Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 Að taka af skarið eftir ÓlafÞ. Stephensen Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur með greina- skrifum sínum í Morgunblaðið und- anfarnar vikur staðfest það álit undirritaðs að hann sé sá ráðherra í ríkisstjórninni, sem beztan skiln- ing hafi á nýjum kringumstæðum í utanríkismálum íslendinga og átti sig á að nauðsynlegt sé að endur- meta þá stefnu íslenzkra stjórn- valda að standa utan Evrópusam- bandsins (ESB). Hins vegar hefur ráðherrann - ennþá - veigrað sér við að draga þá beinu ályktun, sem virðist nærtækast að draga af hans eigin málflutningi. Breyttar forsendur Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér um það að aðildarsamningar hinna EFTA-ríkjanna við Evrópusam- bandið, sérstaklega Norðurland- anna þriggja, gerbreyta flestum forsendum, sem íslendingar þurfa að gefa sér við stefnumótun gagn- vart ESB. Til dæmis er líklegt að mun meira tillit yrði tekið til sjávar- útvegshagsmuna íslendinga í aðild- arviðræðum við ESB en almennt hefur verið talið á íslandi. Það er sömuleiðis rétt hjá utan- ríkisráðherra að ESB-aðild allra hinna Norðurlandanna ijögurra mun væntanlega þýða að sá póli- tíski styrkur, sem Islendingum hef- ur verið að samvinnunni við Norðurlönd á alþjóðavettvangi, mun fara dvínandi, jafnt og mikil- vægi sjálfs Norðurlandasamstarfs- ins. Allsherjarsamtök Evrópuríkja Enn er það rétt hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni að horfur á enn frek- ari fjölgun aðildarríkja Evrópusam- bandsins á næstu árum bendi til tvenns; annars vegar að dregið verði úr tilhneigingu til miðstýring- ar innan sambandsins og það verði því fýsilegri kostur fyrir Islendinga, og hins vegar að með inngöngu Austur- og Mið-Evrópuríkja verði ESB allshetjarsamtök Evrópuríkja í efnahags- og öryggismálum, sem „Getur það kannski verið að utanríkisráð- herra - eins og margir aðrir íslenzkir stjórn- málamenn - sé svolítið smeykur við það gern- ingaveður, sem óhjá- kvæmilega verður magnað upp ef íslenzk- ur stjórnmálaforingi kveður upp úr með að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu?“ lítill hagur sé af að standa utan. Hann hefur jafnframt rétt fyrir sér að eftir því sem aðildarríkjum Evr- ópusambandsins ijölgar, rýrnar mikilvægi NATO, EFTA, OECD og Sameinuðu þjóðanna í töku ákvarðana og tækifærum, sem Is- lendingum gáfust þar til samráðs og samstarfs við önnur ríki, fækk- ar. Utanríkisráðherra hefur enn fremur á réttu að standa þegar hann segir að hugmyndir manna um fullveldi hafí breytzt: „Engin þjóð er fullvalda ef hún er áhrifa- laus um örlög sín og getur ekki tekið þátt í að móta aðstæður sín- ar. Þjóð sem axlar ábyrgð í ftjálsu samstarfí lýðræðisríkja og hlýtur, - fyrir vikið, möguleika til að öðlast áhrif á pólitískar og efnahagslegar ákvarðanir sem skipta afkomu hennar öllu hefur ekki fyrirgert fullveldi sínu.“ Tvíhliða samningur eða aðildarumsókn Loks er það er rétt mat hjá utan- ríkisráðherra að breyting á EES- samningnum í tvíhliða samning íslands og ESB getur reynzt snúið úrlausnarefni hvað varðar eftirlit með efndum íslendinga á samn- ingnum. Aðrir hafa bent á að lík- legt sé að ESB muni krefjast þess að íslendingar viðurkenni lögsögu framkvæmdastjórnar ESB og Evr- ópudómstólsins. Að samþykkja slíkt án nokkurra áhrifa á ákvarð- anatöku innan sambandsins væri verri kostur en að ganga í sam- bandið. í grein sinni i Morgunblaðinu 8. apríl segir Jón Baldvin um hugsanlega aðildarumsókn