Morgunblaðið - 08.05.1994, Side 52

Morgunblaðið - 08.05.1994, Side 52
varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki fslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKIAVÍK SÍML 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bílgreinasambandið um erfiðleika í greininni Svört starfsemi eykur samdrátt SVÖRT atvinnustarfsemi á stóran þátt í samdrætti í bílaviðgerðum á síðasta ári. Fara verður aftur til áranna 1975-76 til að finna dæmi um færri nýskráningar á bílum hérlendis og fjöldi íbúa á hvem fólksbíl hefur aukist úr 1,8 í 2,3. Þetta kom fram í setningarræðu Sigfúsar Sigfússonar, formanns Bílgreinasambandsins, á aðalfundi þess í gær. Sigfús sagði stjórnvöld notfæra sér þá staðreynd að bíll væri nauðsyn með því að þrautpína bifreiðaeigendur með skattlagningu á bifreiðakaup og neyslusköttum á bíla. Fjöldi skráðra bílá um síðustu áramót var 116.195 á móti 128.813 bílum 1988. í vinnubílum er samdrátturinn enn meiri. Sigfús sagði að bílasala væri aðeins helm- ingur af því sem hún þyrfti að vera til að eðlileg endurnýjun ætti sér stað í bílaflota landsmanna. Biðskýli í Lækjargötu BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að koma upp biðskýli við Lækjargötu fyrir þá sem bíða eftir leigubílum. Um er að ræða tilraun sem er hugsuð til að bæta hag þeirra fjöl- mörgu sem þurfa að bíða eftir leigubílum á nóttunni. Skýlið verður staðsett við Mæðra- garð og er áætlaður kostnaður við uppsetningu þess 1,2 millj- ónir króna. Framkvæmdir munu hefjast um miðjan þenn- an mánuð. Að sögn Guðmundar Ein- arssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík, er skýli sem þetta til bóta. Hann segir þó, að lögreglumenn muni ekki finna neinn mun á ástandinu í miðbænum vegna þessa, skýlið gagnist aðeins þeim sem séu að bíða eftir leigubíl. Óþolandi ástand „Fyrstu tvo mánuði þessa árs hefur dregið talsvert úr heildarinn- flútningi bílavarahluta en þar hafði verið dágóð aukning undanfarin ár. Þessi samdráttur á fýrst og fremst við um almenna varahluti,“ segir Sigfús. „Eðlilegt væri að álykta að þegar meðalaldur bíla hækkar, auk- ist þörfin fyrir viðgerðaþjónustu en svo virðist ekki vera. Á.m.k. skila verkin sér ekki til aðila Bílgreina- sambandsins. Ég er þeirrar skoðun- ar að svokölluð svört atvinnustarf- semi eigi stóran þátt í þessu. Verk- efnin koma ekki til okkar félags- manna en eru unnin af mönnum sem standa ekki skil á tilskildum gjöldum til samfélagsins. Þetta er ójafn leikur og í raun óþolandi ástand sem viðkomandi yfirvöld virðast ekki hafa nein tök á að lag- færa, þrátt fyrir fögur fyrirheit og látlausar umkvartanir.“ 17% af tekjum ríkissjóðs í máli Guðmundar Magnússonar prófessors við hagfræði- og við- skiptadeild Háskóla íslands, á að- alfundinum kom fram að áætlað er að um 17% af heildartekjum ríkissjóðs komi af bílainnflutningi, bifreiðaviðgerðum, sölu bensíns, hjólbarða og varahluta, þunga- skatti o.fl. Guðmundur segir að neyslustýr- ingu megi sjá í nær öllum afskipt- um ríkisins af bílgreininni sem endurspeglist í vörugjaldi, bifreiða- gjaldi, bensínsköttum og fleiru. Með neyslustýringu sinni ýti ríkið undir að þeir hópar sem mest ör- yggi þurfa í umferðinni, þ.e. barn- margar fjölskyldur, kaupi frekar þær bifreiðar sem veiti þeim lítið öryggi. Morgunblaðið/Júlíus A grænu ljósi? NÝSKRÁNINGAR bifreiða virðast um þessar mundir vera á rauðu ljósi. Verði nýskráningar á bifreiðum hérlendis áfram jafn fáar eða færri og seinasta ár, gætu vörubílar, hlaðnir nýjum bifreiðum, orð- ið sjaldgæf sjón innan nokkurra ára. Fengu 5 tonn af fiski út af Snæfellsnesi á 4,8 tonna bát Sjö bjóð inni í brúnni Ólafsvík, Morgunblaðið. BÁTSVERJAR á línutrillunni Valdimar SH, sem er 4,8 tonn, fengu undir helgina 5 tonn af fiski á 16 bala