Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 45 náttúruunnendur og göngugarpar hrifu alla með sér. Þau voru hrókar alls fagnaðar og Kolla, sem var sér- lega glaðlynd og söngelsk, var for- söngvari í öllum ferðum. Margir muna eflaust eftir því þegar þau hjón ásamt yngsta syni sínum hjól- uðu umhverfis landið fyrir nokkrum árum. Það leika ekki margir eftir. Enda þótt vinátta Kolbrúnar sé mér efst í huga nú, þá minnist ég hennar einnig sem dugmikils og öflugs félagsmanns í Póstmannafé- lagi íslands. Hún átti árum saman sæti í félagsráði sem fulltrúi bréf- bera, einnig í samninganefnd. Við félagar hennar þökkum af alhug samfylgdina og fyrir hönd Póst- mannafélags Islands sendum við Gunnari og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Minning hennar lifir í hugum okkar allra. Lea Þórarinsdóttir. „Dauðinn er ekki endalokin. Hann getur aldrei orðið endalokin. Dauð- inn er vegurinn. Lífið er ferðalangur- inn. Sálin er leiðsögumaðurinn. Þeg- ar ferðalangurinn er þreyttur og örmagna, býður leiðsögumaðurinn honum að taka sér hvíld .. . Flestir andlegir meistarar hafa dáið á mjög sársaukafullan hátt. Hvers vegna? Þeim hefði verið í lófa lagið að yfirgefa líkamann þegar þeir vildu en þess í stað létu þeir krabbamein eða aðra kvalafulla sjúkdóma vinna hægt á sér og dóu ekki fyrr en eftir miklar þjáningar. Þeir vildu kynnast þjáningum mann- kyns af eigin raun. Ef við kynnumst ekki þjáningum mannkyns af eigin raun, verða kenningar okkar án hagnýtrar reynslu.“ (Sri Chinmoy) Með þessum orðum langar mig að kveðja Kollu um stundarsakir og votta Gunnari og allri fjölskyldu þeirra hjóna mína dýpstu samúð. Mér finnst ég eiga Kollu heil- margt að þakka. Það var í gegnum hana sem ég fékk áhuga á öllu sem viðkemur óhefðbundum lækningum. Fyrir allmörgum árum var hún brautryðjandinn í fjölskyldunni og kynnti fyrir okkur hinum gildi nátt- úrulækninga. Ég man þegar hún tók mig fyrst í svæðameðferð, hvað ég varð hissa á áhrifum nuddsins á lík- ama minn. Þarna sat hún með fæt- urna mína í kjöltunni og ég spurði án afláts hvaða punktur á fætinum þetta væri eða hitt. Alltaf var hún fús að fræða mig og ráðleggja mér hvernig best væri að lækna hina ýinsu kvilla eins og höfuðverk, tíða- verk o.fl. Ég er alveg viss um að þekking hennar á sjálfslækningum hefur hjálpað henni að haida líkam- legum og andlegum styrk sínum í erfiðum veikindum. Það var alltaf gaman að ræða þessi mál við Kollu þó að sumir nærstaddra göntuðust með alla spekina sem okkur fór á milli. Ég verð Kollu ævinlega þakklát og held áfram að vitna í það sem hún kenndi mér. Fyrir mér er hún aðeins farin í hvíldina og ég veit að þegar við hittumst aftur, handan móðunnar miklu, þá verður hún enn að sinna lækningum með sinni ein- stöku hjartagæsku og þjónustulund. Þannig var hún. Alltaf reiðubúin að hjálpa öðrum, jafnvel þegar hún sjálf var orðin veik. Ég á fallega ljósmynd af Kollu þar sem hún er að nudda nýfædda dóttur mína og einmitt þannig mun ég geyma minningu hennar í hjarta mínu. I Ég bið Guð að blessa og hugga okkur öll sem syrgjum Kollu og söknum návistar hennar. Nú hvílir Kolla umvafin ljósi í faðmi Guðs. Blessuð sé minning yndislegrar Kollu. Marta. Undanfarna daga hefur mátt merkja veðrabreytingar í lofti sem