Morgunblaðið - 21.04.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.04.1994, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Jón Pálsson frá Sól- mundarstöðum á Akranesi — Mmning Fæddur 8. október 1917 Dáinn 15. apríl 1994 Mig langar til að minnast hér tengdaföður míns, Jóns Pálssonar, nokkrum orðum, en hann lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 15. apríl á 77. aldursári, eftir rúmlega þriggja sólarhringa legu þar. Jón var fæddur hér á Sólmundar- höfða 8. dag októbermánaðar árið 1917, sonur þeirra hjóna Páls Jóns- sonar og Guðnýjar Nikulásdóttur, sem þar bjuggu. Jón fékk ekki að njóta föður síns lengi, því hann dó úr spönsku veikinni árið 1918, þegar Jón var ársgamall. Hann ólst því upp í skjóli móður sinnar á Sólmundar- höfða með þeim eldri systkinum sín- um Jódísi, Nikulási og Jóhanni og síðar bættist Páll í þann hóp. Það gefur því augaleið að hin veraldlegu efni hafa verið kröpp í uppvextinum og þörfm fyrir að halda vel á spöðunum verið brýn. Guðnýju mun hafa verið það mikið metnaðar- mál að geta haldið heimilinu saman og öllum sínum börnum hjá sér. Þetta tókst með dugnaði hennar og því að börnin hennar fóru að létta undir strax og þau gátu. Jón fór því í sveit að Hrísum í Flókadal um 10 ára aldur og dvaldist þar næstu sum- ur. Þar tíðkuðust þá enn fráfærur og Jón fékk það embætti að sitja yfir ánum, halda þeim til haga og reka heim, þegar mjaltir nálguðust. Jón minntist þessa tíma oft með ánægju. Hann taldi sig vera síðasta smalann í Borgarfirði sem sat yfir kvíaám. Þótt Jón byrjaði sín störf í sveit- inni, þá varð hans lengsti starfsvett- vangur á sjónum. Frá 18 ára aldri var hann samfellt á sjó á bátum frá Akranesi, þar til hann vantaði nokkra mánuði í fimmtugt. A þess- um 32 árum hafði orðið mikil bylting í vélbúnaði og veiðarfærum. Þar nægir að nefna kraftblökkina við nótaveiðarnar. Jón taldi þó að þegar gamla aðferðin var notuð til þess að kasta fyrir síldina hefði verið miklu skemmtilegri, þá tókst manns- höndin beint á við síldina og veitti ýmist betur síldinni að sleppa, eða veiðimönnunum að vera nógu fljótir að koma nótinni umhverfis hana, áður en sfldin synti burt. Þetta hefði í þá daga verið jafnari leikur en síð- ar varð, þegar vélarorka réð ferð. Jón hóf sinn sjómannsferil sem háseti á 26 tonna báti, Öldunni MB 77, en þar var Brynjólfur móður- bróðir hans formaður. Árið 1943 sótti Jón hið minna mótorvélstjóra- námskeið Fiskifélags íslands og eft- ir það snerust hans sjómannsstörf öðru fremur um vélgæslu, þótt störf á dekki væru þar í bland, ekki síður þá en nú. Þótt starfsréttindi þau er Jón öðlaðist 1943 dygðu honum lengi vel, þá kom að því að vélastærð skipanna óx þeim réttindum yfir höfuð. Því varð það að haustið 1962 settist hann á skólabekk á ný og tók hið meira mótorvélstjóranámskeið Fiskifélagsins. Þannig fylgdi Jón þróun tímans og tók próf næsta vor með fyrstu einkunn, þá 45 ára gam- all og liðin 20 ár frá því síðast var setið á skólabekk. Jón var afar far- sæll í sínu starfi og eftirsóttur vél- stjóri. Eftir þennan langa tíma á sjónum kom Jón alkominn í land og hóf nú störf í skipasmíðastöðinni hjá Þor- geiri og Ellert. Þau störf er þar voru unnin hafa væntanlega ekki komið Jóni ókunnuglega fyrir sjónir, þar sem mikið var unnið í fískibátum við vélar og tæki. Auðvitað vann hann svo líka almenna smiðjuvinnu og sveinspróf í vélvirkjun tók hann er hann stóð á sextugu. Starfsrétt- indin urðu að vera til staðar á nýjum vinnustað eins og fyrr. Síðustu starfsárin sín hjá Þ&E vann hann svo við lagerstörf. Jón var