Morgunblaðið - 12.04.1994, Page 1

Morgunblaðið - 12.04.1994, Page 1
64 SIÐUR B 81.tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Zhírínovskíj veldur usia í Frakklandi Æpti og hrækti á mótmælendur Strassbourg. Reuter. RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladimír Zhírínovskíj hrækti á fólk sem mótmælti gyðingahatri í Strassbourg í gær, henti í það mold og gijóti og hótaði því með „kjarnorkuskamm- byssu“ sinni. Björn Bjarnason alþingismaður, sem situr þing Evrópuráðsins í Strassbourg, hlýddi á Zhírínovskíj í ræðu- stól á þinginu í gær og sagði hann, að ótrúlegt hefði verið að hlusta á Zhírínovskíj tala, enda hrópuðu menn í þingsaln- um: „Látið manninn hætta, hann er genginn af göflunum." Um 100 gyðingar úr röðum námsmanna söfnuðust saman fyr- ir framan rússnesku ræðismanns- skrifstofuna í Strassbourg, þar sem þing Evrópuráðsins er haldið. Gerði fólkið hróp að Zhírínovskíj og kallaði hann nýnasista en hann svaraði fyrir sig með því að æpa „ég lem ykkur í spað“ á frönsku. Hann hrækti framan í mótmæl- endur og henti mold og gijóti úr garði ræðismannsskrifstofunnar á fólkið. „Ég drep ykkur með kjarn- orkubyssunni minni,“ æpti hann svo. Frakkar settu Zhírínovskíj það skilyrði, að honum yrði vísað úr landi ef hann setti fram stórorðar yfirlýsingar. Þá hefur honum ver- ið meinað að yfirgefa Strassbo- urg. Hatursávarp Á Evrópusambandsþinginu hrópaði hann hótanir um að NATO-ríkin ættu að vara sig á að varpa sprengjum á Bosníu, því Rússar ættu miklu öflugri sprengjur, sem hægt væri að varpa á borgir Evrópu. Björn sagði, að ræðu Zhírínovskíjs væri ekki hægt að lýsa nema sem hat- ursávarpi yfir Evrópubúum og Evrópuráðinu. „Hann sakaði Evr- ópu um að hafa leitt kommúnism- ann yfir Rússa og nær stuðlað að útrýmingu þeirra og vísaði þá væntanlega til þess að Karl Marx var Evrópubúi," sagði Björn. „Þingfulltrúar sátu sem lamaðir og það var greinilegt, að þeir töldu sig vera að hlusta á mann sem genginn var af göflunum. Ég veit ekki hvort Zhírínovskíj meinar það sem hann segir eða hvort hann segir þetta til að fá athygli, en þetta er eins og að hlusta á sturl- aðan mann.“ Reuter Kastar grasi í mótmælendur ZHÍRÍNOVSKÍJ reiddist gyðingum, sem mótmæltu við rússnesku ræðismannsskrifstofuna, svo nijög að hann grýtti grasi, steinum og mold í þá. Kosningar í Ukraínu Kommún- istar hljóta mest fylgi Kiev. Reuter. KOMMÚNISTAR og bandamenn þeirra hlutu mest fylgi í fyrstu þingkosningunum í Úkraínu eftir að landið hlaut sjálfstæði, sam- kvæmt bráðabirgðatölum. Ljóst þykir að mikil átök verði á þing- inu, þar sem þjóðernissinnar sóp- uðu til sín fylgi í vesturhluta Úkraínu. Kommúnistar, sósíalistar og Bændaflokkurinn hlutu um 110 þingsæti af 450 í tveimur umferðum kosninganna. Hófsamir þjóðernis- sinnar hlutu um 60 þingsæti, flest í vestur- og miðhluta landsins. Öfga- fullir þjóðernissinnar fengu fimm menn kjörna á þing. Fjöldi óflokks- bundinna frambjóðenda náði kjöri, m.a. Leoníd Kuchma, fyrrum forsæt- isráðherra landsins. Helstu ágreiningsmál kommún- ista og þjóðernissinna eru talin verða aðild að Samveldi sjálfstæðra ríkja, ný stjórnarskrá og tímasetning for- setakosninga. Þrátt fyrir að kosningaþátttaka hafi verið rúmlega 66% er talið að kosningarnar geti verið ógildar í 113 kjördæmum vegna hinna flóknu kosningareglna. Um 330 þingmenn munu taka sæti á þinginu að sögn kjörnefndarmanna, en sá fjöldi næg- ir til þinghalds og til ákvarðanatöku í stærri málum. Air France Meirihluti fylgjandi aðhalds- aðgerðum París. Reuter. RÚM 80% starfsmanna Air France-flugfélagsins greiddu atkvæði með aðhaldsaðgerðum stjórnar félagsins en þær fela m. a. í sér uppsagnir og fryst- ingu launa. Úrslit atkvæða- greiðslunnar eru talin mikill