kveikja í bijósti von um að brátt komi langþráð sumar. Víst er að í huga okkar hjóna verður fögnuður yfir sumarkomunni blandinn trega. Við munum minnast með söknuði góðs vinar og ferðafélaga sem í ára- tugi hefur notið með okkur margvís- legra yndisstunda ýmist í íslenskri sumarnáttúru eða í ferðum til er- lendra landa. Hún Kolla, sem hina síðustu mánuði lagði ofurkapp á að byggja sig upp til þess að geta skipu- lagt siglingu erlendis ásamt okkur og eiginmanni sínum, lagði úr höfn á undan okkur í aðra ferð, ferð sem við öll hljótum fyrr eða síðar að fara. Öll vissum við að brátt myndi koma að því að hún yrði kölluð í þá ferð, en við bundum þó vonir við að henni mætti fresta um nokkurn tíma. Yfir síðustu ferð okkar saman, í Vaðnesi yfir páskadagana, sem Kolla var einnig búin að sækja svo fast að fara, hvíldi skuggi feigðar og sorg- ar, þrátt fyrir æðruleysi og sálar- styrk af hálfu beggja hinna kæru vina okkar. Mikill er fallvaltleiki lífsins. Þess- um elskulega vini, sem okkur fannst fyrir svo stuttu síðan að væri ímynd hreysti og lífskrafts, . sem fyrir nokkrum árum hjólaði kringum land- ið ásamt eiginmanni og yngsta syni, og sem hafði svo mikið yndi af úti- veru og íþróttum, var nú mikið brugðið. Ljóst var nú að hveiju dró, enda hrakaði Kollu skjótt og örfáum dögum síðar var hún öll. Hún giftist 1961 Gunnari Gunn- arssyni og eignuðust þau fjóra syni sem allir eru nú uppkomnir. Milli okkar og Gunnars og Kollu tókst mikill og kær vinskapur og má segja að við höfum verið heimagangar á heimili þeirra og þau á okkar í gegn- um árin. Helstu kostir af mörgum góðum, í fari þessa vinar okkar var lífsgleði og hjartahlýja, og hve ríkur þáttur í fari hennar var að leggja aldrei illt orð til nokkurs manns. Við vottum Gunnari og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra um leið og við vottum látinni vinkonu okkar virðingu og þakklæti fyrir yndisleg kynni. Blessuð sé minning hennar. Sigríður og Guðmundur. Vorið er komið, við Víkingskonur í öldungadeild á leið til Húsavíkur í árlegt öldungamót. En skuggi hefur fallið á hópinn, þar sem ein úr okk- ar hópi er faliin í valinn. Kolbrún Finnbogadóttir lést á heimili sínu hinn 15. apríl sl. Það voru nokkrar konur sem tóku sig saman fyrir rúmum 20 árum og hófu að stunda blak, gegnum í blak- deild Víkings þegar hún var stofnuð. Síðan hefir þetta undið upp á sig og yngri konur bæst í hópinn. Við þessar gömlu, eins og við segjum stundum, höfum haldið hópinn og söknum nú vinar í stað. En tölvan okkar, eins og Kolla var stundum kölluð, er horfin á braut og enginn kemur í staðinn. Það var ekki ósjaldan að kallað var í leik: Kolla, hvernig standa stigin? það stóð aldrei á svari frá Kollu. Þegar við Kolla vorum að líta yfir farinn veg nú nýlega voru það blak- ferðirnar út á land sem stóðu upp úr. Ef farið var í rútu var sungið mest alla leiðina, hvort sem farið var á Siglufjörð, Húsavík, Akureyri eða Akranes, og leiddi þá Kolla oft- ast sönginn með sinni sterku, skæru rödd. Við viljum þakka Kollu fyrir ógleymanlegar samverustundir, bæði heima og heiman, öll þessi ár. Sendum við Víkingskonur ástvin- um Kollu innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Víkingskvenna, Sunna. Það var hnípinn hópur sem mætti til vinnu á