Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 45 Engum að treysta Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Sagabíó: Líkamsþjófar („Body Snatch- ers“). Leikstjóri Abel Ferrara. Tónlist Joe Delia. Kvikmyndatökustjóri Bojan Bazelli. Aðalleikendur Terry Konney, Gabrielle Anw- ar, Billy Wirth, Meg Tilly, For- est Whitaker, R. Lee Ermey. Bandarísk. Warner Bros 1993. Þriðja kvikmyndagerð vísinda- skáldsögunnar Invasion of the Body Snatchers gerist í samtím- anum á herstöð utanvið borgina Selma í Alabama. Efnafræðingur- inn Konney er sendur ásamt fjöl- skyldu sinni af umhverfísmála- ráðuneytinu til að kanna þar að- stæður. Dóttir hans á táningsaldri (Anwar) og lítill sonur komast fljótlega að raun um að ekki er allt sem skyldi og smám saman kemur voðalegur sannleikurinn í ljós; einn af öðrum verða líkamar íbúa stöðvarinnar bólstaðir vera utanúr geimnum, verða sálar- lausar afturgöngur, gjörsneyddar mannlegum tilfínningum. Þessi aðskotadýr læðast að mönnum í svefni, vel að merkja. Fyrsta bráð geimveranna í fjöl- skyldu efnafræðingsins er hús- móðirin (Tilly), hin þráast við en að lokum er Anwar ein fárra eftir- lifandi jarðarbúa, en tekst henni að vara við hættunni? Það er afar freistandi að líta á Líkamsþjófana sem pólitíska alle- góríu, þjóðfélagsádeilu þar sém engum er treystandi. Sagan ein- kennist af ofsóknarkennd á háu stigi, á sínum tíma vildu menn meina að frumgerð hennar (leikstj. Don Siegel ’56) væri dulbúin gagnrýni á nornaveiðar McCart- hys um miðja öldina þegar engin gat öðrum treyst í Hollywood, vin- áttan vildi rista grunnt hjá mörg- um þegar framinn var í hættu. Aðrir sneru dæminu við og sögðu verkið fjalia um sofandahátt bandarísku þjóðarinnar gagnvart kommúnismanum. Sjálfur lét Si- egel hafa það eftir sér að líkams- þjófarnir væru samstarfsmenn sínir í kvikmyndaborginni, heila- og tilfinningalausir andskotar sem stjómuðust fyrst og fremst af blindri fégræðgi. Þannig má velta hinni ísmeygi- legu skáldsögu Jacks Finneys fyrir sér og má lengi fínna á henni nýj- ar hliðar og skilgreiningar. Ferr- ara, sem kunnastur er fýrir ofbeld- isfullar en athyglisverðar lýsingar sínar á undirheimum New York (China Girl, King of New York, Bad Lieutenant), skírskotar hér til kynslóðabilsins, ef eitthvað er. Engin vill hlusta á unglingana frek- ar en fyrri daginn. Þetta er þó alls ekki markvisst, í rauninni hefur Ferrara sáralitlu að bæta við snilld- arverk Siegels og Phil Kaufman stjómaði mun betri endurgerð þess árið 1978. Að þessu sinni er mikil áherslajögð á ofbeldi og æsing í stað þess að virkja hið óhugnan- lega, sálræna inntak sögunnar, tor- tryggnina og óttann. Það kemur svo sem ekki á óvart þegar Ferr- ara á í hlut. En hann hefur sannað það að hann á betra handrit skilið. Leikstjórinn fær lítinn stuðning frá leikhópnum sem samanstendur mestan hluta af hálfgerðu ut- angarðsfólki í kvikmyndaborgar- inni. Rullurnar bjóða reyndar ekki uppá tilþrif en hér kemst engin uppaf flatneskjunni. Betri kostur að leita gömlu myndirnar uppi. Veröld ný og