Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 35 Jón Baldvin Hannibalsson „í kjölfar þessarar bók- unar hefur utanríkis- ráðherra gengið eftir efndum af hálfu Banda- ríkjanna á ákvæði henn- ar um hugsanlega yfir- töku Islendinga á þyrlu- björgunarþjónustu varnarliðsins - einnig á ábyrgð og í umboði allr- ar ríkiss1jórnarinnar.“ þrengt sitt eigið svigrúm til að færa sér ný tækifæri í nyt. Það er of seint að vera vitur eftir á. Að lokum þetta: Þyrlukaupamálið snýst ekki lengur um hvort kaupa eigi gamla Super Puma þyrlu eða aðrar þyrlur. Málið snýst um þá grundvallarspurningu hvort íslend- ingar ætla að leita samstarfs við Bandaríkjamenn um aukna ábyrgð og þátttöku í öryggismálum landsins með aukinni hlutdeild í þeim störfum sem við getum tekið að okkur í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Ef íslensk stjórnvöld tækju ákvörðun um að fara þessa leið verður að fara út í flóknar, tæknilegar samningavið- ræður sem óhjákvæmilega munu taka einhvern tíma. En náist jákvæð niður- staða, er eftir miklu að slægjast. Höfundur er utanríkisráðherra. a fjár- 'borgar 5. Heildarskuldir Reykjavíkurborg- ar námu um síðustu áramót ríf- lega 11,7 milljörðum króna. Þar af nánu skuldir borgarsjóðs rétt um 9.550 milljónum króna, eða tæplega 94.000 krónum á hvem íbúa, en til samanburðar má geta þess, að skuldir á hvern íbúa í Kópavogi eru nær 160 þús. kr. og vel yfir það í Hafnarfirði. Af framansögðu er ljóst, að dylgj- ur fulltrúa þeirra flokka og flokks- brota, sem nú reyna hver sem betur getur að breiða yfir fortíð sína undir regnhlíf R-listans, eiga ekki við rök að styðjast. Þeim er hins vegar mjög í mun að beina athygli kjósenda frá því, sem áunnist hefur undir styrkri stjórn sjálfstæðismanna á kjörtíma- bilinu, og þar sem engin er málefna- leg samstaðan er nærtækast að grípa til blekkinganna í von um að þær haldi fram að kjördegi. í þessu felst dæmalaus óvirðing við kjósendur, en þeir eru farnir að sjá í gegnum blekk- ingarvef sundurlyndisaflanna á bak við R-listann, sem með nafnbreyt- ingu reyna að forða sér frá pólitísku gjaldþroti hér í Reykjavík. Höfundur er borgarstjóri í Rcykjavík og skipar 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Samkomulag náðist í stj órnarflokkunum um fiskveiðilagafrumvörpin Áukinn rækjukvóti var lyk- illinn að samkomulaginu SAMKOMULAG hefur náðst innan stjórnarflokkanna um fyrirliggjandi lagafrumvörp um breytingar á stjórn fiskveiða. Það sem helst liðkaði fyrir samkomulaginu var tilboð Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra um að auka rækjukvóta um 7 þúsund tonn, úr 45 þúsund tonnum í 52 þúsund tonn það sem af er fiskveiðiárinu. „Það er ljóst að með þessu er geng- ið mjög langt og í sjálfu sér lengra en ég hefði talið skynsamlegt. Hitt er ljóst að það voru uppi kröfur frá fulltrúum allra flokka í þinginu að afnema með öllu veiðistjórnun á ákveðnum tegundum, þar á meðal rækju. Ég mat það svo að það væri skynsamlegra að gefa lítið eitt eftir í þessu til að tryggja samkomulag," sagði Þorsteinn Pálsson við Morgun- blaðið. Það mun vera skilningur manna nú, að frumvarp það sem Þor- steinn vísar til komi ekki til umræðu á Alþingi. Það var lagt fram af Guð- jóni A. Kristjánssyni varaþingmanni Sjálfstæðisflokks og fleiri þingmönn- um og gerði m.a. ráð fyrir því að af- nema aflamark af ýsu, ufsa og rækju það sem eftir