Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 40

Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 40
I- 40 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Bjóðum í nokkra daga hvítan undirfatnað d niðursettu verði Hvítt við öll tœkifari Óðinsgötu 2, sími 13577. Kaplahraun 5 - Stuttur afgreiöslufrestur Málmsteypan HELLA hf. 220 Hafnarfirði - Sími 651022 - Telefax 651587 liBllllliiÍIII Vacational ARSKOLI í BRETLANDI Á uái rvmm mm ■■ wm B W llllr I Til að auðvelda íslenskum nemum enskunám við sumarskóla okkar í Newbury, Berkshire, á 4 vikna námskeiðum júlí og ágúst, bjóða ■ VACATIONAL STUDIES (stofnað 1973) B 8 íslenskum drengjum og stúlkum á aldrinum 11 -17 ára skólavist með 50% afslætti skólagjalda. Skólann sækja unglingar frá fjölda landa. Skólagjöld fela í sér kennslu, vistun og fæði, íþróttaiðkanir, skemmtanir og skoðunarferðír. Skólagjald er £1400, en fyrir íslendinga £700 (um kr. 75 þús). Vacational Studies hafa hlotið víðurkenningu British Council tii enskukennslu fyrir útlendinga, og við erum aðilar að ARELS, samtökum viðurkenndra skóla í enskukennslu. Nánari upplýsingar í síma 23300 (Svavar) 25, og 26. apríl kl. 17 -18.30. ■■■■■■BaHRaRRnRRRRRR ■ ■ ■ ■ ■ I a ■ ■ ■ i ■ a a a a a I DAG HÖGNIHREKKVISI * þETTA ER UYK7ANE>/ TÚNriSKAUeL'ýSINÍi.* BRIDS Umsjón Guóm. Páll Arnarson Eftir illa heppnað útspil þarf vestur að halda haus í vöminni. Settu þig í hans spor. Þú átt tvo líklega slagi á tromp og freistast til að leggja niður laufás í byijun: Suður gefur, enginn á hættu.- Norður ♦ ÁD86 V 102 Vestiir ♦ G9 ♦ ÁK543 ♦ K3 ▼ KG64 ♦ D8 4 ÁG1054 l Vestur Norður Austur Suður Pass Thiðrtu Pass 3 hjörtu Pass Pass Austur lætur níuna í slag- inn, sem þú túlkar sem kall í spaða og skiptir yfir spaða- gosa. Sagnhafi drepur á ás- inn og hendir svo spaðahundi niður í laufkóng. Rúllar síðan hjartatíunni yfír til þín. Eins og við var að búast, á makk- er ekkert tromp. Þú spilar spaða, en sagnhafi trompar og gefur þér á trompkóng- inn. Taktu við. Spil sagnhafa eru nú sem opin bók: Hann hefur byijað með 2-7-3-1. Eigi hann tígul- gosann er engin vöm til úr því sem komið er, en ef makker á gosann verður að spila tígli til að klippa á sam- ganginn fyrir trompþvingun á austur. Staðan sem upp er komin lítur svona út: 4 D8 V - ♦ ÁK54 Vestur 4 - Austur ♦ - 4 KIO ▼ 6 llllll y - ♦ D8 llllll ♦ G97 4 G105 Suður 4 D 4 - T 987 ♦ 1062 ♦ - Ef vestur spilar t.d. laufi, trompar suður og hendir tígli úr borði. Tekur svo eitt tromp í viðbót og hendir aft- ur tígli. Austur er þá vamar- laus. Greiniiega má hann ekki missa tígui, og ef hann hendir spaða, fer sagnhafi inn í borð á tígulkóng og trompar niður spaðakónginn og á innkomu á tígulás til að taka fríslaginn. Þessa inn- komu verður að fjarlægja strax með því að spila tígli. LEIÐRETTINGAR Villur í skulda- skýrslu VILLUR voru í skýrslu um skuldir heimilanna sem Þjóðhagsstofnun vann fyrir félagsmála- ráðuneyti og lögð var fram á Alþingi á fimmtu- dag og hefur Þjóðhags- stofnun sent frá sér leið- réttingu. Þar kemur fram að aukning skulda á milli áranna 1992 og 1993 var í skýrslunni ranglega sögð vera 26 milljarðar króna en var í raun 18 milljarðar á föstu verð- lagi. Aukning milli ára var 7% en ekki 8,7% eins og stendur í texta. Þá var hlutfall ráðstöfunartekna og skulda 113,9% en ekki 116 eins og stóð í skýrsl- unni. Fyrrver- andi fréttastjóri MEÐ grein Margrétar Indriðadóttur Er langlífi íslendinga þjóðarböl?, sem birtist í Morgunblað- inu í gær, var hún kynnt sem fréttastjóri RÚV en Margrét lét af því starfi fyrir fáum árum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. SKÁK Umsjön Margcir Pétursson Þessi staða kom upp á opna mótinu í New York um páskana. Stórmeistarinn Jan Ehlvest (2.610) frá Eist- iandi hafði hvítt og átti leik gegn kollega sínum R. Tischbierek (2.490), Þýska- landi. 20. Rxe6+! (Að sjálfsögðu var jafngott að leika fyrst 20. Dxh7+ — Kf8 og þá 21. Rxe6+!) 20. - fxe6, 21. Dxh7+ og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát í stöðunni. Kóngur hans verð- ur hrakinn yfir borðið eftir 21. - Kf8, 22. Bh6+ - Rxh6, 23. Dxh6+ - Kf7, 24. Dh7+ - Kf6, 25. Hh6+ — Ke5, 26. Hxe6+! o.s.frv. Eistlendingar voru sigur- sælir í New York. Ehlvest sigraði ásamt landa sínum Lembit 011. Þeir hlutu 7 'h v. af 9 mögulegum. 