Ísiend- inga: „Fari svo að aðild Norður- landanna þriggja að Evrópusam- bandinu frestist fram í ársbyijun 1996 kann að vera að mögulegt sé fyrir íslendinga að ganga frá aðildarsamningum fyrir þann tíma °g fylgja nágrannaríkjunum inn í Evrópusambandið, þótt líklegra sé að Islendingar myndu þurfa að gjalda þess að hafa ekki tekið boði um aðildarviðræður vorið 1992. Ef ríkjaráðstefnan árið 1996 kemst að niðurstöðu um framtíðarskipu- lag Evrópusambandsins er ekki útilokað að aðildarviðræður við ís- land gætu hafizt strax upp úr því og að af aðild gæti orðið fyrir alda- mót.“ Hvers vegna þessi dráttur? I ljósi ofangreinds málflutnings utanríkisráðherra er sérkennilegt að hann skuli ekki draga þá skýru ályktun af sinni eigin röksemda- færslu, sem virðist blasa við. Ef hónum er alvara með skrifum sín- um, ætti hann að leggja til að ís- land sæki um aðild að Evrópusam- bandinu og hefíast handa um að vinna tillögunni stuðning. Raunar mun hún eiga fylgi mikils meiri- hluta almennings að fagna ef marka má nýlegar skoðanakannan- ir. Utanríkisráðherra segist í grein sinni 8. apríl ekki tilbúinn að kveða upp úr um þetta, og gefur í skyn að hann muni bíða eftir niðurstöð- um könnunar Háskólans á kostum og göllum ESB-aðildar, sem vænt- anlegar eru í sumar. Það var kannski gott og blessað að biðja Háskólann um faglegt álit, þótt sú beiðni ríkisstjórnarinnar væri lögð fram a.m.k. tveimur árum of seint. Hins vegar er það alveg morgunljóst að ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu er pólitísk ákvörðun. Hinar pólitísku staðreyndir, sem sú ákvörðun hlýtur að byggjast á, liggja þegar á borðinu og hníga Ólafur Þ. Stephensen allar til sömu áttar - Jón Baldvin hefur sjálfur varið fjórum ágætum greinum í Morgunblaðinu til að rekja þær og væntanlega lítur hann fremur á sig sem stjórnmálamann en fréttaskýrenda. „Innlegg í um- ræðuna" eru góðra gjalda verð, en duga skammt, þegar það hefur dregist alltof lengi að stjórnmála- menn taki af skarið. Gífurlegur styrkur væri að því að fylgja hinum Norðurlöndunum inn í ESB, þar sem þá fengju ís- lendingar tækifæri til að taka þátt í umræðum á ríkjaráðstefnunni 1996 um framtíðarskipulag sam- bandsins. Ef Jón Baldvin Hannib- alsson leggur á annað borð ein- hvern trúnað á að Island eigi mögu- leika á að gerast aðili að Evrópu- sambandinu fyrir 1996, áttar hann sig jafnframt á því að það er afar brýnt að umsókn sé lögð inn sem fyrst, og að menn endurtaki ekki mistökin frá 1992, þegar íslenzkir stjórnmálamenn hummuðu boð Evrópusambandsins um aðildarvið- ræður fram af sér nánast umræðu- laust. Það er ekki hægt að bíða endalaust með að gera upp hug sinn. Ótti við gerningaveður afturhaldsins? Ef á annað borð á að bíða eftir niðurstöðum Háskólans, er hins vegar mikilvægt að ráðherrar ríkis- stjórnarinnar noti tímann til að átta sig sjálfir á hinum pólitíska raunveruleika, sem íslendingar búa við, og eigi pólitískan vilja og þor Friður, frelsi og framfarir eftir Valgerði Bjarnadóttur Ég er þeirrar skoðunar að við hefðum átt að vera samferða EFTA-þjóðunum fíórum í nýafstað- inni samningagerð þeirra við Evr- ópusambandið. Skoðun mína byggi ég ekki síður á því að ég hygg að það sé góður kostur fyrir ísland að vera aðili að Evrópusambandinu, en hinu að það sé vont fyrir okkur að standa ein Norðurlandaþjóðanna utan við sambandið. Stríðið þar sem áður hét Júgó- slavía er stundum nefnt sem dæmi um máttleysi Evrópusambandsins til annars en að setja smámunaleg- ar reglur um að því er