Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 50 Minning * * Oskar Olason, fv. yfirlögregluþjónn Fæddur 7. nóvember 1916 Dáinn 14. apríl 1994 Minn kæri tengdafaðir, Óskar Ólason fyrrverandi jrfirlögreglu- þjónn, verður á morgun til grafar borinn frá Dómkirkjunni. Við and- lát Óskars missti ég ekki aðeins tengdaföður, heldur einnig mjög náinn vin, góðan ráðgjafa og fé- laga. Óskar Ólason var fæddur 7. nóvember 1916 í Reykjavík og var því á 78. aldursári, þegar hann lést. Foreldrar Óskars voru hjónin Gréta Þorsteinsdóttir og Óli Vig- fússon sjómaður, ættaður frá Norðfirði. Óskar missti ungur föð- ur sinn og fór snemma að vinna fyrir sér. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1936-1938 og vann ýmis störf, bæði á sjó og landi. Byijaði í lög- reglunni 1. febrúar 1943. Sama ár og einnig árið 1945 sótti hann _ námskeið fyrir lögreglumenn. Árið 1946 var hann við nám í sex mán- uði í sænska lögregluskólanum í Stokkhólmi og var einnig við æf- ingar hjá sænska hernum. Þar var mikill agi á öllu og strangar æfíng- ar hjá hernum. Hlaut hann þar verðlaun fyrir skotfími. Talaði hann oft um hvað þetta hefði ver- ið skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Á árunum 1943-1949 starf- aði hann sem lögreglumaður í Reykjavík og fylgdist með umferð- „inni meðal annars akandi á Harley- Davidson mótorhjóli. Fluttist til rannsóknarlögreglunnar árið 1949 og starfaði þar fram á árið 1962 er hann var skipaður aðalvarð- stjóri í almennu lögreglunni. Árið 1966 var hann skipaður yfírlög- regluþjónn umferðarmála og barð- ist alla tíð fyrir bættri umferðar- menningu. Hann skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit um umferð- armál en lét ekki þar við sitja. Margir minnast hans stjómandi umferð á erfíðum gatnamótum borgarinnar. Hann hafði áhyggjur af vaxandi hraða í umferðinni. Bifreiðaeign landsmanna jókst verulega á þeim rúmlega 43 árum —sem hann starfaði í lögreglunni en umferðarmannvirki fylgdu ekki þeirri þróun. Óskar hafði á hverju hausti áhyggjur, þegar skólarnir byijuðu og börnin voru að hefja sína skólagöngu. Sömuleiðis bar hann umhyggju fyrir eldri borgur- um bæjarins sem verða eðlilega hægari í hreyfíngum og eiga erfítt með að reikna út hraðann í umferð- inni. Öll alvarleg umferðarslys höfðu mikil áhrif á Óskar, sérstak- lega slys á börnum. Honum var alltaf illa brugðið þegar hann heyrði um slys í umferðinni og hrósaði oft í mín eyru læknum og hjúkrunarfólki Slysadeildar fyrir frábær störf. Á starsferli sínum tók Óskar við ýmsum viðurkenningum, bæði er- lendum og innlendum. Hann lét af störfum yfírlögregluþjóns 1986 sökum aldurs. Þar sem hann var ekki tilbúinn að setjast í helgan stein, þrátt fyrir oft langan vinnu- dag á liðnum árum, tók hann að sér hlutastarf sem móttökustjóri í Utanríkisráðuneytinu. Þar biðu hans önnur verkefni og eftir því sem mér er sagt, leysti hann þau störf vel og samviskusamlega af hendi. Síðasti vinnudagurinn var 13. apríl síðastliðinn. Daginn eftir var hann látinn. Óskar Ólason gekk ungur í hjónaband 7. febrúar 1939. Eftir- lifandi eiginkona hans er Ásta Ein- arsdóttir, málarameistara í Reykjavík, Gíslasonar og konu hans Kristínar Friðsteinsdóttur. Ásta var Óskari góður lífsföru- nautur og mikil stoð og stytta. Hjónaband þeirra var traust, gott og farsælt. Það er huggun harmi gegn að eftir lifír minningin um góðan dreng. Böm Ástu og Óskars em: Ágústa, sem gift er undirrituð- um og eigum við fjóra syni; og Einar framkvæmdastjóri, kvæntur Ragnhildi Ásgeirsdóttur, þau eiga tvo syni. Barnabömin em fímm, það yngsta nýfætt. Óskar var góður faðir og afí og missir