3.-9. Kaidanov, Benjamin, A. Ivanov og Wolff, Bandaríkj- unum, Shabalov, Lettlandi, Lobron, Þýskalandi, og Griinfeld, ísrael, 7 v. 10.-18. Jóhann Hjartarson, DeFirm- ian, Alburt, I. Ivanov og Frias, Bandaríkjunum, Van Wely, Hollandi, Gildardo Garcia, Kólumbíu, Akopjan, Armeníu, og Orlov, Rúss- landi, 6 'k v. Hannes Hlífar Stefánsson var í hópi 13 skákmanna sem hlutu 6 v. Pennavinir NÍTJÁN ára Ghanapiltur með áhuga á knattspyrnu, skokki, kvikmyndum, tenn- is og körfubolta: Isaac Gyampi, Edinaman Sec. School, Box 143 Elmira, Ghana. Hildur Sif og Sierún styrktu Barnaspímla Hringsins ÞESSAR stúlkur héldu fyrir nokkru hlutaveltu til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 842 krónur. Þær heita Hildur Sif Haraldsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir. Víkverji skrifar Arið 1994 er mikið afmælisár hjá íslendingum. Ekki aðeins vegna þess að íslenzka lýðveldið verður hálfrar aldar gamalt 17. júní næstkomandi, þótt það sé hátindur þessa afmælisárs í hugum flestra landsmanna. Tvennt annað kemur til afmælissögunnar og ekki af smærri gerðinni. í fyrsta lagi er vert að minnast þess að 1874 endurheimti Alþingi löggjafarvald í íslenzkum sérmál- um. Það ár var þingræðið endur- reist í landinu. Það var ekki svo lítill áfangi í sjálfstæðisbaráttunni. Stjórnarskráin 1874 kvað meðal annars á um íslenzk fjárlög, ís- lenzkt fjárveitingavald og íslenzkan landssjóð. Fyrstu fjárlögin voru síð- an samþykkt á Alþingi 1875 og giltu fyrir tvö almanaksár, 1876- 1877. Það var ekki hallinn á þeim fjárlögunum! Með lögum um heimastjórn, sem gengu í gildi árið 1904, var efnt til íslenzks stjórnarráðs og embætt- is íslandsráðherra með aðsetri í Reykjavík. Það var einnig mikil- vægur áfangi á leiðinni til fullveld- is, sem vannst 1918, og lýveldis, sem stofnað var 1944. Við fögnum því afmæli endurreisnar þingræðis í landinu, heimastjórnar og lýðveld- is á þessu ári. Það er þríheilagt hjá Fjalikonunni annó 1994. XXX íkverji sá það í blaði allra landsmanna síðastliðinn fimmtudag að Bandaríkjamaður, Mark J. Ebbert að nafni, hefur unnið að höggmynd af landnáms- manninum Hrafna-Flóka, sem af- hjúpa á 11. júni næstkomandi við gömlu flugstöðina í Keflavík, ef nota má það heiti. Hrafna-Flóki skipar veglegan sess í landnámi íslands og valdi sér búsetu í Fljótum norður, einni sum- arfegurstu sveit landsins. Víkveiji veltir því fyrir sér, hvot Norðanmenn eigi ekki að fá þetta verk, eða annað hliðstætt, og reisa að Yzta Móli í Fljótum. Þar valdi landnámsmaðurinn sér búsetu. Þar var höggmynd af honum á réttum stað. Og talandi um höggmyndir og Norðurland. Hvenær verður högg- mynd við hæfi af Jóni biskupi Ara- syni, reist heima að Hólum í Hjalta- dal? xxx Landsmenn ganga senn til sveit- arstjómarkosninga. Það er þegar tekið að hitna í kolum, ekki sízt í höfuðborginni, þar sem barátt- an er tvísýn og fáein atkvæði ráða trúlega úrslitum. Kannski mitt at- kvæði og þitt, lesandi góður?! Pólitíkin var þó verulega harð- skeyttari fyrir nokkrum áratugum en nú er. Víkveiji heyrði þá sögu úr kaupstað úti á landi fyrr á tíð að góðkunningjar, annar á vinstri kanti en hinn á hægri, hefðu jafnan hætt að heilsast hálfum mánuði fyrir kosningar, þegar baráttan var hvað hörðust, og 'ekki talað hvor til annars á nýjan leik fyrr en hálf- um mánuði eftir kosningar! Vonandi halda pólitískir pótintát- ar (og við sem heyrum til tegund- inni „háttvirtir kjósendur)" hugarró og sálaijafnvægi næstu tvær vik- urnar. „Andstæðingurinn“ á nefni- lega sama rétt til sinna skoðana, hveijar sem þær eru, og við til okk- ar. En við eigum að sjálfsögðu okk- ar rétt til að beijast heiðarlega fyr- ir eigin skoðunum, hveijar sem þær eru, og fylgja því fram af festu sem samvizka okkar og skynsemi telur bezt fyrir heildina og framtíðina. x x x Víkveiji er samt sem áður og þessa dagana að velta því fyrir sér, hvort þeir frambjóðendur hér í borg og út um allt land, sem mestu lofa (upp í ermina sér), þurfi ekki að sækja enn meiri fjármuni ofan í budduna hans og buddur annarra skattgreiðenda, ef athafnir eiga að fylgja orðum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.