Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 49 Ingibjörg Guðmimds- dóttír — Miimiiig Fædd 5. október 1911 Dáin 14. apríl 1994 í minningu minni er mynd hennar skýr og sterk; tággrönn og stælt, hnarreist og tíguleg. Þegar gest bar að garði greip hún saman höndum yfir brjóstið eins og til að greipa minninguna í hjarta sér. Hún tók gestinn í faðm sér og kyssti hann fagnandi. I augum hennar er ljóm- andi einlægni og fölskvalaus gleði. Hlátur hennar er syngjandi bjartur og lífsgleðin bjarmar í andliti henn- ar. Kvik í hreyfingum, sporlétt og taldi aldrei neitt eftir sér. Þannig minnist ég móðursystur minnar, Ingibjargar Guðmundsdóttur. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri í Reykjavík, fæddur í Hvammsvík í Kjós 23. febr- úar 1882, d. 17. febrúar 1919. Kona hans var Áslaug Þórðardóttir, for- stöðukona Baðhúss Reykjavíkur, fædd í Reykjavík 11. júlí 1892, d. 12. október 1950. Foreldrar Guðmundar: Guðmund- ur, f. í Hvítanesi í Kjós 30. nóvember 1850, d. í Reykjavík 12. marz 1934 og kona hans Jakobína, f. á Valda- stöðum í Kjós 3. nóvember 1858, d. 18. marz 1931, Jakobsdóttir. Foreldrar Áslaugar: Þórður, f. í Akurholti i Eyjahreppi 25. september 1851, d. í Reykjavík 10. júlí 1931, Þórðarson og kona hans Ingibjörg, f. í Mýrarhúsum í Eyrarsveit 16. ágúst 1854, d. í Reykjavík 4. októ- ber 1939, Sveinsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður Ingibjarg- ar er Sverrir Sigurðsson, f. 10. júní 1909, löngum kenndur við Sjóklæða- gerðina. Þau gengu í hjónaband 8. apríl 1933. Þau áttu tvær dætur barna, Björgu, f. 4. janúar 1936, d. 17. febrúar 1986, og Áslaugu, f. 30. nóvember 1940. Ingibjörg var elst þriggja systra, f. 5. október 1911, d. 14. apríl 1994; næst var Björg, f. 29. október 1913, d. 21. desember 1933; og loks móðir mín, Ingunn, f. 28. marz 1916, sem lifir systur sínar. En hver var hún þessi kona og hvert var hennar eðli? Þegar vanda- mál steðjuðu að eða lífið setti fyrir mann fótinn var ráðið besta að leita til hennar. Hún var úrræðagóð en lagði aldrei illt til nokkurs manns. Þess í stað átti hún vorkunn og sam- úð með þeim, sem viljandi eða óvilj- andi gerðu á annarra hlut. Það sem hún lagði til málanna einkenndist af skörpum skilningi á mannlegu eðii og breyskleika. Hún gat lesið í sál- ina. En umfram allt kunni hún þá sjaldfundnu list — að hlusta. Bam átti ég því láni að fagna að vera hálfgerður heimalningur á heimili Ingibjargar og Sverris. Þau bjuggu þá á Grenimel 16 í Reykjavík. Þau kynni sem þá var stofnað til uxu og döfnuðu undir þeirra hand- leiðslu. í huga mér eru þau ævinlega órjúfanleg heild; sá voldugi stofn sem sterkur stendur og ekkert fær bifað; sú laufskrúðga króna, er veitir bæði skjól og skugga; hið fegursta tré, sjálft lífstréð, sem vex og dafnar af góðum verkum, einlægu hjarta og kærleika. Listfengi og smekkvísi voru þar í öndvegi — jafnt í smáu sem stóru. Svo er enn á heimili þeirra á Seltjarn- arnesi. Hvert sem litið er má sjá að sama alúðin er í öllum verkum og frágangi. I öllu sem þau hjón komu nálægt meðan Ingibjörg lifði studdu þau hvort annað í áhugamálum sínum og sýndu þar gagnkvæma virðingu. Ævistarf þeirra er mikið og marg- falt að vöxtum, samslungið og raun- ar hvergi nærri lokið. Þeir listamenn þessarar þjóðar, sem ortu ljóð sín í litum á léreftið ellegar mótuðu hugarsýn sína í málm og gijót áttu