er fískveiðiársins. Úrelt lög um veiði innan landhelgi Samkomulag náðist á þriðjudags- kvöld í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um fískveiðistjórnunarfrumvörpin. Það byggðist á ýmsum tillögum sjáv- arútvegsráðherra, sem þó sneru fæst- ar að breytingum á frumvörpunum sjálfum. Til viðbótar meiri rækjukvóta lýsti Þorsteinn Pálsson sig þar reiðu- búinn til að hefja endurskoðun á ákvæðum um togveiðihólf og viðmið- unarlínur í lögunum um veiðar innan landhelginnar, en þetta fæli í sér að togveiðihólfum úti fyrir Vestfjörðum yrði lokað fyrir stærri togskipum. Þorsteinn segir að þessi lög séu orðin úrelt og ekki í takt við breytingar á samsetningu flotans og þá fiskveiði- stjórnun sem hefur verið að þróast á undanförnum árum. Þá bauð Þor- steinn að efnt verði á ný til sam- starfsátaks sjómanna, útvegsmanna, sérfræðinga, sjávarútvegsráðuneytis og Fiskistofu um betri umgengni um auðlindina og þann vanda sem uppi er þegar fiski er kastað í sjóinn aftur. I gær féllst Þorsteinn einnig á ósk Alþýðuflokksins um að fresta gildis- töku banndagakerfis á smábáta til 1. september þegar nýtt fiskveiðiár hefst og einnig að stuðla að því að finna lausn á því vandamáli, að ekki er hægt að skrá fiskiskip sem eru eldri en 15 ára hér á landi. í frjálsræðisátt Það voru einkum þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum og Vesturlandi sem gerðu kröfur um frekari breytingar á fiskveiðistjórn- unarlögunum og málum þeim tengd- um en eftir þingflokksfundinn á þriðjudag lýstu þeir því flestir yfir að þeir myndu standa að frumvörpunum. Einar K. Guðfínnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum sagði við Morgunblaðið, að niðurstað- an hefði verið málamiðlun mjög ólíkra hugmynda en þegar upp væri staðið væri horft í ftjálsræðisátt miðað við upphaflegar hugmyndir. Einar sagði að með því að auka rækjuaflann ykjust möguleikar báta, sem ættu lítinn bolfiskkvóta eftir, á að snúa sér að öðrum veiðum. Þá væru breytingar á fyrirhuguðum regl- um um smábáta skref í fijálsræðisátt en þeir bátar væru orðnir mjög mikil- vægur hlekkur í hráefnisöflun víða um land. Og markmiðið með viðbót- artillögum sjávarútvegsráðherra væri að auka svigrúm minni dagróðrarbáta sem veiða á grunnslóð og sinna fisk- vinnslunni. Ymsir aðrir þættir, sem sneru að fiskverndun, myndu styrkja þær útgerðir sem sinntu fiskvinnsí- unni heima í héraði. „Þetta er orðið mjög ólíkt því kvóta- kerfi sem menn voru að tala um í upphafi. Það ber hins vegar að leggja á það áhersiu, að sá hluti þessa máls, sem snýr að samskiptum sjómanna og útvegsmanna og þær deilur sem hafa verið um meint kvótabrask, er niðurstaða af samtölum við þessa að- ila sem menn hafa talið sig bundna af,“ sagði Einar. Hann sagði að málin yrðu unnin áfram í sjávarútvegsnefnd Alþingis og menn hlytu að skoða þar allar ábendingar og skynsamlegar til- lögur. Gunnlaugur Stefánsson fulltrúi Al- þýðuflokksins í sjávarútvegsnefnd hefur fengið umboð flokksins til að ganga frá sjávarútvegsfrumvörpunum í sjávarútvegsnefnd á grundvelli þeirra tillagna sem komið hafa fram undanfarna daga. „Það eru auðvitað fjölmörg atriði sem einstakir þing- menn hafa verið að nefna og menn vilja koma fram. En svigrúmið er nú ekki meira og þarna hefur orðið mála- miðlun sem er grundvöllur til að ljúka þessu og ég hef umboð til þess frá þingflokknum til þess,“ sagði