og til að koma aflanum fyrir þurftu þeir að setja 7 bjóð inní brú og einnig 400 kg af fiski. Sex ára „úthlutað“ eldri vinum FRÁ ÁRAMÓTUM hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung í starfi Mýrarhúsaskóla á Seltjarn- arnesi, að koma á fót svokölluðum vinabekkjum eða vinapörum. Hveijum einasta sex ára nemanda ^_er úthlutað vin í bekkjum 11 og \ y 12 ára nemenda; 6 ára strákur eignast 12 ára strák að vin o.s.frv., í því skyni að auka örygg- iskennd yngri barnanna og ábyrgðarkennd þeirra eldri, auk þess að rjúfa aldursmúra. Hugmyndin er runnin undan rifjum kennaranna Guðlaugar Einarsdóttur og Brynhildar Ás- geirsdóttur, en fyrirmyndin er dönsk. Krökkunum var skipt handa- hófskennt niður eftir kynjum, og þar sem tólf ára bekkurinn er fjöl- # -r^nennari hafa „vinapörin" í sum- um tilvikum verið skipuð tveimur tólf ára nemendum og einum sex ára. „Við kynntum þau og létum þau leika sér saman og vinna ýmis verkefni. Litlu krökkunum líður betur og eru öryggari því að eldri krakkarnir eru ekki eins ógnvekjandi og annars. Þetta er » ekki síður skemmtilegt fyrir þau eldri sem eru að verða unglingar, þau viðhalda barninu í sér og Aflann seldu þeir svo á fiskmark- aði Snæfellsness og fékkst mjög gott verð fyrir hann. „Við erum tveir, sem róum á Valdimar SH,“ sagði Fannar Skjaldarson skipstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var hreint ævintýri. Það er eins og fjörðurinn sé kjaftfullur af fiski. Eg hef aldr- ei séð annað eins. Ég er búinn að stunda sjóinn í fjölda mörg ár og hef sjaldan kynnst eins góðum aflabrögðum og núna,“ sagði Fannar. „Ég skil hreinlega ekki það sjónarmið fiski- fræðinga, að það sé enginn fiskur lengur til í sjónum. Þessir blessuðu menn verða bara að vakna til lífs- ins og sjá hvað er að gerast í kring- um þá.“ Morgunblaðið/Sverrir NOKKUR „vinapör" við Mýrarhúsaskóla í gær; í aftari röð f.v. Hildur Þorsteinsdóttir, Einar Árni Sigurðsson, Sveinbjörn Ársæll Sveinbjörnsson, Bjarni Bjarnason og Ársæll Þór Ingvason; í fremri röð f.v. Leifur Jón Elíasson, Valgeir Gunnlaugsson, Þórhildur Reinharðsdóttir og Finnur Ingi Stefánsson. finna fyrir ábyrgð. Sjaldan eða aldrei hefur verið meiri ánægja með frímínútur í skólanum og í vetur, þó að þetta sé fyrsta árið sem allir nemendur eru saman úti í einu,“ segir Guðlaug. Vinkonurnar Hildur Þorsteins- dóttir, 12 ára, ogÞórhildur Rein- harðsdóttir, 6 ára, segja verkefnið skemmtilegt og gott fyrir andann í skólanum. Þórhildur segist vera öruggari í frímínútum og þó henni hafi aldrei verið strítt, finnst henni gott að vita af Hildi. Þær leiki sér líka oft saman, m.a. í snúsnú. „Þetta er eins og að eiga litla systur í skólanum," segir Hildur. Einar Árni Sigurðsson, 12 ára, og Valgeir Gunnlaugsson, 6 ára, eru vinir. Einar segist strax hafa tekið vel í að eignast yngri vin og leiti Valgeir til hans þegar þörf krefji. „í vetur kastaði ein- hver snjóbolta í hann og henti honum niður af liól, svo að ég fór og bjargaði málum,“ segir Einar. Einar segist finna að yngri börnin séu miklu öruggari, vitandi af eldri vini í grenndinni og Valgeir tekur undir það sjónarmið: „Það er gott að hafa Einar nálægt," segir Valgeir. Loftbyssa slökkti ljós TUGIR ljósastaura á Arnarnesi í Garðabæ hafa verið skemmdir með loftbyssuskothríð og segir lögreglan í Hafnarfirði að skemmdarverk af þessu tagi séu nánast landlæg plága 'á Arnar- nesi. Að sögn lögreglu er algeng- ast, að skotið sé á kúpla ljósa- staura og þeir brotnir í Hauka- nesi og Súlunesi. Á föstudag var slökkt á sjö ljósastaurum við Haukanes með loftbyssuskot- hríð. Lögreglan segir að um nokk- urt skeið hafi verið reynt að leita þeirra sem þetta stunda, en án árangurs enn sem komið er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.