Morgunblaðið - 12.04.1994, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994
DREGGJAR DAGSINS
+ * * * G.B. DV. * * * * Al. MBL.
★ ★ ★ ★ Eintak ★ ★ ★ ★ Pressan
Sýnd kl. 4.35, 6.50 og 9.05.
MORÐGÁTA Á MANHATTAN
Sýnd kl. 11.30. Síðustu sýningar.
KR. 400.
Stórmyndin
FÍLADELFÍA
Tom Hanks hlaut Golden
Globe- og Óskarsverðlaunin
fyrir leik sinni í myndinni.
Að auki fékk lag Bruce
Springsteen, Streets Of
Philadelphia, Óskar sem
besta frumsamda lagið.
Leikstjóri: Jonathan Demme.
Sýnd í A-sal kl. 4.40, 6.50, 9 og
11.20. Miðaverð 550 kr.
Bíómióinn á Philadelpia gildir sem 200
kr. afsl. á Philadclphia geislaplötu í
verslunum Músík og mynda.
Takið hétt í spennandi kvikmynúagetraun á
Stjörnubíó-iínunni í síma 991065. í verðlaun
eru Fíladelfía bolir og bnðsmiðar á myndir
Stjörnubíós. Verð kr. 39,90 mínútan.
%
fi
NEMENDALEIKHÚSIÐ
LINDARBÆ - SÍMI 21971
Sumargestir
eftir (Vfaxim Gorki,
í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar.
9. sýning í kvöld kl. 20.00.
Uppselt.
10. sýning fim. 14. apríl kl. 20.00.
Uppselt.
11. sýning mán. 18. apríl kl. 20.00.
öfóar til
____Lfólksíöllum
starfsgrei num!
jWorflunfrlnbifr
Svipað atvinnu-
ástand á Húsavík
Góð aðsókn að leirlistar-
sýningu í Borgarnesi
MJÖG góð aðsókn hefur
verið að leirlistarsýningn
sem Elísabet Haraldsdóttir
leirlistarkona opnaði ný-
verið í Safnahúsinu í Borg-
arnesi. Alls hafa komið yfir
300 manns á sýninguna sem
er opin fram til 24. apríl.
Á sýningunni eru 58 mun-
ir, skálar, vasar, veggmyndir,
ásamt nokkrum hnatt- og
egglaga skúlptúi'urn.
Leirlistarmaðurinn Eiísa-
bet Haraldsdóttir er búsett á
Hvanneyri í Borgarfirði og
hefur þar vinnustofu. Hún
nam við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands á árunum
1967 til 1971 og stundaði
framhaldsnám í Vínarborg
1971 til 1975. Elísabet hefur
haldið fjölda einkasýninga og
tekið þátt í samsýningum
hérlendis og erlendis. Þá hef-
ur hún hlotið ýmsar viður-
kenningar og meðal annars
mun hún í sumar dvelja á
vegum Norrænu listamið-
stöðvarinnar í Hordaland
Kunstnersentrum í Björgvin
í Noregi.
TKÞ.
Húsavík.
Atvinnuástand á félags-
svæði Verkalýðsfélags
Húsavíkur var um síðustu
mánaðamót svipað og í fe-
brúarlok, en betra en það
var um áramótin.
Skráðir avinnulausir á öllu
svæðinu í mars voru 192, í
febrúar voru þeir 219, en í
lok marz voru skráðir 163
en 160 í febrúarlok.
Á Húsavík var 101 skráður
í mars, 113 í febrúar, en í
mánaðarlok nú 77 en 75
mánuðinn áður.
Bótadagar í mars voru
3.290 — þar af á Húsavlk
1.613 og útgreiddar atvinnu-
leysisbætur alls 4.703 þús-
und og þar af á Húsavík
2.212 þúsund.
fl
i
fl
Hátíðahöld er tuttugu ára kaupstaðarréttindum Grindavíkur var fagnað
Fyrsti heiðurs-
borgari Grinda-
víkur valinn
Grindavík.
Á HÁTÍÐAFUNDI bæjarstjórnar í Grindavík,
sem haldinn var að morgni afmælisdagsins 10.
apríl, var ákveðið einróma að útnefna Svavar
Árnason, fyrrum oddvita sveitarsljórnar,
fyrsta heiðursborgara Grindavíkur. Viðstödd
fundinn var frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti
Islands, ásamt fjölda annarra boðsgesta. Fund-
urinn hafði aðeins tvö mál á dagskrá. Fyrra
málið var að ákveða kaup á gamla gestahúsinu
í Garðhúsum og verja 2 milljónum króna á
þessu og næsta ári til kaupa og endurbóta á
gömlum húsum. Þar með telur bæjarstjórn að
fyrsta skref sé stigið til verndunar sögulegra
minja sem tengjast búsetu og atvinnuháttum í
Grindavík.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson '
Eðvarð Júlíusson afhendir Svavari Árnasyni skjal
þess efnis að hann sé heiðursborgari í Grindavík.
Ný sundlaug víg’ð
Grindavík. ^
GRINDVIKINGAR t.óku í notkun nýja sundlaug um helgina í
sambandi við 20 ára afmæli kaupstaðarins. Sundlaugin hefur
verið undanfarna 20 mánuði í byggingu en var vígð formlega
að morgni laugardags að viðstöddum fjölda bæjarbúa. Eðvarð
Júlíusson, forseti bæjarstjórnar, sagði í ávarpi sem hann flutti
við þetta tækifæri að nú væri langþráður draumur Grindvík-
inga að rætast með þessari nýju og fullkomnu sundlaug og í
sundi megi segja að ekki ríki kynslóðabil, þar geti ungir sem
aldnir brugðið á leik og skemmt sér.
