Morgunblaðið - 12.04.1994, Page 41

Morgunblaðið - 12.04.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 41 Þótt missir Dómkirkjunnar og safnaðar hennar sé mikill, er þó mestur missir séra Andrésar, barna þeirra hjóna, tengdabarna og barnabarna. Þeim öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að hugga þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning frú Arndísar Benediktsdóttur. Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar. Ljúf og góð kona er gengin. Kona sem hafði mikla þörf fyrir að vera öðrum til gagns og gleði, hvar og hvenær sem var. Við munum eftir blíðu brosinu, hlýlegu fram- komunni og gleðinni í fari Arndísar eins og svo mörgu öðru. Nú hefur hún yfírgefið þennan heim og eftir lifír minning I hjörtum allra sem henni kynntust. Æskulýðsfélag Dómkirkjunnar sendir sr. Andrési og öllum vandamönnum dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Arndísar Benediktsdóttur. Fyrir hönd Æskulýðsfélags Dóm- kirkjunnar, Sigurður Arnarson. Enn hefir orðið skarð í mjög fá- mennan góðvinahóp minn, höggvið er djúpt í hjartans mið. Frú Arndís var framúrskarandi vel gefin kona, fjölhæf og starfsöm. Hún hefir ásamt séra Andrési Ól- afssyni manni sínum átti um langa hríð mikinn og góðan þátt í félags- lífi á Hólmavík og lagt bæði dijúg- an og merkilegan skerf til andlegr- ar menningar. Þau voru bæði list- ræn. Þau áttu einnig það sameigin- legt að unna öllu því, sem fagurt er. Heimli þeirra hér í Reykjavík ber fagurlega vitni um það. Það er gestrisið og þaðan stafa margar ljúfar endurminningar fjölda vina. Arndís lagði alla ævi mikla rækt við að auðga anda sinn að þekkingu og fróðleik: hún átti í ríkum mæli þetta einkenni að virða menntir og fróðleik og láta það bera ávexti í starfi sínu og breytni. Hún átti einn- ig þann góða hæfileika að verja tím- anum vel. Ævistarf hennar var ótú- lega mikið. Allir vita hversu mikið starf það er að annast um og ala upp börn og sjá um stórt heimili, svo vel sé. I öllum störfum hennar komu í ljós vitsmunir hennar og alúð. Tillögur hennar voru ætíð vel hugsaðar og miðuðu í rétta átt málefninu til heilla. Arndís unni bókum og las mikið. Hún var ftjáls- lynd í skoðunum, aðhylltist kenn- ingar spíritista sem samrýmdust hugsunarhætti hennar. Stuttu áður en hún andaðist, átti ég dásamlega stund á heimili þeirra hjóna og sagði þeim frá ósýnilegum gestum er voru í heimsókn á heimili þeirra. Hún hlakkaði til að sjá ástvini sína aftur á „Paradísarsviðinu" og vera með þeim. Arndís hafði örugga sannfæringu um líf að loknu þessu og sambandi við annan heim. Hún leitaði hins raunhæfa, sem verður huganum ljúft og hafið yfir alla þokusýn. Amdís var mesta gæfukona og hennar dýrmætasta eign var eigin- maður, synir, barnabörn, tengda- dóttir og systkini, heimilið. Arndís og séra Andrés áttu svo ótal margt sameiginlegt og unnu fegurð og frelsi, frelsi andans. Hugsjónir eru öflug máttarvöld og tengja þá, sem í þeirra þjónustu ganga, traustum böndum, enda var Arndís manni sínum ástríkur förunautur og böm- um sínum frábær móðir. Arndísar Benediktsdóttur verður lengi minnst með þakklæti og kær- leika fyrir göfugmennsku hennar. Helgi Falqr. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Mig langar til að minnast vin- konu minnar með fáum orðum. Fyrir átta árum fluttum við í Ás- garðinn og vorum svo lánsöm að í sama húsi (á efstu hæðinni) bjuggu sæmdarhjónin Arndís og Andrés Ólafsson, sem er frá ísafirði og við þekktum í æsku. Fyrstu kynni mín af Arndísi standa mér enn lifandi fyrir hug- skotssjónum. Dyrabjöllunni var hringt og úti fyrir stóð snjóug, lág- vaxin og brosandi blíðleg kona. Sagðist hún ekkert erindi eiga við mig annað en það að bjóða okkur hjartanlega velkomin. Ekki veit ég hvaða della greip mig, en ég svar- aði um hæl, hálfvitaleg og hlæj- andi: o, nei, nei, þú fannst bara svo ilmandi kaffilykt hjá mér! Og þama hlógum við og drukkum saman fyrsta kaffisopann, en ekki þann síðasta, því Arndís heillaði mig svo með dillandi hlátri sínum og ein- lægri framkomu frá allra fyrstu kynnum. Hún var öllum sann- kallaður gleðigjafi, alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd enda voru þær óteljandi kvabbferðirnar mínar upp á loftið og þá gilti einu hvort það var að festa tölu, mig vantaði þetta eða hitt, eða hjálpa mér við flókin sálræn vandamál. Alltaf fann hún Adda mín ráð við öllu. Heimili þeirra hjóna var sannkall- að menningarheimili og þau voru svo gæfusöm að sjá mannvænlega syni og barnabörn vaxa upp og njóta samvistar við þau og ástríka, umhyggjusama tengdadóttur sem þeim Arndísi og Andrési þótti afar vænt um. Öll voru þau óvenjulega samrýnd í blíðu og stríðu. En aldrei ljómaði Adda mín meir en þegar hún var að segja mér frá yndislegu sólargeislunum sínum, barnabörn- unum. Elskulegir vinir, við Finnur minn- umst kærrar vinkonu með söknuði og þakklæti og sendum ykkur öllum einlægar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu göfugrar konu. María Gunnarsdóttir. Minning Unnur Bjömsdóttir Fædd 1. nóvember 1904 Dáin 30. mars 1994 Okkur systkinin langar í fáein- um orðum að minnast hennar ömmu Unnar sem verður jarð- sungin í dag, þriðjudaginn 12. apríl. Amma var eins og vinir okkar sögðu oft, ekta amma. Hún var góð, blíð og hafði alltaf tíma fyrir okkur. Reyndar hafði amma alltaf ,- tíma fyrir alla sína ættingja og vini, enda var oft gestkvæmt hjá henni. Þegar við vorum börn dvöldum við oft hjá ömmu og afa í Reykja- vík. Þá gerðum við alltaf eitthvað skemmtilegt saman, s.s. fórum í nestisferð í Heiðmörkina eða í úti- legu inn í stofu á bak við stól. Minningin um þessar ferðir er ljúf og mun vara ævilangt. Amma var alveg sérstök með það að láta engan fara frá sér svangan. Það var alveg sama hversu margir vinir voru með okk- ur þegar við komum til hennar á Hringbrautina, allir fengu eitthvað í svanginn. Þó að hún væri af annarri kynslóð, þá gat hún alltaf rætt við okkur og hún dæmdi aldr- ei. Hún var alltaf svo jákvæð við okkur. Amma var algjör prjónaforkur og þær voru ófáar flíkurnar sem hún kom með handa okkur. Ekki bara á okkur sjálf, heldur einnig á bangsana og dúkkurnar. Hún var alltaf að, og allt var nýtt. Ur ótrúlegustu afgöngum birtust litlir dúkkukjólar, svuntur o.fl. o.fl. Við gætum haldið endalaust áfram að telja upp allar góðu minningarnar sem við eigum um hana. Elsku amma, nú ert þú farin og við vitum að það var það sem þú vildir, því að nú líður þér vel. En við munum geyma minninguna um þig í hjarta okkar um ókomna tíð og það er minning sem bæði yljar og gleður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Með kveðju frá systkinunum. Leó, Hrönn og Viktor. tXöfóar til X JL fólks í öllum starfsgreinum! — . ■ ,, * 1 Skódagar 20-60% afsláttur af gönguskíðaskóm, Telemarkskóm, fjallaskíðaskóm, svigskíðaskóm,\ vélsleðaskóm, plastskóm o.m.fl. ' 12.-16. apríl Raögreiöslur • Póstsendum samdægurs. -SíAWK fKAMUK Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.