vond Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ungu Ameríkanarnir („The Young Americans“). Sýndi í Háskólabíói. Leiksljóri og hand- ritshöfundur: Danny Cannon. Aðalhlutverk: Harvey Keitel, Viggo Mortensen, Craig Kelly, Ian Glen, Keith Allen. í bresku spennumyndinni Ungu Ameríkanamir - frægust hér heima af því Björk Guðmundsdótt- ir á lag í henni - kenna Bretar Bandaríkjamönnum um hvernig komið er fyrir þeim í glæpamálum. Við höfum glæpina þeirra, hvers vegna ættum við ekki að hafa löggurnar þeirra? segir bresk lögga um bandarískan starfsbróð- ur sinn, leikinn af Harvey Keitel, sem kominn er frá Los Angeles til Lundúna að vinna í morðmáli. Glæpamenn af gamla skólanum hafa týnt tölunni að undanförnu og böndin beinast að ungu mönn- unum, „ungu Ameríkönunum“, sem byggja á dópsölu og blóð- ugum morðum og ætla að ryðja allri fyrirstöðu úr vegi. Myndin, undir leikstjóm Danny Cannon sem einnig skrifar handrit- ið, lýsir veröld nýrri og vondri í undirheimum Lundúna og tengir hana áhrifum frá Bandaríkjunum. Það er eins og breskur glæpalýður sé nokkumveginn alveg stikkfrí og var bara ljúfur og góður og löggan vinaleg með sína skrítnu hatta þar til „ungu Ameríkanamir“ tóku við. Heldur er það einfeldningsleg heimsmynd en auðvitað þægileg þeim sem leita einfaldra lausna með bæði augun lokuð. Þetta flækist ekkert verulega fyrir manni fyrr en eftir á því Cannon heldur lengst af ágætum hraða í frásögninni. Bandarískur dópsali er kominn í bæinn og ræð- ur unga og afvegaleidda heima- menn til að fara um myrðandi þá glæpamenn af gömlu sortinni sem vilja ekki líta við dópi (þráðurinn Hjálþ, gifting („Hjelp, min datt- er vil giftes"). Sýnd í Laugarás- bíói. Leiksljóri: Per Pallesen. Aðalhlutverk: Kurt Ravn, Peter Schröder, Michelle Bjorn And- ersen, Nils Olsen. Hreinræktaðar danskar gaman- myndir sem við þekkjum kannski best af myndunum um Ólsengeng- ið em geðþekkar þijúbíómyndir, óttaleg endaleysa en með ljúfum og fullkomlega meinlausum hú- mor í bland við mishlægileg atvik og sérstaklega ýktar persónur. Í þá veru er myndin Hjálp, gifting sem Laugarásbíó sýnir núna um ótrúlega verðmætt málverk eftir Van Gogh er lendir á villigötum fyrir tilverknað smákrimma. Myndin er ánægjuleg tilbreyt- ing í bíólífið og góður kostur þeim í Guðföðumum 1 t.d.). Ungling- arnir em þungvopnaðir og hyggja á frama með ameríska vininum og hlýða vel skipunum hans en ungum dreng þykir nóg komið og tekur upp samstarf við lögregluna í tilraun til að koma Bandaríkja- manninum og hans hirð undir lás og slá. Danny Cannon er undir meiri áhrifum frá bandarískum bíó- myndum en glæpalýðurinn hans er frá bandarísku glæpalífi. Mynd- in er eins og snýtt útúr Hollywood og lítur öll út eins og hér fari ein- um of ákafur leikstjóri sem vilji sanna hvað hann getur. Hún er mikið tekin í dimmbláu og ógn- andi ljósi og er alltaf aðeins of sem mest blöskrar flæðið af amer- ískum ofbeldismyndum til lands- ins. Danskar gamanmyndir voru áður algengar í kvikmyndahúsun- um hér, óþarfi er að minna á rúm- stokksmyndirnar, en nú er öldin önnur. I