Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 19 Skilningnr og misskilning- ur á orðum „möguleikara“ eftir Pétur Eggerz Mikið varð ég undrandi þegar ég opnaði Morgunblaðið 15. apríl síðastliðinn og rak þar augun í langa og ítarléga grein Sigurðar Hróarssonar undir fyrirsögninni „Rétt og rangt um Leikfélag Reykjavíkur". Þar gerir hann að umíjöllunarefni ummæli okkar, aðstandenda Möguleikhússins (sem hann kýs að nefna „mögu- leikara“), um Leikfélag Reykjavík- ur í viðtali sem birtist í Mbl. 12. mars sl. Sannaðist þar enn sem fyrr að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Klausan sem Sigurður gerir at- hugasemdir við er svar okkar við fyrirspurn blaðamanns um hvort okkur sýnist að hægt sé að koma fleiri sýningum fyrir á sviðum stóru atvinnuleikhúsanna en nú þegar séu þar. Til glöggvunar leyfi ég mér að birta hér enn á ný umrædda klausu (Sigurður gerir að vísu enga athugasemd við fyrstu setninguna, en ég leyfi henni að fljóta með): „Það er allt hægt ef nægur vilji er fyrir hendi og okkur finnst við hafa sýnt það. Ef við lítum til dæmis á Borgarleikhúsið, þá erum við fremur ósátt við skipulagið í því húsi. Leikfélag Reykjavíkur er í rauninni ekki rekið af Reykja- víkurborg. Leikfélag Reykjavíkur er bara stærsti atvinnuleikhópur landsins. Og þessi leikhópur hefur Borgarleikhúsið til afnota og fær rekstrarstyrk frá borginni. En vegna þess að Leikfélag Reykja- víkur getur ekki fjármagnað starf- semi sína umfram þann styrk sem það fær frá borginni, er húsið fremur illa nýtt. Það hefur til dæmis aðeins verið ein sýning á litla sviðinu þar í vetur, Elín Hel- ena. Nú stendur sá salur auður. Við erum viss um að allir atvinnu- leikhópar í Reykjavík gætu nýtt hann. Okkur finnst þetta sérkenni- „Efnislega er svar okk- ar að við teljum þá möguleika sem hið ný- byggða Borgarleikhús býður upp á ekki hafa verið nýtta sem skyldi.“ leg leiklistarstefna hjá borgaryfir- völdum. Ef Leikfélag Reykjavíkur getur ekki nýtt húsið að fullu, hvers vegna mega þá ekki aðrir koma inn og nýta það? Við höfum reynt og í hvert sinn sem við birt- umst er okkur vel tekið og allir láta eins og þeir séu mjög áhuga- samir, en við fáum aldrei nein svör.“ Eitthvað virðist þetta vera ólán- lega orðað hjá okkur, því Sigurður les úr þessu miklar og ljótar rang- færslur um Leikfélag Reykjavíkur. Það þykir mér leitt, því mér hefur ætíð þótt fremur vænt um það ágæta félag. Mig langar því, áður en lengra er haldið, að reyna að útskýra hvað fólst í því sem við sögðum í umræddri klausu. Efnislega er svar okkar að við teljum þá möguleika sem hið ný- byggða Borgarleikhús býður upp á ekki hafa verið nýtta sem skyldi. Ástæðan hefur til þessa verið talin naumur fjárhagur Leikfélags Reykjavíkur, en eftir því sem við vitum best nýtur það ekki annarra opinberra styrkja en þeirra sem það fær frá Reykjavíkurborg. Því teljum við að setja megi spurning- armerki við þá stefnu borgaryfir- valda að Leikfélagið sitji eitt að þeirri stóru leiklistarlegu ijóma- tertu sem húsið óneitanlega er, meðan ekki er veitt til félagsins nægilegt fjármagn til að nýta allar sneiðar tertunnar. Borgarleikhúsið er að langmestu leyti byggt fyrir almannafé og því á almenningur heimtingu á að þar iði allt í leik- sýningum. Þegar við tölum um nýtingu hússins erum við ekki ein- ungis að tala um yfirstandandi leikár, heldur árin sem liðin eru frá opnun hússins. Við teljum að það ætti t.d. að vera unnt að sýna fleirí en eitt leikrit í einu á litla sviðinu. Má í því sambandi benda á að sýningar fyrir börn fara oft- ast nær fram að degi til en sýning- ar fyrir fullorðna á kvöldin. Að lokum minnumst við á að okkur þyki heldur treglega hafa gengið að fá svör við þeim tillögum (ekki bara einni) sem við höfum lagt fram um samstarf við Leikfélagið, við höfum aldrei fengið svör fyrr en það seint að grundvöllur sam- starfsins var hvort eð er brostinn á tímalegum. forsendum. Vissulega viðurkenni ég að sumt í svari okkar hefði verið skynsamlegra að orða á annan hátt; til dæmis má velta fyrir sér hvort réttara sé að segja að Leikfé- lagið sé í rauninni ekki rekið af Reykjavíkurborg eða aIls ekki. Það er ekki rétt að segja að Leikfélag Reykjavíkur