Morgunblaðið - 25.02.1994, Page 4

Morgunblaðið - 25.02.1994, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 |fc I Hæstiréttur fellir dóm yfir Verslunarmannafélagi Suðurnesja Gert að greiða bætur vegna verkfaJlsvörslu HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Verslunarmannafélag Suður- nesja til að greiða manni sem komst ekki úr landi vegna verkfallsvörslu í Leifsstöð í apríl 1988, 65.314 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar. í héraðsdómi hafði verka- lýðsfélagið verið sýknað af kröfum mannsins. Maðurinn hafði pantað með hálfsárs fyrirvara flugfarseðla hjá Flugleiðum en hann var á leið á þing tannréttingasérfræðinga í New Orleans í Bandaríkjunum. Á brottfarardaginn voru félagar í Verslunarmannafélagi Suður- nesja í verkfalli og við verkfalls- vörslu ásamt fleirum í flugstöðini. Verkfallsverðir meinuðu mannin- um, eins og öðrum sem ekki höfðu fengið undanþágu félagsins, að komast að afgreiðsluborði í flug- stöðinni þar sem Sigurður Helga- son forstjóri félagsins var við störf til að afgreiða farþega sem ætluðu með flugvélinni. Maðurinn komst síðar úr landi með flugvél til Amsterdam og þaðan vestur um haf og stefndi verkalýðsfélaginu og krafðist bóta vegna þess aukakostnaðar sem aðgerðir þess hefðu valdið honum. I héraðsdómi var verkalýðsfé- lagið sýknað af kröfum mannsins en í dómi Hæstaréttar segir að það hafí ekki brotið í bága við ákvæði laga að forstjóri Flugleiða innti af hendi afgreiðslustörf í stað undirmanna sinna í verkfalli þeirra og ekki hafi verið sýnt fram á að atbeina félagsmanna Verslunar- mannafélags Suðumesja hefði þurft til að hann kæmist um borð í flugvélina ásamt konu sinni og barni og fengi þar nauðsynlega fyrirgreiðslu. Aðgerðir verkfall- svarða hafi ekki verið þáttur í því að koma í veg fyrir verkfallsbrot og ljóst sé að þeir hefðu hindrað brottför mannsins með valdi hefði hann látið á það reyna. Því var verkalýðsfélagið dæmt til að greiða manninuin mismun þess kostnaðar sem förin með Flugleiðum hefði kostað og þess sem för á áfangastað eftir króka- leiðum kostaði, 65.314 krónur með dráttarvöxtum frá apríl 1988 auk málskostnaðar fýrir Hæstarétti og héraðsdómi. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 25. FEBRÚAR YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1040 mb hæð en um 1500 suður af íslandi er 965 mb djúp og mjög víðáttumikil lægð sem þokast austur. SPÁ: Austan gola eða hæg breytileg átt og víðast lóttskýjað en víða talsvert frost. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Suðurdjúpi og Suðvestur- djúpi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG, SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Búast má við austan og norðaustlægri átt á landinu, víðast fremur hæg- ari. Smá él á stöku stað við suðaustur- og austurströndina, ann- ars þurrt og víðast bjart veður. Frost á bilinu 0 til 8 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. O Heiðskírt & Léttskýjað & Hálfskýjað A Skýjað Alskýjaö r r r r r r r r Rigning * / * * / r * r Siydda * * * * * * * * Snjókoma V V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrir, heil fjöður er 2 vindstig 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Á Norðurlandi er snjókoma á leiðinni á milli Fljóta og Siglufjaröar og á heiðum norðan- og austanlands er snjór á vegum en þó allt fært. Að öðru leyti er færð góð á landinu þó víða sé nokkur hálka. Upplýsingar um færðtéru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 6315. ' og í grænni línu 99-63 Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 ígær UM HEIM að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hitl +4 +4 veður skýjað heiðskírt Bergen +7 heíðskfrt Helsinki +7 snjókoma Kaupmannahöfn +3 alskýjað Narssarssuaq 4 hálfskýjað Nuuk 0 léttskýjað Osló +15 hálfskýjað Stokkhólmur +8 kornsnjór Þórshöfn 0 léttskýjað Algarve 11 þokumóða Amsterdam +2 snjókoma Barcelona 13 skýjað Berlín +10 lágþokublettir Chicago +8 snjókoma Feneyjar 5 rigning Frankfurt 3 lágþokublettir Glasgow 0 snjókoma Hamborg +« þokumóða London 4 súld Los Angeles 13 léttskýjað Lúxemborg 3 rigningogsúld Madríd a hálfskýjað Malaga 12 léttskýjað Mallorca 10 skýjað Montreal +9 snjókoma NewYork 0 frostúði Orlando 21 alskýjað París 7 skúráslð.klst. Madelra 12 1 1 Róm 13 skýjað Vín 0 þoka Weshington 3 súld Winnipeg +19 hálfskýjað Móðir ósátt við móttökur Læknavaktar Sagt að fara með bamið út á svalir MÓÐIR sem hafði samband við Læknavaktina í fyrrakvöld og óskaði eftir lækni fyrir tveggja ára gamlan son sinn sem hafði veikst skömmu áður, fékk þau svör frá stúlku sem svaraði að hún ætti að fara með hann út á svalir til að hann fengi frískt loft. „Hann hefur verið með barkakvef og bólgur og var orðinn mjög slæmur í fyrrakvöld, mikið