Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
25
Morgunblaðið/Kristinn
Félags- og þjónustumiðstöð aldraða kynnt
ÁRNI Sigfússon borgarstjóri og Bryndís Guðmundsdóttir taka á móti gestum í nýrri Félags- og
þjónustumiðstöð fyrir aldraða sem opnuð hefur verið við Lindargötu 59.
Kristján Gíslason framkvæmdastjóri Radíómiðunar um athugasemd P&S
Sannleikanum hagrætt í
formi fréttatilkynningar
FRAMKVÆMDASTJÓRI Radíómiðunar hf. segir athugasemd frá
Pósti og síma sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag „koma sér
spánskt fyrir sjónir". Er hún til komin vegna kvörtunar Kristjáns
Gíslasonar framkvæmdastjóra Radíómiðunar til Samkeppnis-
stofnunar yfir viðskiptaháttum P&S. Ennfremur segir Kristján
að sannleikanum sé hagrætt í svörum P&S og því sé hann ekki
hissa á því að stofnunin skuli hafa svarað í formi skriflegrar at-
hugasemdar. Hann ítrekar að skipulag stofnunarinnar sé þannig
að ekki sé mögulegt að gæta hlutleysis í samkeppni á frjálsum
markaði um sölu notendabúnaðar. Nefnir Kristján sem dæmi að
yfirmaður markaðsdeildar hafi umsjón með skrifum í Farsímafrétt-
ir sem eigi að vera hlutlaust en starfsmenn hans hafi til dæmis
skrifað tilboðsbréfið sem sent var notendum sem ennþá voru eftir
í handvirka kerfinu.
Auglýsingaherferð um samheitalyf
Kostnaður nemur
rúmum 4 millj.
AUGLÝSINGAHERFERÐ heilbrigðisyfirvalda fyrir að læknar ávísi
frekar á ódýr samheitalyf en sérlyf kostar 4.175.517 krónur. Þetta
kom fram hjá heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir skömmu.
Kristján segist hafa viðað að sér
upplýsingum um viðskiptahætti
P&S um nokkurt skeið áður en
hann hafi tekið þá ákvörðun að
kvarta til Samkeppnisstofnunar.
Hafi stofnunin fengið í hendur ítar-
lega greinargerð um málið og kjósi
hann að bíða úrskurðar þaðan.
Hann segist hafa átt samtöl við
marga eftir að hann komst á snoð-
ir um að reikningagerð hefði af-
hent tiltekinni söludeild heimilis-
föng og símanúmer um 300 aðila
sem ennþá áttu farsíma í handvirka
kerfinu. „Meðal annars átti ég við-
töl við flesta ef ekki alla aðila inn-
an P&S sem málið varðaði og viður-
kenndu allir helstu yfirmenn stofn-
unarinnar að mistök hefðu átt sér
stað þegar reikningagerð afhenti
umrædd tölvugögn,“ segir Kristján.
Hann segir þau svör að aðrir
söluaðilar hafi getað borið sig eftir
umræddum lista hjá P&S hafa
„komið sér spánskt fyrir sjónir“.
„Það er ekki alveg rétt að öðrum
söluaðilum hafi staðið til boða að
fá afrit af nafnalistanum eins og
segir í athugasemd P&S. Hið rétta
er að þegar ákveðinn söluaðili
komst á snoðir um útsend tilboðs-
bréf fór hann fram á það við reikn-
ingagerð P&S að fá listann en var
synjað. Það var ekki fyrr en búið
var að hafa samband við yfirmann
markaðsdeildar og hann hafði
kynnt sér málið að listinn fékkst.
Færðar voru sönnur á að listinn
væri frá reikningagerð, sem á að
vera hlutlaus þjónustudeild, og þá
fékkst hann fyrst afhentur. Hér er
einfaldlega verið að hagræða sann-
leikanum og því eðlilegt að yfir-
menn P&S hafi ekki viljað tjá sig
öðruvísi en í fréttatitkynningu,"
segir Kristján. Hann segir það einn-
ig rangt að hver og einn hafí getað
fengið listann með örlítilli fyrir-
höfn, eins.og sagði í athugasemd
Pósts og síma. „Þar vantar heimil-
isföng umræddra farsímaeigenda.
Þarna er augljóslega verið að reyna
að draga úr mikilvægi listans en á
honum voru bæði heimilisföng og
símanúmer notendanna," segir
Kristján.
