Morgunblaðið - 31.12.1993, Page 10
10
M0RGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 81. DESEMBER 1993
Dagskrá Listaklúbbs Leikhúskjallarans
Hljóðskúlptúr
á fyrsta fundi
DAGSKRÁ listaklúbbs í Leikhúskjallara hefur verið ákveðin fyrir fyrstu
tvo mánuði nýs árs. Á mánudagskvöldum mun kenna þar margra grasa;
framúrstefnuleikhúss, ljóðalesturs og þýðendakvölda, æjttfræði leikrita
og samsetninga um Tsjekhov og Lorca og óperuna Évgení Onegín.
Næsta mánudag, 3. janúar klukkan 20.30, flytur hópur leikara hljóðsk-
úlptúr eftir Magnús Pálsson. Þetta verður jafnframt undirbúningsstofn-
fundur listaklúbbsins, eins og segir í tilkynningu, öllum opinn. Félagar
klúbbsins munu hafa áhrif á mótun dagskrár hans og fá afslátt af
aðgangseyri.
Eins og sagt var frá nýverið í
Morgunblaðinu er hugmyndin um lis-
taklúbb í kjallara Þjóðleikhússins
ekki ný. Þar var um skamma hríð
starfræktur listamannaklúbbur sem
Jón Leifs efndi til árið 1956. Hann
flutti síðan í Naustið og starfaði þar
í tvö ár. Gamli klúbburínn var ein-
göngu ætlaður listamönnum, ólíkt
þeim sem nú er af hefja starfsemi,
en sameiginleg er þeim sú ætlun að
vera vettvangur listviðburða margs-
konar og umræðu um menningarmál.
Ljóðleikhúsið stóð í fyrra fyrir
upplestri í Þjóðleikhúskjallaranum og
í vetur hafa bókaforlög kynnt þar
nýja lesningu. Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir sem skipulagt hefur
starfsemi listaklúbbsins væntanlega
segir að nú eigi að prófa að færa
þetta út og hleypa fleiri listgreinum
og víðari umræðu að. Á mánudaginn
verða lagðar fram og ræddar hug-
myndir' að reglum fyrir klúbbinn og
lögð fram dagskrá fyrir janúar og
febrúar. En fyrst og fremst verður
frumfluttur hljóðskúlptúr í leikstjóm
Kristbjargar Kjeld. Um það sjá þau
Amar Jónsson, Guðrún Þ. Stephen-
sen, Jóhanna Jónas og Jón Stefán
Kristjánsson. Aðgangseyrir verður
300 krónur.
Fasteignasala,
Suðurlandsbraut 10
Ábyrgö - Reynsla - öryggl
Hllmar Valdlmarsson.
SÍMAR: 687828 og 687808
OSKUM
VIÐSKIPTAVINUM
OKKAROG
L ANDSMÖNNUM ÖLLUM
ÁRS OGFRIÐAR.
ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN
ÁÁRINU.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori .
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasau
Upplýsingar um viðskiptin á árinu 1993:
Meðaltöl seldra eigna
Raunvirði var 99,4% af kaupverði. Af raunvirði var: Útborgun 46,3%,
verðtryggðar áhvílandi skuldir 33,8%, verðtryggðar eftirstöðvar 19,9%.
Á fyrstu 29 dögum samningstímans greiddu kaupendur 63,6% af raun-
virði útborgunar eða 29,5% af raunvirði kaupverðs.
Afhending var 37 dögum eftir undirritun kaupsamnings.
Útborgun var greidd á 156 dögum.
Hlutfall raunvirðis var 131,7% af fasteignamati.
Hlutfall raunvirðis var 84,6% af brunabótamati.
Miðað er við hækkun lánskjaravísitölu á milli ára sem var 3,3%.
Bestu nýársóskir
til viðskiptamanna okkar og annarra landsmanna með þakklæti fyrir
liðið ár. Traust og góð viðskipti.
• • •
Viðskiptum hjá okkur fylgir
ráðgjöf og traustar uppl.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SfMAR 21150-21370
öÆtm tiá-
c^ ázrtdé/ncwcccm ö&cm
ccccJö^c/ác/t á áecáu
ámc eeaJ dáa.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
m
6ðinsgöta 4. símar 11541 og 21711.
Jón Guðmundsson, sölustj., logg. lasteigna- og skipasali,
Ölalui Stelánsson, viðskiptalr., lögg. lasteignasali.