í eðli sínu afar gáskafull- ur og skemmtilegur maður, sem gott var að umgangast. Á sínum yngri árum lék hann með Leikfélagi Akraness, t.d. í Bakkabræðrum og Ævintýri á gönguför. Þeir sem voru Minning Gísli Guðmunds- son, fv. sjómaður Einhvern tímann fyrir nokkrum árum heyrði ég viðtal við lands- þekktan mann í útvarpsþætti einum, sem Jónas Jonasson hafði umsjón með. Jónas spurði um vinfengi þessa manns við hina ýmsustu einstakl- inga og þá orðaði viðmælandi Jónas- ar það sem svo að heimili sitt væri eins og járnbrautarstöð, svo gest- kvæmt væri hjá honum. Mér hefur stundum flogið þessi líking í hug, þegar hugurinn reikar á vinnustað minn, sem er hús Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Þar er nokkurs kon- ar áningarstöð. Margir staldra þar við í skamman tíma og halda eitt- hvað annað, aðrir eiga þar lengri dvöl og fara ekki þaðan fyrr en að hinstu för er komið. Ég hef séð á bak mörgum góðum vinum mínum þaðan, sem hafa lagt af stað yfír hafíð mikla. Þá finnst mér ég standa einn á ströndinni og hjartað fyllist sárum söknuði. Mér er sagt að sökn- uðurinn sé eigingirni, ég er nú bara svona gerður og verð afskaplega lítill í sálinni, þegar slíkar ferðir eru farnar. Einn þeirra sem nýlega hefur lagt í hinstu siglinguna er Gísli Guð- mundsson fyrrverandi sjómaður. Hann var lífsglaður maður með af- brigðum, naut sín vel í góðra vina hópi, var á yfirborðinu léttur og kátur, sagði skemmtilega frá og var félagslyndur að eðlisfari. En undir yfirborðinu bjó djúpur harmur og tregi yfír örlögunum, hann var ekki alls kostar sáttur við hvernig þær Urður, Verðandi og Skuld höfðu komið fram við hann. Gísli stundaði millilandasiglingar og var eitt sinn í erlendri höfn, þegar hann bragð- aði á einhveijum vökva. Þetta reyndist vera tréspíritus og þrátt fyrir ráðleggingar var Gísla ekki gefið nægilega mikið af því sem hugsanlega hefði getað bjargað sjón í sjötugsafmæli hans munu trúlega lengi minnast „leikþáttar“ er þeir bræðumir Jón og Páll spunnu í sam- einingu. Sem áður segir var Jón á síld. Á Siglufírði kynntist hann ungri og fallegri stúlku, Maríu Magnúsdóttur. Þau gengu í hjónaband 1941 og byggðu sér 100 fm hús á Laug- arbraut 17. Það er athyglisvert fyrir okkur nú á síðasta áratug 20. aldar, að það liðu aðeins um 4 mánuðir frá því byijað var að byggja húsið, þar til flutt var inn í það. Hjónaband þeirra Jóns og Maríu var mjög far- sælt. Þau eignuðust þijár dætur; Guðnýju, gifta undirrituðum, Sum- arrós Majjneu, hennar maður er Svavar Agústsson skipstjóri, og yngst er Jóna Maja. Börn og barna- böm þeirra systra eru nú orðin 13 talsins. Því miður fengu þau Jón og María ekki að njóta efri áranna nógu lengi saman, því hún dó aðeins 59 ára gömul eftir erfið veikindi. Segja má, að með henni hafi um leið dáið hluti af Jóni, svo samrýnd voru þau. Gleði hans minnkaði og vanheilsa tók að hijá hann. Það var helst heim- sóknir afkomendanna sem glöddu hann, en Jón var afar barngóður og börnin hændust að honiim. Fyrir tæpum 2 árum hafði mikill bjúgur heijað á Jón og heilsufarið hékk á bláþræði. Þá lagðist hann á sjúkrahúsið hér og læknarnir unnu það afrek að ná bjúgnum vel niður, svo líðanin varð bærileg. Þegar hann kom af sjúkrahúsinu, fór hann ekki hans. Líklega heðfí þurft að hella ofan í hann eins miklum vínanda og hann hefði þolað til þess að hann yrði ekki alveg blindur, Gísli brást hins vegar vel við örlögum sínum og lét ekki deigan síga. Hann komst í kynni við Ásgerði ólafsdóttur, sem starfaði þá hjá Blindrafélaginu og síðar Sjónstöð íslands sem umferlis- Agnar Stefán