Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994
Stærsta tveggja
hreyfla þota heims
í Everett. Reuter.
NÝ breiðþota af gerðinn Boeing-777 var sýnd í fyrsta sinn við
hátíðlega athöfn í Boeing-verksmiðjunum í Everett í Washington-
ríki á laugardag. Er um að ræða stærstu tveggja hreyfla þotu
heims en flugvélin er lítið eitt minni en 747-breiðþotan sem er
knúin fjórum hreyflum. Hún er sögð fyrsta farþegaþotan sem er
að öllu leyti hönnuð í tölvum, ekki á teikniborði, og verður tölvu-
tæknin notuð til hins ýtrasta í stjórnkerfum þotunnar.
Viðstaddir athöfnina í Everett
voru 100.000 boðsgestir. Með
smíði þotunnar þykja Boeing-verk-
smiðjurnar taka mestu áhættu sem
þær hafa tekið frá því þær réðust
; í smíði 747-júmbóþotunnar á sjö-
! unda áratugnum. Lægð er nú í
| flugvélasmíði vegna samdráttar í
Fleiri falla
í S-Afríku
Jóhannesarborg. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 552 Iétu
lífið í öldu pólitíkskra ofbeldis-
. verka í mars i Suður-Afríku en
það eru rúmlega helmingi fleiri
en fórnarlömbin í mánuðinum
þar á undan.
Flest dauðsföllin urðu í Kwa-
Zulu og Natalhéraði, 361 og voru
langflest af völdum stuðnings-
manna Inkatha-hreyfingar Zúlú-
j manna og stuðningsmanna Af-
: ríska þjóðarráðsins (ANC). í þess-
um mánuði hafa 147 manns látið
lífið í Natal. Tala þeirra sem látist
hafa í ofbeldisverkum í héraðinu
frá því í júlí í fyrra er 4.139 manns
en alls hafa um 15.000 manns
látist í átökum fylkinganna á síð-
ustu fjórum árum.
flugi og varð fyrirtækið til að
mynda að segja upp 17.000 starfs-
mönnum í fyrra.
Nýja þotan er tveggja hreyfla
og getur borið á fimmta hundrað
farþega. Verður hún knúin Pratt
og Whitney hreyflum sem verða
stærstu þotuhreyflar sem nokkru
sinni hafa verið smíðaðir. Er um-
máls hvors hreyfils meira en um-
mál skrokks Boeing-757 þotunnar.
Til þess að flugvélin geti athafnað
sig auðveldlega á flugvöllum verð-
ur hægt að lyfta vængendum henn-
ar. Verða hjarir á vængjunum sjö
metra frá enda.
Þegar hafa verið pantaðar 147
flugvélar af þessari tegund en flug-
vélin kostar milli 116 og 140 millj-
ónir dollara. Ætlunin er að lang-
drægara afbrigði verði fáanlegt
1996. Henni er ætlað að keppa við
þotur af gerðunum Airbus A330
og A340 svo og McDonnell-Dougl-
as MD-11.
Gert er ráð fyrir að Boeing þurfi
að selja 300 flugvélar til þess að
fá fyrir þróunar- og íjárfestingar-
kostnaði. Forráðamenn Boeing
segja að hér sé um að ræða fyrstu
þotuna í nýrri flugvélafjölskyldu
sem ætlað er að viðhalda hlutdeild
fyrirtækisins á markaði fyrir nýjar
þotur næstu 30-50 árin. Boeing-
þotur eru 65% þeirra flugvéla sem
nú eru í notkun í farþegaflugi.
Sætafjöldi: 305-328 á þremur farrýmum.
375-400 á tveimur farrýmum.
Allt aö 440 á einu farrými.
Hámarks Fyrstu vélar - 243 tonn
flugtaks- Langdrægar - 268 tonn
þungi:
Mesti Fyrstu vélar - 56 tonn
aðfarmur: Langdrægari afbrigöi - 55 tonn
Farflugs- 990 km/klst.
hraöi:
Áætluö í fyrstu - 4.900 sjóm.
drægni: Langdrægari af-
brigöi - 6.600 sjóm.
Hreyflar: Pratt & Whitney
General Electric
Ftolls Royce
Drægni Boeing-flugvéla
Möguleg sætaskipan
2.000 4.000 6.000
Drægni (sjómílum
8.000
m i i'nri. i j rri.
Sagaklassi - 6 i röö
Forstjórarými - 7 i röö
Drægni Boeing 777-200
heimjlístæki
nú á Islandi...
Á alveg frábæru verði!
Dæmi um verö:
Vifta, grillofn með teini
og helluborð m/4 hellum aðeins kr. 43.250 stgr.
4ra hellna
keramik-
helluborö
- margar
geröir.
Verö frá kr.
29.900
stgr.
Uppþvottavélar.
Verö frá kr. 46.700 stgr.
Þvottavélar.
Verö frá kr.
43.700 stgr.
Kæliskápar.
Verö frá kr.
I 25.800
' • I stgr.
.. j
Tvöfaldar gashellur og tvöföld
keramikhelluborð til afgreiðslu í lok maí.
Faxafeni 9
sími 677332
Japan
Sljórnin í
hættu vegria
klofnings
Tókýó. Reutcr.
