Morgunblaðið - 29.05.1994, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C
119. TBL. 82.ÁRG.
SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Deilt um hvort breytingar hafi orðið á starfsemi Alþjóðahvalveiðiráðsins
Kvótastjómun samþykkt en
veiðistjórnun á langt í land
Syngjandi fj allafínka
FJALLAFINKUR hafa alloft orpið hérlendis á sl. tveimur áratugum, án þess þó að tegundin hafi ennþá náð að ílendast. Fjallafinka
er útbreiddur varpfugl í skóglendi Skandinavíu og Finnlands. Hún á því ef til vill eftir að ná fótfestu hér á landi samfara aukinni skógrækt.
Morgunblaðið/Jóhann Oli Hilmarsson
Puerto Vallarta. Daily Telegraph. Reuter.
FULLTRÚAR hvalveiðiþjóða og umhverfis-
verndarsamtaka deildu hart um allar tillögur
sem komu til umfjöllunar á ársfundi Alþjóða-
hvalveiðiráðsins (IWC) sem lauk í í Mexíkó
í fyrrinótt að íslenskum tíma. Þeir voru að-
eins sammála um það að með ákvörðuninni
um að stofna griðasvæði fyrir hvali í suður-
höfum hafi ráðið farið út fyrir það lög-
bundna hlutverk sitt að stjórna hvalveiðum.
Aðeins ein tillaga var samþykkt án atkvæða-
greiðslu á fundinum; um að tillögur vísinda-
nefndar ráðsins um ákvörðun veiðikvóta
(RMP) yrðu samþykktar.
Með þessari ákvörðun þykir ekki lengur
hægt að túlka ákvörðunina um griðasvæði
þann veg að hvalveiðiráðið hafi sagt skilið
við það stofnhlutverk sitt að stjórna hval-
veiðum. Samþykktin um RMP nægir þó
ekki til þess að hvalveiðibanni IWC verði
aflétt í bráð þar sem kvótastjórnunin er
aðeins liður í alhliða veiðistjórnunarkerfi.
Ófrágengin eru ákvæði um eftirlit með veið-
um, veiðiaðferðum, ólögleg viðskipti með
hvalaafurðir, umhverfisáhrif hvalveiða o.fl.
Fulltrúar á ársfundinum sögðu að það gæti
tekið frá tveimur upp í 10 ár að ljúka þeirri
vinnu sem eftir væri áður en veiðistjórnunar-
kerfið lægi fyrir.
Karsten Klepsvik formaður norsku sendi-
nefndarinnar sagði að stjórnvöld í Ósló hefðu
ekki skipt um skoðun í hvalveiðimálum og
myndu ákveða á næstu tveimur vikum hvað
hvalföngurum yrði leyft að veiða margar
hrefnur í sumar. Klepsvik sagði norsku
stjórnina ekki óttast refsiaðgerðir af hálfu
Bandaríkjastjórnar. Bandarískur fulltrúi á
fundi IWC sem vildi ekki láta nafn síns
getið sagði að hrefnustofninn sem Norðmenn
veiddu úr væri ekki í útrýmingarhættu.
„Við þurfum góð vísindarök til að geta refs-
að þeim, pólitísk rök duga ekki,“ sagði hann.
■ Breytir ekki afstöðu/2
Grænlenskir
veiðimenn illir
ÞRÁTT fyrir að Grænlendingar fái auk-
inn hrefnukvóta eftir fund Alþjóðahval-
veiðiráðsins, úr 100 dýrum í 150, eru
grænlenskir veiðimenn reiðir vegna sam-
þykktar ráðsins um griðasvæði hvala.
Fulltrúar landsljórnarinnar studdu sam-
þykktina, gegn vilja KNAPK, samtaka
grænlenskra veiðimanna. KNAPK vill
að Grænlendingar fari sömu leið og Is-
lendingar, hætti þátttöku í ráðinu, en
taki þess í stað upp samvinnu við íslend-
inga, Norðmenn og Færeyinga í hvala-
málum. Fulltrúar Japana segja að með
samþykktinni sé verið að gera hvali heil-
aga. I fyrsta sæti séu hvítir menn, í öðru
sæti hvalir og í þriðja sæti gult fólk eins
og Japanir og Grænlendingar. Einnig
benda þeir á að hvalir éti fimmfalt af
fiski á við menn og með fjölgun þeirra
sé gengið á jafnvægi lífríkisins. I Astral-
íu fagna margir griðasvæðinu, en þar
hafa menn milljarðatekjur af siglingum
með ferðamenn innan um hvalavöður.
FBI opnar úti-
bú í Moskvu
-BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI,
hyggst opna útibú í Moskvu til að freista
þess að koma í veg fyrir að rússneska
mafían nái fótfestu í Bandaríkjunum og
Evrópu. Louis Freeh, yfirmaður FBI,
segir að glæpasamtökin í Rússlandi séu
„mesta ógnunin við öryggi Bandaríkj-
anna þegar til lengri tíma er litið“ og
hann líkir þeim við Sikileyingana sem
komu til Bandaríkjanna á þriðja áratugn-
um °g stofnuðu þar mafíu. Rússneskir
' "glæpamenn eru farnir að streyma til
Bandaríkjanna og Evrópu og Freeh seg-
ir hættu á því að þeir selji hryðjuverka-
samtökum stolin kjarnavopn.
Hubble finnur
risasvarthol
STÆRSTA þekkta svartholið i alheimin-
um hefur fundist með hjálp geimsjónauk-
ans Hubble. Talið er að svartholið sé
1.000 milljörðum stærra en jörðin. Holið
er í stjörnuþoku sem nefnist M87, í 52
milljóna ljósára fjarlægð. Það er í Meyj-
unni, sem virðist aðeins smákúla í venju-
legum sjónaukum. „Eg hef verið efins
um svarthol, en ég lít á þetta sem afdrátt-
arlausa sönnun," sagði dr. Daniel Weed-
man, vísindamaður hjá NASA, Geim-
rannsóknastofnun Bandaríkjanna.
„Þessi uppgötvun er sú mikilvægasta til
þessa með hjálp Hubble.“ Svai-thol er
fyrirbæri sem talið er vera risastjarna
sem hrunin er saman þannig að þyngdar-
sviðið er svo sterkt að jafnvel ljós slepp-
ur ekki út.
STYTTIST í
STÓRA DAGINN
Solzhenitsyn
snýr
altur
10
JðRNII-
FLOKKI
o