geti ekki fjármagnað starfsemi sína umfram þann styrk sem það fær frá borginni, eins og Sigurður sýnir fram á í grein sinni. Um litla sviðið hefðum við frekar átt að segja að þar færu engar sýningar fram en að sá salur stæði auður, því á þeim tíma sem viðtal- ið var tekið fóru þar engar sýning- ar fram. Við hefðum ekki átt að segja að við fengjum aldrei svör við tilboðum okkar, við hefðum átt að segja að við fengjum sjaldan svör. Sannleikurinn er nefnilega sá að við höfum tvisvar leitað eft- ir samstarfi við Leikfélagið, í fyrra skiptið fengum við vissulega svör seint og um síðir en í síðara skipt- ið fengum við engin svör. Á hinn bóginn er vissulega um að ræða leiklistarstefnu hjá borgaryfirvöldum þegar ákveðið er að veita Leikfélaginu einu allan rétt yfír Borgarleikhúsinu. Það er einnig bjargföst trú okkar að unnt hefði verið að nýta húsið betur á Pétur Eggerz undanförnum árum ef fleiri hópar hefðu fengið að koma þangað inn. Það hvarflar ekki að okkur að rengja rétt Leikfélags Reykjavíkur til afnota af Borgarleikhúsinu eða gera lítið úr listrænum ávinning- um þess. Við berum mikla virðingu fyrir því fórnfúsa starfi sem fé- lagsmenn Leikfélags Reykjavíkur og aðrir unnu undir kjörorðinu „Við byggjum leikhús“. Við berum einnig virðingu fyrir aðstandend- um allra þeirra leikhópa sem hafa byggt sín eigin leikhús í kjöllurum og kompum, eða lagt hús sín að veði til að geta borgað himinháa FULLTRÚI Háskólans í Skövde í Suður-Svíþjóð verður á Islandi 25. apríl til 3. maí næstkomandi til að kynna nám við skólann, en síðastliðið haust hófu níu íslenskir stúdentar nám við tölvudeild skólans eftir að skól- inn sendi fulltrúa sinn hingað til lands að afla nemenda. I fréttatilkynningu frá skólan- um kemur fram að að þessu sinni sé bæði sóst eftir íslenskum náms- mönnum til tölvu- og tæknideildar húsaleigu fyrir sýningar sínar. Allt á þetta fólk það besta skilið. Því veltum við því fyrir okkur hvort ekki sé unnt að finna fleiri möguleika á samnýtingu á þeim leikhúsum sem íslenska þjóðin hefur eytt mestu fjármagni í að reisa. Ef Borgarleikhúsið er á binn bóginn jafn gjörnýtt og Sigurður segir í grein sinni þó ekki sjáist þar fleiri frumsýningar á hveiju leikári en raun ber vitni, þá er illt í efni. Og sárt þykir okkur í Mögu- leikhúsinu að vita til þess að barnasýningar þurfi að víkja. Við viljum því gleðja Leikfélagsmenn og aðra með því að upplýsa að nú í vor mun Möguleikhúsið opna nýtt leikhús við Hlemm. Þar er von okkar að á fjalir komi sem flestar leiksýningar aftur fyrir börn og unglinga. Lendi Leikfélag Reykjavíkur aftur í vandræðum með að finna svið fyrir barnasýn- ingu sína er því velkomið að leita til okkar. Það er ekki ætlun okkar að efna til illdeilna við Sigurð Hróarsson eða aðra aðstandendur Leikfélags Reykjavíkur. Möguleikhúsið von- ast miklu fremur til að eiga við þá mikið og gott samstarf um ókomin ár. Leikfélag Reykjavíkur er eitt stærsta og rótgrónasta tréð í leiklistarflóru landsmanna. Megi þeir skógarhöggsmenn aldrei koma sem fella það. Höfundur er leikari og einn af aðstandendum Möguleikhússins. skólans, og hafa verið útbúnir bæklingar á íslensku um náms- framboð nefndra deilda og þeir sendir menntamálaráuneytinu og fjölbrautaskólum. Fulltrúi skólans verður til staðar í Upplýsingastofu um nám erlendis dagana 26. og 27. apríl og 2. maí. Þann 28. apríl verður hann í Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri og þann 29. apríl í Fjölbrautaskóla NV á Sauðárkróki. Kynning á tölvu- og tækni- námi við Háskólann í Skövde VERSLA ÓDÝRT? Sumarkjólar 3.490 Flasli Mikill afsláttur af barnafótum XogZ 30% afsl. af pottablómum Ðlómalist Leður og rúskinn kr. 6*990 Herrahomið Skíðagallar 3.990 Skógar Loftpressur 220 l 18*900 STÁLMÓTUN Blússur Mikið úrval 2*990 Skór 2.190 Hitt og þetta Bolur + leggings 1.795 Vesti 1.595 Barnakot § Regnfatnaður frá 1 .990 kr. íþróttahornid Gallabuxur 2.900 \ Gallabuxnahúsið Skart í úrvali ( ÍÉNiJ Frábært verð V Skart Kaffitería og barnahorn 111r-1 a Tu'TMiTÍTi FAXAFENI 10 '#'08 9 6 6 | Opíö mán.-fös. 13-18. ^ Laugard. kl. 11-16 > » ' > f ' f .• • ■: s. «| S'. , ' •<• : 'í . > £ .' 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.