Stef- ánsson — Minning Fæddur 11. maí 1914 Dáinn 3. apríl 1994 Kær vinur okkar og frændi and- *- aðist í Vífilsstaðaspítala að kvöldi páskadags 3. apríl sl. og fer útför hans fram á morgun, föstudaginn 22. apríl, kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Agnar fæddist á Akureyri 11. maí 1914. Foreldrar hans voru Stefán Ólafur Sigurðsson, kaup- maður, f. á Páfastöðum í Skaga- firði 29. júlí 1870, d. á Siglufirði 19. janúar 1941, og kona hans Jóhanna Sigríður Jónsdóttir frá Hofí í Vopnafírði, f. 24 júní 1874, d. á Siglufirði 29. nóv. 1963. Móð-. „ urforeldrar voru séra Jón Jónsson, prófastur að Mosfelli í Grímsnesi og síðan að Hofí í Vopnafírði, og kona hans Þuríður Kjartansdóttir frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. Föðurforeldrar voru Sigurður Jóns- son, bóndi á Páfastöðum og síðan á Kjartansstöðum í Skagafirði, og kona hans Elísabet Aradóttir frá - Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Agnar ólst upp í fjölmennum systkinahóp á glaðværu og gest- risnu heimili foreldranna í Hafnar- stræti 29. Hann var næstyngstur sex systkina, en þau voru Þuríður (Lulla), lengst búsett í Bergen, Jón, fyrrverandi framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar á Siglufirði, Marinó Kjartan, lengi starfsmaður Sanitas og síðan Öls og goss hf. á Akureyri, og Ólafur, starfsmaður Pósts og síma á Siglufírði og síðar stöðvarstjóri á Sauðárkróki. Þau eru öll látin. Eftirlifandi er Sigríður Elísabet, ekkja Egils Ragnars út- gerðarmanns á Siglufirði. Agnar lauk gagnfræðaprófi frá MA 1930. Árið 1934 fluttu foreldr- ar hans til Siglufjarðar en þá voru flest barna þeirra búsett þar. Vann Agnar við verslunarstörf og í síld- inni um tíma. Einnig var hann kyndari á gömlu Heklu. Árið 1941 lauk Agnar prófi frá Loftskeyta- skóla Islands og eftir það vann hann hjá Landsíma íslands, lengst á radióverkstæðinu, en einnig mörg sumur við síldarleit bæði á Siglu- firði og á Raufarhöfn. Agnar kvæntist árið 1942 Guð- rúnu Guðjónsdóttur, Sæmundsson- ar, byggingarmeistara í Reykjavík og konu hans Arnheiðar Jónsdóttur fyrrverandi námsstjóra. Heimili Guðrúnar og Agnars var á Skál- holtsstíg 7. Guðrún andaðist árið 1957, langt um aldur fram og var öllum harmdauði. Einkadóttir þeirra er Arnheiður Guðrún. Hún var gift John Ó. Lindsay. Þau slitu samvistir. Bjuggu þau lengi í Eng- landi og þar býr einkasonur þeirra og augasteinn afa síns, John Lindsay yngri. Heimsótti Agnar fjölskyldu sína í öllum fríum og átti með henni góðar stundir. Am- heiður hefur búið hér á landi síð- ustu ár og reynst föður sínum vel í veikindum hans. Agnar kvæntist aftur árið 1961, Guðlaugu Björgu Björgvinsdóttur. Þau slitu samvist- ir. Síðustu árin bjó Agnar í Hátúni lOa. Við kveðjum kæran vin og frænda með versum úr eftirmælum sem ort voru í minningu föður hans: Þú ert horfinn heim i friðinn, hjartans bróðir, frændi og vinur. Reynslutími lífsins liðinn, leiðir skilja, hjartað stynur. Þetta er löngum lokasaga, ljósin kærleiks yfir skína þessa hinstu döpru daga, drúpir sorg við burtfór þína. Guð sé með þér, göfgi drenpr, gröfin kallar: Sofðu í næði. Sama veginn sérhver genpr sorgar undir þó að blæði. Þú munt æ í okkar minni andaður þó hverfist sýnum. Þetta er kveðjan síðsta sinni frá systkinum og frændum þinum. (Gísli Ólafsson) Guð blessi minningu Dadda okk- ar. Hanna og fjölskylda. aftur heim til sín, heldur flutti eftir 50 ára veru frá Laugarbraut 17 til elstu dóttur sinnar og tengdasonar í Reynigrund 28. Þar hafði hann reyndar borðað síðan María dó, en nú fluttist hann alfarinn í