sog i önduninni, máttlaus og kominn með tæplega 39 gráðu hita. Eg hringdi á Læknavaktina og bað strax um lækni og þá spurði sú sem svaraði hvað væri að drengnum, ég lýsti því vandlega og bað um lækni. Eg fékk þá þau tilmæli að fara með barnið út á svalir, það væri langbest að láta hann anda að sér frísku lofti. Ég sagði að ég færi ekki með barnið út í kuldann með svona mikinn hita og þá sagði hún mér bara að dúða hann vel og fara síðan með hann út,“ segir Sigrún Birgisdóttir, móðir drengsins. Magnús R. Jónasson, vakt- síjóri Læknavaktarinnar, segir að ekki eigi að neita neinum um viljun á vaktinni og hafi það verið gert séu það mistök. „Henni virtist ekki finnast nein þörf á lækni þótt ég segði að það væri slæmt sog í öndun- inni og hann væri mjög slappur. Mér leist ekkert á þessi svör og ítrekaði ósk mína um að fá lækni. Hún sagðist helst ekki vilja senda mér lækni en sagði loks að ég gæti fengið tíma hjá þeim. Ég fékk þá samband við aðra stúlku sem gaf mér tíma, tæpum klukkutíma síðar, og ég. fór með strákinn niður eftir. Hann var hlustaður og lækninum leist þannig á ástandið að hann sendi okkur beint á bráðavaktina á Landspítalanum. Þar fékk barnið lyfjameðferð og við vorum þar yfir nóttina, en á stofugangi í gær var ákveðið að við fengjum að fara heim en hafa ætti sam- band strax ef veikindin ágerð- ust, því ekki væri búið að út- skrifa barnið,“ segir Sigrún. Alvarlegt mál um fleiri skrautleg dæmi þannig að það er alveg tími til kominn að þetta komi fram. Mér finnst þetta afskaplega alvarlegt, sér- staklega þar sem ég lýsti ástandi bamsins í smáatriðum þannig að enginn vafí lék á að það væri slæmt. Annaðhvort á að senda manni lækni strax í tilvikum sem þessum eða vísa manni beint á bráðamóttökuna, en ekki að fá svör á þá leið að fara með veikt bamið út. Mér finnst þetta út í hött,“ segir Sigrún. Hlustum á gagnrýni Hún kveðst vart hafa trúað móttökum Læknavaktar, og ekki komið við mótbámm í fyrstu. „Ég varð alveg ofsalega hissa og ætl- aði ekki að trúa mínum eigin eymm, sérstaklega eftir þá um- íjöllun sem hefur verið í Qölmiðl- um um Læknavaktina. Eg véit Magnús segir að í viðtölum milli sjúklings og hjúkmnarfræð- ings komi oft fyrir að fólki sé bent á að koma niður á vakt og þannig sé oft hægt að sinna hin- um veika fyrr en ef beðið er eft- ir vitjun. Hann segir að vaktin sinni um 22 þúsund samskiptum í ári ef frá em talin símtöl. „í svona starfsemi fer ekki hjá því að það komi upp mistök,“ segir hann. „Starfsemi eins og Læknavaktin verður að vera opin fyrir því að hlusta á gagnrýni á starfíð eins og hér kemur fram og það á vissulega við í þessu tilfelli sem endranær." Björgvin Sigurðsson hæsta,- réttarlögmaður látinn BJÖRGVIN Sigurðsson hæsta- réttarlögmaður er látinn í Reykja- vík á 75. aldursári. Björgvin var framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands frá 1951 til ársloka 1972. Björgvin fæddist á Veðramóti í Skagafirði 6. ágúst 1919. Foreldrar hans vom Sigurður Árni Björnsson, bóndi, hreppstjóri og oddviti á Veðramóti, og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir húsfreyja. Björgvin lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940 og lögfræðinámi frá Háskóla ís- lands 1946. Hann var sendiráðsrit- ari við sendiráðið 5 Lundúnum 1946-47 og stundaði lögfræðistörf í Reykjavík frá 1947. Jafnframt því var hann fulltrúi hjá Vinnuveitenda- sambandi íslands frá sama tíma og framkvæmdastjóri þess frá 1951-72. Hann rak málflutnings- skrifstofu í Reykjavík frá 1973-84 og var framkvæmdastjóri vinnu- málanefndar ríkisins sömu ár. Björgvin var formaður Heimdall- ar 1946-47, kjörinn í landskjör- stjóm 1956, sat í kauplagsnefnd 1951-73 og í verðlagsnefnd frá 1960-72. Hann var í stjórn At- vinnuleysistryggingasjóðs frá stofnun, 1956, til 1972, í fastanefnd norrænu vinnuveitendasamtakanna 1953-72, í samvinnunefnd VSÍ og ASÍ frá 1955 til 1961, í stjórnskip- aðri nefnd til að endurskoða slysa- tryggingakafla almannatrygginga- laga 1959, í stjórnskipaðri nefnd er samdi frumvarp til laga um at- vinnuleysistryggingar 1955, í húsa- leigunefnd Reykjavíkur frá 1950 þar til hún var lögð niður, í atvinnu- Björgvin Sigurðsson. | W I i í i 1 i I \ i málanefnd ríkisins meðan hún starfaði 1950-54, í nefnd til að rannsaka hugsanleg tengsl við Efnahagsbandalagið á sviði félags- og efnahagsmála 1961. Björgvin var skipaður í yfirkjörstjóm við borgarstjómarkosningarnar > Reykjavík 1974 og kosinn oddviti hennar. Hann var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1967. Björgvin kvæntist Steinunni Vil- hjálmsdóttur húsfreyju 6. júlí 1946.. Hún lést 1974. Þau áttu tvö börn, Sigurð, tannlækni í Reykjavík, og Elínu Bergljótu, meinatækni í Reykjavík. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.