„Reynt að gera mig samsekan"
Þá segir einnig að P&S hafí ekki
talið ástæðu til þess að láta prófa
gjaldtökubúnað sem fyrirtækið sel-
ur og Kristjáni hafi verið kunnugt
um af hveiju. „Þetta er rangt og
sætir furðu að stofnunin sé að
reyna að gera mig samsekan því
að hafa brotið íjarskiptalög með
því að óska ekki eftir tegundarsam-
þykki hjá Fjarskiptaeftirlitinu,“
segir Kristján.
I í 3. grein II. kafla í fjarskipta-
lögum segir að „hver sá sem flytur
inn eða smíðar búnað sem tengja
á við almennt fjarskiptanet skuli
fá yfirlýsingu frá Fjarskiptaeftirliti
ríkisins um að hver og ein tegund
eða gerð tegundar, búnaðar eða
hluta hans uppfylli þær tæknikröf-
ur sem gilda þar um. Liggi fyrir
vottorð frá viðurkenndri prófunar-
stofu um að búnaður sé í samræmi
við staðla og reglur telst staðfest-
ing frá Fjarskiptaeftirlitinu full-
nægjandi“.
Synjað um innflutningsleyfi
Kristján segir aðalatriði í sínum
málflutningi varðandi gjaldtöku-
búnað fyrir farsíma að Radíómiðun
hafí fengið synjun um innflutning
á samskonar búnaði og P&S tók
síðan að selja á þeirri forsendu að
hann væri ekki samþykktur af
fyrirtækinu. Þetta var árið 1989
þegar prófun og samþykkt not-
endabúnaðar var ennþá í höndum
fyrirtækisins. „Þegar söludeild P&S
hefur sölu á samskonar búnaði
nokkru seinna er öll tegundaprófun
talin óþörf og ekki leitað álits Fjar-
skiptaeftirlitsins. Ég er ekki á móti
gjaldtökubúnaði þeirra heldur þess-
ari mismunun,“ segir Kristján.
Ekki hægt að gæta hlutleysis
Loks segir hann varðandi at-
hugasemd P&S um Farsímafréttir
að blaðið sé gefið út sem liður í
þjónustu við farsímanotendur og
því skuli ætla að ekki eigi að mis-
muna söluaðilum. „Ég var ekki að
fara fram á neitt annað en að fá
sömu umijöllun um samskonar
búnað og söludeildin hafði fengið
umijöllun um, annað er útúrsnún-
ingur. Yfirmaður markaðsdeildar
hefur umsjón með útgáfu Farsím-
afrétta og starfsmenn hans skrifa
efni í bréfíð en þeir sáu til dæmis
um að skrifa tilboðsbréfið sem sent
var á sínum tíma og nefnt hefur
verið. Og er þetta enn eitt dæmið
um óljósa aðgreiningu söludeildar
og þjónustudeilda fyrirtækisins,"
segir Kristján að lokum.
♦ ♦ ♦-----
Menningar-
miðstöð í
Kópavogi
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur
samþykkt forsögn að hönnun
Menningarmiðstöðvar Kópa-
Vogs sem verður reist vestan við
Kópavogsgjána, milli Hamra-
borgar og Borgarholtsbrautar,
suðaustan við Listasafn Kópa-
vogs og Gerðarsafn.
Þar verða sameinaðar ijórar
stofnanir undir einu þaki, þ.e.
bókasafn, náttúrufræðistofa, tón-
listarskóli og myndlistarskóli. Auk
þess er gert ráð fyrir ijölnota tón-
leikasal og skiptistöð fyrir AV
(Almenningsvagna bs). Húsið
verður nálægt 4.000 fm að gólffl-
atarmáli.
Eftirtaldir hafa verið skipaðir í
byggingarnefnd Menningarmið-
stöðvar Kópavogs: Gunnar Birgis-
son, formaður bæjarráðs, Sigurður
Geirdal, bæjarstjóri, Sveinn ívars-
son, arkitekt og Valþór Hlöðvers-
son auk eins fuíltrúa sem Alþýðu-’
Guðmundur Árni Stefánsson heil-
brigðisráðherra sagði þetta vera að
sönnu háa upphæð en á móti hefði
reglugerð heilbrigðisráðuneytisins,
um að merkja lyfseðlja sérstaklega
eftir því hvort vísað sé á sérlyf eða
hvort afgreiða megi ódýrasta sam-
heitalyf, sparað tugmilljóna útgjöld.
