Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994
55
Snjóflóð við austanverðan Skutulsfjörð hreif með sér lögreglubíl
Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson
Sluppu ómeiddir úr snjóflóði
BIRGIR Hilmarsson (t.v.) og Rögnvaldur Ólafsson lögreglumenn við
bílinn sem þeir voru í þegar flóðið hreif þá með sér.
Feijað á milli
ÓSHLÍÐINNI var lokað á sunnudagskvöld. Þeir sem urðu innlyksa
á ísafirði og Bolungarvík voru ferjaðir á milli með björgunarbátnum
Daníel Sigmundssyni sem fór eina ferð á milli með fólk. Auk þess
fór báturinn eina ferð til Súðavíkur með fólk báðar leiðir.
Tveir lögreglumenn
sluppu óskaddaðir
TVÖ snjóflóð féllu utan við bæinn Kirkjubæ við Skutulsfjörð á sunnu-
dag. Tveir lögreglumenn voru að kanna verksummerki eftir fyrra
flóðið ásamt snjóathugunarmanni þegar síðara flóðið féll. Það hreif
með sér lögreglubílinn sem fór út af veginum og langleiðina niður
• fjöru og má þakka snarræði lögreglumannsins sem sat undir stýri
og samvinnu þeirra beggja að þeir sluppu ómeiddir. Flóðið tók í
sundur tvo rafmagnsstaura og fór rafmagn af Kirkjubæ, flugvellin-
um og tveimur bæjum í Arnardal. Almannavarnanefndir á Vestfjörð-
um höfðu í gær alls staðar aflýst hættuástandi og heimilað fólki að
snúa aftur til húsa sinna, þar sem þau höfðu verið rýmd, og leyft
umferð um þá vegi sem hafði verið lokað. Fimm snjóflóð féllu á
Ingjaldssandi á sunnudag en þau ollu óverulegu tjóni.
Jens Guðmundsson, kenndur við
Kaldalón, er ábúandi á Kirkjubæ.
Hann segir að svolítil gusa hafi fall-
ið rétt fyrir kl. 4. Um 15 mínútum
síðar var heimilisfólkið að drekka
kaffi þegar drengur, sem staddur
var í forstofunni, veinaði upp yfir
sig og kallaði að annað flóð væri
að koma niður. Jens segir að það
hafi fallið um 30 metra utan við fjós-
ið við bæinn, verið um 300 metrar
á breidd og hafi náð langt fram í
sjó. Hann segir að pallur sem var í
l,5-2ja metra hæð við tvo staura
hafi brotnað eins og eldspýtnastokk-
ur. Á pallinum var spennir sem datt
niður og skemmdist. Þá segir hann
að flóðið hafi verið mjög þykkt, það
hafi náð miðja vegu upp á rafmagns-
staurana sem séu um 11 metra háir
og hafi byrgt útsýni frá bænum.
Voru að kanna verksummerki
Lögreglumennirnir tveir; Birgir
Hilmarsson og Rögnvaldur Olafsson,
voru á veginum að kanna verksum-
merki eftir fyrra flóðið ásamt snjóat-
Samtökin voru stofnuð síðastliðið
vor eftir að könnun sem gerð var
leiddi í ljós að fátækt og þröngur
fiárhagur væri greinlegur og kæmi
fram í ýmsum myndum, m.a. af-
skiptaleysi foreldra og jafnvel van-
rækslu og í skólanum varð vart við
spennu, lítið úthald, einbeitingar-
leysi, námsörðugleika og óöryggi.
Fjöldi fyrirlesara munu fjalla um
margvísleg mál er efninu tengjast á
ráðstefnunni en þeir eru Karolína
Stefánsdóttir, félagsráðgjafi, Helga
Magnúsdótir, hverfisfóstra, Svan-
hildur Hermannsdóttir, skólastjóri,
Sigríður Traustadóttir sérkennari,
Páll Tryggvason barnageðlæknir,
hugunarmanni þegar seinna flóðið
féll. „Við vorum að íjarlægja
gaddavír úr girðingu sem fyrra flóð-
ið hafði tekið með sér. Oddur Péturs-
son snjóeftirlitsmaður kom þarna að
og við vorum að spjalla við hann
þegar hann sá flóðið koma niður.
