Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 Allt innbúið á Svínhaga var ótryggt Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Söfnun vegna brunans EINSTAKLINGAR í Rangárvalla- hreppi hafa hrundið af stað fjár- söfnun til hjálpar fjölskyldunni í Svínhaga á Rangárvöllum sem missti eigur sínar í bi-una þegar íbúðarhúsið þar brann, en eins og sjá má af myndinni er það rústir einar. Engu tókst að bjarga í brun- anum. Allt innbú var ótryggt, en húsið sjálft var tryggt með lögboð- inni tryggingu. Fjölskyldan, Rúnar Gunnarsson, Sigrún Bára Eggerts- dóttir og böm þeirra þijú á aldrin- um 5 mánaða til 7 ára, stendur því uppi allslaus. Þeir sem standa að söfnuninni beina því til fólks að veita fjölskyldunni hjálp og gefa fé, fatnað og annað sem það getur af hendi látið. Opnaður hefur verið reikningur í útibúi Búnaðarbankans á Hellu nr. 0308-26-4465 á nafni Rúnars Gunnarssonar kt. 170748.-2049. Fjölskyldan fyrirhugar að koma sér fyrir til bráðabirgða í gamla húsinu á Kaldbaki. Eins fljótt og verða má verður síðan byggt nýtt hús í Svínhaga. Bjarni Finnsson formaður Kaupmannasamtaka Islands Niðurstaða Samkeppnis- stofnunar kemur á óvart HALLDÓR Guðbjarnason, bankastjóri Landsbanka, kveðst álíta að sam- starfsramminn um kostnaðarskiptingu debetkortaviðskipta og annað sem stofnunin nefnir, sé þess eðlis að falla undir 16. grein samkeppnis- laga sem heimilar að veitt sé undanþága frá þeim að uppfylltum til- teknum skilyrðum. „Báðir aðilar að samkomulaginu þurfa þá að sækja um undanþágu frá lögunum, því ljóst er að sömu lög gilda fyrir báða aðila samkomulags," segir Halldór. Bjami F’innsson, formaður Kaup- mannasamtakanna, segir að þótt færa megi sterk rök fyrir því að rammasamkomulagið sé ígildi samn- ings, sé hvetju fyrirtæki fijálst að semja við banka og greiðslukortafyr- irtæki. Kaupmannasamtökin og sam- starfsaðilar þeirra mæli einungis með því að slíkt verði gert. Þetta falli því ekki undir ákvæði samkeppnislaga. „Samkeppnisstofnun hafði yfir fjóra mánuði til að komast að niðurstöðu frá því að við sendum okkar fyrir- spurn um lögmæti samráðs bankana, ásamt fyrirspurnum ASÍ og neyt- endasamtakanna. Það er því mjög gott að þeir hafí komist að niður- stöðu á einum degi varðandi þetta samkomulag, þó að mér þyki tíma- setningin sæta nokkurri furðu." Starfi hópa lokið Halldór segir að þau tilmæli stofn- unarinnar um að samstarfshópar inn- an bankanna senvfjalli um verðlagn- ingu verði lagðir niður, komi of seint þar sem hóparnir hafí fyrir löngu skilað sinni vinnu. Sameiginlegri kynningu sé einnig löngu lokið. Halldór segir að bankamir séu ósammála Samkeppnisstofnun um að endurskoða eigi ákvarðanir um að tengja gjaldtöku fyrir tékkavið- skipti við gjaldtöku debetkorta. „Þetta er rekstarmál hvers banka fyrir sig. Það er ekki í verkahring stofnunarinnar að hafa afskipti af þessu,“ segir Halldór. Halldór bendir á vegna þessa máls, að nýjar lagasetningar hérlend-' is, m.a. að erlendum fyrirmyndum, séu settar af svo miklu kappi að ein- staklingar og fyrirtæki eigi fullt í fangi með að aðlagast þeim. „Það sem var í lagi í gær er ekki lengur í lagi í dag. Fyrirtæki geta vart starf- að lengur, ekki vegna þess að þau hafi breyst að innra eða ytra útliti, heldur vegna þess að búið er að búa til lagahindranir. Viðskiptalíf okkar breytast ekki með sama hraða og lög eru sett. Um er að ræða gjörbreyttan heim frá því sem áður var, og það tekur einfaldlega tíma tekur að laga þjóðfélagið að nýjum lögum,“ segir Halldór. \FO / DAG kl. 12.00 ° w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veflur Akureyri ->-3 snjókoma Reykjavlk 0 léttskýjafl Bergen 6 skýjað Helsinki 6 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Narssarssuaq 3 skýjað Nuuk 2 alskýjað Ósló 7 skýjað Stokkhóimur 6 skýjað Þórshöfn 4 skúr Algarve 16 skýjað Amsterdam 8 skýjað Barcelona 16 mistur Berlín 9 skýjað Chicago 8 léttskýjað Feneyjar 10 alskýjað Frankfurt 11 léttskýjað Glasgow 9 skúr Hamborg 8 alskýjað London 12 skýjað - Los Angeles 16 þokumóða Lúxemborg 10 léttskýjað Madríd 7 súld Malaga 14 skruggur Mallorca vantar Montreal 9 skýjað NewYork 13 hálfskýjað Orlando 20 skýjað París 12 léttskýjað Madeira 16 léttskýjað Róm 16 skýjað Vín 10 skýjað Washington vantar Winnipeg vantar Athugasemd Sam- keppnisstofnunar HÉR birtist í heild athugasemd Samkeppnisstofnunar um samráð banka- stofnana og samkomulag þeirra við kaupmenn og samstarfsaðila þeirra. Viðskiptá’bankar