Morgunblaðið - 08.05.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 08.05.1994, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ hins vegar enginn sem forystumenn Alþýðuflokksins gátu sætt sig við í hina bankastjórastöðuna. Tók Sig- hvatur sér ráðrúm í nokkra daga til að tala við fleiri hugsanlega umsækjendur eftir að umsóknar- frestur var útrunninn og óskaði eftir að bankaráðið tæki einnig þá til umfjöllunar sem til greina gætu komið. Einn þeirra var Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í flár- málaráðuneytinu. Hann hefur skýrt svo frá að 12. mars, eða rúmri viku eftr að umsóknarfresturinn rann út, hafi Margrét Bjömsdóttir, að- stoðarmaður viðskiptaráðherra, haft samband við hann með þau boð að ráðherra hefði áhuga á að hann yrði meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Magnús átti svo fund með Sighvati daginn eftir og lagði inn umsókn til ráð- herra í framhaldi af því samdæg- urs. Heimildum ber hins vegar ekki saman um hvort Sighvatur átti frumkvæði að því að Magnús sótti um eða hvort Magnús hafði áður gefið í skyn að hann gæti hugsað sér að leggja inn umsókn, eins og mun vera sjónarmið viðskiptaráð- herra í þessu máli skv. heimildum mínum. Magnús leit á boð ráðherra sem beina hvatningu og hefur opin- berlega lýst yfír mikilli óánægju með vinnubrögð ráðherrans í þessu máli öllu. Hins vegar hef ég upplýs- ingar um að innan stjómkerfísins og stjórnarflokkanna hafi fleiri tek- ið undir gagnrýnina og talið fram- göngu ráðherra gagnvart Magnúsi ámælisverða. Það mun hins vegar hafa verið sjónarmið Sighvats að hann hafí aldrei lofað Magnúsi stöð- unni og tekið skýrt fram í viðræðum við hann að í þessu hafi ekki falist nein fyrirheit um stöðuveitinguna. Tekist á um fimm nöfn í þingflokki krata Tekist var á í þingflokki Alþýðu- flokks um hvem ætti að skipa í bankastjórastöðu samhliða skipun Steingríms. Komu fimm menn til greina: í fýrsta lagi Þorsteinn Þor- steinsson, bankastjóri hjá Norræna fjárfestingarbankanum, sem heim- ildiarmenn innan flokksins segja að hafí notið stuðnings Jóns Baldvins Hannibalssonar og Össurar Skarp- héðinssonar. í öðm lagi Magnús Pétursson, en innan flokksins var talið að viðskiptaráðherra styddi hann. Samkvæmt heimildum min- um var Sighvatur þó á tímabili að hugleiða að skipa Guðmund Magn- ússon en féll síðan frá því. Einnig var rætt um Indriða Þorláksson, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt- inu, og Yngva Örn Kristinsson, for- stöðumann hjá Seðlabankanum. Loks munu talsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar í flokknum hafa þrýst á um að Ásmundur Stefáns- son, framkvæmdastjóri í íslands- banka, yrði skipaður. Ekkert sam- komulag náðist um neinn þessara manna. Forystumenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks gengu eftir því við sjálfstæðismenn að þeir tryggðu stuðning a.m.k. annars fulltrúa flokksins í bankaráðinu við skipun Steingríms Hermannssonar. Al- þýðuflokksmenn eru sagðir hafa viljað með þessu ganga frá með tryggari hætti að sjálfstæðismenn yrðu samábyrgir fyrir ráðningu Steingríms. Ljóst var frá upphafí að Ólafur B. Thors myndi aldrei styðja Steingrím og þrýsti flokks- forysta Sjálfstæðisflokksins ekki á hann um að breyta afstöðu sinni. Guðmundur Magnússon vék sæti úr bankaráðinu, þar sem hann var meðal umsækjenda um stöðuna, en talið var mjög líklegt að varamaður hans, Davíð Scheving Thorsteins- son, myndi styðja Steingrím. Heim- ildarmenn úr röðum alþýðuflokks- og framsóknarmanna segja þó að þegar nær dró afgreiðslu málsins hafí þeim virst að bankaráðsmenn Sjálfstæðisfiokks hefðu fijálsar hendur í bankaráðinu og að Davíð Oddsson