hafa á en ekki geta sótt fundi
stjórnmálaflokkanna, að fylgjast
með þeim í sjónvarpi.