Morgunblaðið - 12.04.1994, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994
Danskeppni
Islenskt par
vann grill-
verðlaun
ELÍSABET Sif Haraldsdóttir
og Sigursteinn Stefánsson unnu
til gullverðlauna fyrir cha cha
cha og rúmbu í flokki 12 til 13
ára dansara í stórri danskeppni
i Blackpool á Englandi síðast-
liðinn laugardag. Danskeppni
þessi þykir mjög erfið og hefur
hún verið kölluð óopinber
heimsmeistarakeppni í dansi
barna og unglinga.
Fleiri íslensk pör náðu einnig
góðum árangri, meðal annars
komst annað íslenskt par í undan-
úrslit ásamt Elísabetu og Sigur-
steini. Dansararnir komu til lands-
ins í gær þreyttir en engu að síð-
ur ánægðir og hressir eftir
skemmtilega og árangursríka
ferð, þar sem gull var sótt í greip-
ar Engilsaxa líkt og forfeður okk-
ar gerðu forðum.
Morgunblaðið/Kara Arngrímsdóttir
Gullvæg spor
ELÍSABET Sif Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson voru sig-
ursæl í Blackpool og hlutu gull í cha cha cha og rúmbu.
VEÐUR
I DAGkl. 12.00
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gœr)
VEÐURHORFUR í DAG, 12. APRÍL
YFIRLIT: Skammt vestur af Snaafellsnesi er 984 mb lægð, sem hreyfist norðaust-
ur. Önnur lægð, álfka djúp, skammt noröur af Vestfjörðum er einnig á norðaustur-
leið. Við Nýfundnaland er heldur vaxandi 995 mb lægð, sem hreyfist norðnorðaustur.
SPÁ: Suðvestantil á landinu verður norðvestanstinningskaldi fram eftir morgni en
hæg breytileg átt síödegis og léttskýjað. Norðantil á landinu verður norðvestan-
stinnlngskaldi eða allhvasst og él. Suðaustanlands verður vestanstlnningskaldi og
léttskýjað. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með slyddu en síðar-
rigningu um vestanvert iandið en í fyrstu haeg suövestlaeg átt og léttskýjað um
austanvert landiö en þykknar upp síðdegis með vaxandi suöaustanátt. Hlýnandi
veður. «
HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestan- og vestanstrekkíngur og slydduél um vestan-
vert landið en þurrt og víða lóttskýjað austanlands. Kólnandi veður.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestan- og suðvestanstinningskaldi með allhvössum óljurrv
um vestanvert iandið, en þurrt og víoast léttskýjað austaniands. Fremur svalt íveðri.
Heiðskírt
r r r
f f
r f f
Rigning
A £> »
Léttskýjað Hálfskýjaö Skýjað Alskýjað
* / * * * *
* f * *
r * r * * *
Slydda Snjókoma
V $ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörín sýnir vindsfefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
7
FÆRÐA VEGUM: <ki 17 30,9*0
Á Vestfjöröum er Breiðadalsheiði orðin fær en Botnsheiði er ófær. Annars er færð
yfirleitt góð á landinu.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni
Ifnu, 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 4 skýjað
Reykjavík 2 slydduél
Bergen 10 hálfskýjaö
Helsinkl 12 léttskýjað
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Narssarssuaq 0 8kýjað
Nuuk +S snjókoma
Ósló 10 léttakýjað
Stokkhólmur 12 léttskýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Algarve 20 léttskýjað
Amsterdam 12 heiðskírt
Bsrcelona vantar
Berlín 10 alskýjað
Chlcago 6 alskýjað
Feneyjar 9 skýjað
Frankfurt 7 skýjað
Glasgow 9 skýjað
Hamborg 8 skýjað
London 11 téttskýjað
Los Angeles 13 heiðskirt
Lúxemborg 7 skýjað
Madrid vantar
Malaga vantar
Mallorca vantar
Montreal vantar
New York 8 léttskýjað
Orlando 19 þokumóða
Parls 12 skýjað
Madeira 16 aúld
Róm 14 alskýjað
Vín 6 alskýjaö
Washington 10 alskýjað
Winnipeg vantar
Slasaðist á fæti í dans-
keppniimi í Blackpool
SESSELJU Sigurðardóttur, dömu Brynjars Arnar Þorleifssonar, var
hrint í 1. umferð danskeppni barna og unglinga í Blackpool með
þeim afleiðingum liðbönd slitnuðu á ökkla. Þau Sesselja og Brynjar
Órn féllu þar með úr keppni en þau voru komin í undanúrslit í tangó
og quickstep í 12-13 ára flokki. Sesselja og Brynjar Örn hafa undan-
farin ár verið sigursæl í Blaekpool, unnu meðal annars gullverðlaun
fyrir jive-dans þegar þau kepptu í 11 ára flokki og fengu silfurverð-
laun í latin-dönsum.
