Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 22/5 - 28/5 ► KR hefur tekið forystu á íslandsmótinu í knatt- spyrnu þegar tveimur um- ferðum er lokið. Liðið hefur unnið báða leiki sína og er með 6 stig. Akranes, ÍBK og FH koma næst með 4 stig. ►HLUTABRÉF í Stöð tvö fyrir á þriðja hundrað millj- ónir króna skiptu um eig- endur í síðustu viku. Óljóst er hver kaupandinn er. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu talsvert í verði við þessa auknu eftirspurn. ►TVÍTUGUR piltur, sem var að fagna stúdentsprófi sínu, varð fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt aðfaranótt sunnudags. Nokkrir ungir menn slógu hann í andlitið að fjölskyldu hans og vinum ásjáandi og óku síðan bíl sinum á hann á flóttanum. ►HÉRAÐSDÓMUR Reykjavikur sýknaði fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs af kröfum Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti og formanns Prestafélags íslands, en Geir krafðist bóta vegna kjarabóta sem teknar voru af prestum með bráða- birgðalögum í júní 1992. Geir íhugar nú að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Spennandi kosning í Reykjavík HARÐRI en spennandi kosningabaráttu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík lauk með kappræðum á báð- um sjónvarpsrásum á föstudaginn. Aldr- ei áður hefur spennan verið jafnmikil í kosningum um borgina. Skoðanakann- anir sem gerðar voru í vikunni sýndu næstum því jafnmikið fylgi við R-lista og D-lista. Þijár kannanir sem Félags- vísindastofnun, DV og ÍM-Gallup gerðu á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, gáfu allar sömu niðurstöðuna, s.s. 51,6% fylgi við R-listann og 48,4% fylgi við D-listann. Mikið tap hjá Landsbanka HORFUR eru á að tap á rekstri Lands- bankans verði rúmar 500-600 milljónir á þessu ári. Tap á rekstri bankans á fyrstu fjórum mánuðum ársins nam 200 milljónum. Á sama tíma lagði bankinn 200 milljónir í afskriftasjóð á mánuði. Bankaeftirlit Seðlabankans hefur ritað Landsbankanum bréf þar sem óskað er eftir að bankinn geri ítarlega grein fyrir rekstraráformum sínum það sem eftir lifir árs. Læknir dæmdur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi bæklunarlækni í Reykjavík til að greiða 38 ára gömlum manni 4,6 milljónir með vöxtum frá janúar 1989 í skaða- og miskabætur. Læknirinn var dæmdur fyrir að hafa ekki veitt manninum rétta meðferð með þeim afleiðingum að krabbameinsæxli I fæti hans greindist ekki fyrr en svo seint að nema varð á brott fót mannsins ofan við hné. Kína fær bestu við- skiptakjör BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti á fimmtudag að Kínverjar myndu njóta bestu viðskiptakjara áfram þótt kín- verska stjórnin hefði ekki gengið að kröfum Bandaríkjastjórnar um að virða mannréttindi. Bandarískar mannrétt- indahreyfingar brugðust ókvæða við þessari ákvörðun og sögðu forsetann vera að fórna mannrétt- indamálstaðnum vegna viðskiptahags- muna. Fjármálamenn fögnuðu hins vegar ákvörðuninni, . enda miklir viðskiptahags- munir í húfi og mörg störf fyrir laun- þega. Litið er á ákvörðunina sem vand- ræðalega kúvendingu af hálfu Clintons, sem lýsti því yfir í fyrra að Kínveijar fengju ekki bestu viðskiptakjör áfram nema þeir féllust á verulegar úrbætur í mannréttindamálum. Griðasvæði hvala samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti á fimmtudag á ársfundi sínum I Mexíkó tillögu um griðasvæði fyrir hvali í suður- höfum. Tiilagan var samþykkt með 23 atkvæðum gegn einu atkvæði Japana. Norðmenn og fleiri skoðanabræður Jap- ana í hvalveiðimálum sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Umhverfisverndar- sinnar litu á samþykktina sem mikil- vægan áfanga í baráttu þeirra fyrir al- gjöru hvalveiðibanni til frambúðar. Solzhenítsyn snýr heim RÚSSNESKA skáldið Alexander Solzh- enítsyn kom til Rússlands á föstudag eftir 20 ára