Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 65

Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 65 Idag Knattspyrna Reykjavíkurmótið: Gervigr.: Árvakur - Léttir...20 Litla bikarkeppnin: Seltj.nes: Grótta - HK.......14 Akranes: ÍA - Selfoss........14 Þorláksh.: Ægir - Haukar.....14 Ásvellir: FH-UMFG.........13.30 Varmá: UMFA - Víðir..........14 Garðabær: ÍBV - Stjarnan.....14 Sandg.: Reynir - Skallagr....14 Keflavík: ÍBK-UBK............14 Hlaup Víðavangshlaup ÍR: Hlaupið hefst við Tjörnina f Reykjavaík kl. 14 en keppni í ungl- ingaflokki hefst kl. 13.30. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar: Hlaupið hefst kl. 13 við Sparisjóð Hafnarfjarðar við Strandgötu keppt verður í 11 aldursflokkum. Klifur Klifurkeppni íslenska alpaklúbbsins og Björgunarsveitarinnar Fiska- kletts verðúr í dag að Hjallahrauni 9 f Hafnarfirði. Golf Afmælismót Keilis Fyrsta opna mót Keilis á þessu tíma- bili verður haldið laugardaginn 23. aprfl og verður ræst út frá klukkan 9. Keppnisfyrirkomulagið er 7/8 Stableford. Fatlaðir Farið verður áheitaferð á hjólastól- um í dag, frá íþróttahúsi ÍFR við Hátún, sem leið liggur gegnum Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð og þaðan áfram til Njarðvíkur og Keflavfkur. Fatlaðir ætla að safna peningum vegna keppnisferðar lyft- ingamanna til Frakklands. Fyrirtæki og einstaklingar geta lagt hópnum lið með því að hringja inn áheit í síma 618226 og 618002 kl. 10-15 f dag. Einnig er hægt að hringja f eftirtalda bílasíma (985) sem fylgja hópnum: 36317, 36852, 43340 og 20555. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Kevln Willls (42) skoraði 23 stig og tók sautján fráköst þegar Atlanta lagði New York — og tók forustuna í austurdeildinni. Atlanta sterkari í toppslagnum URSLIT Körfuknattleikur l\IBA-deildin Leikir aðfaranótt miðvikudags: New York - Atlanta 84:87 120:112 Detroit - Orlando 104:132 126:99 Philadelphia - New Jersey Washington Indiana 110:115 110:111 90:80 105:98 122:116 Sacramento - Utah 108:115 Staðan Austurdeild Atlantshafsriðill: (Stöðutaflan sýnir sigra, töp og lofcs ingshlutfall í prósentum): • - New York ..54 25 ..48 31 B - New Jersey ..44 36 Miami ..41 39 ..31 48 ..24 55 Washington ...23 56 Miðriðill: B - Atlanta ...56 24 ■ - Chicago ...55 25 M - Cleveland ...45 34 R - Indiana ...44 35 ...38 40 Detroit ...20 59 Milwaukee ...19 60 Vesturdeild Miðvesturriöill: ■ - Ilouston ...57 22 ...54 26 ■ - Utah ...50 29 M - Denver ...40 39 ...20 59 Dallas ...11 68 Kyrrahafsriðill: ...60 19 ...54 26 B - Golden State ...48 31 H - Portland ...46 33 ...33 46 ...27 52 LA Clippers ...27 52 • - Sigurvegari f riðli ■ - Öruggt sæti i úrslitakeppninni. ATLANTA Hawks hafði betur gegn New York íviðureign topplið- anna í Austurdeildinni ífyrrinótt. Atlanta hefur unnið einum leik meira en Chicago og tveimur leikjum meira en New York í Aust- urdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Seattle hefur þegar tryggt sér sigur í Vesturdeildinni. Kevin Willis gerði 23 stig og tók 17 fráköst í 87:84 sigri Atlanta í New York. Hann gerði sex af stig- um sínum á síðustu fjórum mínútum leiksins. Atlanta hefur unnið 56 leiki og tapað 24 og er nú með besta ár- angurinn í Austurdeildinni, en deild- arkeppninni lýkur á sunnudaginn. Patrick Ewing var atkvæðamestur hjá New York með 24 stig og Char- les Oakley gerði 21 stig. Miami Heat vann mikilvægan sig- ur á Minnesota 126:99 og þarf nú aðeins einn sigur úr tveimur síðustu leikjunum til að tryggja sér sæti í úrstitakeppninni, en liðið kemst einn- ig áfram ef Charlotte tapar einum af síðustu fjórum leikjum sínum. Glen Rice gerði 32 stig, þar af 15 í fyrsta leikhluta, fyrir Heat og var stigahæstur. Isiah Rider gerði 28 stig fyrir gestina. David Robinson átti stórleik fyrir San Antonio Spurs er liðið sigraði Houston Rockets 90:80. Hann var með 22 stig, tók 18'fráköst, átti 5 stoðsendingar, náði að „stela“ bolta tvisvar og átti sex blokkuð skot. Hakeem Olajuwon var allt í öllu hjá Houston - gerði 25 stig, tók 11 frá- köst, blokkaði 5 skot og