Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 55 Ljósmyndir/ Guðmur.dur Kr. Jóhannesson Kristinn Jónsson, formaður KR, þakkar Bubba Morthens fyrir nýja KR-lagið, „Við erum KR“, sem frumflutt var í afmælishófinu. Sljarna KR er æðsta heiðursviðurkenning félagsins og nú eru sjö menn handhafar hennar. Hér eru fimm þeirra, frá vinstri: Einar Sæmundsson, Björgvin Schram, Gísli Halldórsson, Haraldur Guð- mundsson og Sveinn Jónsson. Hinir tveir eru Haraldur Gíslason og Þórir Jónsson. Stjörnuhafar voru sérstaklega hylltir í hófinu. Þau tóku hressilega undir ineð Bubba sem og aðrir. Frá vinstri: Hansína Melsteð, Elías Magnússon, Elísabet Guðmundsdóttir, Kristinn Jónsson, Örn Steinsen, Ellert B. Schram og Baldur Borgþórsson. AFMÆLI Vegleg veisla í Vesturbæ KR-ingar fögnuðu 95 ára af- mæli félagsins síðastliðinn laugardag og er mál manna að sjaldan hafi veglegri veisla verið haldin i Vesturbænum. Afmælishóf- ið fór fram í báðum íþróttasölum félagsins við Frostaskjól og komust færri að en vildu. Um fimm hundr- uð manns sóttu afmælishófið og ríkti mikil og góð stemning allt frá upphafi fordrykksins, sem og undir borðum, þar sem þríréttuð máltíð var borin fram, og allt til enda er dansleik lauk seint um nóttina. Kristinn Jónsson, formaður KR, setti hófið að loknu ávarpi for- manns hátíðarnefndar, Arnar Steinsen, en veislustjóri var Asbjörn Einarsson, varaformaður KR. Sveinn Jónsson, fyrrum formaður KR, flutti hátíðarræðuna, en fjöldi manns kvaddi sér hljóðs til að árna afmælisbarninu heilla. Þá voru val- inkunnum KR-ingum veittar heið- ursviðurkenningar fyrir vel unnin störf og íþróttamaður KR var kjör- in Arna Steinsen, þjálfari og leik- maður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Boðið var upp á ýmis skemmtiat- riði, en hápunktur kvöldsins var frumflutningur Bubba Morthens á nýju KR-lagi, Við erum KR, sem höfundur flutti, með aðstoð hljóm- sveitarinnar Gömlu brýnanna, við gifurleg fagnaðarlæti veislugesta. Þurfti Bubbi að flytja lagið fjórum sinnum áður en honum var sleppt af sviðinu og tóku viðstaddir KR- ingar svo hressilega undir að þakið ætlaði að rifna af stóra salnum við Frostaskjól. Að lokum var svo dans- að fram á rauða nótt þar sem nýja KR-lagið hljómaði oft og af krafti út í bjarta vornóttina í Vesturbæn- um. SUMAR GLEÐIN Donald F. Keys Fyrirlestur og námskeíð dagana 22.-25. apríl Donald Fraser Keys kemur enn á ný í heimsókn til íslands. Herra Keys ávann sér hylli og virðingu þeirra sem til hans heyrðu er hann hélt hér fyrirlestraröð og námskeið síðastliðið haust. Donald Keys býr yfir gífurlegum þekkingarforða og kunnáttu á alheimsstjórn- málum á öllum sviðum, frá hinum efriislegu til æðri sviða sem fæst okkar eru kunnug. Hann starfaði lengst af sem háttsettur embættismaður innan Sameinuðu þjóðannna þar sem hann var meðal annars náinn samstarfsmaður U Thants, fyrrum aðalritara og hann vann einnig náið með yogameistaranum Sri Chinmoy árum saman. Fyrirlestur á Hótel Loftleiðum, fostudagskvöldið 22. apríl kl. 20.30 Fyrirlesturinn nefnist: ,Að finna fótfestu í tíma og rúrnr, aðkallandi prófraun fýrir jörðina, mannkynið og ÞIG.“ Miðaverð á fyrirlesturinn er 700 kr. og greiðist við innganginn. Námskeið laugardag og sunnudag, 23. og 24. apríl, kl. 10-17 báða dagana. Námskeiðið verður haídið í sal Stangaveiðifélagsins í Austurveri (2. hæð, gengið inn við hlið apóteksins). Á laugardag mun hann fjalla um efnið: „Aö verða sitt innra SJALF; aðferðir, vandamál, möguleikar.“ I hádeginu verður leidd hugleiðsla, síðan verður fyrirspurnatími og umræður og að lokum verður sálartengt ferðalag á innri vitundarsviðum, stutt af ímyndum og tónlitst, og loks úrvinnsla úr því. Sunnudagurinn verður með sama sniði en þá verður umljöllunarefnið: ,Að verða guðinn sem býr í þínum innsta kjama; að gangast við sínu raunverulega eðli og eiga samskipti við allar birtingarmyndir lífsins.“ Síðan verður leidd hugleiðsla, fyrir- spumatími og umræður og að lokum ferðalag á innri sviðunum og úrvinnsla úr því. Nánari upplýsingar er hægt að fá í verslunni Betra líf, sími 81-13-80, og þar verður einnig hægt að taka firá pláss á námsekiðið. Miðaverð er 6.900 kr. Nýaldarsamtökin Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hntel íslandi LAUGARDAGIWN 23.APRIL Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé, enn harðskeyttari og ævintýralegri en fyrr og nú með vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins. Tónlista rstjórn: Gunnar Þórðarson Leikstjórn: Egill Eðvaldsson. Matseðill Raggi Bjarna. Hemmi Gunn. Ómar Ragnars. Þorgeir Ásvalds. Jón Ragnars. Bessi Bjarna og Sigga Beinteins. Portvínsbætt austurUmsk sjávarréttasúþa með rjómatopþ og kavíar Koníakslegiðgrísajille meó jranskri aijonsósu, parísarkartöflum, oregano, JUttnberuðum ávöxtum og gljáðu grwnmcti Konfektís með þijutrmyntuþeru, kirsuberjakremi og rjómasúkkulaðisósu m Glæsileg tilboð á gistingu. Sími 688999 Miðasala og boröapantanir i sfma 687111 frá kl. 13 til 17. jltargmiÞlafrft Meirn en þú geturímyndað þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.