Gunn- Iaugur í gærkvöldi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks gera enn fyrirvara við frumvörpin, Eyjólfur Konráð Jónsson og Guðjón Guðmundsson. Eyjólfur vildi í gær ekki upplýsa í hveiju fyrirvarar sínir fælust, en Guðjón segist ekki styðja frumvörpin í núverandi mynd og seg- ir að sáralítið hefði verið komið til móts við sín sjónarmið. Fyrirvarar Guðjóns snúa einkum að smábátum og framsali á aflaheimildum, auk þess sem Guðjón vill láta setja þak á kvóta fiskvinnsluskipa. Guðjón sagði við Morgunblaðið, að sér fyndist fijálst framsal á aflaheimildum hafa farið úr böndunum og koma yrði í veg fyr- ir að menn notuðu þessa auðlind sem verslunarvöru sín á milli. Aðrir þingmenn munu ósáttir við að framsalsmöguleikar hafa verið skertir í frumvarpinu, miðað við upp- haflegar tillögur, meðal annars með því að taka út ákvæði um að fisk- vinnsluhús geti átt kvóta. En slíkt hefði haft i för með sér viðurkenningu á kvótaleigu og ekki var talið stætt á því í kjölfar sjómannaverkfallsins sem snerist að mestu um að stöðva slík viðskipti. „Ég taldi óhjákvæmilegt að leysa þann hnút sem sjómannaverkfallið stóð um. Það hefur vissulega í för með sér vissa takmörkun á framsals- möguleikum en ekki svo að það rýri að verulegu marki sveigjanleika kerf- isins. Aðalatriðið er að koma á eðli- legri sambúð milli sjómanna og út- vegsmanna," sagði Þorsteinn. Afgreitt á mánudag? Sjávarútvegsnefnd Alþingis fjallaði um þetta mál í gærmorgun og aftur í gærkvöldi. Þá komu fulltrúar útvegs- manna, fiskvinnslunnar og sjómanna til fundar við nefndina í gærkvöldi. Steingrímur J. Sigfússon þingmað- ur Alþýðubandalags er starfandi for- maður nefndarinnar í veikindaforföll- um Matthíasar Bjamasonar þing- manns Sjálfstæðisflokks. Steingrímur sagði við Morgunblaðið að ágæt sam- staða virtist vera um það í nefndinni að vinna áfram í málinu og reyna að afgreiða það næstkomandi mánudag þannig að önnur umræða um fram- vörpin gæti farið fram á Alþingi um eða eftir miðja næstu viku. Sjávarút- vegsráðherra segir ákveðið að ljúka ekki þingstörfum í vor fyrr en fram- vörpin hafa verið afgreidd. Iþróttafélög eru til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstj óra ríkisins Milljóna króna launagreiðsl- ur hafa ekki verið taldar fram DÆMI eru um að íþróttafélög hafi greitt mönnum niilljónir króna í laun á ári án þess að senda inn launamiða eða að viðtakendur laun- anna hafi talið tekjurnar fram til skatts. Þrátt fyrir að skattyfirvöld hafi í upphafi árs 1993 farið þess eindregið á leit við forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar að reglu yrði komið á skattamál íþróttafé- laga og -sambanda hafa mörg íþróttafélög að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar, skattrannsóknar- stjóra ríkisins, hvorki skilað launa- miðum árið 1993 né 1994 og upplýs- ingar skattyfirvalda benda í ýmsum tilvikum til þess að innsendir laun- amiðar gefi ranga mynd af um- fangi launagreiðslna. Nokkur iþróttafélög sæta nú skattrann- sókn. Að sögn Skúla beinist rannsóknin að því að afla upplýsinga um launa- greiðslur til þjálfara, starfsmanna og leikmanna, atvinnumanna, sem þiggja laun frá félögunum. Skúli vildi ekki greina frá hve miklum peningum talið væri að hefði verið skotið undan skatti með þessum hætti né hve stór hópur það væri sem málið varðaði. Bæði stór og lítil félög íþróttafélögum ber