beitti sér ekkert gagnvart þeim. Steingrímur mun aldrei hafa lagt áherslu á að fá meirihluta atkvæða í bankaráðinu en samkvæmt traust- um heimildum mínum hefði Stein- grímur hins vegar dregið umsókn sína til baka ef niðurstaðan hefði orðið sú að hann fengi aðeins eitt atkvæði í bankaráðinu. Viðmælendur innan Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks hafa stað- fest að Jón Baldvin og Sighvatur hafí átt fund með Halldóri Ásgríms- syni, varaformanni Framsóknar- flokksins, og Guðmundi Bjarnasyni alþingismanni nokkru áður en kom að afgreiðslu málsins. Tilefnið hafi verið að fá á hreint hvað hefði ver- ið sagt í viðræðum flokkanna á undangengnum vikum um ráðningu Steingríms og hver niðurstaðan gæti orðið. Greindu alþýðuflokks- menn þar frá því að þeir vissu ekki hvað sjálfstæðismenn ætluðu að gera við afgreiðslu málsins í banka- ráðinu. Nokkrum dögum fýrir afgreiðslu bankaráðs komu sjálfstæðismenn hins vegar að málinu á nýjan leik og hef ég upplýsingar um að sjálf- stæðismenn hafí í þeim viðræðum haldið því fram að eðlilegast væri að Guðmundur Magnússon yrði skipaður í aðra stöðuna, þegar Steingrímur yrði ráðinn, sem einn helsti fagmaðurinn í hópi umsækj- niðurstöðu, skv. upplýsingum úr herbúðum beggja stjómarflokk- anna. Skv. traustum heimildum mínum innan Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks fengu Halldór Ásgrímsson, Steingrímur og Sighvatur það staðfest frá Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra fímmtudaginn 14. apríl, að annar fulltrúi flokksins í bankaráðinu, Davíð Scheving Thorsteinsson, ætl- aði að greiða Steingrími atkvæði á bankaráðsfundinum daginn eftir. Mun Davíð Oddsson hafa talað við Davíð Scheving og tjáð honum að það væri ekki flokkslega óhag- kvæmt ef Steingrímur fengi fleiri en eitt atkvæði í bankaráðinu. Dav- íð Scheving hafí hins vegar komist að því daginn fýrir fund bankaráðs- ins að búið væri að tryggja Stein- grími tvö atkvæði, en víst er talið að Gunnar R. Magnússon, fulltrúi Alþýðubandalags í bankaráði, hafí stutt Steingrím í atkvæðagreiðsl- unni. Davíð Scheving hafi því talið sig óbundinn og ekki viljað stuðla að því að Steingrímur fengi 3 at- kvæði eða meirihluta í ráðinu. sem tekur ákvarðanir um ráðningu aðstoðarbankastjóra, með sam- þykki bankaráðs en það mun hafa verið sjónarmið Sighvats að hann hafi sannfærst um það eftir samtöl við menn innan Seðlabankans að þessir tveir starfsmenn stæðu næst því að færast upp í aðstoðarbanka- stjórastöður sem losnuðu og hann vildi styðja það, þó að ákvörðunar- valdið væri í höndum bankastjóm- ar. Atkvæðagreiðslan í bankaráði Seðlabankans var leynileg en tvennt kom mjög á óvart þegar niðurstað- an lá fyrir. Annars vegar að þeir tveir menn sem Sighvatur ætlaði að skipa fengu ekki atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar vakti athygli að fulltrúi Alþýðu- bandalags tók þátt í atkvæða- greiðslunni, þvert á þá afstöðu þing- flokksins að réttast væri að sitja hjá, og sérstaka athygli vakti að talið er víst að hann hafí greitt Eiríki og Steingrími atkvæði sín. Hið sama mun Davíð Aðalsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokks, hafa gert. Forystumenn Framsóknarflokks- ATKVÆÐAGREIÐSLAN Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins féllu atkvæði í leynilegri atkvæðagreiðslu bankaráðs Seðlabankans svona: Ágúst Einarsson Gunnar R. Magnússon Davíð Aðalsteinsson Davíð Scheving Ólafúr B. Thorsteinsson Thors Eiríkur Guðnason Guðmundur Magnússon Steingrímur Hermannsson Ásmundur Stefánsson Magnús Pétursson Þ E I R FENGU ATKVÆÐIN enda. Sjálfstæðismenn munu jafn- framt hafa lýst áhuga á að Birgir ísleifur yrði formaður