mánudagsmorguninn. Hún Kolla var ekki lengur á meðal okkar, Kolla sem alltaf var svo frísk og kát, alltaf til í að spauga og sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum. Hún var driffjöður okkar þegar eitt- hvað stóð til að gera, eins og að halda skemmtikvöld eða fara í ferða- lög um landið, þar naut hún sín vel, hélt uppi söng í rútunni og var hrók- ur alls fagnaðar. Þegar farið var á árshátíðir PFÍ, bauð hún og maður hennar Gunnar Gunnarsson oftar en ekki öllum vinnufélögum hennar og þeirra mökum heim til sín áður en farið væri á ballið og veittu öllum af mikilli rausn og myndarskap. Hún var mjög virk í félagsmálum og þeg- ar konur fóru að vinna við útburð á pósti fyrir nærri 30 árum, fengu þær ekki inngöngu í Póstmannafélagið og stofnuðu þær þá sérstakt félag sem þær nefndu Póstfreyjufélagið og var Kolbrún fyrsti formaður þess félags og stóð fyrir því að þær fengu inngöngu í ASI og nutu kjararétt- inda á þeim nótum. Seinna samein- aðist Póstfreyjufélagið Póstmanna- félaginu. En undanfarin 20 ár hafa bréfberar haldið saman skemmtifé- lagsskap sem heitir „Þór og Freyja“ og var Kolla formaður þess síðastlið- in sex ár. Einnig var hún mörg ár fulltrúi okkar í félagsráði PFÍ. Kolla var búin að vinna sem bréf- beri í yfir 20 ár og féll aldrei úr dagur vegna veikinda, þar til fyrir einu og hálfu ári að hún veiktist af sjúkdómi þeim, sem nú hefur sigrað. Hún barðist hetjulega allan tímann, aldrei heyrðist neinn uppgjafartónn. Hún var sannkclluð hetja, en hún stóð ekki ein í baráttunni. Gunnar og fjölskyldan stóðu saman um að styðja hana og styrkja á alla lund, hana sem áður lagði líknarhendur sínar yfir þá sem fundu til, en hún var góður svæðanuddari og hjálpaði mörgum sem þjáðust af alls konar meinsemdum. Oft þegar við vinnufé- lagarnir komum í vinnuna, hálf- skakkar af bakverk eða öðrum kvill- um, fór hún höndum um þá sem var veik hveiju sinni og reis sú hin sama aftur úr stólnum sem ný manneskja eftir meðhöndlun hennar. Þegar slíkrar konu sem hennar er minnst verða öll orð fátækleg. Það er svo stórt tómarúm sem myndast í hugum okkar við fráfall hennar, sem erfitt verður að fylla. Kæri Gunnar og fjölskylda, ykkar missir er mikili og viljum við biðja guð að styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar og söknuði. Elsku Kolla, við þökkum þér sam- fylgdina í gegnum árin. Vinnufélagar R-ll. Hollusta Heilbrigði Iþróttir Heilsurækt Tómstundir Tísj Sýningin opnuö kl. 15:00 á Sumardaginn fyrsta. Stanslaust fjör fram á sunnudagskvöld! Meðal atriða: • Hestaferðir og siglingar • Barnakórar syngja • Módelsamtökin sýna nýjustu tískuna • íslensk glíma • Eldri borgarar sýna dans • Tónleikar fyrir unglingana • Dansskólar af höfuðborgarsvæðinu • íslandsmeistarar í þolfimi • Fimleikasýningar • Keppni á milli HK og Breiðabliks & • Harmónikkuleikur • íslandsmeistarar í vaxtarrækt • Gestir keppa í skotfimi • Sigurbjörn Bárðarson og hestarnir hans • Stúlkur úr keppninni Ungfrú ísland sýna tískufatnað LífStíH 94! „ «_r ■ # m m m m m “ - m m ■ar’-«. Vérið velkoni Happdrættisnúmer á hverjum aðgöngumiða. Tölva frá BOÐEIND að verðmæti 120.000 kr. í vinning íþróttahúsinu Digranesi í Kópavoi «1. _v D n . ’ífiT i XÍiíUÍi . - |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.