Sesselja kom til landsins í gær
ásamt félögum sínum. Hún var að
vonum leið yfir þessu óhappi. „Okkur
hafði gengið mjög vel fram að
þessu,“ sagði Sesselja. „Við vorum
að keppa í ballroom dönsum þegar
kom par á fleygiferð og klessti á
okkur. Ég lenti mjög illa á fætinum
og hélt að ég hefði bara misstigið
mig. Ökklinn var kældur niður og
ég hélt áfram keppni. Um kvöldið
fór ég á sjúkrahús og þá kom í ljós
að liðbönd voru slitin. Ég verð að
fara mér hægt næstu vikurnar og
get ekki aftur byrjað að æfa dans
fyrr en eftir mánuð.“
Dómsmál vegna sölunnar á SR-mjöli hf.
Héraðsdómur
hafnar frávísun
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu sem ríkis-
lögmaður og lögmenn þeirra 178 aðila sem keyptu SR-mjöl af ríkinu
um áramótin gerðu í máli því sem Haraldur Haraldsson höfðaði gegn
þeim og ríkinu til að fá ógiltan samning þann sem gerður var um
sölu fyrirtækisins 29. desember sl.
Haraldur gerði staðgreiðslutilboð
í hlutabréf SR-mjöls og heldur því
fram í málinu að við meðferð tilboðs-
ins og framkvæmd sölunnar hafi af
hálfu ríkisvaldsins ekki verið gætt
réttra og lögmætra aðferða sem leiði
til þess að samningurinn sé ógildan-
legur.
í úrskurði Héraðsdóms um frávís-
unarkröfuna segir m.a. að Haraldur
hafi verið tilboðsgjafi við söluna og
þyki hann því eiga lögvarða hags-
muni af að fá úr því skorið fyrir
dómstólum hvort ríkisvaldið hafi við
söluna gætt lögmætra aðferða og
hvort honum sjálfum hafí verið mis-
munað.
Eftir uppkvaðningu úrskurðarins
var ákveðið að aðalmeðferð málsins
heíjist 25. apríl næstkomandi.
íslendingum boðin atvinna í útlöndum
Vinnumiðlunin er
óskráð í Englandi
SAMKVÆMT upplýsingum breska sendiráðsins er vinnumiðlunar-
skrifstofan Global Employment Agency ekki skráð í Englandi og
því ekki lögleg samkvæmt þarlendum lögum. Ekki hefur tekist að
hafa uppi á símanúmeri skrifstofunnar, en talið er að eigendur henn-
ar séu tveir Danir og hefur ekki heldur tekist að finna heimilisfang
þeirra né símanúmer.
Athugasemd
frá Viimumála-
skrifstofu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
„Að gefnu tilefni vill Vinnumála-
skrifstofa félagsmálaráðuneytisins
benda á að öU milliganga um ráðn-
ingar eða upplýsingar um atvinnu-
tækifæri sem fela í sér að vinnuveit-
andi skuli inna af hendi greiðslur
af einu eða öðru tagi eru óheimilar
sbr. 1. gr., 10. gr. og 17. gr. laga
um vinnumiðlun nr. 18/1985.
Síðastliðinn sunnudag birtist á
atvinnusíðum Morgunblaðsins aug-
lýsing frá ofangreindu fyrirtæki þar
sem boðin voru vellaunuð störf á
Spáni og í Mexíkó. Áhugasamir
umsækjendur skyldu senda nöfn sín
og heimilisföng ásamt 25 punda
greiðslu til að fá umsóknareyðublöð.
Vinnumálaskrifstofa félagsmála-
ráðuneytisins hefur bent á að hér á
landi sé óheimilt að krefja atvinnu-
leitendur um greiðslur af einu eða
öðru tagi.
Að sögn Gests Einarssonar aug-
lýsingastjóra Morgunblaðsins var
komið með auglýsinguna í afgreiðslu
blaðsins og birtingin staðgreidd.
Ekki þótti frekar ástæða til að ve-
fengja efni þessarar auglýsingar en
annarra sem teknar eru til birtingar.
Hámarkslengd á
aðsendum greinum
Ræður og erindi ekki birt
Morgunblaðið tekur ekki til birting-
ar í þeim dálkum aðalblaðs, sem
ætlaðir eru undir aðsendar greinar,
lengri greinar en nemur 8.000 slög-
um á tölvu eða um hálfri síðu í
Morgunblaðinu. Æskilegt er, að
aðsendar greinar séu styttri og að
þeim sé skilað á disklingi. Há-
markslengd á Bréfum til blaðsins
er 2.500-3.000 slög.
Rétt er að taka fram, að Morg-
unblaðið birtir ekki ræður eða er-
indi, sem haldin hafa verið í út-
varpi eða á fundum, ráðstefnum
eða öðrum slíkum samkomum.
Ástæðan er einfaldlega sú, að þá
mundi ekkert annað efni birtast í
blaðinu vegria mikillar ásóknar í
birtingu á ræðum og erindum.
Greinar, sem byggðar eru á slík-
um erindum eða ræðum og eru í
raun sami texti með smávægileg-
um breytingum, eru heldur ekki
teknar til birtingar. Hins vegar er
höfundum auðvitað heirnilt að
skrifa greinar um sama efni en þá
verður þar ótvírætt að vera um
nýjan texta að ræða.