hús þeirra sem reist var þar sem móðir hans hafði átt mógrafir. Þetta var skammt frá æskuheimilinu og nú síðustu mánuðina, þegar hann fór lítið út úr húsi, þá gat hann setið í stólnum sínum og horft út á flóann, þar sem hans starfsvettvangur hafði verið um áratuga skeið. Jón benti okkur á ýmislegt í náttúrunni sem var að gerast í okkar næsta ná- grenni, t.d. þegar múkkinn var að veiða grásleppu hér í Leyninu, með því að stýra henni á land og nú fyr- ir nokkrum dögum, þegar loðnuveið- um var að ljúka, þá sagði hann mér, að greinilega hefði loðnutorfa verið hér skammt frá landi, út á Krossavíkinni. Hann hafði mikinn áhuga á lax- og silungsveiði meðan heilsan leyfði og tók stundum elstu barnabörnin með sér. Nú þegar leiðir skilja í bili, þá vil ég þakka Jóni tengdaföður mínum fyrir hans hjálp og leiðsögn á lífs- brautinni. Hann var maður sem skil- aði þjóðfélaginu miklu með sinni vinnu og dugnaði. Hann komst vel af við sína samferðamenn og ég veit að hann var löngu tilbúinn að hefja þá göngu sem nú er hafín. Ég óska honum Guðs blessunar á þeirri braut. Rúnar Pétursson. kennari, og Ásgerður veitti honum ómetanlegan stuðning, kenndi hon- um að nota hvíta stafínn og bjarga sér innan- og utanhúss. Gísli sýndi aðdáanlegan dugnað, var ómöguleg- ur maður ef hann gat ekki farið út og gengið hringinn sinn eða komist á bak tveggja manna hjólhesti, en þá var auðvitað einhver sjáandi til þess að stýra. Hann minnti mig stundum á sjófuglana úti í Vest- mannaeyjum sem misstu allan móð, ef þeir sáu ekki hafíð eða fundu lyktina af því. Eftir að Gísli missti sjónina, kom í ljós að hann hafði frábært minni og gat sagt nákvæm- lega hvar hann var staddur og hvaða hús bar fyrir augu, gengi hann á slóðum, þar sem hann þekkti til. Gísli var mikill áhugamaður um tómstundir, átti sæti í tómstunda- og skemmtinefndum Blindrafélags- ins allt til dauðadags. Fyrir nokkru tók Gísli að fínna til lasleika og brátt kom í Ijós að hann var altekinn krabbameini. Þetta gekk fljótt fyrir sig, hann fór á sjúkrahús rétt um áramótin og svo hófst siglingin sú hin hinsta aðfaranótt 16. apríl síðastliðins. Stundum dettur mér í hug að Gísli hafí verið að reyna að flýta þessari siglingu. Hann reykti mikið og Bakkus var félagi hans. Hann var aldrei til vandræða þótt talsvert vín væri haft um hönd, en sagðist vera að krydda þessa daufu tilveru, sem honum þótti til heldur lítils að lifa. En samt hefur nú tilgangurinn með öllu þessu verið einhver, ef til vill sá að gefa Gísla innsýn í heim blindra svo að hann nái að þroskast meir í næsta jarðlífí og hugsanlega hefur forsjónin leitt hann til okkar svo að við gætum kynnst lífsglöðum og skemmtilegum manni eins og hann Gísli Guðmundsson var. Það er alkunna að fólk bregst misjafnlega við áföllum. Sumir brotna, aðrir halda áfram að beijast uns yfir líkur. Honum Ása í Bæ var einkar létt um að yrkja um vini sína sem margir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir óvæntum örlögum. Mér koma í hug síðustu ljóðlínurnar úr Sævars vísu eftir Ása, en þær orti hann um einn sona Binna í Gröf, sem var mikill sjómaður og aflakló. En Sævar bar lífsharm í bijósti eins og Gísli. Nú þegar hann Gísli er lagður í siglinguna miklu. Þá fær hann að sjá hafið bærast, bylgjurn- ar brotna á kinnungnum og öldu- faldana skella á klettóttum strönd- um. Kvöldrauðan jökul við blámann ber og bjarmar um skýjahlið; I síðasta róðurinn Sævar fer og siglir á ókunn mið. Fyrir hönd okkar vina hans og samstarfsmanna í Blindrafélaginu, Gísli Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.