nokkrir skjól og styrk hjá þessum hjónum. Þau voru skáld- um litanna það, sem Ragnar í Smára var rithöfundum og ljóðskáldum í lista- og menningarlífi íslendinga. Á langri ævi eignuðust þau tilkomu- mikið safn listaverka helstu meistara þjóðarinnar, en voru órög að styðja við bakið á þeim, sem í nafnleysi ókominnar frægðar eða listadraums lögðu á djúpið með bjartsýnina eina í malnum. Þau aunnu í kyrrlæti og einlægum áhuga að þessu hugðar- efni. Ur safni sínu gáfu þau Háskóla íslands einstæða listaverkagjöf fyrir nokkrum árum og er sú hornsteinn Listasafns Háskóla íslands. Mætti ég nefna stórvirki mikið, sem eitt og sér teldist dijúgt ævi- starf, en það er ræktun landspildu þeirrar við sumarbústað fjölskyld- unnar, er í upphafi var nöturlegur melur, en skartar í dag íðilfögrum skógi, sem íslendingur býst við að mæta í fjarlægu landi fremur en á þeirri fóstuijörð, sem þekkt er að því að fara hörðum og oft miskunnar- lausum höndum um lífríki sitt. Þessi gróðurvin vitnar um ástríki, um- hyggju og natni þeirra hjóna við öll verk, sem þau hafa komið nærri. Mér koma í hug orð Halldórs Lax- ness er hann lýsir verklagi Steinars bónda í Hlíðum undir Steinahlíðum: ... aldrei þoldist skemd í því búi né löstur á neinum hlut degi leng- ur ellegar niðurdröbbun af nokkru tagi innanstokks eða utan en jafn- an hlaupið til og dyttað að, slíkur gæslumaður var bóndi þessi vak- inn og sofinn .. . Hlíðabóndi átti mörg handtök á vorin, að tína burt gijót úr túni sínu og eingjum, þeim mun fleiri sem hann var nákvæmari hirðumaður en flestir. Hann varð oft að beygja sig niður við þetta verk og rétta úr sér með þúngan stein í fánginu, en laun voru þar eigi goldin utan sú gleði sem af því fæst að sjá spillistein felldan innvirðulega í garð. Með ijölskyldu sinni hafa þau Ingi- björg og Sverrir hlúð að þessu krafta- verki og mun því starfi haldið áfram af sömu elju og alúð og vandi er til. í stuttu máli var hún mér afar kær og því meir sem ég kynntist henni betur. Minningin um hana ljómar upp sálina og vekur kenndir og hughrif sem aldrei verður lýst í orðum. En lífíð er ekki alltaf sigling á lognsævi. Þau reyndu mótbyr engu síður en meðbyr og áttu saman sorg- ir og sigra. En biturð og uppgjöf voru þeim ókunn orð. Mótlætið var beislað í lífsreynslu, umburðarlyndi og djúpa gleði þess, sem lifir lífi sínu í friði og sátt við guð og menn. Má ég vitna í ljóð Ingimars Er- lends Sigurðssonar, „Þroski", sem birtist í ljóðabók hans „Helgimyndir í nálarauga": Sem eldist þú og eflist að árum æ sjaldnar sinnir eigin sárum þín augu gráta annarra tárum. Hún fylgdist með börnum okkar hjóna vaxa úr grasi og taka þroska sinn. Hugðarefni þeirra voru áhuga- mái hennar. Dóttir okkar, sjö ára gömul, elskaði hana þeirri barnslegu ást, að henni þótti hún jafnaldra sín en þó viskubrunnur og átti hana að trúnaðarvini. Ingibjörg kallaði hana „litlu ljúf“, en Ingunn Margrét kallaði hana ein- lægt „stóru ljúf“. Telpan trúði henni fyrir því að hún fengi aldrei bréf í póstinum og fannst að enginn hefði hug á að þekkja hana. Viku síðar kom bréf frá Imbu töntu. Mikil var gleði bamsins. Hún ritaði frænku sinni þegar í stað og milli þeirra fóru nokkur bréf. Slík var vaka móður- systur minnar — svo í smáu sem stóru. Þannig minnist ég hennar. Þá var hún elsk að klassískri tón- list og átti marga friðarstund er hún hlýddi á verk genginna meistara, en ekki síður við ljóðalestur. Hún safn- aði ljóðabókum og hafði á hraðbergi ógrynni kvæða. Hún kenndi mér vís- ur eftir ömmu mína, Áslaugu Þórðar- dóttur. Tónlistin og ljóðin voru sam- eiginlegt áhugamál okkar. Tíminn leið hratt þegar okkur gafst stund að spjalla um þetta hugðarefni. Eg fann glöggt af kynnum okkar að friður ríkti í hjarta hennar og sál. Ég hlýt að telja mig hafa þegið meira frá henni en mér auðnaðist að gefa. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Sverri Sigurðssyni, dóttur, tengda- syni og afkomendum öllum vottum við einlæga samúð og biðjum þeim blessunar og huggunar á þessari stundu. Þegar ég renni yfir þessa litlu kveðju sé ég raunar að mér reyn- ist erfitt að greina þau hvort frá öðru. Ingibjörg og Sverrir voru sam- hljóma í lífi og starfi. Þannig er mér ógerlegt að minnast annars án þess að nefna hitt. Komið er að kveðjustund. Minn- ingin um Ingibjörgu Guðmundsdótt- ur lifir björt og skær í hugum okkar allra. Við munum varðveita þá minn- ingu með sjálfum okkur og börnum okkar, Kristni Gunnari, Jörundi Ragnari og Ingunni Margréti. Haraldur G. Blöndal, María Aldís Kristinsdóttir. oaþeíslK Raffvsa'a Tyrsta, Sf Mgáífiff KFUM i ffltnaskégi Vatnaskógur liggur við Eyrar- vatn í Svínadal og þar er jafn- an nóg að gera fyrir athafna- sama drengi, 9 ára og eldri. Vatnið, skógurinn og fjöllin í kring veita ómælda möguleika til leikja og útivem. Bátsferðir, stangveiði, skógar- leikir, gönguferðir, fótbolti, körfubolti og aðrar íþróttir eru meðal þeirra atriða sem laðað hafa drengi að Vatna- skógi í áratugi. Þar er íþróttahús sem mikið er nýtt þegar illa viðrar til útivem. FLOKKUR TÍMABIL ALDUR DAGAR VERÐ DRENGIR l.fl. 27. maí - 2. júní 9-10 ára (84-85) 6 dagar 12.300,- 2. fl. 2. júní - 9. júní 9-10 ára (84-85) 7 dagar 14.300.- 3. fl. Fullt 9. júní - lö.júní 10-11 ára (83-84) 7 dagar 14.300,- 4. fl. 16. júní - 23. júní 10-1 lára (83-84) 7 dagar 14.300.- Almennt mót 24. júní - 26. júní 5. fl. Fuilt 27. júní - 6. júlí 10-12 ára (82-84) 9 dagar 18.300,- 6. fl: Fullt ó.júlí - 14. júlí 11-12 ára (82-83) 8 dagar 16.300.- 7. tl. Fullt 14. júlí - 21. júlí 11-13 ára (81-83) 7 dagar 14.300.- 8. fl. 21.júlí - 29. júlí 12-13 ára (81-82) 8 dagar 16.300,- Sæludagar um verslunarmannahelgina. 9.0. 2. ág. - 9. ág. 14-17 ára (77-80) 7 dagar 14.300,- (9. fl. unglingaflokkur fyrir bæði stelpur og stráka) 10. fl. 9. ág. - 17. ág. 13-15 ára (79-81) 8 dagar 16.300,- 11.fl. 17. ág. - 24. ág. 11-13 ára (81-83) 7 dagar 14.300,- 12. fl. 24. ág. - 31. ág. 10-12 ára (82-84) 7 dagar 14.300,- (12. fl. íþróttaflokkur) 13. fl. 1. sept. - 4. sept. 17-99 ára (95-77) 3 dagar 6.900.- (13. fl. karlaflokkur) 14. fl. 9. sept. - ll.sept. 7-99 ára (95-87) 2 dagai' 3.800,- (14. fl. feðgahelgi) (kynningarverð) SKRÁNING: Skráning hófst 18. apríl og fer fram í félagshúsi KFUM og KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuvegar í Reykjavík, mánudaga til föstudaga kl. 08:00- 16:00. Tekið er við innritunum í símum 91-678899 og 91-881999. Skráningargjald er kr. 3.000,- og er óafturkræft en dregst frá dvalargjaldinu. 10% afsláttur er veittur fyrir systkini sem fara í sumarbúðir KFUM og KFUK. Ath! Skráð er í Vatnaskóg í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl. 12:00 -18:00 í síma 91-881999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.