Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Millifærsla í gegnum þjónustusímann FRÁ og með miðjum maí geta þeir, sem eiga bankareikninga af einhverju tagi, millifært sjálfir á milli eigin reikninga í gegnum þjónustusima bankanna, en hing- að til hefur sú þjónusta eingöngu náð til þess ef menn vilja fá full- vissu um reikningsstöðu sinni. Samkvæmt upplýsingum Dag- legs lífs beinist þessi aukna þjón- usta þjónustusímans aðeins að þeim, sem vilja millifæra frá einum reikningi á annan í eigu sama að- ila, en ekki verður hægt að milli- færa frá einum reikningseiganda til annars um þjónustusímann. Þessi þjónusta gerir mönnum kleift að fylgjast betur en ella með eigin fjárhagsstöðu og fá í leiðinni hámarks ávöxtun hverju sinni þar sem hægt verður að millifæra á milli eigin reikninga hvenær sólar- hringsins sem er í gegnum þjónustusíma bankanna. Svo dæmi sé tekið má til dæmis flytja fjármagn frá tékka- reikningi, sem aðeins gefur af sér Vi% vexti yfir á ýmsa sparireikninga í eigu sama aðila sem gefa af sér mun hærri vexti. Þess má að lokum geta að þjónustusími banka og sparisjóða starfar ailan sól- arhringinn og er símanúmerið 624444. Þeim, sem hringja utan höfuðborgarsvæðisins, er bent á grænt númer, 99-6444, og greiða þeir þá fyrir símtalið eins og um innanbæjarsímtal væri að ræða. ■ í fyrrasumar bárust Samkeppnisstofnun kvartanir frá eigendum myndbandaleiga um meinta, ólögmæta viðskiptahætti Myndmarks, sem er félag myndbandaútgefenda og myndbandaleiga. I kjölfarið komst Samkeppnisstofnun að þeirri niðurstöðu að beitt hafi verið samkeppnishindrunum sem varða við ákvæði samkeppnislaga. Látið hefur verið af meintu verðsamráði myndbandaleiga á markaðinum FORSVARSMENN Myndmarks hafa nú staðfest með yfirlýsingu að félagið Myndmark, meðlimir þess, stjórn og starfsmenn, hafi í einu og öllu látið af meintum brotum á samkeppnislögum. í ljósi yfirlýs- ingarinnar og með hliðsjón af áliti Samkeppnisstofnunar um að svo sé hefur samkeppnisráð ákveðið að aðhafast ekkert frekar í málinu. í athugun á myndbandamark- aðnum í fyrra komst Samkeppnis- stofnun að þeirri niðurstöðu að beitt hafi verið samkeppnishindrunum, sem varða við ákvæði samkeppnis- laga, þegar starfsemi samtakanna Myndmarks var undirbúin og eftir að félagið tók til starfa, en Mynd- mark er félag myndbandaútgefenda og myndbandaleiga. Samkeppnisyf- irvöld töldu eftirfarandi brjóta í bága við samkeppnislög: 1. Samráð myndbandaútgefenda innan Myndmarks um að breyta afsláttarkjörum sem í gildi voru og myndbandaleigur nutu. 2. Hvatning til myndbandaleiga um að samræma lágmarksgjald Morgunblaðið/Sverrir fyrir útleigu á myndböndum og gera það að skilyrði fyrir aðild þeirra að Myndmarki að þær leigi ekki út myndbönd undir hinu sam- ræmda lágmarksgjaldi. 3. Samstilltar aðgerðir mynd- bandaútgefenda innan Myndmarks um að þeir veittu myndbandaleigum mismunandi afsláttarkjör eftir því hvort þær væru aðilar að Mynd- marki eða ekki. í bréfi, sem lögmaður Mynd- marks ritaði til samkeppnisráðs, segir m.a. að telja megi ótvírætt að stofnunin hafi náð því markmiði sínu að koma í veg fyrir meint ólög- mætt verðsamráð á myndbanda- markaði hér á landi með aðgerðum sínum. ■ Bónus með nýtt vörumerki Right Price heitir breskt vöru- merki sem Bónus er farið að flytja inn. Um ýmsar vörur er að ræða og kosta t.d. fjórar eld- húsrúllur 109 krónur, I lítri af uppþvottalög kostar 47 krónur, 40 bleyjur 479 krónur og sex sápur 79 krónur. ■ nm 23J a VIKUNNAI \ Hvað kostar yfirdrátturinn á heftinu? Á M Á N U Ð I 50.000 kr. yfirdráttur, 50.000 kr. heimild 100.000 kr. yfirdráttur, 100.000 kr. heimiid 50.000 kr. yfirdráttur 100.000 kr. heimild Heildar- vextir af yfir- drætti * ■ Grunn- vextir Vextir af nýttum yfir- drætti Hámarks- heimild án grunn- vaxta 500,- 1.000,- 750,- 12,00% 6% 6,00% 50.000,- 542,- 1.083,- 878,- 13,00% 8% 5,00% 50.000,- 573,- 1.145,- 947,- 13,75% 9% 4,75% 50.000,- 563,- 1.125,- 813,- 13,50% 6% 7,50% 50.000,- 563,- 1.125,- 562,- 13,50% 6% 7,50% 100.000,- Búnaðarbanki íslandsbanki Landsbanki Sparisj. R. og nágr. Sparisj. vélstjóra Fasta grunnvexti þarf að greiða , burtséð frá notkun yfirdráttarheimildar, ef heimildin fer yfir ákveðna upphæð (50.000 kr. í flestum titvikum). Sé yfirdráttur hinsvegar undir þessum mörkum reiknast 12-13,75% vextir á nýttan yfirdrártt hverju sinni. Y firdrátturinn eitt það kostnaðarsamasta lán sem fyrirfinnst innan bankakerfisins ALMENNT njóta handhafar ávísanahefta einhverra yfirdráttar- heimilda á reikningum sínum þó svo að fæstir þeirra geri sér kannski fulla grein fyrir því að hér er um að ræða ein dýrustu lán, sem fyrirfinnast innan bankakerfisins. Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis reið á vaðið með því að bjóða yfirdráttarlán á miðjum níunda áratugnum og aðrir bankar og sparisjóðir fylgdu í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru yfirdráttar- heimildir algengar á bilinu frá 50 þúsundum kr. og upp í 150 þúsund kr. þó ekkert sé sjálfgef- ið í því efni. Veittar heimildir fara fyrst og fremst eftir efnum og ástæðum hveiju sinni. Án efa skila þessi lán bankakerfinu háum vaxtatekjum á ári hveiju þegar á það er litið að vextir af yfirdrætti á tékkareikningum nema frá 12% og upp í 13,75%. Vaxtaprósenta af yfirdrætti er þó i öllum tilfellum tvískipt þegar kemur yfir ákveðna heim- ildarupphæð og reiknast þá á sérstakt heimildargjald burtséð frá því hvort yfirdrátturinn er nýttur eða ekki. Þessi upphæð getur verið misjöfn eftir því hvaða banki eða sparisjóður á í hlut. Til dæmis nemur upphæð þessi 100 þúsundum kr. hjá Sparisjóði vélstjóra, en 50 þús- undum kr. hjá öðrum þeim, sem haft var samband við. Þrátt fyrir 12-13,75% vexti af yfirdráttarlánum ber inneign á ávísanareikningum aðeins l/i% vexti. Því til málsbóta má með sanni segja að ávísanareikningar séu ekki hugsaðir sem spari- reikningar, heldur eingöngu sem veltureikningar, enda bjóða bankar og sparisjóðir upp á sér- staka reikninga ætlaða sparifjár- eigendum. Daglegt líf fór á stúf- ana í bankakerfinu í vikunni og er verðkönnun vikunnar að þessu sinni helguð kostnaði vegna yfir- dráttar á ávísanareikningum. Auk þess voru þeir, sem urðu fyrir svörum, inntir eftir hag- stæðustu sparileiðunum ef svo „ólíklega“ vildi til að einhver ætti afgang á þessum síðustu og verstu tímum. Búnaðarbanki „Það er mjög mismunandi hversu miklar yfirdráttarheim- ildir við veitum, enda fara þær eftir viðskiptum okkar manna hveiju sinni. Það er ekkert sjálf- gefið í þessu efni,“ segir Arni Þór Kristjánsson, deildarstjóri hjá Búnaðarbankanum. Vextir af yfirdrætti hjá Búnaðarbanka nema 12%. Sé yfirdráttarheimild umfram 50 þús. kr. reiknast 6% fast heimildargjald auk 6% vaxtagjalds á nýtta heimild. Hjá Búnaðarbankanum gefur Stjörnubókin besta ávöxtun, en hún er bundin í 30 mánuði á 5% vöxtum. Miðað við ávöxtun í eitt ár gefur hún 4.810 kr. í vexti. íslandsbanki íslandsbanki tekur 