Hjálp, gifting ræna smák- rimmar tveir Van Gogh-verkinu af grimmúðlegum Japana (dæmi- gert), rífast um fenginn góða og leikurinn berst í lítið, danskt og sólríkt bæjarfélag úti í sveit þar sem bróðir annars krimmans er bæjarstjóri með vafasama fortíð sjálfur. Rakari staðarins, sem ótt- ast það mjög að geta ekki fjár- magnað brúðkaup dóttur sinnar, flækist í spilið og eiginkona bæjar- stjórans með honum. Hér er á ferðinni kannski full vitleysislegur farsi en aldrei leiðin- legur þótt hann leyfi sér að fara smart í útliti og góð með sig í myndatöku. Persónugerðimar em einfaldar og klisjukenndar lögg- utýpur með ónýt hjónabönd, mút- ur og verulega starfsþreytu í and- litinu og hasarinn er ofbeldisfullur og snaggaralegur en svo getur Cannon líka verið svo hátíðlegur í upphafínni mærð með næstum ærandi sinfóníutónlistina í bak- grunni að það er eins og maður sé dottinn inn í aðra bíómynd. Harvey Keitel tekur sig ágæt- lega út innan um breska kollega sína, yfirlætislaus og eðlilegur í hlutverki utanaðkomandi lög- reglumanns sem fer sínu fram og breski leikhópurinn stendur sig með prýði. út í alvarlegheit undir lokin í ólík- legri ástarsögu, sem hlýtur ham- ingjusamleg endalok. Farsinn gengur mest út á rugling með töskur og eltingarleiki við þýfið, misskilning og misgáning eins og vera ber. Persónugerðin er öll sáraeinföld og í raun of marg- þvæld til að koma á óvart en hún getur verið kómísk. Hinar og þessar aukapersónur staðarins blandast inní söguna og leikararnir eru ágætlega innstilltir á grínið. Leikstjórinn Per Pallesen gerir engin undur en heldur ágæt- lega á spöðunum. Þótt hvergi sé neinum frumleka fyrir að fara og myndin sýni það helst að dönsk gamanmyndagerð hafí lítið þróast frá Ólsengenginu og minni á gamla daga í stfl og innihaldi, hefur þessi endaleysa ágætis skemmtigildi. Og það er gaman að fá óvænt danska gamanmynd í kvikmynda- húsin til að lífa uppá úrvalið. Rakarinn raunamæddi brother gAUMMÉLáE VX-1060 Allir nytjasaumar Sjálf\’irkt hnappagat Loksaumur Teygjanl. beinn saumur Skrautsaumar Verðfrá 21.585 . “kr. stgr. Námskeið innifalið VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 Umboðsmenn um allt land. -elna SPOR ÍRÉTTAÁTT Fullkomin saumavél á frábæru jólatilboði, aðeins HANKOOK TOARDEKKDf á lága verðinu Frábær vetrardekk - Einstakt verö Verðsýnishorn stgr. Verðsýnishorn stgr. 145R12 KR. 3540 KR.3186 185R14 KR.5680 KR.5112 155R12 KR.3770 KR.3393 175/70R14 KR.5100 KR.4590 135R13 KR.3540 KR.3186 185/70R14 KR. 5440 KR.4896 145R13 KR.3660 KR.3294 195/70R14 KR.6280 KR.5652 155R13 KR. 3980 KR.3582 205/75R14 KR.7580 KR.6822 165R13 KR.4100 KR.3690 175/65R14 KR.5550 KR.4995 175/70R13 KR.4440 KR.3990 185/60R14 KR. 5980 KR.5382 185/70R13 KR.4880 KR.4392 165R15 KR.4770 KR.4293 175R14 KR.4980 KR.4482 185/65R15 KR.6420 KR.5778 Barðinn hf. Sendum gegn póstkröfu. Skútuvogi 2 - - sími 683080 19.990 stgr. ATH! Hjá okkur er námskeið og kennsla innifalið í verði. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 6915 ÖO Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.