okkar er því mikill. Ég kynntist honum fyrst fyrir rúmum 37 ámm og var mér strax tekið opnum örmum á heimili þeirra hjóna. Átti ég í Óskari einstaklega góðan vin, sem gaf mér holl ráð. Hann var mér ætíð mjög vinveittur og leysti úr ýmsum vandamálum, sem virtust torleyst. Sjálfur kvart- aði hann aldrei og hallmælti eng- um. Hann hélt líkamlegri og and- legri reisn til hinstu stundar. Starf- ið var hans aðaláhugamál, en að öðm leyti áttu íþróttir, einkum fótbolti, hug hans allan. Ef hann var ekki við vinnu sína fór hann oft „á völlinn“. Hann naut útivistar og gaman var að vera með honum við laxveiðar, þar sem hann var fengsæll og gaf mér, byijandanum, góð ráð. í sumar átti að taka þann stóra og eflaust fylgist hann með mér og leiðbeinir, þar sem ég stend á árbakkanum. Næstum daglega fór Óskar í sund og hann naut sólar þegar tækifæri gafst. Hann leit á sólina sem heilsugjafa. í marzmánuði síð- astliðnum dvöldu þau hjónin í þijár vikur á Kanaríeyjum. Kom hann sæll og sólbrúnn til baka. Ég minn- ist þess, þegar hann gekk hressi- lega inn ganginn á Fæðingardeild- inni sunnudaginn 10. apríl síðast- liðinn. Þar fór unglegur, snyrtilega klæddur, sólbrúnn og andlega hress maður, sem var kominn til þess að sjá sitt yngsta langafa- bam. Engan grunaði þá, að hans jarðneska líf væri brátt á enda. Óskar var trúaður maður. Ég frétti eftir andlát hans að hann hefði á hveiju kvöldi beðið bænirn- ar sínar í hljóði og beðið meðal annars fyrir ættingjum sínum. Sú stund lengdist með fleiri barna- bamabörnum. Synir mínir fjórir em harmi slegnir, því hann var einnig mikill vinur og félagi þeirra og fylgdist náið með námi þeirra og starfí. Erfítt er að sætta sig við skyndilegt fráfall ástkærs tengdaföður. Ekki get ég þó hugs- að mér hann liggjandi lengi á sótt- arsæng. Það hefði ekki verið í hans anda. Er það huggun harmi gegn. Guð blessi minningu elskulegs tengdaföður míns Óskars Ólason- ar. Jóhann Gunnar Þorbergsson. Vinur minn Óskar Ólason er fall- inn frá. Andlát hans bar brátt að og skildi okkur sem þótti vænt um hann eftir höggdofa og orðlaus. Því þrátt fyrir nokkuð háan aldur var Öskar ótrúlega ern og hélt fullri starfsorku fram á síðasta dag. Óskar giftist föðursystur minni, Ástu Einarsdóttur, árið 1939 og bjuggu þau allan sinn búskap í Bergstaðastræti 12a í Reykjavík. í húsinu bjuggu einnig tengdafor- eldrar hans, þau Einar Gíslason málarameistari og Kristín Frið- steinsdóttir, ásamt foreldrum mín- um. Þegar ég var ungur drengur þá slitu foreldrar mínir samvistir, en ég bjó áfram í Bergstaðastræti 12a ásamt móður minni og tveimur bræðrum mínum. Ég sé það nú að það var mín gæfa að búa í sama húsi og Óskar á þeim árum sem í hönd fóru, því ósjaldan átti ég eftir að leita til hans, hvort sem ég mætti mótlæti eða meðbyr. Alltaf var Óskar boð- inn og búinn að taka þátt í gleði jafnt sem sorgum. Hann var ein- staklega hlýr maður og bamgóður og sóttumst við krakkarnir í hverf- inu mjög eftir félagsskap hans. Á góðviðrisdögum gátum við gengið að honum vísum á horninu á lóð- inni við Bergstaðastrætið, því Ósk- ar var sérstakur sóldýrkandi. Þar sagði hann okkur sögur og svo stór- kostleg ævintýri að þau em mér enn í fersku minni. Ekki spillti það fýrir að Óskar var „lögga“ því að yfír því starfí hvíldi á þeim ámm einhver ævintýraljómi. Kannski var það ekki síst for- dæmi Óskars að þakka að ég gekk til liðs við lögregluna í Reykjavík 1976. Þar lenti ég fljótlega í um- ferðardeild, þar sem Óskar var yfir- maður, og vann undir hans stjórn í um það bil tíu ár. Oft gekk á ýmsu í umferðardeildinni þar sem gjarnan voru skapmiklir ungir menn