Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Þekktur bandarískur vímuefnaráðgjafi staddur hér á landi Lengri meðferð árangursríkari ÍSLENDINGAR eiga færa sérfræðinga og standa framarlega á sviði meðferðar gegn vímuefnasýki eftir því sem hinn þekkti bandaríski vímuefnaráðgjafi Terence T. Gorski segir. Engu að síður heldur hann því fram að við getum lært ýmislegt af mistökum Bandaríkja- manna í þessum efnum. Þeir hafi hingað til eytt á bilinu 80-90% fjármagns í fyrstu 30 til 90 daga vímuefnameöferðar. Eftir hana hafa nánast allt fé verið á þrotum. Árangursríkara sé að beita lengri og ódýrari meðferð til að draga úr hættunni á því að fólk falli aftur í sama farið og hefji vímuefnaneyslu. Gorski er með BA-gráðu í sálfræði og félagsfræði og MA-gráðu í vímuefnaráðgjöf. Hann er hér á vegum Cornerstone-stofnunarinnar í Florida og hefur haldið námskeið fyrir starfsmenn meðferðarstofnana fyrir áfengissýki. Þegar forvitnast var um upp- byggingu námskeiðsins sagði Gorski hana þríþætta. „Við byijum á að ræða um sjálfa fíknina, ein- kenni hennar og áhrif. Færum okk- ur svo yfir í meðferðina. Hvaða leið þurfi að fara til að geta lifað án áfengis eða eiturlyfja. Að lokum veltum við því svo fyrir okkur hvaða þættir geti valdið því að viðkom- andi fari aftur í sama farið og hvað hægt sé að gera til að fyrirbyggja það,“ sagði hann. Sex þrepa kenningin Hann sagði að leið vímuefna- neytandans frá fíkn til lækningar fælist í sex þrepum. „Fyrsta þrepið er að viðurkenna að um vandamál sé að ræða. Annað þrepið felst í því að hætta að neyta efnanna og takast á við ósjálfráð viðbrögð lík- amans þegar honum er neitað um það sem hann fékk áður. Lækning- in hefst síðan á þriðja þrepi. Við- komandi verður að breyta hugsun- arhætti sínum, hvernig hann tekst á við tilfinningar sínar og hegðar sér til þess að geta verið edrú. Þarna er um lykilatriði að ræða því aðeins viss hegðun og hugsunar- háttur veldur því að fólk fer aftur út í drykkjuskap eða eiturlyfjanotk- un._ Á næsta þrepi er lögð áhersla á utanaðkomandi þætti. Lagfæra verður eyðileggingu af vöidum fíknarinnar á samskiptum innan fjölskyldunnar, vinatengslum og samskiptum í vinnunni svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt gera menn oft uppgötvanir um eigið líf. Sem börn hafi þeir búið við óreiðu. Þeir hafí verið misnotaðir, vanræktir eða ekki leiðbeint áfram til að lifa inni- haldsríku lífi. Ef sú er raunin fer alkahólistinn yfir á næsta þrep og tekst á við breytingar í eigin per- sónuleika í tengslum við breyttar forsendur. Síðasta þrepið felst svo í að halda áfram að lifa lífinu edrú og þroska sjálfan sig.“ Viðvörunarmerki Þrepin reynast mönnum miserfið og til eru þeir sem festast á leið- inni. „Ef menn stoppa í einhveiju þrepanna og komast ekki hærra falla þeir. Til þess að leysa vanda þeirra þarf að koma auga á viðvör- unarmerkin frá þeim og hjálpa þeim að hjálpa sjálfum sér og kom- ast aftur á sporið," segir Gorski og heldur áfram þegar hann er beðinn að nefna dæmi. „Fyrst ger- ist eitthvað og veldur stressi. Stressið veldur því að heilinn, sem skaðast hefur vegna fíknarinnar, hættir að starfa eðlilega. Menn verða ruglaðir og hættir til að bregðast við á öfugafullan hátt. Hegðun þeirra verður ruglingsleg og tilfinningarnar óstjórnlegar. Afleiðingin verður sú að þeir gera mistök á mistök ofan og komast að lokum að þeirri niðurstöðu að fyrst líf þeirra edrú sé svona geti þeir alveg eins drukkið. Þeim líði þá a.m.k. einhver tíma vel,“ segir hann og bendir á að hlutverk hans felist í því að gera starfsmönnunum kleift að útskýra fyrir vímuefna- neytandanum hvaða leið sé nauð- synleg til að ná fullkominni lækn- ingu og hvað einkenni bendi til að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Gorski sagðist hafa orðið var við að íslendingar hefðu á að skipa færustu sérfræðingum og stæðu framarlega á svið áfengismeðferð- Morgunblaðið/Sverrir Fyrirlesari TERENCE T. Gorski hefur skrifað fjölda bóka og haldið fyrirlestra út um allan heim um áfengissýki. ar. Engu að síður gætu þeir lært af Bandaríkjamönnum. „Við gerð- um þau mistöku að eyða 80-90% fjármagns til þessa málaflokks í grunnmeðferð fyrstu 30 til 90 dag- ana. En ef ekkert er gert til að fylgja meðferðinni eftir er hætt við að á á bilinu 75-80% byiji að drekka aftur innan árs. Árangursríkari leið er að leggja áherslu á lengri og ódýrari meðferð og má í því sam- bandi geta þess að með því að veita fjármagni í vikulega umræðuhópa má minnka hlutafallið á undan um helming," sagði hann og neitaði því að umtalsverðir fjármunir færu óumflýjanlega í breytingu af þessu tagi. Mögulegt væri að stuðla að ódýrari grunnmeðferð með því að sníða úrræði eftir hveijum og ein- um. Sumir þyrftu varla nema lækn- isskoðun í upphafi meðferðar. Hins vegar lagði hann áherslu á að hvernig sem farið væri kæmi kostnaður vegna áfengissýki óneit- anlega niður á þjóðfélaginu. „Ann- að hvort er vandinn viðurkenndur og fjármunum varið í meðferðarúr- ræði og stöðuga þróun þeirra eða fjármunir fara til að bæta fyrir glæpi af völdum alkahólista, í sjúkradvöl þeirra og vegna þess að fleiri og fleiri aka undir áhrifum svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Gorski en frá íslandi heldur hann í fyrir- lestrarferð til Danmerkur og Pól- Iands. Fjölskylduskemmtun í boði Unglingareglunnar og Vinabæjar, Skipholti 33 í c Jag — sumardaginn fyrsta — kl. 3 Umsjón: Edda Björgvinsdóttir og Bella í.'c Trítill og félagar (Kjartan Bjargmundsson, Ása Hlín o.fl.) í!c Mókollur umferðarálfur (Gunnar Helgason o.fl.) Kynjaverur úr Skilaboðaskjóðunni (leikarar Þjóðleikhússins) í.'