Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 67 I 1 I 1 I 1 4 4 J 4 4 1 4 4 4 4 -I ÚRSLIT BLAK HK tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn í blaki karla íannað sinn á jafnmörgum árum þegar liðið skellti Reykjavíkur-Þrótti 3:0 í þriðja og siðasta leik lið- anna í gærkvöldi. Leikmenn HK mættu vel stemmdir til leiksins í gær- kvöldi, og það var greinilegt frá fyrstu mínútu að Guðmundur H. Þeir ætluðu ekki að Þorsteinsson hleypa Þrótturum skrifar inn í leikinn, en Þróttarar voru varla komnir úr startholunum þegar HK hafði innbyrt vinninginn í fyrstu hrinunni, 15:4. Þróttarar náðu sér hins vegar vel á strik í annari hrinunni og þeir höfðu forystu, 11:3, en heilladísirn- ar voru víðs fjarri. Eftir að vera með yfirburðarstöðu komu mistökin á færibandi hjá Þrótti á meðan HK-ingar kroppuðu inn eitt og eitt stig. Þróttarar létu gullið tækifæri renna sér greipum, þeir voru með yfirburðarstöðu en HK hafði kjark- inn til þess að sækja og það dugði í annari hrinunni sem endaði 16:14 fyrir þá. Þó svo að þriðja hrinan hafi ver- ið jöfn framan af þá hafði maður á tilfinningunni að HK myndi klára dæmið því það virtist vanta ein- hvern neista í leik Þróttara, eins og leikmenn tryðu því að þetta væri búið, enda fór svo að HK vann hrinuna 15:12 eftir að jafnt hafði verið 12:12. Hjá HK var Mark Andrew Hancock bestur hann skilaði nánast öllu í sókninni ásamt því að vera lykilmaður í móttökunni með Karli Sigurðssyni sem var öryggið upp- málað á köflum. Þróttarar geta nagað sig í hand- arbökin eftir þennan leik því þeir áttu möguleika á að komast inn í leikinn en gáfu það frá sér. Leik- menn liðsins virtust aldrei ná sér almennilega í gang nema þá helst Guðjón Valsson. Andrew hættir með HK Bandaríkjamaðurinn Andrew Hancock, þjálfari og leikmaður HK, var ánægður með 'sigur sinna manna og sagði eftir leikinn að hann hefði alltaf trúað því að þetta myndi ganga upp þó svo að hafa lent undir 11:3 í annari hrinunni. „Við sýndum það að við erum með besta lið landsins í dag og við áttum svör við öllum aðgerðum Þróttara í þessari úrslitakeppni. Það kom aldrei til mála að gefa frá sér ís- landsmeistaratitilinn, sérstaklega eftir að hafa tapað fyrir Þrótti í bikamum. Þetta hefur verið skemmtilegur vetur hérna á Islandi en ég verð líklega ekki annan vetur hérna, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ég er að skoða tilboð um atvinnumennsku í Tyrk- landi og Austurríki," ’ sagði þessi litríki leikmaður að lokum. Leifur er hættur Afreks- og aldurforseti Þrótt- ara, Leifur Harðarson sem er á 37. aldursári, sagði eftir leik- inn gegn HK í gærkvöldi, að nú væri „þetta að verða gott. Ég er búinn að leika 455 meistara- flokksleiki með Þrótti og tími kominn til að segja þessu lokið. Þetta hefur verið skemmtilegur tími, og maður hefur kynnst mörgum skemmtilegum kar- akterum í blakinu. Ég vil þó ekki nefna neinn sérstakan til sögunn- ar en það er ljúft að enda þetta núna og sérstaklega að kveðja með bikarmeistaratitlinum," sagði