á ferð, en Óskar náði jafnan að sætta ólík sjónarmið og lægja öldur og það brást ekki að menn gengu sáttir af hans fundi. Hann ávann sér djúpa virðingu allra þeirra sem undir hans stjórn störf- uðu. Óskar hafði brennandi áhuga á umferðarmálum og umbótum í þeim efnum og hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín að þeim málum. Hann hafði ■ góða kímnigáfu og var laginn við að sjá hinar spaugilegu hliðar hlutanna. Á erfíðleikatímabilum í lífi mínu á fullorðinsárum heimsótti ég þau mikið, Ástu og Óskar, og átti þar sem fyrr stuðningi og hjálp að mæta og verður það seint fullþakk- að. Sömuleiðis var ómetanleg sú þolinmæði og umhyggja sem Óskar sýndi föður mínum í veikindum hans síðustu árin sem hann lifði. Eftir að Óskar lét af störfum sem yfírlögregluþjónn hóf hann störf hjá utanríkisráðuneytinu og unnum við því áfram í sama húsi og hitt- umst reglulega og alltaf var jafn hlýtt á mili okkar. Það. er stórt skarð og vandfyllt sem Óskar Óla- son lætur eftir sig og hans mun verða sárt saknað. Að lokum vil ég senda eftirlif- andi konu hans, Ástu Einarsdóttur, og bömum þeirra, þeim Einari og Ágústu, mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Jón Otti Gíslason. Þegar samferðarmenn yfirgefa þetta tilverustig hér á jörðu og hverfa til annarra og æðri stiga reikar hugurinn yfír sviðið. Við sem eftir stöndum, um stund, rifjum gjarnan upp það sem á dagana hefur drifið á langri leið. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn lét af störfum við embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík um áramótin 1986-1987 og hafði þá unnið við lögreglustörf frá árinu 1943. Hann lét ekki af störfum vegna þess að starfsgetan krefðist þess heldur vegna þess að reglur mæltu svo fyrir. Starfsþrek hans var óbugað. Én þegar þar var komið sögu átti hann að baki langan og afar giftu- dijúgan starfsferil. Þegar lögreglustjóri kvaddi hann á sinn fund, vegna starfsloka, svo sem venja er til, þá sagði Óskar eitthvað á þá leið að hann gæti ekki sannari orð mælt en þau að hann hefði hlakkað til hvers ein- asta dags, sem hann hefði getað mætti til vinnu sinnar. Það er mik- il gæfa fyrir einn mann að bera þann hug til lífsstarfsins sem lýsir sér í þessum orðum. En það er einn- ig mikil gæfa fyrir þann sem nýtur starfskrafta þessa manns að hafa hann í sinni þjónustu. Sá maður sem mætir sínu starfí með þessum huga er trúr sínu starfí, trúr sínum húsbónda. Óskar var líka afskap- lega trúr því sem hann hafði að leiðarljósi í starfi sínu, þ.e. að reyna að hafa bætandi áhrif á það samfé- lag sem hann lifði og hrærðist í. Það er ekki öllum gefið að nálg- ast starf sitt og umhverfi með því hugarfari sem Óskar gerði en vegna þess að lögreglustarfið var honum hvort tveggja í senn, at- vinna og áhugamál, náði hann eins góðum tökum á starfinu og raun bar vitni. Vakandi og sofandi var hann í starfínu, sífellt hugsandi um vel- ferð samferðamannanna, hvort sem þeir voru utan samstarfshópsins eða innan. Ég ætla ekki að skrifa langa grein um Óskar Ólason, ég efast raunar um að honum félli það. Ég ætla heldur ekki að skrá hér sögu hans, það verða mér fær- ari menn að gera. Ég vann undir stjórn Óskars um margra ára skeið og kynntist þar af leiðandi vel mannkostum hans. Ég vil, þar af leiðandi, þegar vegir skilja í bili, þakka fyrir samstarfíð, þakka fyrir að fá að njóta samvistanna og þakka fyrir leiðsögnina sem hann veitti. Sem lífsförunaut valdi Óskar sér hina ágætustu konu, Ástu Einars- dóttur, sem hann kvæntist árið 1939 og eignuðust þau tvö börn. Ég yíI, Ásta mín, votta þér, börn- um ykkar, barnabörnum