í Ronja ræningjadóttir (Sigrún Edda og Guðmundur Ólafsson) $!c Raddbandið syngur og sprellar $.'c Kristbjörg Sunna syngur Maístjörnuna í!c Bella litla - vinur barnanna - tengir skemmtiatriðin saman með reynslusögum af sér og fjölskyldu sinni (sérstaklega systur sinni sem er með unglingaveikina). í!c Litla Skotta og Sossa sprella með börnunum að skemmtiatriðum loknum. 15 mánaða fang- elsi fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 42 ára gamlan mann til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa árið 1985 reynt að nauðga stjúpdóttur sinni sem þá var 13 ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um fjögurra ára skeið misboðið stúlkunni með langvarandi kynferðislegri misnotkun frá 9-13 ára aldri með því að þröngva henni margsinnis til kynferðismaka en dómurinn taldi aðeins sannað að um eitt tilvik hefði verið að ræða þegar móðir stúlkunnar stóð hann að verki þar sem hann lá nakinn og girtur leðurólum ofan á stúlkunni og hafði rifið föt hennar. Málið var kært til lögreglu í mars 1992, sjö árum eftir það brot sem talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um. Að lokinni rannsón var maðurinn ákærður fyrir langvar- andi misnotkun á telpunni á þeim tíma sem maðurinn bjó með móður hennar en þau skildu eftir að móðir- in stóð hann að verki. Kvöldið áður hafði þeim orðið sundurorða á leið af skemmtun og konan farið heim á undan manninum og þegar heim kom falið sig inni í skáp og sofnað þar. Síðar hafi hún vaknað við það að dóttir hennar kall- aði á hjálp og farið inn í herbergi til hennar. Þar hafi hún séð hvar maður hennar lá nakinn og girtur leðurólum ofan á stúlkunni, sem var nakin að neðanverðu eftir að maður- inn hafði rifið af henni föt en stúlkan kvaðst hafa klætt sig í bol, sokkabux- ur, sokka og náttföt þegar hún varð vör við manninn á heimilinu um nótt- ina þar sem hún hafi óttast að hann mundi leita á sig. Móðirin fór með stúlkuna og hálf- systur hennar af heimilinu og skildi við manninn en atvikið var eins og fyrr sagði ekki kært fyrr en að liðn- um 7 árum en læknir skoðaði stúlk- una eftir atvikið og hún gekk einnig til sálfræðings vegna þess. Þá bar stúlkan einnig á manninn margvís- lega kynferðislega misnotkun ailt frá því hún var 9 ára. Maðurinn neitaði ásökunum um fyrri misnotkun og sagði aðrar ásakanir hugarburð stúlkunnar en kvaðst í umrætt sinn hafa villst á stúlkunni og móður hennar. Engum vitnum var til að dreifa um önnur ákæruatriði en fyrr- greinda nauðgunartilraun og í niður- stöðum Steingríms Gauta Kristjáns- sonar héraðsdómara segir að um þau atriði sé framburður stúlkunnar um næsta óljós og ónákvæmur, langt sé um liðið og örðugt um sönnunar- færslu. Ekki þyki komnar fram næg- ar sönnur um þau atvik og verði að sýkna af þeim ákæruliðum sem við þau eigi. Hins vegar þyki maðurinn í fyrrgreint sinn hafa orðið sekur um nauðgunartilraun og tilraun til kynmaka við stjúpbarn sitt sem hafí verið yngra en 14 ára og þyki refs- ing hæfílega ákveðin 15 mánaða fangelsi. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Rannsóknastöð í Kvískerjum EGILL Jónsson, Kvískeijabræður; Sigurður Björnsson, Helgi Björnsson og Hálfdan Björnsson, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Ossur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Jökla- og náttúru- fræðirannsóknastöð rís a Kvískerjum Hnappavöllum í Örœfum. GERÐUR hefur verið samningur milli bræðranna á Kvískeijum í Oræfum og Háskóla Islands um að skólinn fái að reisa hús undir aðsetur sitt sem rannsóknastöð á Þar verður hægt að stunda rann- sóknir á jöklunum og fleiru í náttúr- unni í návist þeirra sjálfmenntuðu með frönskum og sósu =995.- TAKIÐMEÐ iin/ TAKIDMEÐ -tilboð! -tilboð! Jarlínn Kvískerjum. vísindamanna sem þeir Kvískeija- bræður eru. Til samningsgerðar komu þeir Egill Jónsson alþingis- maður, Halldór Blöndal ráðherra, Össur Skarphéðinsson ráðherra og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Gætffi gagnanna þinna! Bjóðum traustan og öniggan airituiiarlnínail #BOÐEIND- Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 V______________________/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.