Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 2

Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 h Framkvæmdir eru hafnar við nýja fangelsisbyggingu á Litla-Hrauni Rúmar 55 fanga í 5 deildum Selfossi. FRAMKVÆMDIR við nýtt fang- elsishús á Litla-Hrauni hófust í gær er Þorsteinn Pálsson, dóms- málaráðherra, tók fyrstu skóflu- stungu að húsinu. Nýja fangels- ishúsið mun rúma 55 fanga í 5 deildum. Húsið verður alls um 1.460 fermetrar að stærð og mun kosta um 160 milljónir króna fullbúið. Aætlað er að taka húsið í notkun í mai á næsta ári. Þá er einnig áformað að lokið verði við vinnu- og íþróttaskála sem gert er ráð fyrir að kosti 30 milljónir. Þorsteinn Pálsson sagði að fram- kvæmdirnar á Litla-Hrauni mörk- uðu upphaf áþreifanlegrar og sýni- legrar uppbyggingar nútímalegs fangelsiskerfís. Hann sagði að upp- byggingin næði einnig yfir stjóm og skipulag fangelsa, menntun fangavarða og það hvemig fangar eru valdir saman til afplánunar og hversu margir yrðu í hverri deild. Þá væra öryggismál einnig til skoð- unar, hlutverkaskipti á milli ráðu- neytis og stofnana ásamt nýjum refsiúrræðum. Undirbúningur að markvissri stefnumótun og framkvæmdaáætl- un hefur staðið í rúm þijú ár. 1991 var skipuð nefnd undir forystu Haraldar Johannessen fangelsis- málastjóra sem skilaði áliti um að brýnna úrbóta væri þörf. Fram- kvæmdanefnd undir hans forystu vann síðan að því að koma málinu á framkvæmdastig. Aðrir í þeirri nefnd vora Hjalti Zophoníasson, Bjöm Matthíasson og Sigurður Jónsson. „Aðalatriðið er að þessi fram- kvæmd er liður í heildaráætlun um markvissa uppbyggingu nútíma- legs fangelsiskerfís sem hafí á að Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Haraldur Johannessen fangelsismálasljóri fagna því að framkvæmdir eru hafnar við nýja fangelsisbyggingu á Litla-Hrauni. Nýja fangelsisbyggingin eins og hún Iítur út á uppdrætti. skipa fangelsum sem uppfylla kröf- ur samfélagsins um öragg en mannúðleg fangelsi," sagði Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra meðal annars er hann ávarpaði þá sem viðstaddir vora athöfnina. Verktakar nýju fangelsisbygg- ingarinnar era Valgarð Stefánsson og Sæmundur Gíslason frá Hvera- gerði. Arkitektar nýju byggingar- innar era Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Bjömsson og verk- fræðilega hönnun annaðist Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Eftirlit með verklegum fram- kvæmdum mun Verkfræðistofa Suðuriands annast. Sig. Jóns. Víkingalottó 39,5 millj. til Islands EINN íslendingur var meðal tíu sem voru með allar sex tölurnar réttar í Víkingalottóinu í gær- kvöldi og hlaut hann í vinning 39.540.000 krónur, en fyrsti vinn- ingurinn var 395.450.000 krónur.' Potturinn var fjórfaldur að þessu sinni og er það í fyrsta sinn sem það hefur gerst og hefur fyrsti vinningurinn aldrei verið hærri. íslenski vinningsmiðinn var keypt- ur í söluturninum Skalla í Hraunbæ og var það tíu raða sjálfvalsmiði sem kostaði 200 krónur. Þetta er í þriðja sinn sem íslendingur hlýtur fyrsta vinning í Víkingalottói, og er þessi tæplega 40 milljóna króna vinningur sá hæsti sem greiddur hefur verið út hjá íslenskri getspá. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum hér heima og hlaut hver þeirra 727.353 krónur í sinn hlut, en miðarnir voru keyptir á Akranesi, Ólafsvík og í Borgarnesi. 2n»ronn6Intiib IANDGRÆÐSIUSKÓGAR 1994 Þjóðþrifastarf unnið í skógræktarfélögum Morgunblaðinu í dag fylgir blaðaukinn Landgræðsluskóg- ar 1994. Þar er fjallað um skóg- rækt og landgræðslu og það átak í ræktun sem staðið hefur frá stofnun lýðveldisins. Meðal annars er rakin saga Land- græðslusjóðs, greint frá starfi skógræktarfélaga og hlutverki Yrkjusjóðsins. ► t i t Mjólkurfræð- ingar semja SAMNINGAR náðust síðdegis í gær milli Mjólkurfræðingafélags Islands (MÍ) og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna. Geir Jónsson formaður MÍ segir samningana verða borna undir fé- lagsmenn á föstudag og mánudag. Vinnumálasamband samvinnufélag- anna féllst á að stefnu á hendur MÍ á grandvelli ólögmætrar verkfálls- boðunar yrði vísað frá Félagsdómi að því tilskyldu að félagsmenn sam- þykktu samningana. Geir segir að kaupaukakerfi gæti skilað 5% kaup- hækkun og Árni Benediktsson for- maður Vinnumálasambandsins segir hækkunina jafnvel geta orðið meiri. í dag íþróttafélög______________ Verða styrkir og lottógreiðslur fryst? 