stundum virðist ómerkilegustu hluti. Sá dóm- ur er ekki á rökum reistur. Evrópu- sambandið getur ekki aðhafst í neinum málum nema þeim sem fíallað er um í samningum sem samstarfíð hvílir á. í Maastricht- samningnum samþykktu aðildarrík- in að eiga samstarf á sviði utanrík- is- og öryggismála, sá samningur öðlaðist hins vegar ekki gildi fyrr en í nóvember síðastliðnum. Nú verður hægt að fjalla um málið undir merkjum Evrópusambandsins jafnt sem NATO eða Sameinuðu þjóðanna. Engu skal hins vegar spáð um hvort líklegt er að á hinum nýja samráðsvettvangi verði til ein- hver sú hugljómum sem gæti orðið upphafið að endinum á hörmungun- um á Balkanskaga. En því er stríðið nefnt að það ætti fremur að minna á ástæðu þess að það samstarf sem nú fer fram undir merkjum Evrópusam- bandsins hófst, en vanmætti þess til að koma á friði milli stríðandi þjóða. Stríðið á Balkanskaga er meira í ætt við það ástand sem ríkt hefur í Evrópu í aldanna rás, en friðinn sem hefur ríkt í bráðum 50 ár. Hugmyndafræðin að baki Evr- ópusambandinu byggist á því, að með efnahagslegri samvinnu megi tvinna brýnustu hagsmuni þjóða svo saman að pólitískur ágreiningur nái aldrei að verða svo djúpstæður að ekki borgi sig fremur að komast að samkomulagi á friðsaman hátt en að leysa hann með vopnum. Á tímum kalda stríðsins gegndi sam- starfið mikilvægu hlutverki í að halda valdajafnvæginu í álfunni, þó því verði auðvitað ekki jafnað við hlutverk Norður-Atlantshafsbanda- lagsins í þeim efnum. Á sínum tíma ákváðu aðildarríki bandalagsins í andstöðu við fram- kvæmdastjórn þess að veita Grikkj- um inngöngu í bandalagið. Fram- kvæmdastjórnin taldi efnahagskerfi Grikkja of veikt, en ríkisstjórnir aðildarríkjanna töldu að aðild að bandalaginu myndi tryggja lýðræð- ið í sessi í Grikklandi. Aðildarríkin ítrekuðu vilja sinn til að efla lýð- ræði og mannréttindi í inngangi að Einingarlögunum, samningnum um að koma á innri markaðnum svo- kallaða. Eitt brýnasta verkefni Evr- ópusambandsins nú er að finna leið- „Áköfustu stuðnings- þjóðir bandalagsins eru líklegast smáríkin sem voru á meðal stofnríkj- anna, þ.e. Holland, Belgía og Lúxemborg. Stjórnmálamenn frá þessum löndum eru ein- dregið þeirrar skoðun- ar að samstarfið sé mun mikilvægara smáþjóð- unum en stórþjóðun- um.“ ir til náins pólitísks samstarfs við nýfrjálsu ríkin í Mið- og Austur- Evrópu, til að tryggja þar í sessi pólitískt og efnahagslegt frelsi. Áköfustu stuðningsþjóðir banda- iagsins eru líklegast smáríkin sem voru á meðal stofnríkjanna, þ.e. Holiand, Belgía og Lúxemborg. Stjórnmálamenn frá þessum lönd- um eru eindregið þeirrar skoðunar að samstarfið sé mun mikilvægara smáþjóðunum en stórþjóðunum. Án þess gætu þær stóru farið sínu fram og jafnvel enn, sem fyrr á tímum, notað smáríkin sem skiptimynt í samningum sín á milli. A fundum í ráðherraráði ESB hefur Lúxem- borg jafnmarga fulltrúa og Þýzka- land. Lúxemborgarfulltrúinn hefur jafna möguleika á að koma máli sínu á framfæri og tala fyrir skoð- unum sínum og þýzki fulltrúinn. Lúxemborg er jafnoft og jafnlengi í forsæti sambandsins og Þýzka- land, ákveður dagskrá og stýrir fundum. Sennilegast verður þessum reglum eitthvað breytt í framtíð- inni, en engar breytingar verða gerðar nema með samþykki allra aðildarþjóðanna. Um þetta verður fíallað á ráðstefnu ríkjanna árið 1996. Ef þjóðirnar samþykkja samningana sem ríkisstjórnir EFTA-landanna fíögurra hafa gert um aðild að ESB munu þær eiga þátt í að móta framtíðarfyrirkomu- lagið. Það