Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Frábær leðursófasett og hornsófar. Verð við allra hæfl. Litir: Svart, brúnt, rautt, grænt, blátt, hvítt og bleikt. Valhósgogn Ármúla 8, símar 812275 og 685375. „Reikningar greiddir >»gjörið svo vel“ Greíðsluþjónusta Vörðunnar er einföld og örugg. Þjónustufulltrúinn sértil þess að regluleg útgjöld séu greidd á eindaga. Varðan vísar þér leiðina að fyrirhyggju ífjármálum. varða víðtæk fjármálaþjónusta Ávarp skátahöfðingja á sumardagmn fyrsta eftir Gunnar Eyjólfsson í helgisögninni um heilagan Georg segir frá hraustum riddara sem réðst ótrauður á ógnvænlegan dreka til að frelsa konungsdóttur frá bráðum háska. Riddarinn hug- umstóri réð niðurlögum drekans með sverði sínu og hvarf síðan á braut án þess að hirða um laun verka sinna. í fræðum skáta er þessi saga lögð til grundvallar hugsjóninni um að vera ætíð reiðubúinn til hjálpar án þess að ætlast til umbunar. Víða um heim er dags heilags Georgs minnst 23. apríl og hann er sérstakur hátíðisdagur skáta i mörgum löndum. Nýliðar vinna t.d. gjarnan skátaheit sitt þennan dag að loknum vetri. Á íslandi hefur helgisögnin um heilagan Georg fléttast saman við sumarkomuna. Hinn framsýni uppalandi sr. Friðrik Friðriksson stofnaði skátafélagið Væringja í Reykjavík á sumardaginn fyrsta árið 1913, 24. apríl, daginn eftir dag heilags Georgs. Vafalaust hef- ur sr. Friðrik þekkt til helgisagnar- innar og hlutverks hennar í skáta- uppeldinu. Dagurinn hefur því hentað sérlega vel til að stofna til skátastarfs með þeim krafti og framsýni sem einkenndi allt starf sr. Friðriks í þágu íslenskrar æsku. í tilefni þessa dags var hinn þekkti sálmur Dýrlegt kemur sumar með sól og blóm eftir sr. Friðrik sung- inn í fyrsta sinn. Æ síðan hefur sumardagurinn fyrsti verið hátíðis- dagur íslenskra skáta. Sumarkoman á sérstakan sess i hugum íslendinga. Dimmir skuggar vetrarins eru að baki, birta daganna eykst hröðum skref- Gunnar Eyjólfsson um, gróðurinn tekur að lifna og bjartsýni manna vex og trú á lífið. Þannig fellur sumarkoman vel saman við bjartsýnina sem ein- kennir gott skátastarf. Aldrei eru verkefnin svo örðug að ekki megi sjá á þeim bjartar hliðar. Söngur- inn sem skátarnir eru svo þekktir fyrir er tæki til að létta lundina, auka bjartsýnina þegar syrtir að og stilla saman strengi til nýrra átaka. Skátahreyfingin er fyrst og fremst uppeldishreyfing. Að vera skáti er fólgið í að temja sér ákveð- inn lífsstíl og lífsviðhorf, viðleitni til að móta betri heim, heim frið- ar, bræðralags og hjálpsemi við náungann. í friðar- og bræðralags- hugsjón skátanna á að felast víð- sýni og umburðarlyndi. Hjálp skal veitt hveijum sem er, hvort sem um er að ræða-fólk sem hefur tap- að áttum eða þjóðir heims sem berast á banaspjót af ótrúlegri grimmd. Um þessar mundir sameinast fjölmörg skátabandalög í heimin- um um að senda friðarpakka til hijáðra barna í fióttamannabúðum. Flokkar lítilla skáta fylla pakka með nærfötum, greiðu, sápu, leik- fangi, blýanti, stílabók, litum og fleiru smálegu sem að gagni má koma, og senda jafnöldrum sínum. Islenskir skátar hafa tekið að sér flóttamannabúðir í Tazikistan og margir íslenskir skátaflokkar eru að útbúa pakkana sína nú á síð- ustu dögum vetrarstarfsins. Þannig komast börn, sem sjá daglega fyrir sér hörmungar á