Morgunblaðið - 25.02.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
5
Björgunarnetið prófað
BJÖRGUNARNET Kristjáns^ftlagnússonar hefur verið í prófun hjá
Björgunarskóla Slysavarnafélags Islands um nokkurt skeið og þykir
gefa,góða raun sökum einfaldleika í bæði hönnun og notkun. Sjómað-
ur sem fellur útbyrðis er bókstaflega háfaður um borð.
Björgunarskóli Slysavarnafélagsins
Nýtt björgun-
arnet gefst vel
SÍÐUSTU sex mánuði hefur nýtt björgunarnet verið prófað hjá Björg-
unarskóla Slysavarnafélags íslands og hefur gefist afar vel að sögn
Halldórs Almarssonar, yfirleiðbeinanda skólans. Netið, sem skólinn
hefur haft til prófunar í tilraunaskyni, er hannað af Kristjáni Magnús-
syni og búið að vera í þróun um fimm ára skeið. „Einfaldleiki netsins
er töluvert meiri en t.d. Markúsarnetsins sem er skyldubúnaður um
borð í íslenskum skipum. Það er létt og meðfærilegt og ef ekkert óvænt
hendir þarf sjómaður ekki að gera annað en að skríða inn í það til að
fá björgun," segir Halldór. Hann kveðst telja að netið gæti hentað í
öllum veðrum og myndi Björgunarskólinn veita meðmæli sín ef fram-
leiðsla hæfist á því.
„Fengist netið viðurkennt yrði tví-
mælalaust um meira val að ræða
fyrir íslenska sjómenn og útgerðar-
menn, og e.t.v. myndu net Kristjáns
og Markúsarnetið bæta hvort annað
upp, eða auka samkeppni á markað-
inum,“ segir Halldór.
Einfaldleiki í fyrirrúmi
Netið er grófriðið úr nælonlínum.
Það er U-laga og er flotteinn ofan á
netinu sem hangir eins og poki í
bugtinni, er það tengt með tveimur
taugum við skip ásamt kastlínu úr
bugtinni. Eiga menn hvorki að geta
skaðað sig á netinu né fest sig í
því. Hugmyndin byggist í stórum
dráttum á þeim eiginleika að háfa
menn upp, og er hannað sem n.k.
háfur eða smækkuð gerð af herpi-
nót. Maður sem fellur útbyrðis skríð-
ur inn í netið og hvílir þar í eins
konar fósturstellingu þangað til hann
er hífður um borð.
í samtali við Morgunblaðið kvaðst
Kristján hafa fengið hugmynd að
netinu eða háfinum stuttu eftir að
notkun Markúsarnetsins varð al-
menn og hann hleraði gagnrýni á
meðal annars notkunarmöguleika
þess í illviðri, þar sem það væri of
flókið. „Ég vildi búa eitthvað auðskil-
ið til sem gagnast gæti í öllum veð-
rum, þannig að björgun gengi í öllum
veðrum og brotsjó með eins miklum
hraða og kostur er,“ segir Kristján.
Magnús hefur sótt um einkaleyfi á
hugmynd sinni, en skráð eru einka-
leyfi á þremur sambærilegum netum
í heiminum, og er Markúsarnetið þar
á meðal. Kristján hefur jafnframt
sótt um stuðning fyrir hönnun sinni
hjá Iðntæknistofnun og Rannsóknar-
ráði.
íslenskt hráefni
Kristján segir að hráefni til fram-
leiðslu netsins sé allt íslenskt og
miðað við hráefniskostnað og tíma-
fjölda við gerð þess, gæti það hugs-
anlega kostað um 20 þúsund krónur
ásamt kassa úr ryðfríu stáli, ef veru-
leg framleiðsla yrði að veruleika. Net
það sem nú er í prófun hjá Björgunar-
skóla SVFÍ er endanleg gerð hönnun-
ar, en nokkrar útgáfur hafa verið
gerðar áður.