ALVARLEGUR klofningur er
kominn upp á meðal stjórnar-
flokkanna í Japan og þeir skipt-
ast nú í tvær fylkingar, sem
deila hart um hver eigi að taka
við embætti forsætisráðhcrra
af Morihiro Hosokawa er sagði
af sér vegna hneykslismáls í
vikunni sem leið.
Eftir þijá samningafundi stjórn-
arflokkanna í gær virtist ágrein-
ingurinn hafa aukist enn frekar.
Sjö flokkar og ein verkalýðssamtök
eiga aðild að stjórninni og hún
skiptist í tvær fylkingar, annars
vegar hægri- og miðflokka og hins
vegar flokka undir forystu Sósíal-
istaflokksins. Fylkingarnar deila
um hvernig standa beri að valinu
á nýjum forsætisráðherra og settu
hvorri annarri úrslitakosti í gær.
Sósíalistar sögðu að samsteypu-
stjórnin myndi falla ef hægriflokk-
arnir samþykktu ekki leiðtogafund
um málið í dag.
Hvorugar fylkingarnar eru nógu
sterkar til að geta myndað nýja
stjórn. Hægriflokkamir eru með
157 þingmenn af 511 í neðri deild-
inni og sósíalistar og bandamenn
þeirra 108. Frjálslyndi lýðræðis-
flokkurinn er stærsti flokkurinn,
með 219 þingmenn.
Hosokawa skipaði í gær nefnd
til að endurskoða kosningalöggjöf-
ina og formaður hennar sagði að
hún myndi ljúka starfi sínu í októ-
ber. Stjórnmálaskýrendur í Japan
sögðu þetta þýða að næsti for-
sætisráðherra myndi ekki geta
boðað til þingkosninga næstu sex
mánuðina að minnsta kosti. Á
meðan þyrftu Japanir að búa við
veika ríkisstjórn sem gæti að öllum
líkindumiekki komið nokkru í verk.
Réðust inn í
rússneska
herstöð
ÚKRAÍNSK sérsveit réðst í ■
gær inn í herstöð rússneska
flotans í Odessu og særði
nokkra hermenn. Rússneskir
hermenn veittu mótspyrnu en
urðu að gefast upp. Áð sögn
lögreglunnar í Odessu var árás- -
in gerð til að handsama þtjá
rússneska herforingja. Talið er
að handtakan tengist því að
rússneskir hermenn hunsuðu
fyrirmæli yfirvalda í Úkraínu
og sigldu úr höfn á herskipi
með dýran tækjabúnað á laug-
ardag. /níer/ax-fréttastofan
hafði eftir háttsettum rúss-
neskum stjórnarerindreka að
Úkraínumenn mættu búast við
hörðum viðbrögðum Rússa
vegna árásarinnar.
Finnar fyrstir
með þjóðarat-
kvæði?
MARTTI Ahtisaari, forseti
Finnlands, kvaðst á sunnudag
vonast til þess að Finnar yrðu
fyrst Norðurlandanna þriggja,
sem hafa samið um aðild að
Evrópusambandinu, til að efna
til þjóðaratkvæðis um aðildina.
Hann kvaðst vona að þjóðarat-
kvæðið yrði ekki síðar en í byij-
un október.
Forsætisráð-
herraskipti í
Alsír
REDHA Malek sagði af sér sem
forsætisráðherra Alsírs í gær
og Mokdad Sifi tæknimálaráð-
herra var skipaður í embættið.
Daginn áður hafði stjórnin, sem
var mynduð fyrir tilstilli hers-
ins, fellt gengi dínarsins um
28,6% samkvæmt samkomu-
lagi við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn. Fréttaskýrendur sögðu af-
sögnina ekki koma á óvart þar
sem hún auðveldaði forsetan-
um, Liamine Zeroual, að ná
sáttum við heittrúaða múslima
í stjórnarandstöðunni.
Astarbréf frá
prinsessu?
BRESKA dagblaðið The News
of the World birti í gær ástar-
bréf sem sögð voru frá Mar-
gréti prinsessu, systur Elísabet-
ar Bretadrottningar, til elsk-
huga hennar þegar hún var enn
gift Snowdon lávarði. Blaðið
heldur því fram að prinsessan
hafi hafið ástarsamband við
Robin Douglas-Home, frænda
Sir Alec Douglas-Home, fyrr-
verandi forsætisráðherra, ári.ð
1966. Margrét var þá 37 ára
og sjö ára hjónaband hennar
var að fara út um þúfur.
10. líkið finnst
í Gloucester
LÖGREGLAN í Gloucester í
Bretlandi hefur fundið bein sem
talin eru af tíunda fórnarlambi
meints fjöldamorðingja, Fred-
ericks Wests. Beinin fundust í
akri nálægt húsi Wests og að-
eins er vitað að þetta eru konu-
bein. West hafði verið ákærður
fyrir morð á níu konum.
Líbanonsferð
páfa frestað
JÓHANNES Páll páfi hefur
frestað ferð sinni til Líbanons,
sem ráðgerð var í maí, um
óákveðinn tíma vegna vaxandi
spennu í landinu. Þetta er
fyrsta ferð páfa til Miðaustur-
landa.