sigur fyrir Christian Blanc, stjórnarformann Air France, sem tók við starfinu í október. Af 40.000 starfsmönnum greiddu 83,5% atkvæði og voru 81.3% fylgjandi aðhaldsaðgerð- unum en 16,5% á móti. Atkvæða- greiðslan greiðir fyrir 20 millj- arða franka (250 milljarða ísl. kr.) aðstoð frá franska ríkinu en talið er að taprekstur fyrirtækis- ins á síðasta ári hafi numið um 93 rnilljörðum króna. Verkalýðsforingjar sögðu ástæðu þess að starfsfólk hefði tekið tillögum Blancs mun betur en niðurskurðartillögum Bern- ards Attalis, fyrrverandi stjórn- arformanns, vera þá að þær kæmu ekki eins hart niður á starfsfólki og tillögur Attalis. Hann hrökklaðist frá störfum eft- ir verkfall starfsfólks í október sl. sem beint var gegn aðhaldsað- gerðum í rekstrinum. Bandaríkin hóta Bosníu-Serbum frekari árásum láti þeir ekki segjast Skothríð á Gorazde hætt eftir tvær loftárásir SÞ Moskvu, Washington, Sar^jevo, Belgrad. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti varði í gær loftárásir bandarískra flugvéla í gær og á sunnudag á Bosníu-Serba við músl- imaborgina Gorazde í Bosníu, sagði þær fullkomlega löglegar og gerðar að ósk fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Um hálfri annarri klukkustund eftir síðari loftárás bandarisku flugvélanna stöðv- uðu Serbar að mestu aðgerðir sínar gegn borginni og var tiltölulega kyrrt þar seint í gærkvöldi. Rússar gagnrýna loftárás- irnar, einkum skort á samráði um þær, og Bosníu-Serbar segja að SÞ hafi nú tekið afstöðu með múslimum í stríðinu. „Þetta eru tímamót og við vitum ekki hvort við getum með nokkru móti átt frekara sam- starf við friðargæslulið SÞ þegar það tekur afstöðu með öðrum aðilanum í þessu borgara- stríði," sagði Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, í gær eftir fund með Vítalíj Tsjúrkín, aðstoðarutanríkisráðherra Rúss- lands. Serbar svöruðu í gær aðgerðum SÞ með því að slíta um hríð öllum samskiptum við fulltrúa samtakanna og hindra umferð til og frá Sarajevo. Þrátt fyrir þessi viðbrögð hyggjast Serbar hefja viðræður við fulltrúa SÞ, Bandaríkjanna og Rússlands í dag, þriðju- dag. Um 65.000 manns búa á Gorazde-svæðinu. • • Orving-luð flóttakona KONA í hópi flóttamanna frá Goradze hníg- ur örvingluð niður er fólkið mótmælir við stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo. Kröfðust flóttamennirnir hertra aðgerða SÞ gegn Bosníu-Serbum. Önnur árás bandarískra flugvéla Atlantshafs- bandalagsins, NATO, á stöðvar Serba á einum sólarhring var gerð í gær og mun hafa tekist að granda þrem skriðdrekum sem skotið höfðu á miðborg Gorazde. Vélar NATO héldu áfram að fljúga yfir borgina og nálæg svæði síðdegis í gær. Clinton forseti hótaði Serbum fleiri árásum ef þeir drægju ekki iið sitt á brott frá Gorazde. „Ég tel að við þurfum að sýna festu. Við höf- um áður séð að þegar við höfum sýnt festu í stuðningi við aðgerðir SÞ hefur það ýtt undir frekari samningaviðræður. Það er það sem við erum að gera, reyna að ýta undir viðræður.“ Clinton hringdi í Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta rétt eftir fyrri árásina á sunnudag og tjáði Jeltsín honum þá að Rússar vildu auka- fund um málið í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Ekkert bendir þó til þess að Rússar hyggist beita neitunaivaldi gegn frekari árás- um á Serba og í yfirlýsingu utanríkisráðuneyt- isins í Moskvu var hvatt til skyndiaðgerða til að aflétta umsátri Serba við Gorazde og af- vopnunar á svæðinu. I viðtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Ostankíno í gær gagnrýndi Vítalíj Tsjúrkín Serba, sagði þá ekki hafa skýrt Rússum rétt frá atburðum undanfarna daga við Gorazde. Sjá: „Bosníu-Serbar...“ á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.