Leifur, en Þróttur sigraði HK í bikarúrslitum fyrr í vetur. Jón Árnason, annar gamall „refur“ í liði Þróttar, með 352 Leifur Harðarson eftir leikinn í gærkvöldi, ásamt dóttur sinni, Ragn- heiði, fimm ára. leiki að baki, sagði að hann muni hugsanlega hætta. „Ég er að skoða framhaldið,“ sagði Jón, en hann hefur átt í erfiðum álags- meiðslum. KEILA KORFUKNATTLEIKUR ísland - Saudi Arabía 0:2 Vináttulandsleikur í knattspymu, Stade de Bon-Rencontre í Toulon, þriðjudaginn 20. apríl 1994. Ísland: Birkir Kristinsson — Rúnar Krist- insson, Sigurður Jónsson, Izudin Daði Dervic — Andri Marteinsson (Sigursteinn Gíslason 55.), Hlynur Stefánsson, Þorvaldur Örlygsson, Ólafur Þórðarson — Bjarki Gunnlaugsson (Haraldur Ingólfsson 55.), Arnór Guðjohnsen (Helgi Sigurðsson 80.), Arnar Gunnlaugsson. ■Arnór Guðjohnsen var fyrirliði. Ítalía Bikarkeppnin, seinni leikur í bikarúrslitum. Rómaborg: Sampdoria - Ancona................6:1 Ruud Gullit (50.), Attilio Lombardo (57., 74.), Pietro Vierchowod (66.), Mauro Berta- relli (80. vsp), Alberigo Evani (85.) — Stef- ano Lupo (71.) Áhorfendur: 38.000. ■Sampdoria vann samanlagt 6:1 og varð þar með bikarmeistari. Spánn Orslitaleikur bikarkeppninnar. Madríd: Real Zaragoza - Celta.............0:0 ■Hvorki var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Zaragoza varð svo bikar- meistari eftir að hafa haft betur, 5:4, í víta- spyrnukeppni. Áhorfendur voru 58.300. England l Leik Oldham og Tottenham í úrvalsdeild- inni var frestað vegna vatnselgs á vellinum. 1. deild: Derby - Notts County ..............1:1 Millwall - Wolverhampton...........1:0 Evrópukeppni landsliða Belfast, N-írlandi: Norður írland - Liechtenstein.4:1 Jimmy Quinn 2 (5., 23.), Steve Lomas (25.), Ian Dowie (48.) — Daniel Hasler (84.) 7.000 ■Þetta var fyrsti leikurinn í sjötta riðli. Vináttuleikir Kaupmannahöfn: Danmörk - Ungverjaland........3:1 Michael Laudrup 2 (23. vsp., 44.), Flemm- ing Povlsen (60.) — Istvan Vincze (1.) 12.152. Tilburg, Hollandi: Holland - írland....................0:1 Tommy Coyne (55.) 13.000 Vínarborg: Austurríki - Skotland...............1:2 Adi Hiitter (13.) — John McGinlay (35.), Billy McKinlay (60.) 35.000 Ziirich: Sviss - Tékkland....................3:0 Stephane Chapuisat 2 (12., 37.), Georges Bregy (29., vsp.) 16.200 Wrexham: Wales - Svíþjóð.....................0:2 Henrik Larsson (83.), Tomas Brolin (90.) 4.694 Osló: Noregur - Portúgal..................0:0 17.700 Búkarest: Rúmenía - Bólivía...................3:0 Ilie Dumitrescu 2 (23., 49.), Radu Niculescu (67.) Bursa, Tyrklandi: Tyrkland - Rússland.................0:1 Dmitri Radchenko (9.). 