nýrrar bankastjómar Seðlabankans. Tveimur dögum fyrir fund bankaráðsins var viðskiptaráðherra búinn að gera upp við sig að skipa Steingrím og Eirík Guðnason í stöð- urnar. Heimildarmönnum mínum ber saman um að nafn Eiríks hafí ekki komið upp fyrr en undir lok atburðarásarinnar, sem málamiðl- un. Viðskiptaráðherra hafí einnig metið það svo að skynsamlegast væri að veita innanhússmanni í Seðlabankanum, sem væri óumdeil- anlega mjög hæfur, stöðuna og slá þannig á gagnrýni á skipun Stein- gríms. Vitað var að Ágúst Einars- son myndi segja sig úr bankaráðinu vegna skipunar Steingríms og hugsanlegt var að Guðmundur Magnússon myndi gera það líka, eins og kom síðar á daginn. Skv. heimildum mínum á Ólafur B. Thors einnig að hafa veit fyrir sér að segja sig úr ráðinu, eftir að niðurstaðan varð ljós, en metið stöðuna svo að hann gerði meira gagn innan bankaráðsins en utan þess. Bankaráðsfulltrúar og forystu- menn Alþýðuflokks, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks vissu hver var orðin niðurstaða viðskipta- ráðherra áður en fundur bankaráðs- ins fór fram og höfðu forystumenn stjórnarflokkanna samþykkt þessa Greiddi hann samkvæmt heimildum mínum Guðmundi Magnússyni og Ásmundi Stefánssyni atkvæði sín. Óvænt niówrstaóa bankaráós Fundur bankaráðsins fór fram síðdegis 15. apríl en sama dag kall- aði Sighvatur til sín starfsmenn Seðlabankans, sem voru meðal umsækjenda og mun einnig hafa talað við Magnús Pétursson, til að greina þeim frá að hann gæti ekki skipað þá í bankastjórastöðurnar. Jafnframt ræddi hann við Bjama Braga Jónsson aðstoðarbankastjóra um skipun hans í stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Einnig bar á góma, skv. heimildum mínum, að hann tæki að sér ráðgjafarstarf ef hann ákvæði að segja aðstoðar- bankastjórastöðu sinni lausri. Féllst Bjami Bragi á að taka sæti fyrir íslands hönd í stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Þar er þó ekki um eiginlegt starf að ræða heldur stjórnarsetu en Bjarni Bragi mun jafnframt vera að hugleiða að taka að sér ráðgjafarstarf gagnvart bankastjóm Seðlabankans. Við- skiptaráðherra mun einnig hafa lýst yfír í þessum viðtölum að hann myndi styðja það ef Már Guð- mundsson tæki við aðstoðarbanka- stjórastöðu Bjarna Braga og Yngvi Öm Kristinsson stöðu Eiríks Guðnasonar. Samkvæmt seðla- bankalögum er það bankastjórnin ins urðu skv. heimildum mínum í fyrstu undrandi og reiðir þegar þeir áttuðu sig á hvernig atkvæði féllu í bankaráðinu og að Davíð Scheving hefði ekki greitt Stein- grími atkvæði, þvert á það sem þeim hafði verið tjáð og töldu sig hafa verið svikna. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins höfðu mjög fljótlega samband við framsóknar- menn vegna þessa til að gera þeim grein fyrir hvað hafði gerst og skýra að þeir hefðu ekki gengið á bak orða sinna, heldur verið í góðri trú um að Davíð Scheving myndi styðja Steingrím. Jafnframt munu þeir hafa verið mjög óánægðir með þátt Davíðs Schevings í málinu og skv. upplýsingum mínum innan Sjálf- stæðisflokks lét Davíð Oddsson Davíð Scheving vita um þessa óánægju forystunnar og að allir hafí reiknað með að hann greiddi Steingrími atkvæði. Það mun vera sjónarmið framsóknarmanna að forystumenn flokksins áfellist ekki sjálfstæðismenn vegna þessa máls, sem fullyrt er að hafi verið gert strax upp á milli forystumanna flokkanna, en viðmælandi úr röðum framsóknarmanna sagði þó að þetta mál gæti óneitanlega haft einhver áhrif til lengri tíma litið á hvaða tiltrú menn hefðu hver til annars, þar-sem ekki hafí verið staðið við ákveðin fyrirheit í þessu máli. Tortryggni innan rikisstjórnarinnar Samkomulag náðist um að Birgir ísleifur