Mótettukórinn
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Söngvar við jötuna var yfir-
skrift tónleika Mótettukórs sl. mið-
vikudag og voru viðfangsefnin ein-
göngu jólalög. Á síðustu tveimur
áratugum hafa átt sér stað miklar
breytingar á vali jólasöngva. Sjón-
og hljóðmiðlarnir hafa sótt mikið
til engilsaxneskra jólalaga, sem
nú njóta mikilla vinsælda en ýms-
ir kirkjunnar menn hafa leitað í
fornan lagsjóð kaþólsku kirkjunn-
ar, svo að jólahald er í raun orðið
fjölkirkjulegt, hvað tónlist snertir,
þar sem saman slær jólasöngvum,
sem sóttir eru til ensku biskupa-
kirkjunnar, í lúterska tónlist og
fornkirkjulega gregorsöng ka-
þólsku kirkjunnar.
Tónleikar Mótettukórsins hóf-
ust á því að kórinn söng gregor-
íanskt andstef, Barn er oss fætt,
um leið og gengið var inn kirkju-
gólfið og þar eftir tók við raddsetn-
ing J.S. Bach á Ó, Jesúbarn blítt
og þá sálmurinn Mig huldi dimm
og döpur nótt eftir Eccard, sung-
inn með strengjakvartett og óbó-
einleik og aftur án undirleiks söng
kórinn mótettuna Ein Kind ist uns
geboren eftir Schiitz og Oss barn
er fætt í B(etlehem eftir Scheidt.
Óbó-kvintett flutti eitt lítið Pastor-
ale éftir Vivaldi og lauk þessum
nærri allúterska þætti með Það
aldin úr er sprungið sem er oftast
eignast Praetoríusi.
Þijú þjóðlög, jólalög frá írlandi,
Slésíu og Tékklandi á samt upp-
lestri úr Lilju Eysteins munks og
eina íslenska jólalaginu „Nóttin
var sú ágæt ein“ eftir Kaldalóns,
mynduðu eins konar milliþátt
ásamt „danspastorale“ úr tríósó-
nötu eftir Johann Gottliebe Gold-
berg, þann hinn sama og J.S.
Bach samdi fyrir það fræga verk
„Goldbergtilbrigðin“. Eftir lestur
úr Milsku, sem er miðaldahelgi-
kvæði, var þýsk jólatónlist ráðandi
með mótettuna, Also hat Gott sie
Welt geliebt, eftir Schiitz, þar
fremsta í fiokki og enduðu tónleik-
arnir á fallegri raddsetningu á
Heims um ból.
Mótettukórinn söng mjög fal-
lega og var hljómur kórsins hreinn
og hljómrænt jafnvægi raddanna
gott. Hljóðfæraleikurinn var ekki
nægilega vel mótaður, sérstaklega
vantaði pastoral-blæinn, bæði í
verk Vivaldis og í tríósónötuþátt-
inn eftir Goldberg.
Upplesturinn stóð þarna á
skakk við annað efni, því að lesa
upp er listgrein og var lestur
tveggja kórfélaga því miður án
þess skýrleika í framsetningu, er
tekur athygli hlustandans. Það
sem skiptir máli fyrir heildarsvip
tónleikanna var afburðafallegur
söngur Mótettukórsins, undir
stjórn Harðar Áskelssonar, sér-
staklega í lögunum eftir Bach,
Scheidt, Praetorius, Kaldalóns og
í báðum mótettunum eftir Schiizt,
sem voru aðalviðfangsefni tónleik-
anna.
1 Mtnát
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Grímur Thomsen orti:
Tjáið byrði lífs mér alla,
lát skal bera meir’ en það,
megi’ eg þreyttur höfði halla
hátsi björtum meyjar að.
Grímur ætlaði að halla höfði
að hálsi meyjar. Þá er Lúkas
9,58: „Refar eiga greni og fugl-
ar himins hreiður, en Manns-
sonurinn á hvergi höfði sínu að
að halla.“ [í Nýja testamenti
Odds er þetta talsvert öðru vísi
orðað, og fellur þar burt nafn-
háttarmerki sagnarinnar að
halla.]
En Sigurður G. Tómasson
vakti athygli mína á því, hversu
fáir færu nú rétt með orðalag
þessa ritningarstaðar, segðu að-
eins „að eiga hvergi höfði sínu
að halla“. Þá er þetta orðið eins
og hver önnur markleysa; sá
athvarfsskortur, sem frelsarinn
ræddi um, kemst ekki til skila.
En undantekningu hafði Sigurð-
ur nýlega heyrt, og hún var í
sjónvarpsfréttum. Þar er maður
málvís í besta lagi sem hafði
þetta rétt. Ekki kom það um-
sjónarmanni á óvart, þegar
uafnið var nefnt, því að ég hef
tekið eftir þessu og hælt mann-
inum við Ara Pál málfarsráðu-
naut. Fréttamaðurinn heitir
Kristófer Svavarsson.
