Morgunblaðið - 12.04.1994, Side 32

Morgunblaðið - 12.04.1994, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Borgarstj óraefnið og vand- læting rithöfundarins eftir Björn Bjarnason Stjórnmálabarátta er háð með þeim vopnum, sem hæfa hverju sinni. Þegar ráðist er á Sjálfstæðis- flokkinn og gefið til kynna, að hann sé andlýðræðislegur og stjórni í borgarstjóm Reykjavíkur að hætti sovéskra og kínverskra einræðisherra eru stjórnmálum- ræður leiddar inn á sérstakar brautir. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóraefni vinstrisinna í Reykjavík, beitti vopnum af þessu tagi í viðtali við Morgunbiaðið hinn 27. mars síðastliðinn. Svaraði ég þessari árás á Sjálfstæðisflokkinn í Morgunblaðinu 31. mars. Þar rifj- aði ég meðal annars upp hvaða skoðanir vinstrisinnar hefðu haft á borgarstjóraembættinu fyrr og síð- ar. Þar til Ingibjörg Sólrún varð pólitískt borgarstjóraefni töldu þeir, að maður ráðinn til embættis- ins að loknum kosningum væri best fær um að gæta lýðræðis í starfí sínu. Jafnframt var minnt á, að Ingibjörg Sólrún hefði lýst sjálfri sér með orðum Marteins Lúthers: Hér stend ég og get ekki annað. Jafnframt hefði hún líkt sjálfstæðismönnum í borgarstjórn við Loðvík 14., en þeir segðu: Borg- in, það eram við. Þá kom fram, að Kvennalistinn hefði tapað sér- stöðu sinni með framboði Ingi- bjargar Sólrúnar. Sjónarmið hinn- ar hagsýnu húsmóður hefðu orðið að víkja fyrir sókn eftir völdum. Hagsýni borgarstjóraefnisins felst í því, að hún heldur áfram þing- sæti nái hún ekki kjöri sem borgar- stjóri. Hvar eru mörkin? Einar Kárason rithöfundur, sem hefur gegnt mikilvægu trúnaðar- starfí fyrir starfsbræður sína í for- mennsku Rithöfundasambands ís- lands, tekur upp hanskann fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í Morgunblaðs- grein 7. apríl. Má skilja grein hans þannig, að í andmælum mínum við skoðanir Ingibjargar Sólrúnar hafí ég farið út á ystu nöf málfrelsis- ins, ef ekki fram af brúninni. í ljósi umræðna um málfrelsi hér á landi undanfarin ár, meðal annars fyrir frumkvæði rithöfunda, hlýtur ádrepa Einars að teljast alvarlegri en ella. Ótrúlegt er, að Einar Kárason hafí ritað grein sín að undirlagi Ingibjargar Sólrúnar. Hún hefur sjálf kveðið fast að orði í pólitískum deilum eins og sjá má í Morgun- blaðsviðtalinu 27. mars. Verri of- ríkisstjórnir eru vandfundnar á þessari öld en hin sovéska og kín- verska. Varla er hún að bera blak af þeim með hinum ómaklega sam- anburði? Ræður hennar á þingi „Það er rangl að ég hafi tengt vísanir Ingi- bjargar Sólrúnar til Marteins Lúthers og Loðvíks 14. við mikil- mennskubrjálæði. Það er ályktun Einars Kára- sonar sjálfs.“ bera oft hörku einnig merki. Hún hefur ekki síst notað stór orð um Davíð Oddsson forsætisráðherra og það, sem hún kallar gjarnan „gerræðisleg" vinnubrögð hans sem borgarstjóra. Ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar hefur hún meðal annars líkt við Eirík föður Línu langsokks, negrakonung á ótil- greindri eyju, sem stjómaði mikið í þau fáu skipti, sem hann var ekki á ferðalögum. í pólitísku lík- ingamáli í viðtölum við blaðamenn kallar hún Sjálfstæðisflokkinn oft „risa“ og segir um andstæðinga sína í kosningunum nú að þeir séu engir „hvítskúraðir englar“. Hafi Einar Kárason rithöfundur tekið til við að meta stjórnmála- menn eftir því, hvemig þeir haga orðum sínum í opinberum umræð- um, þarf hann að skilgreina betur en hann gerir í fyrrnefndri grein, hvar hann vill draga mörkin. Hve- nær era stjórnmálamenn eða aðrir, sem kveðja sér hljóðs á opinberum vettvangi, farnir að „veltast um í forinni", svo að notuð séu orð Ein- ars sjálfs? Aftengdir en ekki afhausaðir Það er rangt að ég hafi tengt vísanir Ingibjargar Sólrúnar til Marteins Lúthers og Loðvíks 14. við mikilmennskubijálæði. Það er ályktun Einars Kárasonar sjálfs. í greininni spurði ég, hvað fæl- ist í því, að Ingibjörg Sólrún teldi tímabært að gera „skurk“ í stjóm- kerfi Reykjavíkurborgar. Finnst Einari Kárasyni það til marks um aumlegar röksemdir og óþarfa tor- tryggni? Ef litið er í Vikublað Al- þýðubandalagsins, sem kom út hinn 17. febrúar, má ráða í það, hvað felst í þes=u orði, þegar Ingi- björg Sólrún og embættismenn Reykjavíkur eiga í hlut. í blaðinu er sagt frá fundi borgarstjóraefnis- ins hjá félaginu Verðandi. Þar sagði Ingibjörg Sólrún óhjákvæmi- legt að stokka upp í embættis- mannakerfi borgarinnar, ef vinstri- sinnar fengju meirihluta. Þá var spurt, hveija hún ætlaði að „af- hausa“. Hún sagði, að varla yrði nokkur afhausaður en kannski ein- hveijir aftengdir. Menn yrðu þó ekki reknir fyrir það að vera sjálf- stæðismenn! Frásögn Vikublaðsins lýkur á þeirri skoðun borgarstjóra- Björn Bjarnason efnisins, að „það væri beinlínis hættulegt lýðræðinu að Sjálfstæð- isflokkurinn héldi þeirri stöðu sem hann hefur haft í Reykjavík". Hvað sem líður viðhorfi Einars Kárasonar til þess, hvernig menn eiga að taka til orða í blaðagrein- um, tel ég það eiga erindi í opnar og fijálsar umræður um stjórnmál að vekja athygli á skoðunum þess, sem hefur boðið sig fram til borg- arstjórastarfs í Reykjavík. Að kalla framlag til slíkra umræðna per- sónusvívirðingar lýsir meiri pemp- íuhætti en ég átti von á hjá Einari Kárasyni, sérstaklega þegar mál- flutningur borgarstjóraefnisins sjálfs er hafður í huga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hörðu málin borg'arstj órans eftir Þorgerði Einarsdóttur Það er undarleg staðhæfing að eftir borgarstjóraskiptin um dag- inn sé orðinn harla lítill munur á þeim listum sem Reykvíkingar velja á milli í kosningunum í vor; áhersluatriði beggja lista séu at- vinnumálin og fjölskyldumálin. En til hvers að vekja athygli á þessu? Jú, það eitt að leggja áherslu á eitthvert mál, t.d. fjölskyldumálin segir ekkert um hvað verði gert eða með hvaða aðferðum. Það er nefnilega sitt hvað fjölskyldupólitík og fjölskyldupólitík. Engar áherslubreytingar, bara meira af því sama ... í viðtali sem Morgunblaðið átti við hinn nýja borgarstjóra sunnu- daginn 20. mars, kemur fram að í íjölskyldumálum verði ekki um áherslubreytingar að ræða undir hans forystu, heldur aukna áherslu á núverandi stefnu, m.