Morgunblaðið - 08.12.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.12.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 GRAFÍKÁ POSTULÍN _______Myndlist Bragi Ásgeirsson Norski myndlistarmaðurinn Ole Lislenid opnaði sýningu í listhús- inu Úmbru laugardaginn 27. nóv- ember, og stendur hún til 15. desember. Lislerud, er eins og nafnið ber með sér norskur að þjóðerni, en hann er þó fæddur í Suður-Afríku 1950. Stundaði upprunalega nám í tungumálum og lögum við há- skólann í Ósló á árinum 1968-73, en sneri sér þá að listnámi og lauk meistaragráðu frá listiðnað- arskólanum í Ósló 1977, og er þar aðstoðarprófessor. Athafnasemi Lislerud á sýning- arvettvangi er viðbrugðið, því að hann hefur haldið 22 sýningar frá 1978 og tekið þátt í 30 samsýn- ingum, og þeim langflestum utan heimalandsins. Þá hefur hann út- fært nokkur stór verkefni og verk hans eru á söfnum í Noregi og víðar. Aðallega vinnur listamaðurinn í grófan leir eða postulín, lítil og stór myndverk þar sem hann spil- ar saman formum og táknum í portum og súlum sem gjaman eru viðfangsefni hans, eða í töflum þar sem grafískir eiginleikar efn- isins eru tjáformið, líkt og í þeim sem til sýnis eru í listhúsinu Úmbru. Meðal verkefna hans má nefna stórt verk í nýtt hús hæsta- réttar í Ósló sem hann hefur unn- ið að á þessu ári og er 35 metra hátt. Það er unnið á stórar postul- ínsskífur og gengur inn í stigahús byggingarinnar, og munu verkin á sýningunni vera af líkum meiði, en að sjálfsögðu í minni og ann- arri útgáfu. Af framanskráðu má ráða, að hér er um sjóaðan listamann að ræða og það kemur vissulega fram í vinnubrögðunum, þótt sýn- ingunni sé of þröngur stakkur skorinn til að menn geti gert sér nægilega glögga mynd um um- fang listar hans. Hér hefðu ljós- myndir af verkefnum hans verið mikilvæg viðbót. Uppistaðan í þessum postulíns- myndum er yfirleitt forn spegil- skrift sem gerir yfirbragð þeirra mjög grafískt, auk þess sem lista- maðurinn eykur við áhrifin með því að bæta við ýmsum fornum táknum t.d. hellnaristum og vík- ingaskipum. Ekki telst þetta mjög frumlegt og hliðstæður hafa sést margar í nútímalist og vísar til ákveðinnar þarfar norrænna lista- manna, að láta upprunann skína í gegn. Öll handverksleg útfærsla myndanna er af hárri gráðu og þær eru mjög þægilegar fýrir augað og munu vissulega njóta sín enn betur innan um önnur myndverk og frábrugðin. Tvær myndir, sem höfðu yfir sér dulúðugt og fomt yfirbragð (nr. 4 og 8) höfðuðu einkum til mín fyrir sterk grafísk eigindi svo og einfaldleikinn og birtan í mynd nr. 7. Eftir því sem ég skoðaði sýninguna betur þrengdi sér lítil mynd í forgrunninn (nr. 11), sem er bæði dökk og dularfull og laus við öll tákn önnur en þau hreint formrænu. að meta. Einhvern veginn læðist sá grunur að mér, að Elín hafi ekki lagt of mikla áherslu á málun í skóla, því að þetta eru gallar sem hún á að geta sniðið af sér við þjálfun. Og þó segja megi að það sé dálítið af óheftri og óformlegri tjáningu í þessum myndum, virðist einhvern veginn ekki nægileg grunnþjálfun að baki til að gera útfærsluna sann- færandi. Bestu „informel“-mál- ararnir voru t.d. frábærir teikn- arar og þá ekki síst höfuðpaurinn Jean Fautrier, og hvað nýja og fijálsa málverkið áhrærir, sem stendur Elínu nær, má skynja mikla grunnþjálfun í verkum bestu málaranna. Það sem er svo mikilvægt í frjálsri og óhaminni tjáningu er einmitt að formin eða formleysan sitji einhvern veginn óhagganleg á myndfletinum og eigi þar heima, en virki ekki sem ókunnur gestur sem rétt tyllir þar tá. Elín hefur sýnt að hún býr yfir ótvíræðum hæfileikum og það glittir heldur betur í þá í myndunum með sjávarfanginu, „Eldabuskan“ (26) og „Aftur til fortíðar“ (27). Þær eru að sjálf- sögðu í kraðakinu af litlu vatns- litamyndunum, og vonandi sjáum við mun meira af slíkum vinnu- brögðum