Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 28

Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Millifærsla í gegnum þjónustusímann FRÁ og með miðjum maí geta þeir, sem eiga bankareikninga af einhverju tagi, millifært sjálfir á milli eigin reikninga í gegnum þjónustusima bankanna, en hing- að til hefur sú þjónusta eingöngu náð til þess ef menn vilja fá full- vissu um reikningsstöðu sinni. Samkvæmt upplýsingum Dag- legs lífs beinist þessi aukna þjón- usta þjónustusímans aðeins að þeim, sem vilja millifæra frá einum reikningi á annan í eigu sama að- ila, en ekki verður hægt að milli- færa frá einum reikningseiganda til annars um þjónustusímann. Þessi þjónusta gerir mönnum kleift að fylgjast betur en ella með eigin fjárhagsstöðu og fá í leiðinni hámarks ávöxtun hverju sinni þar sem hægt verður að millifæra á milli eigin reikninga hvenær sólar- hringsins sem er í gegnum þjónustusíma bankanna. Svo dæmi sé tekið má til dæmis flytja fjármagn frá tékka- reikningi, sem aðeins gefur af sér Vi% vexti yfir á ýmsa sparireikninga í eigu sama aðila sem gefa af sér mun hærri vexti. Þess má að lokum geta að þjónustusími banka og sparisjóða starfar ailan sól- arhringinn og er símanúmerið 624444. Þeim, sem hringja utan höfuðborgarsvæðisins, er bent á grænt númer, 99-6444, og greiða þeir þá fyrir símtalið eins og um innanbæjarsímtal væri að ræða. ■ í fyrrasumar bárust Samkeppnisstofnun kvartanir frá eigendum myndbandaleiga um meinta, ólögmæta viðskiptahætti Myndmarks, sem er félag myndbandaútgefenda og myndbandaleiga. I kjölfarið komst Samkeppnisstofnun að þeirri niðurstöðu að beitt hafi verið samkeppnishindrunum sem varða við ákvæði samkeppnislaga. Látið hefur verið af meintu verðsamráði myndbandaleiga á markaðinum FORSVARSMENN Myndmarks hafa nú staðfest með yfirlýsingu að félagið Myndmark, meðlimir þess, stjórn og starfsmenn, hafi í einu og öllu látið af meintum brotum á samkeppnislögum. í ljósi yfirlýs- ingarinnar og með hliðsjón af áliti Samkeppnisstofnunar um að svo sé hefur samkeppnisráð ákveðið að aðhafast ekkert frekar í málinu. í athugun á myndbandamark- aðnum í fyrra komst Samkeppnis- stofnun að þeirri niðurstöðu að beitt hafi verið samkeppnishindrunum, sem varða við ákvæði samkeppnis- laga, þegar starfsemi samtakanna Myndmarks var undirbúin og eftir að félagið tók til starfa, en Mynd- mark er félag myndbandaútgefenda og myndbandaleiga. Samkeppnisyf- irvöld töldu eftirfarandi brjóta í bága við samkeppnislög: 1. Samráð myndbandaútgefenda innan Myndmarks um að breyta afsláttarkjörum sem í gildi voru og myndbandaleigur nutu. 2. Hvatning til myndbandaleiga um að samræma lágmarksgjald Morgunblaðið/Sverrir fyrir útleigu á myndböndum og gera það að skilyrði fyrir aðild þeirra að Myndmarki að þær leigi ekki út myndbönd undir hinu sam- ræmda lágmarksgjaldi. 3. Samstilltar aðgerðir mynd- bandaútgefenda innan Myndmarks um að þeir veittu myndbandaleigum mismunandi afsláttarkjör eftir því hvort þær væru aðilar að Mynd- marki eða ekki. í bréfi, sem lögmaður Mynd- marks ritaði til samkeppnisráðs, segir m.a. að telja megi ótvírætt að stofnunin hafi náð því markmiði sínu að koma í veg fyrir meint ólög- mætt verðsamráð á myndbanda- markaði hér á landi með aðgerðum sínum. ■ Bónus með nýtt vörumerki Right Price heitir breskt vöru- merki sem Bónus er farið að flytja inn. Um ýmsar vörur er að ræða og kosta t.d. fjórar eld- húsrúllur 109 krónur, I lítri af uppþvottalög kostar 47 krónur, 40 