Unnt væri að halda því fram að lyfja-
kostnaður gæti lækkað um hundruð
milljóna til viðbótar á lengri tíma.
Ráðherra var að svara fyrirspurn
frá Ingibjörgu Pálmadóttur þing-
manni Framsóknarflokks um lyfja-
auglýsingar í fjölmiðlum. Ingibjörg
spurði meðal annars hveiju ætti að
ná fram með þessum auglýsingum
og sagði heilbrigðisráðherra að aug-
lýsingaherferðinni væri ætlað að
upplýsa almenning um þá möguleika
sem fælust í reglugerð ráðuneytisins
um r-merkt sérlyf og s-merkt sam-
heitalyf. Megintilgangurinn væri að
leitast við að lækka lyfjakostnað
samfélagsins og hlut sjúklinga án
þess að slakað væri á öryggi eða
gæðum.
Sóun á almannafé
Fram kom í svari ráðherrans að
auglýst hefði verið í blöðum og ljós-
vakamiðlum. Ingibjörg Pálmadóttir
sagði fróðlegt að ekki væri auglýst
í þeim eina miðli sem rétt hefði ver-
ið að auglýsa i: Læknablaðinu.
„Heldur heilbrigðisráðherra að lækn-
ar í þessu landi fari eftir auglýsingu
í útvarpi?" spurði Ingibjörg. Hún
sagði að læknar hugsuðu bæði um
heilsu og fjárhag sinna sjúklinga og
því væri heilbrigðisráðherra að eyða
almannafé til einskis í þessa auglýs-
ingaherferð.
Guðmundur Árni Stefánsson sagði
að þetta kynningarátak byggði á því
að allir þeir sem kæmu að málinu,
læknar, lyfjafræðingar og sjúklingar,
hefðu allar helstu upplýsingar um
þá möguleika sem umrædd reglugerð
gæfí. Guðmundur Ámi sagði, að
þótt læknar hefðu tekið vel við sér
varðandi reglugerðina, þá væru að-
eins 48% lyfseðla merktir með full-
nægjandi hætti. „Við væntum þess
að í kjölfar þessa kynningarátaks
náum við enn betri árangri. Eg hygg
að þeir fjármunir sem hefur verið
varið til þessa kynningarátaks komi
þvert á móti til með að skila sér
margfalt í lækkun útgjalda, bæði
Tryggingastofnunar og þeirra ein-
staklinga sem þurfa að kaupa lyfin,"
sagði heilbrigðisráðherra.
-----♦ ♦ ♦-----
Eindregin
ósk eftir að
fá greinar-
gerðirnar
Spurt um við-
skipti við Myndbæ
í BÓKUN Sigrúnar Magnúsdóttur
borgarfulltrúa Framsóknar-
flokks, í borgarráði á þriðjudag,
er eindregið óskað eftir að grein-
argerðir Ingu Jónu Þórðardóttur
til Markúsar Arnar Antonssonar
fyrrverandi borgarstjóra verði
lagðar fram á næsta fundi borgar-
ráðs. Minnihlutinn lagði einnig
fram fyrirspurn vegna viðskipta
borgarinnar við Myndbæ.
í bókun Sigrúnar er vitnað til
þess að í minnisblaði Markúsar til
bogarráðs, komi fram að: „Á reglu-
legum fundum með borgarstjóra
lagði Inga Jóna fram minnisblöð og
greinargerð sem vinnuplögg fyrir
borgarstjóra..." Borgarráð eigi kröf-
ur á að fá þessar greinargerðir og
óski hún eindregið eftir að fá þær
afhentar á næsta fundi borgarráðs.
Þá óskar minnihlutinn eftir sund-
urliðuðum upplýsingum um viðskipti
borgarinnar við Myndbæ. Spurt er
hvaða heimildarmyndir fyrirtækið
hafi framleitt fyrir Reykjavíkurborg
síðustu tvö ár. Hvaða auglýsingar
fyrir sjónvarp hafi fyrirtækið fram-
leitt fyrir borgina á sama tíma og
loks hvað hafi fyrirtækið fengið
greitt fyrir.
rferð
nsar
Einstakt tækifæri til að nj
Beint flug til Parísar á fi:
sunnudagskvöldi. Aðeins
Bókaðu meðan
enn er laust.
nudagskvölds
í þessari heillandi borg.
komið til baka á
19.900
5.700
með morgunmat.
atiar kr. 3.200.
HEIMSFERÐIR
VISA
flm j,
v
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600