35 SVR_______________________ Unglingafargjald í strætó 7 Bískupinn af Kantaraborg Úr fátækt í biskupsstól 32 Leiðari__________________ Sumardagurinn fyrsti 34 JHorðuttbfabib VIÐSKEFTIAIVINNULÍF PoröunMafcíÖ Ríkisendurskoðandi neitar að afhenda SR skýrslu strax , Alþýðubandalagið vill atbeina forsætisnefndar í ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins ákvað í gær að óska eftir því að forsætisnefnd Alþingis krefðist þess að Ríkisendurskoðun afliendi skýrslu sem tilbúin er um undirbúning og sölu á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli hf. Ríkisendurskoðandi neitaði á fundi með fjárlaganefnd Alþingis í gær að afhenda nefndinni skýrsluna fyrr en lokið væri munnlegum málflutningi fyrir undirrétti í máli sem Haraldur Haralds- son hefur höfðað til að fá sölu hlutabréfanna rift. Sá málflutningur á að fara fram á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir 1. varaforseti Alþing- is sagðist í gærkvöldi ekki hafa fengið þessi tilmæli í hendur og að óbreyttu yrði næsti fundur í forsætisnefnd haldinn á mánudag. breytti neinu fyrir sækjendur og veij- endur dómsmálsins því þar gæti ekki verið byggt á öðrum upplýsingum en þeim sem aðilar dómsmálsins hefðu látið í té. Skýrslna beðið Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarflokks hefur þeg- ar farið fram á utandagskrárumræðu um söluna á SR-mjöli þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar liggur fyrir. Hann sagði við Morgunblaðið að aðalatriðið væri að skýrslan kæmi fram nægilega snemma svo umræð- an gæti farið fram fyrir þinglok sem áætluð eru 30. apríl en gætu dregist í nokkra daga. Þá hefur sjávarút- vegsráðherra ekki enn flutt Alþingi skýrslu um sölu ríkisins á SR-mjöli. Jóhann Ársælsson, varaformaður þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði að í raun væri um að ræða ítrekun á þeirri skoðun sem flokkur- inn hefði sett fram áður að birta hefði átt skýrsluna um leið og hún lá fyrir. Þingflokkurinn væri alveg ósammála ríkisendurskoðanda í því að bíða eigi með að afhenda skýrsl- una þar til málflutningi í dómsmálinu Ijúki þar sem ekkert samhengi sé milli skýrslna Ríkisendurskoðunar og málflutnings í dómsmálum. Sigbjörn Gunnarsson formaður fjárlaganefndar er svipaðar skoðun- ar. Hann sagðist virða niðurstöðu ríkisendurskoðanda sem hefði sagt það frá upphafi að hann teldi ekki rétt að birta niðurstöðu þessarar at- hugunar meðan málið væri fyrir dómstólum. „Hins vegar er hann búinn að lýsa því yfir að skýrslan sé tilbúin og þá tel ég að hann eigi að skila skýrslunni til fjárlaganefnd- ar,“ sagði Sigbjöm. Hann sagðist ekki telja að birting skýrslunnar Loðnuskýrsla kynnt grænlenskum og norskum fiskifræðíngum Agætt útlit er með loðnu- veiðarnar á næstu vertíð BÚIST er við að næsta loðnuvertíð verði með svipuðu sniði og nýliðin vertíð og sá afli sem í hlut íslendinga kemur geti orðið að minnsta kosti um ein milljón tonna. Heildarkvótinn sem skiptist milli íslend- inga, Grænlendinga og Norðmanna var 1.250 þúsund tonn á síðustu vertíð, og þegar upp var staðið voru 70-80 þús. tonn óveidd sem ekki náðust vegna þess hvernig loðnan hagaði sér í fyrrahaust og í janúar. Var heildarafli íslensku loðnuskipanna á bilinu 970-980 þús. tonn. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar og norsku hafrannsóknastofnuninni fiskifræðings hefur skýrsla með út- í Bergen. Með hugsanlegum athuga- reikningum Hafrannsóknastofnunar semdum sem frá þessum aðilum ber- á loðnustofninum verið send fiski- ast verður skýrslan síðan lögð fyrir fræðihgum hjá græhlensku hafrann- fiskveiðinefnd Alþjóðahafrannsókria- sóknastofnuninni í Kaupmannahöfn ráðsins seinnihlutann í maímánuði, en að því loknu verður hún gerð opinber. Byggjast niðurstöður skýrsl- unnar á rannsóknum sem gerðar voru í fyrrahaust og upplýsingum sem fengist hafa um meðalþyngd, meðalvöxt og viðgang loðnunnar. „Það eina sem hægt er að segja á þessu stigi er að almennt séð er gott útlit um loðnugengd og þá vænt- anlega loðnuveiðar á næstu vertíð, en á þessari stundu er mér ómögu- légt að tala um einhveijar ákveðnar magntölur,“ sagði Hjálmar. > í I i í k

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.