Hann náði að vara okkur við og
keyra út úr flóðinu. Fyrstu viðbrögð
hjá mér voru að keyra af stað. Við
snerum út fjörðinn og vorum því í
raun að keyra inn í flóðið. Birgir sá
þetta miklu betur en ég og sagði
mér að reyna frekar að bakka. Þeg-
ar við sáum að það var orðið of seint
að gera nokkuð sneri ég bílnum til
að reyna að forða því að hann myndi
velta. Ég var ennþá að snúa honum
þegar flóðið skall á bílnum og var
með olíugjöfina í botni þannig að
bíllinn fór aðeins upp á flóðið áður
en hann fór með því niður í fjöruna
með framendann á undan. Birgir
hafði náð að grípa í talstöðina og
kalla að við værum að lenda í flóði
áður en það skall á okkur og þegar
við vorum stopp létum við vita að
Guðný Bergvinsdóttir skólahjúkr-
unarfræðingur, Geir Friðgeirsson
barnalæknir, Þórhallur Höskuldsson
sóknarprestur, Guðmundur Sig-
valdason forstöðumaður og nemarnir
Hörður Flóki Ólafsson, Vilhelm Jóns-
son og Diljá Óladóttir.
Gestafyrirlesarar eru Margrét
Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri og
Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur.
Þátttakendur geta skráð sig hjá
Fræðsluskrifstofu Norðurlands
eystra fyrir 14. apríl næstkomandi.
Innifalið í 1.500 króna þátttökugjaldi
er hádegisverður, kaffi og meðlæti.
(Fréttatilkynning.)
það væri allt í lagi með okkur. Fyrsta
hugsun hjá okkur var að athuga
hvort Oddur hefði líka farið niður
með flóðinu því við bjuggumst alveg
eins við því. Við komumst út úr bíln-
um farþegamegin og sáum Odd uppi
á veginum heilan á húfi.“
Snjóflóðasendar
og öryggisbelti
Rögnvaldur segir að nokkurt högg
hafi komið á bílinn þegar flóðið skall
á honum og að þeir Birgir hafi ótt-
ast að rúðurnar myndu gefa sig og
bíllinn fyllast af snjó. Til þess kom
þó sem betur fer ekki og einu
skemmdirnar á bílnum eru brotið
afturljós og skakkt útvarpsloftnet.
Bíllinn náðist upp úr fjörunni með
því að handmoka frá honum að fram-
an, keyra hann út í sjó og snúa
honum við þar. Hann var síðan dreg-
inn upp með aðstoð bæjarbíls og
bíls frá skátunum á ísafirði en bæði
skátabíllinn og lögreglubíllin eru
með spil. Rögnvaldur kann bæjar-
starfsmönnum og skátum bestu
þakkir fyrir dyggilega aðstoð.
Rögnvaldur og Birgir voru báðir
í öryggisbeltum auk þess sem þeir
voru með snjóflóðasenda á sér.
Rögnvaldur segist telja að lögreglan
á Isafirði sé eina lögregluembætti
landsins sem eigi slík tæki fyrir lög-
reglumenn sína en hann segir að það
sé mikið öryggisatriði fyrir lögreglu-
menn sem starfí á snjóflóðasvæðum
og ættu öll lögregluembætti þar sem
snjóflóðahætta er að vera búin slík-
um tækjum.
Rafmagnslaust á flugvellinum
Rafmagn komst fljótlega á í
Kirkjubæ en ekki fyrr en í gær-
kvöldi á flugvellinum og í Arnardal.
Gert var við brotna rafmagnsstaura
til bráðabirgða í gær. Einangrari á
sþenninum brotnaði auk þess sem
öll olía fór af honum þegar pallurinn
datt undan honum í flóðinu. Gert
var við spenninn á verkstæði Orku-
bús Vestfjarða og honum komið fyr-
ir þegar viðgerð lauk. Jakob Ólafs-
son, rekstrarstjóri hjá Orkubúinu,
sagði að rafmagnsleysið hefði ekki
komið mikið að sök á flugvellinum,
öll tæki sem þar þyrfti að nota hefðu
verið starfhæf meðan rafmagnsleys-
ið stóð. Helst hefði verið kvartað
undan kulda í flugturninum.
Hús rýmd enn á ný
Eftir að flóðin féllu á sunnudag
kom almannavarnanefnd ísafjarðar
saman og ákvað að hús á hættu-
svæðum í Skutulsfírði og við tvær
götur í Hnífsdal skyldu rýmd.
Hættuástandi var lýst yfir í hest-
húsahverfi á Búðatúni, umferð bönn-
uð á Kirkjubólshlíð frá Langá í
Barnaheill á Norðurlandi eystra
Ráðstefna um viðhorf
gagnvart börnum
SAMTÖKIN Barnaheill á Norðurlandi eystra efna til ráðstefnu í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju næstkomandi laugardag, 16. apríl, um við-
mót og viðhorf gagnvart börnum og unglingum.