bleyjur 479 krónur og sex sápur 79 krónur. ■ nm 23J a VIKUNNAI \ Hvað kostar yfirdrátturinn á heftinu? Á M Á N U Ð I 50.000 kr. yfirdráttur, 50.000 kr. heimild 100.000 kr. yfirdráttur, 100.000 kr. heimiid 50.000 kr. yfirdráttur 100.000 kr. heimild Heildar- vextir af yfir- drætti * ■ Grunn- vextir Vextir af nýttum yfir- drætti Hámarks- heimild án grunn- vaxta 500,- 1.000,- 750,- 12,00% 6% 6,00% 50.000,- 542,- 1.083,- 878,- 13,00% 8% 5,00% 50.000,- 573,- 1.145,- 947,- 13,75% 9% 4,75% 50.000,- 563,- 1.125,- 813,- 13,50% 6% 7,50% 50.000,- 563,- 1.125,- 562,- 13,50% 6% 7,50% 100.000,- Búnaðarbanki íslandsbanki Landsbanki Sparisj. R. og nágr. Sparisj. vélstjóra Fasta grunnvexti þarf að greiða , burtséð frá notkun yfirdráttarheimildar, ef heimildin fer yfir ákveðna upphæð (50.000 kr. í flestum titvikum). Sé yfirdráttur hinsvegar undir þessum mörkum reiknast 12-13,75% vextir á nýttan yfirdrártt hverju sinni. Y firdrátturinn eitt það kostnaðarsamasta lán sem fyrirfinnst innan bankakerfisins ALMENNT njóta handhafar ávísanahefta einhverra yfirdráttar- heimilda á reikningum sínum þó svo að fæstir þeirra geri sér kannski fulla grein fyrir því að hér er um að ræða ein dýrustu lán, sem fyrirfinnast innan bankakerfisins. Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis reið á vaðið með því að bjóða yfirdráttarlán á miðjum níunda áratugnum og aðrir bankar og sparisjóðir fylgdu í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru yfirdráttar- heimildir algengar á bilinu frá 50 þúsundum kr. og upp í 150 þúsund kr. þó ekkert sé sjálfgef- ið í því efni. Veittar heimildir fara fyrst og fremst eftir efnum og ástæðum hveiju sinni. Án efa skila þessi lán bankakerfinu háum vaxtatekjum á ári hveiju þegar á það er litið að vextir af yfirdrætti á tékkareikningum nema frá 12% og upp í 13,75%. Vaxtaprósenta af yfirdrætti er þó i öllum tilfellum tvískipt þegar kemur yfir ákveðna heim- ildarupphæð og reiknast þá á sérstakt heimildargjald burtséð frá því hvort yfirdrátturinn er nýttur eða ekki. Þessi upphæð getur verið misjöfn eftir því hvaða banki eða sparisjóður á í hlut. Til dæmis nemur upphæð þessi 100 þúsundum kr. hjá Sparisjóði vélstjóra, en 50 þús- undum kr. hjá öðrum þeim, sem haft var samband við. Þrátt fyrir 12-13,75% vexti af yfirdráttarlánum ber inneign á ávísanareikningum aðeins l/i% vexti. Því til málsbóta má með sanni segja að ávísanareikningar séu ekki hugsaðir sem spari- reikningar, heldur eingöngu sem veltureikningar, enda bjóða bankar og sparisjóðir upp á sér- staka reikninga ætlaða sparifjár- eigendum. Daglegt líf fór á stúf- ana í bankakerfinu í vikunni og er verðkönnun vikunnar að þessu sinni helguð kostnaði vegna yfir- dráttar á ávísanareikningum. Auk þess voru þeir, sem urðu fyrir svörum, inntir eftir hag- stæðustu sparileiðunum ef svo „ólíklega“ vildi til að einhver ætti afgang á þessum síðustu og verstu tímum. Búnaðarbanki „Það er mjög mismunandi hversu miklar yfirdráttarheim- ildir við veitum, enda fara þær eftir viðskiptum okkar manna hveiju sinni. Það er ekkert sjálf- gefið í þessu efni,“ segir Arni Þór Kristjánsson, deildarstjóri hjá Búnaðarbankanum. Vextir af yfirdrætti hjá Búnaðarbanka nema 12%. Sé yfirdráttarheimild umfram 50 þús. kr. reiknast 6% fast heimildargjald auk 6% vaxtagjalds á nýtta heimild. Hjá Búnaðarbankanum gefur Stjörnubókin besta ávöxtun, en hún er bundin í 30 mánuði á 5% vöxtum. Miðað við ávöxtun í eitt ár gefur hún 4.810 kr. í vexti. íslandsbanki