útlegð. Solzhenítsyn kom með flugvél tii borg- arinnar Vladívostok í austurhlutanum en flugvélin hafði áður viðkomu í Magadon, miðstöð fangabúð- anna sem Solzheníts- yn lýsti í bókinni um Gulag-eyjamar: Solzheniftsyn Bill Clinton ►DEILA Rússa og Úkra- ínumanna um Krím magn- aðist í vikunni sem leið og Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, sakaði á þriðjudag Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta um að ala á spennu á skaganum. Deilan snýst um þá ákvörðun þingsins á Krím, þar sem Rússar eru í meirihluta, að endurvekja stjórnarskránafrá 1992 og er litið á það sem fyrsta skrefið í átt að aðskilnaði frá Úkraínu. ►REFSIAÐGERÐIR Sam- einuðu þjóðanna gegn írak, sem gripið var til vegna innrásar íraka í Kúveit, hafa lamað landbúnaðar- starfsemi og valdið alvar- legum matvælaskorti i landinu. Er ástandið svo alvarlegt að hungursneyð biasir við írökum, að sögn fulltrúa stofnana SÞ. ►RÚSSAR ætla að gerast aðilar að Friðarsamstarfi NATO-rílqanna án nokk- urra skilyrða en vilja jafn- framt að samband þeirra við NATO verði miklu nán- ara og taki einnig til reglu- legs samráðs um evrópsk og alþjóðleg málefni. ►UTANRÍKISRÁÐHERR- AR Evrópuríkja komu sam- an í París í vikunni til að ræða hvernig koma mætti í veg fyrir stríð i álfunni milli þjóða og þjóðarbrota í líkingu við átökin í fyrr- verandi lýðveldum Júgó- _ slaviu og Sovétríkjanna. Á ráðstefnunni komu fram ólík sjónarmið um hvernig afstýra bæri stríðsátökum. ►KRISTILEGI demó- kratinn Roman Herzog var kjörinn næsti forseti Þýska- lands í atkvæðagreiðslu í sérstakri kjörmannasam- kundu á mánudag. Herzog fékk 696 atkvæði gegn 605 atkvæðum Johannes Rau. FRÉTTIR hjólreiðastígur frá Ægisíðu upp í Heiðmörk SveinssiaSmör Grlmsslaðavör Austurvör ffi'aulhóls\ Fossvogur Rauðavatn RauShóIar Hólnis- heiSi Göngu- og hjólreiðastígurinn hefst við bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum borgarskipulagsins hefur þegar verið lokið við stíginn sem liggur frá borgarmörkunum með ströndinni og að Olíustöðinni í Skerjafirði. Þar tekur við áfangi að Nauthóls- vík sem unnið verður við i sumar. Annar áfangi er frá Nauthólsvík að Suðurhlíðum og hefur hann þegar verið lagður en þarfnast viðgerðar og verður það gert í sumar. Þá tekur við spölur enn hrefur ekki verið lagður inn fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur í Fossvogsdal en á þeirri leið er gert ráð fyrir brú fýrir hjólandi og gangandi yfir Kringlu- mýrarbraut. í Fossvogsdal tekur við malarstígur að Reykja- nesbraut og áfram upp Elliðaárdalinn og nær sá stígur upp að Elliðavatni og í Heiðmörk eftir götuslóðum með vatninu. Lengsta skipið á hraðferð í slipp Nýlega var nýtt met sett innan járniðnaðarins á Seyðisfirði, sem þó byggist á gömlum grunni. Fyrir skömmu var Dag- fari ÞH 70 tekinn í slipp og er það lengsta skipið sem tekið hefur verið upp í dráttarbraut hér. Skipið sem er 40,1 metri á lengd var tekið upp til þess að gera við skrúfu og sér Vélsmiðj- an Stál hf. um viðgerðina. Það hefur vakið athygli manna varðandi skipaviðgerðir hér hversu stuttan tíma tekur að taka skipin upp, eða yfirleitt innan við klukkutima. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Morgunblaðið/RAX Mislæg gatnamót í Hafnarfirði MISLÆG gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Ásbrautar við íþróttasvæði Knattspyrnufé- lags Hauka í Hafnarfirði, voru tékiii í notkun s.l. föstudag. Með þessu mannvirki eykst til muna umferðaröryggi á svæðinu bæði fyrir gangandi og akandi vegfar- endur. Gerð gatnamótanna kostaði Um 130 milljóhir króna. Bæj- arsjóður Hafnarfjarðar lagði út fyrir framkvæmdinni að veru- legu leyt.i, en Vegagerð ríkisins mun endurgreiða bænum fjár- framlagið á næstu árum. Aðal- verktakar við verkið voruJ.V.J hf og Istak hf.______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.