í myndum Elínar Magn- úsdóttur í framtíðinni. Ljúft og lausbeislað Myndlist Bragi Asgeirsson í miðrými listhússins í Laugar- dal sýnir myndlistarkonan Elín Magnúsdóttir málverk og vatns- litamyndir og stendur sýningin til 19. desember. Elín nam í tvö ár við MHI, en hélt síðan utan til Hollands, eins og lenzka var í þá tíð, og nam við Gerrit Rietveldt-fagurlista- skólann í Amsterdam og lauk þaðan diplómaprófi vorið 1987. Elín hefur verið iðin við mynd- listarsýningar, en sýningar henn- ar hafa verið af minni tegundinni og mun þessi einna umfangsmest. Það er mikill fjöldi mynda sem hangir í miðrýminu og einkum lítilla vatnslitamynda og þar kennum við þá eiginleika Elínar, sem eiga hvað best við hana, nefnilega að vinna í ástþrungnum og leikandi formum. Einkum kemur þetta vel fram í myndum eins og „Lífið er ljúft“ (1), „Laus- beisluð" (2) og „Bakar vand- ræði“ (4). Allar búa þessar myndir yfir Elín Magnúsdóttir bestu eðliskostum Elínar sem myndlistarmanns, sem ég tel að séu létt og lifandi útfærsla í formi, línu og lit ásamt rökréttri myndbyggingu. En satt að segja bakar það listakonunni vandræði hve laus- beisluð hún er við meðhöndlun þessara atriða á stundum, og hve handahófskennd heildarútfærsl- an verður þá og kemur það fram í alltof mörgum myndum á sýn- ingunni og einkum. stóru mál- verkunum, sem ég kunni minnst Nýjar bækur H Út er komin „Leiðsögn um Nýja testamentið“ eftir William Barclay í þýðingu sr. Hreins Há- konarsonar. Bókin er ætluð öllum þeim sem vilja kynna sér rit Nýja testamentisins á hraðfara öld. Bók- in veitir fróðleik um hvert rit Nýja testamentisins, um tilurð þess og sögu. „Hér er á ferð lipurt rit sem opnar heim Nýja testamentisins nánast á svipstundu en er þó traust í alla staði, spennandi og fjörugt. Höfundurinn er kunnur fyrir grein- argóð skrif um Nýja testamentið og hafa rit hans borið honum glæsi- legt vitni og farið víða um heim,“ segir í kynningu útgefanda. Útgefandi er Skálholtsútgáf- an, útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 143 bls. að stærð og var hún prentuð hjá G.Ben. prent- stofu. Verð kr. 1.750. H Litlir lestrarhestar er flokkur bóka fyrir börn sem farin eru að lesa sjálf. Bækurnar eru prentaðar með stóru letri og breiðu línubili og misjafnar að lengd og þyngd. I ár bætast þijár í safnið; Alltaf gaman í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren, þirðja bókin um Óláta- garðsbörnin í nýrri þýðingu Sig- rúnar Árnadóttur með myndum eftir Ilon Wikland. Baun í nefi Betu, einnig eftir Astrid Lind- gren, skreytt litmyndum eftir Ilon Wikland. Sigrún Árnadóttir ís- lenskaði. Sumarleyfissögur af Frans eftir Christine Nöstlinger er svo þriðja bókin í flokknum. Jór- unn Sigurðardóttir þýddi og teikningar eru eftir Erhard Dietl. Útgefandi er Mál og menning. Verð hverrar bókar er 780 krón- ur. H Didda dojojong og Dúi Dúfna- skítur heitir fyrsta barnabók Ein- ars Kárasonar, sem er nýkomin út. Þetta er spennusaga um 12 ára félaga sem rekast á bófa uppi í Öskjuhlíð og ákveða að hafa hendur í hári þeirra. „Leikurinn berst víða um Hlíðarnar og flugvallarsvæðið, end er mikið í húfi, heill tjársjóður og heiður spæjaranna," segir í kynningu útgefanda. Útgefandi er Mál og menning. Anna Cynthia Leplar mynd- skreytti bókina sem er 115 bls. og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Bókin kostar 1.390 krónur. H Bókaflokkurinn Umönnun gæludýra er ætlaður ungum dýra- eigendum. í bókunum eru upplýs- ingar og ráðleggingar ásamt tjölda skýringarmynda og mynda af mis- munandi tegundum dýra. Nú koma út í þessum flokki bækurnar Fiskar og Fuglar en áður eru komnar bækur um hvolpa og kettlinga. Bækurnar eru skrifaðar af dýra- lækni og ljósmyndir unnar af fag- fólki. Helga Þórarinsdóttir þýddi. Útgefandi er Mál og menning. Hvor bók er 45 bls. og kostar 1.190 krónur. Um sorg og