átti þrjár stoðsendingar. FELAGSLIF Firmakeppni Vals Firmakeppni körfuknattleiksdeildar Vals hefst f Valsheimilinu 30. apríl. Leikið verð- ur f fjögurra liða riðlum þar sem allir keppa við alla. Efsta lið hvers riðils fer f úrslita- keppnina. Skráning f síma 11134 IÞROTTIR FATLAÐRA í borðtennis Norðurlandamót fatlaðra í borðtennis verður haldið hefst í íþrótta- húsinu Auturbergi á morgun og verður móti sett kl. 17.45. Liðakeppni hefst síðan kl. 18 og stendur fram eftir kvöldi. Á laugardaginn verður liðakeppninni framhaldið kl 9 árdegis og stendur allan daginn en á sunnudaginn verður einstaklingskeppni og hefst hún kl. 9. Keppendur, sem eru 62 talsins, koma frá Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi auk íslands. TIMARIT Hlauparinn kominn út Hlauparinn, nýtt tímarit, er kom- ið á markaðinn og fjallar um eins og nafnið gefur til kynna fræðsla og upplýsingar um hlaup. Fyrsta tölublað kom út í síðasta mánuði og er ætlunin að blaðið komi út á tveggja mánaða fresti. Ritstjóri er Sigurður P. Sigmunds- son en framkvæmdastjóri blaðsins er Guðmundur G. Kristinsson. í fyrsta tölublaðinu er einkum fjallað um skokk og hlaup auk þess viðtöl og greinar sem tengjast íþróttum og útiveru. Fastir þættir í blaðinu verða m.a.; grein um þjálf- un, íþróttabúnað og mataræði. Blaðið kostar 520 krónur í lausa- sölu, en 2.160 krónur í ársáskrift (5 blöð). Charles Barkley var í essinu sínu er Phoenix sigraði efsta lið Vestur- deildar, Seattle, 122:116. Hanngerði 11 af 20 stigum sínum í fjórða leik- hluta. Þetta var 34. heimasigur Pho- enix í vetur, en liðið hefur aðeins tapað fimm leikjum á heimavelli. Derrick Coleman náði þrefaldri tvennu í annað sinn í ár er New Jers- ey Nets sigraði Philadelphiu á úti- velli 110:115. Hann gerði 31 stig, tók 12 fráköst og átti 10 stoðsend- ingar. Kenny Anderson gerði 19 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir Nets sem vann fjórða leikinn í röð. Reggie Miller gerði sigurkörfu Indiana þegar 2,9 sekúndur voru eftir í 111:110 sigri liðsins á Wash- ington Bullets. Gheorghe Muresan náði forystu fyrir Bullets þegar 13 sekúndur voru eftir og héldu flestir að sigurinn væri þá í höfn, en Miller var ekki á sama máli. I Vacational Studies* SUMARSKÓLI í BRETLANDI Á HÁLFVIRÐI Til að auðvelda íslenskum nemum enskunám við sumarskóla okkar í Newbury, Berkshire, á 4 vikna námskeiðum júlí og ágúst, bjóða VACATIONAL STUDIES (stofnað 1973) 8 íslenskum drengjum og stúlkum á aldrinum 11 -17 ára skólavist með 50% afslætti skólagjalda. Skólann sækja unglingar frá fjölda landa. Skólagjöld fela í sér kennslu, vistun og fæði, íþróttaiðkanir, skemmtanir og skoðunarferðir. Skólagjald er £1400, en fýrir íslendinga £700 (um kr. 75 þús). Vacational Studies hafa hlotið viðurkenningu British Council til enskukennslu fyrir útlendinga, og við erum aðilar að ARELS, samtökum viðurkenndra skóla í enskukennslu. Nánari upplýsingar í síma 23300 (Svavar) 25. og 26. apríl kl. 17 -18.30. Innanhússvormót Vals Árlcgt innanhússvormót Vals í knattspyrnu verður að Hlíðarenda 29. og 30. aspríl. Keppt verður i flokki yngri knattspyrnu- manna og flokki heldri inanna — 40 ára og eldri. Skráning í síma 624205, eða fax 91-623734 fyrir 26. apríl. Greiðsluáætlanakerfi Heildaryfirsýn allra skulda. Áætlanir 60 mánuði fram í tímann. Tekur fullt tillit til almenns rekstrarkostnaðar í hverjum mánuði. Eina forritið sinnar tegundar á íslandi. Heimilisbókhald "Fullkomið heimilisbókhald", skv. MbL 07.02.93. "Fullkomnasta heimilisbókhald sem völ er á", skv. Tímanum 23.01.93. Fjárhagsbókhald (frá kr. 7,425.-) Fyrir fyrirtæki og einstaklinga í rekstri. SPENNANDI TILBOÐ.... KORN hf. Mjölnisholti 12,105 Reykjavík Athugið önnur kerfí: / GuIIKORN heimilanna / Fjölskylduforrit / Viðskiptalsölukeifi / Birgðabókhald / Markaðskeifi / Félaga/áskriftarkerfi / Æfingaforrit í vélritun / Smásölukerfi / Fjöldi sérhœfðra kerfa hönnuð að óskum notenda. Síminn er 61 26 26 AÐ KOMA LAGI Á FJÁRMÁLIN ER ERFITT...., NEMA ÞÚ HAFIR;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.