Engidal og fólk varað við að vera á
ferli á Eyrarhlíð og á Skutulsfjarðar-
braut frá áhaldahúsi og inn að Selja-
landi. Þá var Óshlíðarvegi lokað
undir kvöld á sunnudag. Þessu
hættuástandi var aflýst á fundi al-
mannavarnanefndar kl. 8 í gær-
morgun, umferð hleypt á götur og
fólki leyft að snúa heim.
Fimm flóð á Ingjaldssandi
Almannavarnanefnd á Bolungar-
vík hittist síðdegis á laugardag og
ákvað að leyfa fólki að snúa til húsa
sinna sem höfðu verið rýmd. Nefnd-
in kom aftur saman á sunnudag en
að sögn Jónasar Guðmundssonar,
formanns nefndarinnar, sáu nefnd-
armenn ekki ástæðu til að aðhafast
frekar. Á Flateyri var fólki leyft að
fara inn í hús sín síðdegis á laugar-
dag eftir að almannavarnanefnd
hafði komið saman.
Á Ingjaldssandi féllu fimm snjó-
flóð úr Brekkufjalli á sunnudag en
að sögn Guðmundar Hagalínssonar,
bónda á Hrauni, er ekki óalgengt
að þar falli flóð þrisvar til fjórum
sinnum á hverjum vetri. Að þessu
sinni hafi verið óvanalegt hversu
stór flóðin voru og hvað þau féllu
með skömmu millibili. Þau hafi fall-
ið á 8-900 metra löngum kafla og
verið 500 metra breið samanlagt.
Flóðið féll niður á veg og yfir hann
auk þess sem það skemmdi girðingu
við bæinn Brekku, sem nú er í eyði.
Guðmundur segir að mannvirkjum á
Ingjaldssandi stafi ekki í hætta
vegna snjóflóða.
12.4. 1994 Nr 378 '
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4500 0022 0316
4543 3700 0009 7116
4543 3718 0006 3233
4546 3912 3256 0090
4842 0308 1995 3028
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4550 50** 4560 60**
4552 57** 4941 32**
Afgreiðslutúlk vinsamlegast takið ofangreind
kort úr umferð og sendið VISA íslandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
lyrir að klótesta kort og visa á vágest.
Höföabakka 9 • 112 Reykjavik
Simi 91-671700
Dags. 12.4.1994. NR. 155
5414 8300 0310 5102
5414 8300 3163 0113
5414 8300 3164 7117
5414 8301 0494 0100
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
5413 0312 3386 5018
| Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORT HF.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
14. leikvika, 9-10. aprfl 1994
Nr. Leikur:_______________Rödin:
1. Degcrfors - Landskr. 1 - -
2. Helsingb. - Gðteborg - - 2
3. Norrköping - Frölunda 1 - -
4. Trellcborg -Hanunarby - X -
5. Öster - Malniö - - 2
6. Arscnal - Wimblcdon - X -
7. Covcntry - Tottcnham 1 - -
8. Man. City - Ncwcastle 1 - -
9. Norwich - Southampton - - 2
10. ShcfT. Wed. - QPR 1 - -
11. Charlton - Notth. For. - - 2
12. C. Palace - Millwall 1 - -
13. Sundcrland - Leiccster - - 2
Hcildarvinningsupphæðin:
97 milljón krónur
13 réttir: 419.530 | kr.
12 réttir: 9.530 |kr.
11 réttir: 820 jkr.
10 réttir: 250 I kr.
14. Icikvika, 10. april 1994
Nr. Leikur: Röðin:
1. Lazio - Atalanta 1 - -
2. Napoll-Juventus - X -
3. Piacenza - Cremonesc - X -
4. Sampdoria - Genoa - X -
5. Udincse - Foggia 1 - -
6. AscoU - Pescara 1 - -
7. Cesena - Ravcnna - - 2
8. Cosenza - Acireale - X -
9. Fid.Andria - Ancona - X -
10. Padova - Lucchese - X -
11. Pisa - Viccnza 1 - -
12. Vcnczia - Palermo 1 - -
13. Vcrona - Monza 1 - -
Hcildarvinningsupphæöin:
10,3 milljón krónur
13 réttir: T 918.220 | kr.
12 réttir: 10.770 kr.
11 réttir: 820 kr.
10 réttir: 230 kr.
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!