yrði formaður bankastjórn- ar Seðlabankans og var hann svo valinn formaður á fundi nýskipaðr- ar bankastjórnarinnar í seinustu viku. Mikil óánægja kom hins vegar upp meðal forystumanna í Sjálf- stæðisflokknum er þeir fréttu um ákvörðun Sighvats Björgvinssonar viðskiptaráðherra að skipa Bjarna Braga sem fulltrúa Islands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og um viðræður Sighvats við Má Guð- mundsson og Yngva Örn Kristins- son um aðstoðarbankastjóramál Seðlabankans. Sjálfstæðismenn voru mjög óánægðir með að við- skiptaráðherra hefði ekki borið þetta mál undir Birgi ísleif Gunn- arsson seðlabankastjóra eða hafa um það samráð við samstarfsflokk sinn í ríkisstjóm. Hefur a.m.k. tvívegis komið til deilna milli forystumanna Sjálf- stæðisflokks og viðskiptaráðherra vegna þessa máls, skv. heimildum mínum, og var deilt hart um það á ríkisstjórnarfundi 22. apríl sl. Hafa sjálfstæðismenn gagnrýnt Sighvat fyrir þessi vinnubrögð og halda því fram að Sighvatur hafi vakið upp tortryggni í stjórnarsamstarfi flokkanna. Samkvæmt heimildum mínum hefur þetta einnig mælst illa fýrir innan Seðlabankans. Gagnrýnin beinist ekki að Bjarna Braga, sem þykir mjög hæfur, en áfatuga venja er hins vegar fyrir því að formaður seðlabankastjómar eða ráðherra sitji í stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fyrir hönd lands- ins. Segja sjálfstæðismenn að þeir hafí talið sjálfgefið að Birgir ísleif- ur tæki að sér þessa stjómarsetu. Lögðu sjálfstæðismenn að við- skiptaráðherra, skv. upplýsingum mínum, að hann dragi þessa skipun til baka en Sighvatur mun ekki hafa tekið það í mál og varið ákvörðun sína. Sighvatur mun hafa haldið fram þeim sjónarmiðum að þó eðlilegt væri að hafa samráð innan ríkis- stjórnar um skipun seðlabanka- stjóra þá væri ekki hægt að ætlast til þess að ráðherra gerði slíkt þeg- ar um væri að ræða skipun í aðrar stöður en toppstöður innan stjórn- kerfísins. Auk þess hafi hann bent á að Bjarni Bragi væri með elstu og virtustu hagfræðingum þessa lands, hafí langa reynslu innan Seðlabankans og ýmsir stjórnendur innan bankans hafi alist upp undir handaijaðri hans. Þá hafi verið ofur eðlilegt að bankamálaráðherrann ræddi við stjórnendur og starfs- menn um skoðanir sínar á rekstri og mannahaldi Seðlabankans. Einn viðmælandi minn innan stjórnarl- iðsins lýsti stöðu þessarar deilu inn- an ríkisstjórnarinnar þannig að þar stæði járn í járn. Sjálfstæðismenn töldu einnig, skv. heimildum mínum, að afskipti viðskiptaráðherra af aðstoðar- bankastjóramálum Seðlabankans, í ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslunn- ar í bankaráðinu, vektu grundsemd- ir um að alþýðuflokksmenn hafí verið með eitthvert laumuspil í tengslum við skipun Steingríms Hermannssonar og staðið í samn- ingum við framsóknarmenn og for- mann Alþýðubandalagsins á bak við sjálfstæðismenn. Þeirri kenn- ingu hefur verið hreyft í þessu sam- bandi að formaður Alþýðubanda- lagsins hafí á síðustu stundu greitt fyrir afgreiðslu bankastjóramálsins í bankaráði Seðlabankans og tryggt þannig atkvæði fulltrúa flokksins. Áhugi viðskiptaráðherra á aðstoð- arbankastjóramálum Seðlabankans sé liður í sömu fléttu og hafí um leið greitt fyrir möguleikum á stjórnarsamstatfi þessara flokka. Þessu hafa talsmenn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags vísað algerlega á bug og raunar fæst engin staðfesting á því að þrýst hafí verið á Gunnar R. Magriússon, fulltrúa Alþýðubanda- lagsins, fyrir atkvæðagreiðslu bankaráðsins eða að Ólafur Ragnar hafí rætt við forystumenn annarra flokka um stöðu Más Guðmunds- sonar í Seðlabankanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.