Ljósleiðarakerf-
ið mikið notað
GUÐMUNDUR Björnsson aðstoðar póst- og símamálastjóri segir að
fyrirhugaðar séu aðgerðir til að auka flutningsgetu Ijósleiðarakerfis-
ins vegna mikillar notkunar. Hann segir fullyrðingar um lélega nýt-
ingu kerfisins ekki á rökum reistar.
Verðlagning á flutningi með ljós-
leiðarakerfi Pósts og síma hefur
sætt nokkurri gagnrýni af hálfu tals-
manna Ríkisútvarpsins. Guðmundur
Björnsson telur að dreifikostnaður
sjónvarpsefnis um ljósleiðarann sé
ekki ósanngjarn og bendir í því sam-
bandi á að Stöð 2 hafi samið um
flutning á öllu því efni stöðvarinnar
sem hægt er að dreifa út um landið.
„Ég veit ekki betur en að þeir séu
ágætlega ánægðir bæði með þjón-
ustuna og verðin sem eru í boði. Mér
finnst ekki rétt af Ríkisútvarpinu að
ætlast til þess að við seljum því þjón-
ustu okkar á lægra verði en öðrum.“
Skyndisambönd kostnaðarsöm
Svonefnd skyndisambönd, það eru
skammtímatengingar sem falla utan
langtímasamninga, þykja mjög
kostnaðarsöm. Guðmundur segir
skýringuna þá að í flestum tilvikum
verði að senda tæknimenn með
tækjabúnað á útsendingarstaðina og
það sé dýrt. Endabúnaður til teng-
inga sjónvarpssendinga við ljósleið-
arakerfið er mjög sérhæfður og ekki
í. símstöðvum. Guðmundur segir að
viðskiptavinir geti leitað tilboða í til-
tekið magn skammtímatenginga til
dæmis á ársgrundvelli og fengið
þannig veruiega lækkun frá gjald-
skrá.
Gjaldskrá ljósleiðarakerfisins er
miðuð við stofnkostnað og kom fram
á Alþingi haustið 1992 að kerfið
kostaði þá 2,5 milljarða. Mannvirkja-
sjóður Atlantshafsbandalagsins
greiddi rúmlega helming þess kostn-
aðar og var það framlag að hluta til
fyrirframgreidd leiga. Guðmundur
segir að framlag Mannvirkjasjóðsins
standi undir notkun Ratsjárstofnun-
ar af kerfinu en sé ekki til að niður-
greiða notkun innlendra sjónvarps-
stöðvá.
Veriö
velkomin
ingvar
Heigason hf.
Sævarhöföa 2
sími 91-674000
~ Landbúnadarsýning ~
aö Sœvarhöföa 2
opin frá kl. 9-18 1.-3. mars
•
Kynntar verða allar helstu nýjungar í
— Búvélatcekni —
— Erlendir fulltrúar~
koma í tilefni sýningarinnar frá öllum
framleiöendum
•
Matvælakynning frá
/v. Goöa ~
1. mars frá kl. 13-15 verður
gómsæt kynning í
~ Osta og smjörsölunni ~
Bitruhálsi 2
1.2.4.5. mars
~ Norölenskir hestadagar ~
í Reiðhöllinni kl. 21.00 nema 2. mars kl. 22.00.
Aðgangseyrir : fullorðnir 1000 kr. börn 500 kr.
„Saga hests og manns",
eftir Vigfús Björnsson. Þar sem íslenski hesturinn
er tengdur atburðum úr íslandssögunni.
Glæsilegir norðlenskir gæðingar
og kynbótahross
2. mars um kvöldið
~ Sérstakt hlaöborö í Perlunni ~
Matreiðslumenn verða á sal og skera kjatið fýrir gesti
aðeins kr. 2.750.-
•
1.- 3.mars frá kl. 16-18
~ Snyrtivöru-hárgreiöslu- ~
og tískusýning
í Perlunni
•
Kynning 3. mars frá kl. 9-12 í
~ Mjólkursamsölunni ~
Bitruhálsi 1
•
— Árshátíö Bœnda —
3. mars á Hótel íslandi