Nú vefst löngum fyrir umsjón-
armanni hvort nefna skuli nöfn
í dæmum eins og þessum. Þegar
málfar er vont, sniðgeng ég
nöfn, og þyki þó í öðru sam-'
hengj nafnglaður í betra lagi. í
öldungaráðinu í Róm sögðu
menn stundum: „Nomina sunt
odiosa", og það merkir, vægt
þýtt: Nöfn eru óþægileg, óvið-
felldin. Þeir áttu við að það
væri naumast kurteisi að gagn-
rýna menn svo, að nöfn þeirra
væru sögð skýrt og skorinort.
Þeir hafa líklega kunnað að taia
undir rós (sub rosa), vanir rósa-
hringnum yfir matborðinu heima
hjá sér.
Ég nefni heldur ekki Bylgju-
manninn sem hélt því fram að
orðskræpið „ókei“ væri íslenska.
Ég ætla ekki að fjölyrða um það
nú, gerði það fyrir skemmstu,
hvernig þetta auma orð æðir um
heimsbyggðina og hefur ýmiss
konar merkingu, allt eftir því
hvernig menn æla því út úr sér.
Átakanlegt dæmi um orðfátækt,
en kannski hentugt fyrir bók-
lausa menn.
Ég sagði við Sigurð G. Tómas-
son að kannski héldi blessaður
maðurinn í alvöru að þetta væri
íslenska, rímaði til dæmis við
úthey, því að mér datt í hug
grein Vilmundar landlæknis
Vörn fyrir veiru. Þar kom fram
að manni nokkrum þótti „vírus“
boðleg íslenska, enda rímaði það
við prímus. Orðrétt:
„Nafnið veira hefur líka verið
notað á þennan lífveruflokk í
íslenzku máli, en það virðist
ekkert hafa fram yfir orðið vírus
nema tilgerðina. Orðið vírus fer
vel í málinu og beygist eins og
prímus.“
Yond rök, þótti Vilmundi.
Ég ætla svo að taka kafla úr
þessari frægu ritgerð, það eru
víst mörg ár síðan ég vitnaði til
hennar síðast:
„Fyrir rúmum hundrað árum,
svo að ekki sé litið lengra aftur
í tímann, baslaði Jónas Hall-
grímsson náttúrufræðingur og
skáld við að þýða stjörnufræði
á íslenzku. Hann felldi sig ein-
hvern veginn ekki rétt vel við,
að æter héti á íslenzku blátt
áfram eter, og nefndi ljósvaka,
sem virðist ekkert hafa fram
yfir orðið eter nema tilgerðina.
Orðið eter fer vel í málinu og
beygist eins og barómeter.
Æðilöngu síðar hugkvæmdist
Sigurði L. Jónassyni stjórnar-
ráðsritara að nefna terrítoríum
725. þáttur
landhelgi, sem virðist ekkert
hafa fram yfir orðið terrítoríum
nema tilgerðina. Orðið terrítor-
íum fer vel í málinu og beygist
eins og sammensúrríum...
Um og eftir síðustu aldamót
seldu allir skókaupmenn hér á
landi og auglýstu ákaft galoss-
íur. Þorsteinn Erlingsson skáld
fann upp á því, einhvern tíma
þegar honum gekk illa að kom-
ast í galossíurnar, að kalla þenn-
an nýja fótabúnað skóhlífar, sem
virðist ekkert hafa fram yfir
orðið galossíur nema tilgerðina.
Orðið galossía fer vel í málinu
og beygist eins og drossía ...“
★
Umsjónarmanni þykir við
hæfi að Helgi Hálfdanarson eigi
síðustu orðin í þessum lokaþætti
ársins. í kærkomnu bréfi frá
honum eru merkilegar skýringar
á fornum nafnlið:
„I þætti þínum í Morgunblað-
inu 11. þ.m. getur þú um nafnið
Steinvör og segir réttilega:
„Nokkur óvissa er um ævagamla
merkingu nafnliðarins Stein-.“
Mig langar til að spyija þig:
Er þetta ekki eitt þeirra manna-
nafna, sem eru sprottin upp úr
kenningum í fornu skáldskapar-
máli? Kona var nefnd gyðjuheiti
og kennd til skarts. Steinn hafði
m.a. merkinguna gimsteinn eða
annar skrautsteinn sem kven-
skart (sbr.„bjartr steinn á band
dreginn“ eða „á brjósti breiðir
steinar"), og Vör var ásynja.
Fyrir kemur steina Njörun sem
konukenning.
Þá væri nafnið Sveinvör af
sama tagi og Hallgerður og
Steingerður. Reyndar var forð-
um til nafnið Hallvör. Er þetta
kannski misskilningur?
Hafðu ætíð beztu þökk fyrir
þættina þina, Gísli.“
★
Umsjónarmaður óskar ykkur
gleðilegs árs og þakkar liðið.