sjónvarpsskjánum, í tengsl við lif- andi fólk sem þau geta e.t.v. gert örlítið gagn og gefið gleði. Þetta tengir líka saman fjölskyldur skát- anna, því að mamma og pabbi þurfa e.t.v. að hjálpa til við að útvega eitthvað af því sem með þarf. Árið 1994 er tileinkað fjölskyld- unni. Fjölskyldan á í vök að vetj- ast í hörðum heimi. Foreldrar og börn hafa hver sín áhugamál og viðfangsefni. Það skiptir máli að láta sig varða mál hinna í íjölskyld- unni og foreldrar sýni áhuga á því sem börnin eru að sýsla. Þar sem böm og unglingar eru studdir af foreldrum í námi og frístunda- starfi næst meiri og betri árangur en ella. Það er verðugt verkefni fyrir foreldra að styðja börnin í fótspor heilags Georgs til að láta gott af sér leiða um sumarmál á ári fjölskyldunnar. Gleðilegt sumar! Með skáta- kveðju. Höfundur er skátahöfðingi. Slatrarar í nýrri iðnerein Á SÍÐASTA ári var ákveðið að i menn til náms í Iðnskólann og slátrarar og eiga þeir aðilar þá sem vinna í sláturhúsum. Fréttaritari hitti Bergsvein Reynisson og Stefán Jónsson, báða frá Gróustöðum í Reykhólahreppi, en þeir eru að fá sér réttindi sem löggiltir slátrarar ásamt 13 öðrum nemum víðsvegar af landsbyggð- inni. I Króksfjarðarnesi er rekið alhliða sláturhús og þar hafa þeir fengið sína starfsþjálfun. Þeir eru nýkomnir frá Danmörku og voru þar í starfsþjálfun í Slátraraskó- lanum í Hróaskeldu. Einnig voru þeir í stóru svínasláturhúsi sem jjóða sláturleyfishöfum að senda Ijúka námi í nýrri iðngrein sem að geta kennt öðrum slátrurum heitir Stef Houlberg í Ringsted, en það mun vera eitt stærsta svína- sláturhús í Evrópu og þar er unnið allan sólarhringinn. Slátrað er um 1.200 svínum á klst. en 600 svínum á klst. á nótt- unni. Svínin eru svæfð með koltví- sýringi og síðan eru þau stungin. Mennirnir sem stinga svínin endast tæpast nema í tvö til þijú ár, en laun þeirra eru góð, eða um þijár milljónir íslenskra króna á ári. Svínin renna fram hjá dýralækn- um og er gölluðu svínunum kippt í burtu, en stundum verða á mistök og þau halda áfram í vinnslukerf- inu og geta þá verið seld sem fyrsta flokks vara. Allt sem tekið er úr kerfínu fer í niðursuðu og selst sem skinka, en það merkir samkvæmt orðabók svínslæri, eða sett í pyls- ur. Svínið er fullunnið þarna og fer aðallega á Bretlandsmarkað. Þeir sem vinna í þessu stóra slát- urhúsi eru aðallega múhameðstrú- ar innflytjendur, en í þeirra augum eru svín óhrein dýr. I svona stóru húsi verður að gæta vel að því að ekkert fari til spillis. Nýta verður allt sem nýtanlegt er af svíninu. - Sveinn. I O' ACIDOPHILUS FYRIR MELTINGUNA Er meltingin i ólagi? Margt getur truflað eðlilega starfsemi meltingarfæranna, t.d. langvarandi óheppilegt mataræði. Algengast er þó að neysla fúkkalyfja setji meltinguna úr jafnvægi vegna þess að lyfin eyða þvi miður ekki einungis sjúkdómsvaldandi sýklum, heldur rústa þau jafnframt nauðsynlegum gerlagróðri meltingarfæranna. Til að koma starfsemi þeirra aftur í eðlilegt horf eru notaðir ACIDOPHILUS gerlar. ACIDQPHILUS töflur, þægilegar í inntöku, koma jafnvægi á meltinguna. Guli iniðinn tryggir gæðin. Fœst í hcilsubúðum, lyfjabiíðum og heilsuhillum matvöruversíana. éh GÍIsuhúsiö Kringlan sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 ACIDO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.