er gömul kenning að frjáls- ræði í viðskiptum leiði til aukinnar hagsældar. Sú kenning sannaðist svo ekki var um villst á fyrstu árun- um eftir stofnun Efnahagsbanda- lagsins er gífurlegur vöxtur varð í viðskiptum milli landanna og hag- tölur tóku á rás. Við stofnum Efna- hagsbandalagsins þóttust Bretar ekki eiga þar erindi og beittu sér í stað þess fyrir stofnun EFTA. En samstarfið við samveldislöndin, hið sérstaka samband sem Bretar hafa alltaf talið sig eiga við Bandaríkin og EFTA báru hins vegar ekki þá ávexti sem Efnahagsbandalagið og sóttust Bretar því fljótt eftir aðild, þó ekki hafi þeim verið veitt inn- ganga fyrr en árið 1972. Friður, frelsi og framfarir eru svo sjálfsagðar fólki af minni kynslóð að það getur þótt næstum því hall- til að fylgja niðurstöðunum eftir, gefi þær til kynna að það þjóni þjóðarhagsmunum íslendinga að sækia um aðild að ESB. Raunar má ólíklegt teljast að niðurstöður Háskólans verði á annan veg. Fræðileg ráðgjöf, þótt vönduð sé, kemur samt ekki í stað pólitísks mats þeirra manna, sem bera ábyrgð á landstjórninni. Eins og utanríkisráðherra segir sjálfur, fáum við aldrei að vita hvort Evr- ópusambandið er tilbúið að bjóða okkur góða kosti, nema við sækjum um aðild. Getur það kannski verið að utan- ríkisráðherra - eins og margir aðr- ir íslenzkir stjórnmálamenn - sé svolítið smeykur við það gerninga- veður, sem óhjákvæmilega verður magnað upp ef íslenzkur stjórn- málaforingi kveður upp úr með að sækja beri aðild að Evrópusam- bandinu? Hann ætti að vera orðinn vanur landráðabrigzlunum og rógnum, sem afturhaldið á íslandi hefur ævinlega haft í frammi í garð þeirra, sem hafa viljað tryggja hagsmuni íslendinga á alþjóðavett- vangi með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi lýðræðisríkja; NATO, EFTA og EES. Það þarf alvörufor- ystumenn til.að standast slíkt, en í ljósi reynslunnar ættu menn að geta skotið öxlum í gerningaveðrið, í þeirri vissu að það hefur aldrei unnið á þeim, sem ekki hafa hvikað frá málstað sínum. Auk þess legg ég til að sjálfstæðismenn taki sér tak ... Takandi þá áhættu að endurtaka mig, eins og Cató gamli, sem ævin- lega endaði ræður sínar í róm- verska senatinu á því að leggja til að Karþagó yrði lögð í rúst, legg ég til að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, sem enn hafa ekki fært sannfærandi rök fyrir þeirri afstöðu sinni að ísland eigi að láta vera að leita inngöngu í Evrópusam- bandið, noti tækifærið á meðan Jón Baldvin er að hugsa sig um og verði fyrri til að taka af skarið um umsókn um aðild að ESB. Slíkt væri, eins og áður hefur verið rök- stutt, í samræmi við glæsilega sögu Sjálfstæðisflokksins sem framvarð- ar og brautryðjanda í utanríkismál- um Islendinga. Höfundur er stjórnmálnfræðingvr og leggur stund á framhnldsnáni i alþjóðastjórnmálum íLondon. Valgerður Bjarnadóttir ærislegt að nota sem forsendur fyt'- ir skoðunum, hugmyndum eða gerðum manns. í örskotsfíarlægð, í nýftjálsum ríkjum Mið- og Austur- Evrópu eru hins vegar jafnaldrat' sem vita af eigin raun að friðurinn getur helgast af því að þjóðin hagi sér rétt, þeir kynntust frelsinu fyrir örfáum árum og framfarirnar eru varla í augsýn. Þjóðirnar sem mynda Evrópusambandið vilja standa vörð um og efla þessi dýr- mætustu lífsgæði: frið, frelsi og framfarir. Þess vegna fyrst og fremst tel ég að íslenzk þjóð eigi erindi í Evrópusambandið. Höfundur er viðskiptafræðingui' og starfor hjá EFTA í Brussel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.