ö.o. meira af því sama. Því er vert að gaum- gæfa þessa stefnu, fjölskyldu- stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem borgarstjórinn vill fá endurnýjað umboð fyrir hjá borgarbúum í kosningunum. Þess ber fyrst að geta að eitt fyrsta verk Árna Sigfússonar í borgarstjóraembætti var að nefna krógann upp á nýtt. Núna heita fjölskyldumálin ekki lengur mjúku málin heldur hörðu málin. Þessi nýja skilgreining hans hittir nagl- ann á höfuðið: fjölskyldupólitík meirihlutans í borgarstjórn er afar hörð og bitnar harðneskjulega á mörgum borgarbúum. Fjölskyldugreiðslurnar eru kvennagildra Eitt af hörðu málunum eru fjöl- skyldugreiðslurnar sem voru eitt aðal kosningaJoforð Sjálfstæðis- r /-.b-l/ísiú a í aíflnetii Vinrn-'Í ra+iórtí r.. kosningum. Markmiðið var að sögn að auka valfrelsi fólks í dagvistar- málum og í þetta valfrelsi ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að splæsa 35 milljónum króna árið 1994, skv. fjárhagsáætlun borgar- innar. Sú umdeilda hugmynd að greiða foreldrum fyrir að gæta barna sinna sjálfír, hefur skotið upp kollinum víðar en hjá borgar- stjórnarmeirihlutanum í Reykja- vík. í Svíþjóð hafa kristilegir demó- kratar haft foreldragreiðslur á stefnuskránni um langt árabil, en jafnvel í háborgaralegri ríkisstjóm Carls Bildts hefur þeim gengið erfiðlega að afla hugmyndinni fylgis. Einkum hefur félagsmála- ráðherrann, hinn frjálslyndi Bengt Westerberg formaður Þjóðar- flokksins, barist gegn fjölskyldu- greiðslum. Hann álítur þær kven- nagildru, telur þær veikja stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, sér- staklega þeirra sem standa þar höllum fæti fyrir (þær missa af þjálfun og reynslu, verða minna samkeppnisfærar og missa hæg- lega af lestinni). Það er óhætt að taka undir með Westerberg og bæta má við að meðan mikilvæg borgaraleg rétt- indi manna svo sem lífeyrisgreiðsl- ur, veikindaorlof o.þ.h. byggjast á launaðri atvinnuþátttöku verður það að teljast ábyrgðarhluti af stjórnmálaflokki að hvetja foreldra (=konur) til að afsala sér þeim réttindum fyrir skammtímagróða. Gæsluvellir og hálfsdagsvistun Eitt aðalsmerki meirihlutans í borginni er hálfsdagsvistun eða vistun hluta úr degi. Daginn fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flutti Anna K. Jónsdótt- ir borgarfulltrúi þau stórmerku tíð- indi í Morgunblaðsgrein að stjórn Dagvistar barna hafi undir hennar formennsku samþykkt að gefa orifhim ^fnrplHrnm ÞoqI 6 Vipí]qHro-- vistun. Margir ráku að vonum upp stór augu og fögnuðu stefnubreyt- ingunni. En eitthvað dansaði borgarfulltrúinn úr takti við flokk- inn sinn, því á sama tíma voru flokkssystkini hans (og reyndar hann sjálfur) að veija umtalsvert minna fé í byggingu nýrra leik- skóla en gert var árið áður. Fjár- veitingarnar tala auðvitað skýru máli um óbreytta stefnu. Var það kannski út af þessu sem Anna K. var látin fjúka? Gæsluvellirnir eru annað aðals- merki meirihlutans. Þar geta börn dvalist í 2-3 tíma - þegar veður leyfír - á útileiksvæðum sem víða standa auð í vondum veðrum. Eðli málsins samkvæmt nýtast gæslu- vellirnir aðallega dagmæðrum og heimavinnandi húsmæðrum. Nú þegar rekur Reykjavíkurborg 28 gæsluvelli og í fjárhagsáætlun fyr- ir 1994 er gert ráð fyrir rúmlega 88 milljóna króna framlagi til þeirra. Það er umhugsunarvert að með þessu er borgin í reynd að niður- greiða starfsaðstöðu dagmæðra, en