„í Grindavík þar sem aðalat-
vinnuvegurinn er sjósókn hlýtur
það að vera frumskilyrði að það
sé góð aðstaða til sundkennslu og
fáum við hana hér. Ég er viss um
að sú góða aðstaða sem hér skap-
ast verður íþróttafólki hvatning til
að skara framúr eins og íþrótta-
fólk í Grindavík hefur gert á lands-
vísu í öðrum keppnisgreinum
íþrótta,“ sagði Eðvarð meðal ann-
ars í vígsluræðu sinni.
Sundlaugin er af gerðinni
Myrta, ítölsk af stærðinni 25 metr-
ar að iengd og 12,5 metrar að
breidd með rennibraut. Á svæðinu
er einnig barnalaug með svepp og
tveir heitir pottar. Sundlaugarhús-
ið er 770 fermetrar að stærð á
einni hæð með tækjarými og þrek-
Bærinn í hátíðarbúningi
Grindavík.
MIKIÐ var um dýrðir í Grindavík um helgina þar sem haldið var upp
á 20 ára afmæli kaupstaðarréttinda bæjarins. Fjöldi gesta, bæði
gamalir íbúar bæjarins og aðrir boðsgestir, sótti bæinn heim og
tókust hátíðahöld mjög vel. Afmælið bar upp á 10. apríl en þann
dag fyrir 20 árum hlaut Grindavíkurbær formlega kaupstaðarrétt-
indi. Hátíðahöld hófust að kvöldi föstudags með dansleik. Laugardag-
urinn hófst með vígslu nýrrar sundlaugar og afmælishátíð UMFG
var í íþróttahúsinu ásamt boðsundskeppni í nýrri sundlaug. Þá hélt
Sinfóníuhljómsveit íslands afmælistónleika í iþróttahúsinu og lék
verk undir stjórn Alvaros Monzanos. Afmælisdagskránni lauk síðan
á sunnudag, sjálfan afmælisdaginn, með dagskrá í íþróttahúsinu þar
sem meðal annarra voru þingmenn Igördæmisins, félagsmálaráð-
herra, forseti Alþingis, bæjarstjórar og oddvitar sveitarfélaga á
Suðurnesjum og bæjarstjóri Penistone sem er vinabær Grindvíkinga
í Englandi.
Eðvarð Júlíusson, forseti bæjar-
stjórnar, stjórnaði fundi bæjar-
stjórnar og rakti feril Svavars
Árnasonar á stjórnmálasviðinu og
í atvinnumálum Grindvíkinga.
Hann lauk máli sínu með því að
segja að vel væri við hæfi að heiðra
Svavar á þessum tímamótum með
því að gera hann að fyrsta heiðurs-
borgara Grindavíkur. Svavari var
síðan afhent áritaði skjal þess efn-
is.
Svavar er fæddur í Grindavík
14. nóvember 1913 og var kosinn
í hreppsnefnd árið 1942 og varð
oddviti hreppsnefndar árið 1946.
Hann var óslitið oddviti fram til
þess að Grindavík fékk kaupstað-
arréttindi á árinu 1974. Þá varð
hann fyrsti forseti nýrrar bæjar-
stjórnar og sat í bæjarstjórn fram
til ársins 1982. Þá hafði hann set-
ið óslitið í sveitarstjórn um 40 ára
skeið. Svavar var í fjölmörgum
| nefndum og ráðum bæjarins, þar
á meðal hafnarnefnd, bygginga-
nefnd og skólanefnd, formaður
Verkalýðsfélags Grindavíkur
1939-1962, hann var organisti
Grindavíkurkirkju um 40 ára skeið
þar sem hann tók við af föður sín-
um, Árna Helgasyni, og í sóknar-
nefnd, lengst af sem formaður.
Svavar rak einnig útgerð og fisk-
verkun ásamt öðrum og var þar
með virkur þátttakandi í atvinnu-
lífi Grindavíkur.
Að hátíðafundi loknum var
formlega opnuð sýning á verkum
Gunnlaugs Schevings, sem tengj-
ast búsetu hans í Grindavík, í hús-
næði bæjarstjórnar. Þar er einnig
sýning á bókum grindvískra skálda
í húsnæði bókasafnsins ásamt
verkum grunnskólabarna úr
Grunnskóla Grindavíkur. Sýningin
verður síðan opin almenningi dag-
lega milli kl. 17-22 til 18. apríl.
Dagskráin í íþróttahúsinu var til-
einkuð tónskáldinu Sigvalda Kalda-
lóns sem var búsettur í Grindavík
um margra ára skeið. Kór Grinda-
víkurkirkju ásamt barnakór og blás-
arasveit undir stjórn þeirra Siguróla
Geirssonar og Vilborgar Sigutjóns-
dóttur fluttu lög Sigvalda við ljóð
skálda, má nefna Stefán G. Stefáns-
son, Einar Benediktsson og Davíð
Stefánsson svo fáir séu taldir. Krist-
inn Sigmundsson óperusöngvari
söng við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar.
Afmælisgjafir og kveður
Þá fluttu gestir ávörp og færðu
þeir Grindavíkurbæ gjafir í tilefni
afmælisins. Félagsmálaráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir, flutti
ávarp. Salóme Þorkelsdóttir, forseti
Alþingis, talaði af hálfu þingmanna
kjördæmisins. Drífa Sigfúsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Keflavíkur,
flutti þakkir frá stjórn Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum og
færði bænum gjöf sem var mynd