og sparisjóðir hafa gert samkomulag við kaupmenn og fleiri, svokallaða greiðsluviðtak- endur, um þóknun fyrir debetkorta- þjónustu. Samkeppnisstofnun hafði bent bankastofnunum á að samstarf þeirra í samringagerð við greiðslu- viðtakendur samræmdist ekki ákvæðum samkeppnislaga. Stofnun- in benti á að hætta væri á að sameig- inlegar viðræður þeirra gætu leitt til samræmingar banka og sparisjóða á þeirri þóknun sem greiðsluviðtakend- um yrði gert að greiða fyrir debet- kortaþjónustuna. Þar með yrði dreg- ið úr virkri samkeppni í viðskiptum banka og sparisjóða. Samstarfs viðskiptabanka og sparisjóða annars vegar og greiðslu- viðtakenda hins vegar vegna þess samkomulags sem lýtur að skiptingu kostnaðar við debetkortaviðskipti verður að telja brot á bannákvæði 10. greinar samkeppnislaga. Bankar og sparisjóðir hafa nú upplýst Sam- keppnisstofnun um að þeir íhugi að sækja um undanþágu frá banná- kvæðinu þar sem þeir telja sam- starfsramma þeirra við greiðsluvið- takendur samræmast skilyrðum 16. greinar samkeppnislaga um undan- þágu. Þar sem Samkeppnisstofnun hefur ekki fengið samkomulagið til umfjöllunar hefur stofnunin ekki haft tök á að leggja mat á efni þess og þar með hvort samkomulagið uppfyllir skilyrði laganna um undan- þágu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fyrirætlanir greiðsluviðtakenda, en meðan undanþága hefur ekki ver- ið veitt telst samkomulag banka, sparisjóða og greiðsluviðtakenda um skiptingu kostnaðar við debetkorta- viðskipti ógilt samkvæmt 49. grein samkeppnislaga. Athugasemdir við viðskiptalega samvinnu Eins og kunnugt er hefur Sam- keppnisstofnun að undanfömu unnið að athugun á samstarfí bankastofn- ana um debetkort. Samstarfið hefur annars vegar falist í tæknilegri og hins vegar viðskiptalegri samvinnu. Bankar og sparisjóðir hafa fært rök fyrir því að tæknilega samvinnan hafi leitt til lægri kostnaðar við debe- tekortakerfið en ella og gerir Sam- keppnisstofnun ekki athugasemd við hina tæknilegu samvinnu. Sam- keppnisstofnun telur hins vegar ástæðu til þess að gera athugasemd- ir við nokkur atriði í viðskiptalegri samvinnu bankastofnananna við undirbúning og framkvæmd debet- kortakerfísins. Þessum athugasemd- um hefur verið komið á framfæri við banka og sparisjóði. Grundvallaratriði í samkeppnis- reglum hér á landi sem annars stað- ar er bann við samráði fyrirtækja, sem starfa á sama sölustigi um verð, afslætti og álagningu. Samráð eða samvinna um leiðsögn við útreikning á verði, afslætti og álagningu er einn- ig bönnuð. Hér er ekki einungis átt við samráð um endanlegt verð vöru og þjónustu heldur á bannið við um hvers konar samráð um verðlagningu svo sem verðmyndun, verðlagningar- stefnu og annað samstarf sem getur með beinum hætti orðið grundvöllur að verðlagningu hjá fyrirtækjum. Samkeppnisstofnun telur nokkur atriði í samstarfi bankastofnana og sparisjóða um debetkort í ósamræmi við ákvæði samkeppnislaga. Sam- keppnisstofnun telur ekki að það hafí verið ásetningur banka og spari- sjóða að fara gegn samkeppnislögum heldur sé um að ræða misskilning þeirra á túlkun laganna, auk þess sem samstarf þeirra um debetkort hófst nokkru fyrir gildistöku sam- keppnislaga. Niðurstöður Samkeppnisstofnunar 1. Meðan undanþága hefur ekki verið veitt er samkomulag banka, sparisjóða og greiðuviðtakenda um skiptingu kostnaðar vegna debet- kortaviðskipta ógilt. 2. Samkeppnisstofnun mælist til þess að eftirtaldar breytingar verði gerðar á samstarfi banka og spari- sjóða um debetkort: a. Bankar og sparisjóðir láti af hvers konar samráði sem stríðir gegn bannákvæðum samkeppnislaga. - Samningur viðskiptabanka og sparisjóða (Rás-samningurinn) um framkvæmd debetkortakerfisins verði lagaður að ákvæðum sam- keppnislaga. - Samstarfshópar sem viðskipta- bankar og sparisjóðir hafa komið á fót og fjalla um atriði er lúta að verðlagningu verði lagðir niður. - Sameiginlegri kynningu við- skiptabanka og sparisjóða þar sem fram koma upplýsingar um verð og kostnað verði hætt. b. Nokkur ákvæði í sameiginlegum reglum og skilmálum banka, spari- sjóða og greiðslukortafyrirtækja sem lúta að formi gjalda sem korthafar inna af hendi falli niður. Hver banka- stofnun fyrir sig taki ákvörðun um hvaða gjöld korthafar eiga að inna af hendi. c. Ákvarðanir banka og sparisjóða um að tengja gjaldtöku fyrir tékka- viðskipti við gjaldtöku vegna debet- korta verði endurskoðaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.