gleði Sólborgar Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Guðrún Guðlaugsdóttir: Nellik- ur og dimmar nætur. (238 bls.) Vaka-Helgafell 1993. Þessi fyrsta skáldsaga Guðrúnar Guðlaugsdóttur er þroskasaga konu, allt frá því að fyrstu kenndir til hins kynsins taka að kvikna og þar til ástin eina bíður stórt skipbrot. Aðalpersóna bókarinnar, Sól- borg, fæðist inn í sjúka fjölskyldu. Faðirinn lifir í skugga horfinnar velgengni og íðilfögur en ábyrgðar- lítil móðirin veit að hún hefur tekið niður fyrir sig. Ofan á þetta bætist áfengisbölið svo að skilnaður er óumflýjanlegur. Litla stúlkan flyst til ömmu sinnar og verður það þeim báðum til gæfu. Sólborg, sem er að upplagi útleit- in og glaðvær, þroskast og brátt kemur að því að hún hittir marga pilta sem gefa henni auga. Að lok- um verður einn_ fyrir valinu, menntamaðurinn Ágúst. Hann er dulur, innhverfur og jafnvel ein- rænn. Sólborg verður óhjákvæmi- lega fyrir áhrifum af skoðunum elskhugans. Gegnum hann veitir hún viðtöku róttækum viðhorfum sjöunda áratugarins og lifir óborg- aralegu lífi samkvæmt kröfum tímans. En á meðan Sólborg drekk- ur af viskubrunni vinstrimennsk- unnar verður Ágúst æ fráhverfari fyrri afstöðu. Heimilisbragurinn verður borgaralegri, bameignir og hversdagspuð taka við af hugsjóna- lífinu. En bak við saklaust hvers- dagslífið lúra margar hættur. Frásögnin er raunsæisleg og fylgir eðlilegri tímaröð. Hún er í fyrstu persónu og nýtir þá kosti sem slíkri frásagnaraðferð fylgir. Sam- kvæmt þessu verður reynsla aðal- persónunnar, t.d. fyrsta ástin og fyrsti kossinn, afar nákomin lesand- anum. Oft á tíðum er höfundi greinilega mikið niðri fyrir enda er hann að lýsa sársaukafullum atrið- um og því freistandi fyrir hann að spenna stílinn. Samt veröur þess lítið vart að hann láti slíkt eftir sér því að málfarið er laust við hvort tveggja í senn: flatneskju og orð- skrúð. Hins vegar er ekki laust við að fínni blæbrigði fái illa notið sín vegna þess hve margt er skýrt en ekki sýnt. Maður saknar á köflum einhvers konar afhjúpunartækni. Persónusköpunin er vönduð í þeim tilvikum sem persónur hafa veigamiklu hlutverki að gegna. Sól- borg er bráðlifandi einstaklingur í hugskoti lesandans. Forsendur fyrir því hvemig hún þróast í sögunni eru sannfærandi miðað við uppruna hennar og geðslag. Sömuleiðis er skiljanlegt hvemig sámband hennar og Ágústs vex úr sér þrátt fyrir það - eða kannski öllu heldur vegna þess - að hann er innhverfur. Guðrún Guðlaugsdóttir I öðmm tilvikum era persónurnar full fjarlægar. Börnin þeirra þrjú lcoma yfirleitt ekkert við sögu sem verður að teljast undarlegt þegar haft er í huga hve sambandi þeirra Sólborgar og Ágústs er lýst náið. Móðir Sólborgar er sjálfhverf og fremur leiðigjöm, angistarfullur faðirinn rís hins vegar hærra þótt ekki sé mynd hans skýr. Vinkonur, elskhugar og aðrar persónur skýr- ast ekki vel í samskiptum við Sól- borgu né heldur ná þær að varpa ljósi á hana. Til dæmis er það fá- títt að samtölin búi yfir þeirri tog- streitu sem vænleg er til þess að draga fram einkenni persónanna og gera þær trúverðugar. (Undan- tekning eru samtöl Sólborgar og Ágústs sem mörg hver eru frábær.) Eftir stendur að Nellikur og dimmar nætur er frumraun sem er langt yfir meðallagi að listrænum eiginleikum. Sögufléttan gengur upp, persónusköpunin - þar sem hún er best - er vönduð og þeir tilfinningaárekstrar sem afhjúpaðir eru fullvissa lesandann um að hér er um að ræða sýnishorn af tvís- truðu nútímalífi. Flestar eiga per- sónurnar það sameiginlegt að vera hver í sínu lífi vegvillt og áttlaus. Óraunhæfar væntingar, sérgæska og eitthvað utanaðkomandi, sem kalla mætti örlögin, valda því að enginn nær þeirri höfn sem siglt var til. Með öðrum orðum: Þessi saga kemur við mann. 4 ú i 4 t i t 1 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.