Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjöldi fólks var viðstaddur opnun sýninganna á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. LIST Opnun sýninga á Kjarvalsstöðum Listamennirnir Hulda Hákon og Ólafur Gíslason á Kjarvalsstöðum að viðstöddu fjölmenni. Voru með- opnuðu sýningar á verkum sínum sl. laugardag fylgjandi myndir teknar við opnunina. Annars vegar rabba saman listakonurnar Margrét Birgisdóttir og Elísa Jónsdóttir Schram og hins vegar Gunnar G. Schram, Anna Birgis sendiherrafrú og ókunnur sýningargestur. Þeir stóðu og virtu fyrir sér hluta verksins „Opnun sýningar". F.v. Hallgrímur Odsson, Sjón og Baldur Heigason. Fyrir aftan þá stend- ur listamaðurinn Olafur Gíslason á tali við einn sýningargestanna. Tómas athugar furðuveröld undirdjúpanna. KÖFUN Kann rosalega vel við mig á stuttbuxum „Ég sótti um starfið. Ferilsskrá mín í köfun spannar tuttugu ár og í 17 ár hef ég verið askrifandi að sportköfunarblöðum. í einu slíku sá ég að fyrírtæki í Belize var að leita eftir starfskrafti. Ég sótti því um upp á von og óvon og gerði mér litlar eða engar vonir. Dag nokkurn var ég að fletta köfunarblaði og var að lesa um helsta bátinn sem fyrir- tækið, „Aggressor Fleet", gerir út. Þá hringdi síminn og viti menn, þeir voru í símanum að bjóða mér starfið. Á bátnum sem ég var að lesa um! Þeir gáfu mér hálfan mán- uð til að koma mér út og hefja störf. Það var streð, en það tókst og þetta hefur verið einn allsheijar draumur síðan. Skipið fer í vikuferðir og það er búið um borð. Köfunarslóðirnar eru á 185 mílna löngu kóralrifi og þar eru um 600 fiskategundir og geysi- lega fjölbreyttur og litskrúðugur Alls staðar eru íslendingar þótt fámennir séu á heimsvísu. Til að mynda er að minnsta kosti einn landsmaður í Belize, Tómas Knúts- son kafari, en hann vinnur fyrir sér sem „altmuligmaður,“ ekki síst kennari í sportköfun um borð í snekkju sem gerir út með áhuga- menn um köfun. Belize, ef einhver veit það ekki, er smáríki á austur- strönd Mið-Ameríku. Þar er lofthit- inn yfirleitt um 30 gráður og sjór- inn álíka heitur. Tómas segir að hitni mönnum í hamsi, þá sé eina hressingin að stökkva í sjóinn. En hvemig stendur á því að Islending- ur kennir og stundar sportköfun í jafn fjarlægu landi og Belize? Undraheimur kóralrifsins. Tómas á sólarströnd Belize. Úti á bláu hafinu vaggar skipið hans... sjávargróður. Við siglum yfirleitt á 15 til 18 köfunarstaði. Þeir eru merktir með baujum. Ekki er kafað á öðrum stöðum, því allt er svæðið friðlýst og mönnum er bannað að snerta lífríkið. Það má bara horfa og mynda. Eiginlega er ég varla búinn að átta mig á þessu, því þetta fyrirtæki þarf að vinna úr 200 umsóknum um vinnu á hveijum mánuði. En það hefur eflaust hjálp- að mér, að auk þess að vera reynslu- ríkur kafari frá Norðurhöfum, er ég einnig vélvirkjameistari auk þess að hafa verið til sjós,“ svarar Tóm- as. En vinnuaðstæður og álag? „Að- staðan gæti ekki verið betri eins og ég sagði, krystaltær 25-29 gráðu heitur sjór. Álagið er aftur talsvert. Það er kafað fímm sinnum á degi hverjum og vinnudagurinn er 12 til 16 stundir. En ég drekk lýsi dag- iega og þetta er svo ótrúlega skemmtileg vinna að ég finn ekki fyrir stressinu. Hugsaðu þér, ég ákvað þegar ég fór, að fara ekki í peysu og síðbuxur fyrr en_ í fyrsta lagi er ég kæmi heim til íslands í heimsókn. Og það gekk eftir. Ég var fljótur aftur í kuldafötin er ég kom íieim, enda viðbrigðin mikil," segir Tómas. Tómas hefur verið í Belize síðan snemma í nóvember. Er þetta bara stundargaman hjá honum, eða _er hann alls ekki á leiðinni heim? „Ég er ekki á leiðinni heim, a.m.k. ekki í bráð. Ég veit ekki hvað þetta stendur lengi, en það er langur vegar að ég sé að fá einhveija leið á þessu. Ég er jú að vinna við mitt helsta áhugamál við hinar bestu hugsanlegu aðstæður og sé mér bara nokkuð góðan farborða með því. Svo kann ég rosalega vel við mig í stuttbuxunum og hálferma- bolnum,..,“ svarar Tómas að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.