15.000 Parls: París Saint Germain - Brasilía......0:0 25.000 Vilnius, Litháen: Litháen - ísrael....................1:1 Virginijus Baltusnikas (40.) — Ronen Haz HK Islandsmeistari Guðmundur Bragason og Olga Færseth kjörin best LEIKMENN úrvalsdeildar völdu Guðmund Bragason, Grindavík, besta leikmann deildarinnar í vetur og stúlk- urnar f 1. deildinni völdu Olgu Færseth frá Keflavík besta. Guðmundur var einnig valinn besti þjálfarinn, en þetta var kunngjört í lokahófi KKÍ á Hót- el Islandi í gærkvöldi. ÍJað var mikið um verðlaunaaf- hendingar hjá körfuknatt- leiksmönnum í gær. Leikmenn úr- valsdeildar völdu Sverrir Þór Sverr- isson úr Snæfelli nýliða deildarinn- ar og Rondey Robinson besta er- lenda leikmanninn Kristinn Óskarsson úr Keflavík völdu leikmenn besta dómarann og Þorgeir Jón Júlíusson, einnig úr Keflavík, þann dómara sem mest- um framförum hefur tekið þannig úð Keflvíkingar eru ekki á flæði- skeri staddir með dómara. Stúlkurnar í 1. deild kvenna völdu einnig þá bestu úr sinum hópi. Gréta M. Grétarsdóttir úr IR var valinn efnilegasti nýliðinn en hún er aðeins 13 ára gömul. Erfið- lega gekk að velja besta þjálfarann og þeir Stefán Arnarson, þjálfari KR, og Sigurður Ingimundarson, þjálfari ÍBK, urðu jafnir að stigum. Leikmenn velja einnig Nike-lið vetrarins og bakverðir eru þeir Jón Kr. Gíslason, ÍBK og Hjörtur Harð- arson, UMFG. Framherjar eru Teit- ur Örlygsson úr Njarðvík og Davíð Grissom úr KR en miðherji er Guð- mundur Bragason úr Grindavík. Nike-lið kvenna er skipað þeim Lindu Stefánsdóttur, Val, Olgu Færseth, ÍBK, Helgu Þorvalsdótt- ur, KR, Guðbjörgu Norðfjörð, KR og Önnu Dís Sveinbjörnsdóttur Grindavík. ÝmSar . aðrar viðurkenningar voru veittar. Anna María Sveins- dóttir, ÍBK fékk viðurkenningu fyr- ir bestu vítanýtingu kvenna og fyr- ir að taka flest fráköst. Hanna Kjartansdóttir, ÍBK, var stigahæst, Inga Dóra Magnúsdóttir, UMFT, var með besta nýtingu í þriggja stiga skotum og Linda Stefánsdótt- ir úr Val krækti í flesta bolta af mótheijum sínum auk þess sem hún átti flestar stoðsendingar. Rondey Robinson úr Njarðvík skoraði mest allra í úrvalsdeildinni og Guðjón Skúlason úr Keflavík var með bestu vítanýtinguna. John Rhodes úr Haukum tók flest frá- köst í vetur og Sverrir Þ. Sverris- son úr Snæfelli „stal“ flestum bolt- um af mótheijum sínum. Sauð- krækingar virðast nýta þriggja stiga skotin vel því Lárus Dagur Pálsson hafði besta nýtingu karl- anna. Jón Kr. Gíslason úr IBK gaf flestar stoðseridingar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lærlingar íslandsmeistarar LÆRLINGAR urðu Islandsmeistarar í keilu í gærkvöldi, þriðja árið í röð, er þeir sigruðu TLS með 2292 gegn 2260 í Keiluhöllinni. Þetta var þriðji leikurinn sem þeir höfðu betur í gegn TLS og íslandsmeistaratitillinn var þar með í höfn. Lærlingar eru greinilega með besta lið landsins því það er einnig bikarmeistari, íslandsmeistari í tvímenningi og deildarmeistari, Lærlingar fagna á myndinni, eftir að sigurinn var í höfn. Frá vinstri: Valgeir Guðbjartsson, Freyr Bragason, Jón Helgi Bragason, Snæbjörn Jörgerisen, Stefán Ingi Oskarsson og Árni Gíslason. Morgunblaðið/Sverrir Meistaratitlinum fagnað GUÐBERGUR Egill Eyjólfsson fyrirliði íslandsmeistara HK fagnar meistaratitl- inum af mikilli innlifun eftir að hafa tekið við íslandsbikarnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.