Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 52

Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 t Elskulegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR HERMANN GÍSLASON, Erikfeldsgatan 74b, Malmö, er látinn. Systkini hins látna. Móðir okkar, GUÐMUNDA GÍSLADÓTTIR, Sólvallagötu 21, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriöjudaginn 19. apríl. Sigríður Guðbjörnsdóttir, Gyða Guðbjörnsdóttir, Siguriaug Guðbjörnsdóttir. t Maðurinn minn, ELLERT FINNBOGASON, Kastalagerði 9, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni 20. apríl. Hólmfríður Jóhannesdóttir. t Ástkœr faðir okkar, tengdafaðir og afi, BOLLI GUNNARSSON, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 20. apríl. Einar Gunnar Bollason, Sigrún Ingólfsdóttir, Bolli Þór Bollason, Halla Lárusdóttir, Arthur Björgvin Bollason, Svala Arnardóttir, Linda Sigrún Bolladóttir, Michael W. Thomas, Erla Bolladóttir, Hartmann Guðmundsson, Helga Bolladóttir, Hjalti Gunnlaugsson, Lilja Bolladóttir, Valur Ragnar Jóhannsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐRÁÐUR JÓHANN GRÍMUR SIGURÐSSON skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum hinn 18. apríl sl. Rannveig Hjartardóttir, Ragnheiður Guðríður Guðráðsdóttir, Þorsteinn Laufkvist, Hulda Guðrún Guðráðsdóttir, Garðar Sigurðsson, Sigrún Gréta Guðráðsdóttir, Sigurjón Agústsson, Sigrfður Erla Guðráðsdóttir, Jónas Blöndal, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS INDRIÐASON frá Bryðjuholti, Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 23. apríl kl. 13.30. Rósa Sigurðardóttir, Sigurður Jakob Magnússon, Kristborg Nfelsdóttir, Guðlaug Rósa Sigurðardóttir, Magnús Níels Sigurðsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 14. apríl sl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey. Sverrir Sigurösson, Áslaug Sverrisdóttir, Vilhjálmur Lúðvíksson, Ingibjörg Hilmarsdóttir, Berglind Hilmarsdóttir, Ingibjörg Sunna Vilhjálmsdóttir, Arndfs Vilhjálmsdóttir. Minning Anna Kjartansdóttir fv. yfirhjúkrunarkona Fædd 12. júní 1899 Dáin 12. apríl 1994 Anna frænka er dáin. Blessuð sé minning hennar. Eftir tæplega tveggja mánaða sjúkralegu þá lést hún hinn 12. apríl síðastliðinn og átti þá eftir rétta tvo mánuði í níu- tíu og fimm ára afmæli sitt. Anna fæddist 12. júní í Presthús- um í Reynishverfi í Mýrdal árið 1899 og var elst níu systkina. Var hún dóttir hjónanna Kjartans Finn- bogasonar söðlasmiðs og Ingibjarg- ar J.óhannsdóttur. Eftirlifandi syst- ur Önnu frænku eru Sigríður og Ásdís, eða Sigga og Dísa eins og þær eru alltaf kallaðar. Anna er elst upp í Presthúsum en fljótt stefndi hugur hennar til hjúkrunarstarfa, því hún mátti ekk- ert aumt sjá. Um átján ára aldur fer hún til Vestmannaeyja og hóf þar hjúkrunamám og var við nám á hinum ýmsu hjúkrunarhúsum landsins. Árið 1926 tekur hún svo próf hjá Sæmundi Bjarnhéðinssyni yfirlækni. Var hún síðan hjúkrunar- kona við Farsóttahúsið í Reykjavík frá 1. apríl 1926 og til loka síns starfsaldurs, allt til 1965. Mínar fyrstu minningar um Önnu frænku eru, þegar við bræður og foreldrar komum í heimsókn til hennar í Farsóttahúsið. Bjó hún á efstu hæð hússins og er við komum, þá var hún oft að hjúkra litlum fuglum, þröstum og dúfum sem að hún hafði fundið lasna úti við. Hændust þessir fuglar svo að henni, að ávallt voru margir fuglar og fallegur fuglasöngur á svölúnum hennar. Var Anna mikill dýravinur og náttúruunnandi og þótti mjög vænt um sveitina sína fyrir austan. Um 1960 kaupir hún lítið hús í Reynis- hverfinu skammt frá Presthúsum sem að heitir Harðivöllur. Var það hennar líf og yndi á efri árum að snúast í kringum þessa litlu para- dís sína og eiga nágrannar hennar í sveitinni miklar þakkir skildar fyrir hjálpsemi þeirra við hana. Hún stækkaði húsið um 1970 og varð það til þess að fleiri gátu notið gestrisni hennar í Harðavelli. Á ég margar góðar minningar þaðan að austan sem og fjöldi annarra. Hefur hún nú fengið sína hinstu hvíld, en ég veit að Anna frænka mun alltaf lifa í minningu minni. Síðustu æviárin bjó Anna með systrum sínum, Siggu og Dísu, í Selvogsgrunni 11 í Reykjavík. Baldur Ö. Kjartansson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Patreksfirði, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, sem andaðist 16. þ.m., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. apríl kl. 10.30. Hilmar Adolfsson, Svava Hauksdóttir, Gylfi Adolfsson, Vilborg Geirsdóttir, Hildigunnur Adolfsdóttir Dixon, Louis Dixon, Adolf Þráinsson, Aðalheiður Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför JÓNS V. HJALTALÍN frá Brokey, fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 23. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður að Narfeyri, Skógarströnd, sama dag. Ingibjörg P. Hjaltali'n, Vigfús J. Hjaltalín Margrét Ásgeirsdóttir, Páll J. Hjaltalín, Ásta Jónsdóttir, Bergur J. Hjaltalin, Ásdís Herrý Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMANN HÖGNASON, Skerseyrarvegi 7, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víöstaðakirkju föstudaginn 22. apríl kl. 13.30. Jenný Sigmundsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir minn og afi, AGNAR STEFÁN STEFÁNSSON, sem lést 3. aprll, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. apríl kl. 13.30. Arnheiður Guðrún Agnarsdóttir, John Lindsay, Paulette Lindsay. Föðursystir mín, Anna Kjartans- dóttir, fv. yfirhjúkrunarkona á Far- sóttaheimili Reykjavíkur, er látin. Anna mín, þegar ég minnist þín þá koma í huga mér þær stundir er ég heimsótti þig á Farsótt sem barn. Ég man enn lyktina sem fylgdi því húsi, sambland af grænsápu og klóróformi, brakið í hvítskúruðum gólffjölunum og þú á ferð og flugi talandi við lækna á göngunum og stjórnandi öðni starfsliði með þínum einstæða skörungsskap. Ég, krakkinn, gerði mér aldrei grein fyrir því að þetta var þín at- vinna. Mér fannst bara að þú ættir þarna heima, enda var og svo. Þú tókst ætíð vel á móti mér og fannst mér ég aldrei vera að trufla þig frá vinnu. Þú leiddir mig niður í eldhús, færðir mér hnausþykkt súkkulaði með rjóma og lagkökur. Síðan varst þú horfin til þinna starfa. Mér þótti þetta ósköp eðiilegt því ég vissi að þú kæmir von bráðar aftur að ná í mig. Þarna sat ég svo og raðaði í mig góðgætinu og fylgdist með starfsfólki í eldhúsinu. Mér er minn- isstæð ein gömul kona sem vann þarna, e.t.v. var hún ekki svo göm- ul, hún var kölluð Dísa að mig minnir, hölt var hún og ég vor- kenndi henni alltaf. Mér fannst þú oft á tíðum svolítið hryssingsleg við þessa konu. Eitt sinn heyri ég hana tuldra við sjálfa sig eftir einhveijar ákúrur frá þér: „Það er aldeilis gangur á henni núna.“ Seinna lærð- ist mér að þú varst þessari sömu konu betri en nokkur annar. Ég minnist þess að hafa beðið þarna þolinmóð í eldhúsinu þar til þú komst aftur, rakst rétt höfuðið inn í gættina, gafst nokkrar skipan- ir og sagðist siðan <við mig: „Jæja, ía, nú skulum við koma upp smá- stund.“ í leiðinni litum við sem snöggvast inn hjá Maríu heitinni Maack, þá forstöðukonu Farsóttar, og þú sagðir: „María, hún er hérna stelpan hans Jóa.“ Mér fannst mik- ið til þeirra koma, varð ætíð að þiggja súkkulaði og bijóstsykur og skiptast á nokkrum orðum. Síðan héldum við saman upp á efri hæðina þar sem þú bjóst. Ég man óljóst eftir herberginu, sem mér fannst lítið, en það sem vakti mesta at- hygli mína var gríðarstórt heima- smíðað fuglabúr úti á litlum svölum með hænsnaneti fyrir og þar voru vinir þínir. Aðallega skógarþrestir, stundum einstaka hrafn og dúfa. Þú hændir að þér þessa litlu vini þína, gerðir að sárum þeirra og sum- ir voru svo hændir að þér að þeir sátu á öxl þér. Á bak við harða skelina var hlý og góðhjörtuð kona sem mátti ekkert aumt sjá, hvort sem var hjá mönnum eða málleys- ingjum. Þitt líf var að hjúkra og hlúa að. Stöku sinnum gafst þú þér tíma til að ganga með mér út og yfir Spítalastíginn þar sem þú hafðir á leigu að mig minnir stórt herbergi. Ég man ekki eftir að þar væri eld- hús eða bað, aðeins þetta eina stóra herbergi er mér minnisstætt, hlaðið fallegu mununum þínum sem þú hafðir eignast um ævina og sýndir mér stolt. Árin liðu og ég minnist þín á efri árunum, flutt þá inn á Selvogsgrunn til systra þinna Dísu og Siggu, þá komin á eftirlaun. Þó ellin væri far- in að segja til sín lést þú ekki af stjórnseminni, vildir fá að fylgjast með öllu fram á síðasta dag. Það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.