það er opinbert leyndarmál að hluti þeirrar starfsemi tilheyrir gráa hagkerfinu. (Dagmæður vinna gott starf og þær bera að sjálfsögðu enga ábyrgð á tilhögun dagvistarmála, heldur borgaryfir- völd.) Og haldi nú einhver að borg- in sé að draga úr þeim ónútíma- Iegu úrræðum sem gæsluvellirnir eru, þá misskilur sá hinn sami. Því stefnan er nefnilega meira af því sama og því til staðfestingar verð- ur einn nýr gæsluvöllur opnaður á þessu ári. í þessu sambandi er vert að huga að útfærslu fjölskyldu- greiðslnanna. Hver sá sem ekki nýtir dagvistun styrkta af borginni getur sótt um greiðslur (kr. 6.000/mán.) með hveiju bami á aldrinum 2'h til 4'h árs. Það væri forvitnilegt að vita hvort gæslu- vpllirnir wm l/rmtíi horcarsjóð bátt Þorgerður Einarsdóttir „í Svíþjóð hafa kristi- legir demókratar haft foreldragreiðslur á stefnuskránni um langt árabil, en jafnvel í há- borgaralegri ríkis- stjórn Carls Bildts hef- ur þeim gengið erfið- lega að afla hugmynd- inni fylgis.“ í hundrað milljónir á árinu, séu inni í skilgreiningunni „styrkt af borginni“. Verði reyndin sú, era þær orðnar fáar húsmæðurnar sem geta notfært sér „valfrelsi" fjöl- skyldugreiðslnanna. „Heilsdagsskóli" - ekki fyrir alla Gleymum ekki „heilsdagsskó- lanum“ sem getinn var í skyndingu sl. haust sem svar við áralöngum vanrlp sVðlahnrna Pnð væri nð bera í bakkafullan lækinn að tí- unda hér efasemdir og gagnrýni foreldra og kennara á „heilsdags- skólana“. Látum okkur nægja að víkja að hagsmunum barnanna. Einn af hornsteinum grunnskólans í okkar þjóðfélagi er jafnrétti til náms. Það er erfitt að sjá að jafn- réttissjónarmið eða uppeldisfræði- legar ástæður hafi legið að baki þessum „heilsdagsskóla“, sem sinnir aðeins hluta skólabarna í örfáum árgöngum. „Heilsdags- skólinn" er fyrst og fremst valkost- ur fyrir foreldra sem vilja greiða fyrir pössun, sem reynist - þegar til á að taka - mismunandi að gæðum eftir skólum. Frá sjónarhóli barnanna gengur „heilsdagsskólinn" því þvert á alla jafnréttishugsun í skólakerfinu. Í fyrsta lagi er börnum mismunað eftir því hvar í borginni þau búa og hvaða skóla þau ganga í og í öðru lagi eftir því hvort foreldrar þeirra hafa ráð á og þóknast að nýta sér tilboðið. Það er líka at- hyglisvert að einungis um 17% barna borgarinnar nýta þetta til- boð, skv. nýlegri könnun. Finnst borgarstjóra það merki þess að „heilsdagsskólinn" í núverandi mynd sé í samræmi við vilja og þarfir borgarbúa og að honum sé stætt á því að bjóða meira af því sama? Borgarbúar vilja breytingar Er það þessi stefna sem fólkið í borginni vill í fjölskyldumálum? Nei, borgarbúar vilja ekki meira af því sama! Fólkið í borginni vill breytingar frá hinni hörðu fjöl- skyldupólitík Sjálfstæðisflokksins. Þaðan kemur sú sterka undiralda sem færði Reykjavíkurlistanum meirihlutafylgi í borginni okkar, meira að segja áður en hann varð til. Hvað sem líður endurskilgrein- ingum borgarstjóra á hörðu og mjúku ér víst að fjölskyldumál era þungavigtarmál. Það munu sjálf- stæðismenn í Reykjavík uppgötva þegar talið verður upp úr kjörköss- unum í vor. Höfundur stundar framhaldsnám i fnfno^frneði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.