og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Málmblásarar í Hafnarborg Hinir árvissu vortónleikar málmblásara verða haldnir í Hafnarborg laugardaginn 23. apríl Id. 16.00. Vortónleikar málmblásara eru nú haldnir í sjöunda sinn. / MÍÓasala við innganginn. Ókeypls laofræðiaðstað á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012 ORATOR, félag laganema Megi hinn hæsti höfuðsmiður styrkja ykkur í sorg ykkar. Arnþór Ingólfsson, yfirlögregluþjónn. Leiðir okkar Óskars Ólasonar lágu saman þegar ég hóf störf í lögreglunni í Reykjavík fyrir rúm- um 40 árum. Þá hafði hann verið við störf í 10 ár og þegar við kynnt- umst var hann kominn í rannsókn- arlögregluna og annaðist þar rann- sóknir umferðarslysa. Við rannsóknir umferðarslys- anna öðlaðist hann mikla reynslu og þekkingu á umferðarmálum en á þeim málaflokki hafði hann alla tíð mikinn áhuga. Árið 1962 var hann skipaður aðalvarðstjóri í lög- reglunni í Reykjavík og árið 1966 er hann skipaður yfirlögregluþjónn umferðarmála. Allt frá árinu 1962 vorum við mjög nánir samstarfs- menn. Við þurftum oft að ræða saman og' taka ákvarðanir um ýmis vandasöm mál varðandi starf okkar og þá var gott að hafa Ósk- ar með í ráðum, vegna langrar starfsreynslu hans og réttsýni. Þann aldarijórðung sem við störfuðum saman bar aldrei skugga á það samstarf. Óskar hafði alla þá kosti til að bera sem góður lög- reglumaður þarf að vera búinn, enda var honum sýnt verðugt traust með því að velja hann til hinna mestu ábyrgðarstarfa innan lögreglunnar. Óll sín störf leysti hann af hendi með hinni mestu prýði og stjórnaði liði sínu af festu og virðuleik. Hann naut virðingar og vinsælda jafnt starfsfélaga sem borgaranna, enda var hann ætíð boðinn og bú- inn að leysa hvers manns vanda. Alla tíð vann hann að auknu um- ferðaröryggi og bættri umferðar- menningu og á þeim vettvangi naut hann mikils trausts. Það er ómetan- legt að hafa átt samleið með jafn góðum dreng og traustum sam- starfsmanni og Öskar var og fyrir það vil ég þakka. Eiginkonu, börn- um og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarki Elíasson. Ég átti erindi á lögreglustöðina í Reykjavík að morgni 15. apríl. íslenski fáninn blakti í hálfa stöng við húsið. Ég fann fyrir ónotatil- finningu, málið skýrðist þegar inn kom. Öskar Ólason fv. yfirlöreglu- þjónn er látinn og það kom mér mjög á óvart. Mér er ljúft að setja nokkur kveðjuorð á blað í minningu hans, enda hverjum manni hollt að hugsa hlýtt til látins vinar. Mér finnast ljóðlínur Hannesar Péturssonar skálds eiga vel við hér: Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfír. Við Óskar vorum nánir sam- starfsmenn í löregluliði Reykjavík- ur um nær þriggja áratuga skeið eða þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Óskar var ákveðinn og fylginn sér í þeim málum sem hann lét sig varða, þægilegur og tillögugóður starfsmaður og mikill áhugamaður um umferðarmál. Ég sakna vjnar þegar ég hugleiði okkar samstarf eins og gefur að skilja, en við vor- um sessunautar í tUttugu ár á nær daglegum fundum hjá lögreglu- stjóra. Þar var unnið úr lögreglu- verkefnum og lagt á ráðin um lög- reglustörf í borginni. Við sem þarna nutum samvista áttum oftast ánægjulegar og lær- dómsríkar vinnustundir. Þeir sam- starfsmenn lögreglunnar sem þannig komu saman í áraraðir bundust vináttu- og tryggðabönd- um sem ná út yfir gröf og dauða. Komi eitthvað fyrir einn snertir það hina. Þetta er eðli vináttu. Óskari Ólasyni var sýndur margvíslegur sómi fyrir störf sín og hans mun lengi minnst sem eins af merkari lögregluforingjum sinnar tíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.