ekki að greiða tekjuskatt af hagnaði af starfsemi sinni en þau eru framtalsskyld og ber að standa skil á vörslusköttum, þ.e. virðisaukaskatti og staðgreiðsluskatti, svo og greiða tryggingagjald af greiddum launum. Um 300 íþróttafé- lög og sérsambönd eru á landinu. Skúli vildi ekki upplýsa hver þeirra væru til rannsóknar en sagði að í þeim hópi væra sum hinna stærstu við hlið sumra hinna minnstu. Hann sagði að mjög mörg íþróttafélög hefðu tekið mark á tilmælum skattyfirvalda í upphafi árs 1993 en enn eigi nokkur hópur félaga og sérsambanda eftir að gera hreint fyrir sínum dyram. Hjá þeim íþróttafélögum sem tekin hafi verið til rannsóknar hefur verið kannað hvort launagreiðslur hafí ekki verið uppgefnar til skatts og hvort um sé að ræða vanhöld á skilum á virðisaukaskatti. „Það er von mín að skattyfirvöld þurfi ekki að veija mikl- um tima í þetta heldur að félögin komi sínum málum í lag. Sú regla hefur verið viðhöfð að þeir aðilar sem hafa komið launamiðum í lag fyrir árið 1993 og 1994 hafa ekki sætt rannsókn vegna synda fyrri ára,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson. Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent ÍSÍ bréf þar sem áréttað er að ekki verði við núverandi ástand unað og er ÍSÍ hvatt til að beita áhrifum sínum á íþróttafélög og -sambönd til að koma málum í lag þannig að yfir- völd þurfi ekki að grípa til aðgerða vegna áranna 1988-1992. Skúli sagði að til þess væri ætlast að launamiðar frá íþróttafélögum skiluðu sér inn á næstu vikum, en gerist það ekki muni þau félög sem ekki standi skil verða tekin til rannsóknar. Forseti ISI um félög sem ekki gera hreint fyrir sínum dyrum Hugsanlegt að frysta styrki og lottógreiðslur ÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur sent aðildarsamböndum og íþróttafé- lögum bréf, þar sem eindregið er hvatt til þess að skattyfirvöldum verði veittar uinbeðnar upplýsingar. Hvert félag eða deild innan félags sem ekki ræki þær skyldur að skila launamiðum og skattgreiðslum geti átt von á að lagt verði hald á bókhald nokkur ár aftur í tímann, sem hafi í för með sér að íþróttahreyfingin öll verði undir smásjá. í samtali við Morgunblaðið sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ að hann teldi koma til greina að frysta greiðslur, útbreiðslustyrki og arð af lottói til þeirra félaga sem ekki geri lireint fyrir sínum dyrum. „Ég held að þær aðgerðir sem var gripið til í kjölfar áminninga frá Skatt- rannsóknarstjóra hafi borið töluverð- an árangur og geri mér vonir um að það sé frekar undantekning en regla ef einhveijir hafa ennþá vantalið," sagði Ellert. Hann kvaðst ekki vita hve mörg íþróttafélög ættu óuppgerð mál. „Það er nóg til _þess að gerðar séu athugasemdir og ISÍ vill fyrir sitt leyti hvetja menn til þess að standa í skilum." Aðspurður hvort ÍSÍ mundi beita sér með beinum hætti í málinu sagði Ellert að það hefði þegar verið gert með bréfum, fundum og fortölum. ’^Ei það ber ekki árangur getum við hugs- anlega gripið til ennþá róttækari að- gerða. Eg hef sjálfur verið þeirrar skoðunar að það verði þá að beita þeim viðuriögum að frysta greiðslur, útbreiðslustyrki og arð af lottóinu, til þeirra sem ekki standa í skilum þang- að til það er komið í lag. Sú hugmynd er ennþá aðeins til í orði og vonándi þarf ekki að grípa til hennar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.