13% vexti af yfirdrætti á ávísanareikning- um einstaklinga, að sögn Krist- ins Tryggva Gunnarssonar þjón- ustustjóra. Fari upphæð heimild- ar yfir 50 þús. kr. greiðast ávallt 8% vextir af veittri heimild þó hún liggi ónýtt auk þess sem 5% vextir reiknast á nýttan yfir- drátt. Þeir sem eiga innstæðu í íslandsbanka upp að 500 þús. kr. eða hálfrar milljóna kr. hluta- fé í bankanum fá yfirdráttar- heimild hækkaða í 200 þús. kr. og fastagjaldið því afnumið upp að því marki. Kristinn segir að svokölluð yfirdráttarlán nýtist t.d. þeim, sem þurfi að brúa bil skemur en sex mánuði, en í lengri tíma væri ekki um annað að ræða en skuldabréfalán. Hvað viðvíkur hagstæðum ávöxtunarleiðum hjá íslandsbanka nefnir Kristinn Tryggvi ávöxtunarreikning, sem gengur undir nafninu „Sparileið 12“, tólf mánaða bundin reikn- ing, sem ber 3,25% verðtryggða vexti. Landsbanki Landsbanki Islands reiknar hæstu vexti af yfirdráttarlánum, 13,75%, þar af 9% grunnvexti, fari heimildin yfir 50 þúsund og 4,75% af nýttri heimild. „Varðandi ávöxtunarmögu- ieika er hægt að benda á nokkuð marga valkosti, en rétt er að gera greinarmun á hvort um er að ræða eina upphæð eða reglu- bundinn sparnað,“ segir Ingólfur Guðmundsson á markaðssviði LÍ. Þegar skuldfært er mánaðarlega af launareikningi, býður LÍ upp á fjóra möguleika. Spariveltan hentar t.d. þeim sem eru að spara í 3 til 24 mánuði. Ársvextir eru 2,3% og að tólf mánuðum liðnum gefst kostur á láni á hagstæðari kjörum en almennt eru í boði. Kjörbókin ber breytilega vexti, sem lagðir eru við höfuðstól tvisvar á ári. Hún nýtur verð- tryggingar auk 1-3% vaxta. Landsbók er sérstaklega sniðin að þörfum þeirra, sem vilja binda sparifé sitt í mislangan tíma. Bókin er í þremur útgáfum þar sem hægt er að velja um 12, 24 og 60 mánaða binditíma á 4-5% vöxtum. Að sögn Ingólfs er Grunnur tvímælalaust ein besta ávöxtunarleiðin, sem býðst fyrir þá sem geta bundið sparifé sitt í lengri tíma en 3 ár. Vextir eru 5%, en auk þess fá skattgreið- endur skattafslátt, sem nemur 15% af árlegri innborgun. Þessi upphæð lækkar í 10% vegna inn- borgana árið 1995 og í 5% vegna innborgana árið 1996. Sparisjóðir Hjá flestum sparisjóðum í landinu nema vextir af yfir- drætti ávísanareikninga 13,5%. Sparisjóðirnir eru á hinn bóginn ekki samstíga þegar kemur að tvískiptingu vaxtanna. Þannig reiknar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 6% vexti á allar veittar yfirdráttarheimildir um- fram 50 þús. kr., burtséð frá því hvort heimildin er nýtt eða ekki, á meðan Sparisjóður vélstjóra miðar við 100 þús. kr. Síðan bætast við 7,5% vextir á nýttar heimildir, skv. upplýsingum frá Eddu Einarsdóttur, deildarstjóra hjá Sparisjóði vélstjóra, og Oiafi Haraldssyni, aðstoðarsparisjóðs- stjóra hjá SPRON. Þau Edda og Ólafur voru sam- mála um að „Bakhjarlinn“ svo- kallaði væri hagstæðasta inn- lánsform sparisjóðanna og bæri hvað besta raunávöxtun. „Bak- hjarlinn er verðtryggður spari- reikningur, sem ber í dag 4,75% raunvexti. Vextir eru færðir tvisvar á ári, 30. júní og 31. desember. Reikningurinn er bundinn í tvö ár en er Iaus að þeim tíma liðnum í mánuð og binst síðan í sex mánuði. Við bjóðum enn fremur upp á skipu- lagðan sparnað á Bakhjarl í ein- ungis tólf mánuði eða lengur að ósk hvers og eins,“ segir Edda, sem að lokum bætir því við að Bakhjarlinn hafi verið íslands- meistari innlánsreikninga í vaxtarækt síðastliðin þijú ár. ■ JI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.