íslandsbanki tekur 13% vexti af yfirdrætti á ávísanareikning- um einstaklinga, að sögn Krist- ins Tryggva Gunnarssonar þjón- ustustjóra. Fari upphæð heimild- ar yfir 50 þús. kr. greiðast ávallt 8% vextir af veittri heimild þó hún liggi ónýtt auk þess sem 5% vextir reiknast á nýttan yfir- drátt. Þeir sem eiga innstæðu í íslandsbanka upp að 500 þús. kr. eða hálfrar milljóna kr. hluta- fé í bankanum fá yfirdráttar- heimild hækkaða í 200 þús. kr. og fastagjaldið því afnumið upp að því marki. Kristinn segir að svokölluð yfirdráttarlán nýtist t.d. þeim, sem þurfi að brúa bil skemur en sex mánuði, en í lengri tíma væri ekki um annað að ræða en skuldabréfalán. Hvað viðvíkur hagstæðum ávöxtunarleiðum hjá íslandsbanka nefnir Kristinn Tryggvi ávöxtunarreikning, sem gengur undir nafninu „Sparileið 12“, tólf mánaða bundin reikn- ing, sem ber 3,25% verðtryggða vexti. Landsbanki Landsbanki Islands reiknar hæstu vexti af yfirdráttarlánum, 13,75%, þar af 9% grunnvexti, fari heimildin yfir 50 þúsund og 4,75% af nýttri heimild. „Varðandi ávöxtunarmögu- ieika er hægt að benda á nokkuð marga valkosti, en rétt er að gera greinarmun á hvort um er að ræða eina upphæð eða reglu- bundinn sparnað,“ segir Ingólfur Guðmundsson á markaðssviði LÍ. Þegar skuldfært er mánaðarlega af launareikningi, býður LÍ upp á fjóra möguleika. Spariveltan hentar t.d. þeim sem eru að spara í 3 til 24 mánuði. Ársvextir eru 2,3% og að tólf mánuðum liðnum gefst kostur á láni á hagstæðari kjörum en almennt eru í boði. Kjörbókin ber breytilega vexti, sem lagðir eru við höfuðstól tvisvar á ári. Hún nýtur verð- tryggingar auk 1-3% vaxta. Landsbók er sérstaklega sniðin að þörfum þeirra, sem vilja binda sparifé sitt í mislangan tíma. Bókin er í þremur útgáfum þar sem hægt er að velja um 12, 24 og 60 mánaða binditíma á 4-5% vöxtum. Að sögn Ingólfs er Grunnur tvímælalaust ein besta ávöxtunarleiðin, sem býðst fyrir þá sem geta bundið sparifé sitt í lengri tíma en 3 ár. Vextir eru 5%, en auk þess fá skattgreið- endur skattafslátt, sem nemur 15% af árlegri innborgun. Þessi upphæð lækkar í 10% vegna inn- borgana árið 1995 og í 5% vegna innborgana árið 1996. Sparisjóðir Hjá flestum sparisjóðum í landinu nema vextir af yfir- drætti ávísanareikninga 13,5%. Sparisjóðirnir eru á hinn bóginn ekki samstíga þegar kemur að tvískiptingu vaxtanna. Þannig reiknar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 6% vexti á allar veittar yfirdráttarheimildir um- fram 50 þús. kr., burtséð frá því hvort heimildin er nýtt eða ekki, á meðan Sparisjóður vélstjóra miðar við 100 þús. kr. Síðan bætast við 7,5% vextir á nýttar heimildir, skv. upplýsingum frá Eddu Einarsdóttur, deildarstjóra hjá Sparisjóði vélstjóra, og Oiafi Haraldssyni, aðstoðarsparisjóðs- stjóra hjá SPRON. Þau Edda og Ólafur voru sam- mála um að „Bakhjarlinn“ svo- kallaði væri hagstæðasta inn- lánsform sparisjóðanna og bæri hvað besta raunávöxtun. „Bak- hjarlinn er verðtryggður spari- reikningur, sem ber í dag 4,75% raunvexti. Vextir eru færðir tvisvar á ári, 30. júní og 31. desember. Reikningurinn er bundinn í tvö ár en er Iaus að þeim tíma liðnum í mánuð og binst síðan í sex mánuði. Við bjóðum enn fremur upp á skipu- lagðan sparnað á Bakhjarl í ein- ungis tólf mánuði eða lengur að ósk hvers og eins,“ segir Edda, sem að lokum bætir því við að Bakhjarlinn hafi verið íslands- meistari innlánsreikninga í vaxtarækt síðastliðin þijú ár. ■ JI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.